Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Page 19
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987.
19
Rannsóknir á eyðniveirunni:
Undarlega margbrotin
Eftir því sem vísindamenn eyða meiri
tíma í að rannsaka eyðniveiruna þá
kemur æ betur í ljós hve margbrotin
hún er og ill viðureignar.
Veiran hefur í sér miklu fleiri litn-
inga og þar af leiðandi fleiri eigin-
leika en nokkurn óraði fyrir þegar
rannsóknir á henni hófust.
Margbreytileiki eyðniveirunnar
veldur ef til vill mestu um hve erfið-
ur viðureigar þessi sjúkdómur er.
Þetta er hægfara smitsjúkdómur sem
verður nánast óviðráðanlegur þegar
hann verður að faraldri.
Þrátt fyrir erfiðleikana við að
rannsaka eyðniveiruna hefur tekist
að safna mikilli þekkingu á hegðun
hennar. Fáir gera ráð fyrir að hægt
verði að ráða niðurlögum þessa vá-
gests í bráð. Visindamenn eru þó
sammála um að það takist með tíð
og tíma og eftir því sem rannsóknirn-
ar verða umfangsmeiri þá bætist við
þekkingu manna á öðrum veirusjúk-
dómum.
Sérfræðingarnir segja að einhver
mikilvægasta uppgötvunin í rann-
sóknunum á eyðniveirunni sé hvað
litningar hennar séu flóknir og stöð-
ugt bætast við ný afbrigði. Aðrar
þekktar veirur af sömu ætt og eyðni-
veiran hafa þrjá litninga. Eyðniveir-
Nærmynd af
eyðniveirunni.
an hefur í það minnsta átta litninga
og talið er að fleiri eigi eftir að
fmnast. Enn er ekki vitað hvert er
hlutverk litninganna fimm sem eru
umfram þá sem áður voru þekktir.
Þó er vitað að einn þessara litn-
inga, sem meðal vísindamanna er
kallaður tat, getur valdið skyndilegri
og mjög örri fjölgun á veirunum. An
þessa litnings virðist veiran ekki
geta fjölgað sér. Því standa einkum
vonir til að finna megi lyf sem eyðir
þessum litningi en það hefur ekki
tekist.
Rannsóknirnar hafa einnig leitt í
ljós að eyðniveiran eyðileggur ekki
bara ónæmiskerfi líkamans. Hún
getur einnig lagst á heilafrumur og
frumur í miðtaugakerfinu. Sé þetta
rétt getur veiran borist frá manni til
manns eftir fleiri leiðum en hingað
til hefur verið talið. Til þessa hefur
verið gengið út frá að hún berist
aðeins með blóði og sæði en margt
bendir til að smitleiðirnar geti verið
fleiri.
Snarað/GK
Nú opnum við
ÚTSÖLUMARKAÐ
í KJALLARANUM.
OPIÐ í DAG TIL KL.
16.00.
Verðið í kjallaranum er svo sannarlega
á botninum.
Opið: virka daga kl. 10-18
Föstudaga kl. 10-19
Laugardaga ki. 10-16
Smiðjuvegi 2, Kópavogi
Simar 79866, 79494
VERÐFr^KR
S5S5SS®;
Sterio hllorQUG?—---—