Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Síða 17
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987. 17 Japanskir listmunir sækja á Japönsk listaverk hafa aldrei notið sömu virðingar á Vesturlöndum og kínversk. Ástæðan er öðru fremur sú að Kínverjar lögðu öldum saman stund á leirmunagerð og myndlist meðan Japanir voru uppteknir af innanlandserjum og ástunduðu út- nesjamennsku í listum. En Japanir hafa þó átt sína lista- menn á liðnum öldum. Það voru japanskir leirmunir sem hollenskir kaupmenn fluttu til Evrópu á 17. öld- inni. Þessi verk höfðu þá þegar áhrif á evrópska myndlist og eru eftirsótt af söfnurum. Það kom m.a. fram á uppboðum hjá bæði Sotheby og Christie í Lundúnum í síðustu viku. Bandaríkjamenn stórtækir Ef frá eru taldir nokkir enskir lista- verkasalar þá voru Bandaríkjamenn í meirihluta. Þeir hafa einkum hug á leirmununum. Japanir láta sig heldur ekki vanta. Áhugi þeirra snýst þó mest um sverð og aðra hluti úr málmi. Þá má ekki gleyma að á meginlandi Evrópu er einnig nokkur áhugi á japanskri list. Verð hefur farið hækkandi á síð- ustu árum. Þó virðist sem dýrustu munirnir, sem einkum eru úr fíla- beini, hafi ekki hækkað í verði. Dæmi um hið andstæða er þó fíla- beinsmynd af konu með barn. Myndin var gerð fyrir einni öld og kostaði þá nokkur þúsund krónur. Nú er verðið komið yfir hálfa milljón. Hjá stóru uppboðsfyrirtækjunum í Lundúnum gætir þess nú æ meira að uppboðin eru að aukast að um- fangi á sama tíma og þeim fækkar. Þetta er gert til að auðvelda kaup- endum frá öðrum löndum að sækja uppboðin. Uppboðin nú vitna um þessa þróun. Eitt frægasta japanska listaverkið á uppboðinu hjá Christie nú er vasi sem kenndur er við Hamton Court. Hann er frá lokum 17. aldar og kom til Englands árið 1696 eftir að María prinsessa og ríkisarfi á Englandi fór til Hollands á fund Williams III heit- manns síns. Það eina sem prinsessan sá í Hollandi og þótti merkilegt var þessi framandi vasi. Á báðum upp- boðunum voru vasar í þessum stíl og seldust á góðu verði. Kaupmenn á 17. öldinni komust fljótt að því að japanskir listmunir voru góð verslunarvara og létu gera þá til útflutnings. Einkum voru það Hollendingar sem stóðu að þessu enda voru þeir í meiri metum i Japan en aðrir kaupmenn. Því má rekja sögu margra þessara muna til Holl- ands. Vandlátir Japanir Japanir hafa ekki mikinn hug á að eignast þessa muni aftur og þeir eru Japanskur dýrgripur. Kenndu ekki öðrum um. Hver bað þig að hjóla í myrki og hálku? taldir mjög vandlátir i vali sínu á öðrum munum. Þeir sækjast helst eftir gripum sem eru eldri en vasarn- ir sem Hollendingar létu gera. Á uppboðunum voru munir sem eru meira en þúsund ára gamlir og voru gerðir undir sterkum kínverskum áhrifum. Þetta eru munir sem komið hafa til Vesturlanda á síðari árum og eru taldir hafa mikið menningar- sögulegt gildi i Japan. Snarað/GK Pú öetur oröiö ímithali og notiö fullra hltmninda strax ÞÓTT BORGUN HLUTABRÉFANNA HEFJIST EKKI FYRR EN EFTIR 2ÁR, OG DEILIST ÞÁ Á 10 ÁR. FYRSTU 2 ÁRIN GREIÐIR ÞÚ AÐEINS VEXTII Arnarflugsklúbburinn Hver sem kaupir hlutabréf fyrir kr. 100 þúsund - færaðild að Arnarflugsklúbbnum. • Drykkir um borð eru þá fríir. • Farangursheimild hækkar úr 20 kg í 30 kg. • Afsláttur fæst af gistingu á 'hótelum í Amsterdam, Hamborg og á nokkrum stöðum hérlendis. • Herbergi má halda lengur en almenntleyfistá þessum hótelum. • Afsláttur fæstá bílaleigum í Amster- dam, Hamborg, Sviss og hérlendis. • Klúbbfélagar hafa aðgang að VIP ROOM á Schiphol flugvelli. Gullkort Sá sem kaupir einnar milljónar króna hlutabréf nýtur alls sem greint er frá hér að framan og fær eina meginlandsferð fyrir tvo árlega í 12 ár, á svo lágu verði að það verður ekki tilgreint í neinni auglýsingu. Þá ferð má fara hvenær * sem er að vetri til (1/10 - 31/3). Enn er þess ógetið sem mörgum ykir hvað mestu skipta. IAPA skírteini Kaup á 500 þúsund króna hlutabréfi veita aðild að Arnarflugsklúbbnum og afnot af IAPA skírteini í eitt ár. (IAPA = International Airline Passenger Association). Skírteinið veitir » 10-40% afslátt af hótef- gjöldum um allan heim. • Verulegan afslátt af flugfar- gjöldum erlendis. 15-40% afslátt af bílaleigu- gjöldum erlendis. • Ferðaslysatryggingu á alveg sérstökum kjörum. Arnarflug hf. er nú endurskipulagt fyrirtæki Starfsfólki hefur verið fækkað um helming og sá •ýk æinn rekstur verður stundaður, sem við teljum að Vvskili hagnaði: Evrópuflugið. Þegar hlutafjársöfnun lýkur að þessu sinni,verður hlutafé alls kr. 230 milljónir, þ.e. ámóta og andvirði lítils skuttogara. Stærra er fjárhagsdæmið ekki, en mjór er mikils vísirog mörgum hluthöfum gengur það eitt til að gerast þátttak- endur í hinum unga, en ört vaxandi ferðamannaútvegi landsmanna. Aðrir leggja megináherslu á, að einungis fyrir atbeina Arnarflugs njóta íslendingar kosta samkeppninnar í áætlunarflugi til meginlandsins. Nánari upplýsingar fást hjá Guðbrandi Leóssyni á skrifstofu félagsins og hjá Fjárfestingarfélaginu. ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.