Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Page 20
20
/
LAUGARDAGUR 14. MARS 1987.
Kórstúlka
Rut Magnússon er í hugum margra
útlend koma sem syngur ákaflega
skrýtna tónlist. Þeir sem fylgjast með
í tónlistarlífinu vita þó að hún hefur
víðar komið við og hún er potturinn
og pannan í mörgu af þvi sem gert
hefur verið hér á undanförnum árum.
Eitt af þessum uppátækjum er Sin-
fóníuhljómsveit æskunnar og fyrir
störf sín að málefnum hennar hlaut
Rut Menningarverðlaun DV í ár.
Hún hefur og margt fleira á sinni
könnu. Þar á meðal er framkvæmda-
stjórn fyrir Listahátíð og er hún í
því starfi komin langan veg frá því
að vera kórstúlka hjá föður sínum í
Carlisle á Englandi.
Það er Sinfóníuhljómsveit æsk-
unnar sem á hug Rutar allan þegar
við setjumst niður að ræða umsvif
hennar í tónlistarlífinu. Hvaða
hljómsveit er þetta?
Upphafið
„Sinfóníuhljómsveit æskunnar er
hljómsveit fyrir unga hljóðfæraleik-
ara í tónlistarskólum þegar þeir eru
komnir vel á veg í náminu. Hún var
stofnuð í janúar 1985 í sambandi við
ár æskunnar hjá Sameinuðu þjóðun-
um og tónlistarár Evrópuráðsins.
Hljómsveitin er þó fyrst og fremst
sprottin upp úr Zukofsky-námskeið-
unum sem voru haldin hér árlega á
árunum 1977 til 1983. Þau stóðu í
hálfan mánuð nema árið 1982, þá
stóð það í heilan mánuð. Zukofsky-
námskeiðin voru opin nemendum
alls staðar að úr heiminum. Við urð-
um að hafa þann hátt á vegna þess
að á þessum árstima voru margir af
bestu nemendunum í útlöndum eða
voru í vinnu sem er svolítið sérstakt
fyrir ísland.
1 Ijósi reynsiunnar af námskeiðun-
um var ákveðið að tengja þau
hugmynd um að stofna unglinga-
hljómsveit sem skipuð væri nemend-
um úr tónlistarskólunum.
Hljómsveitin varð til eftir að ég
skrifaði greinargerð um hvernig við
hugsuðum okkur að hafa hljómsveit-
ina. Með í þessu voru Jón Nordal
og Stefán Edelstein. Ég fór með þetta
á fund samtaka skólastjóra tónlistar-
skólanna og það var samþykkt. Við
hófum starfið strax og fyrsta nám-
skeiðið var í febrúar 1985 og annað
um haustið. Einnig var námskeið
fyrir blásara um áramótin 1985-86.
Einkaframtak
Sinfóníuhljómsveit æskunnar er
íjármögnuð á ýmsan hátt, m.a. með
námsgjaldi sem hver þátttakandi
greiðir. Við reynum að hafa það eins
lágt og hægt er til að útiloka engan
frá að vera með. Tónlistarskólar
landsins fá tilkynningu um að leitað
sé eftir fólki í sveitina. Tónlistarskól-
arnir borga nokkuð til rekstursins,
eftir því sem þeir geta, en árgjald
þeirra skóla, sem eiga nemendur í
hljómsveitinni, er nú 9.000 krónur.
Éinnig er leitað til einstaklinga
sem studdu Zukofsky-námskeiðin á
sínum tíma. Síðan eru það fyrirtæk-
in. Framlag þeirra er mjög mikil-
vægt. Ég reiknaði það út að hlutur
þeirra í rekstri hljómsveitarinnar er
um 55%. Án þess sem frá þeim kemur
væri ekki gerlegt að reka hljómsveit-
ina. Þá fengum við 70 þúsund krónur
í styrk frá ríkinu árið 1985.
Við höfum reynt að fá styrk tekinn
inn á fjárlög en það hefur ekki tek-
ist. Styrkurinn, sem við fengum í
þetta eina sinn, var veittur fyrir til-
stuðlan Ragnhildar Helgadóttur
menntamálaráðherra. Við erum al-
veg klár á því að framtíð Sinfóníu-
hljómsveitar æskunnar er ekki trygg
fyrr en við fáum árviss framlög á fjár-
lögum.
Sönnunin fyrst
Frá því í mars á síðasta ári hefur
verið unnið að því að stofna Sinfón-
íuhljómsveit æskunnar formlega.
Fyrsta árið hefur verið eins konar
tilraunaár. Nú er kominn tími til að
gera hljómsveitina að fastri stofnun.
Þetta hefur verið ævintýri en nú
þarf að finna henni fastan grund-
völl. Það eru liðin tvö ár síðan fyrstu
tónleikamir voru haldnir. Ég held
að það hafi verið rétt að hafa þennan
hátt á frekar en að stofna hljómsveit-
ina fyrst og hlaupa svo til ríkisvalds-
ins og biðja um peninga. Það er
miklu sterkara að sýna fyrst fram á
að þetta er hægt og nú hefur hljóm-
sveitin tvímælalaust sannað tilveru-
rétt sinn.“
- Hvaða máli skiptir það að fá
Menningarverðlaun DV þegar rekst-
ur hljómsveitarinnar er kominn á
þetta stig?
„Það beinir öðru fremur athyglinni
að þessu starfi. Öll umfjöllun um
hljómsveitina hjálpar okkur.“
- Vita fáir að þessi hljómsveit er
til?
„Nei, ég held að svo sé ekki. Við
. fáum fimm til sex hundruð manns á
tónleika. Fyrstu tónleikana héldum
við í Hamrahlíðarskólanum fyrir
fullu húsi en tónleikarnir nú voru í
Háskólabíói. Þetta er starfsemi sem
mörgum þykir vænt um eins og sést
á aðsókninni.
Það er líka rétt að taka fram að á
námskeiðum hljómsveitarinnar eru
alltaf góðir kennarar. Þarna hafa t.d.
Bernharður Wilkinson og Josef
Ognibene kennt tréblásurum og
málmblásurum frá upphafi. Það eru
um sextíu æfingatímar á þessum
hálfa mánuði og bætast þeir við ann-
að nám þátttakenda.
Það koma krakkar frá skólum utan
Reykjavíkur og hljómsveitin greiðir
fargjaldið þannig að allir standa
jafnt að vígi. Það er unnið vel á þess-
um hálfa mánuði."
Gagnrýni
- Nú kom fram gagnrýni á að þú
fékkst verðlaunin en ekki Zukofsky.
Hvað finnst þér um það?
„Já, svona gagnrýni sýnir fyrst og
fremst að verðlaununum hefur verið
veitt athygli. Það er einnig mjög
eðlilegt að þessi gagnrýni komi fram.
Á hitt ber að líta að það hafa margir
lagt sitt af mörkum við uppbyggingu
hljómsveitarinnar. Paul Zukofsky
hefur stjórnað henni og einnig Mark
Redmann. Það gefur augaleið að Sin-
fóníuhljómsveit æskunnar er ekki
eins manns verk. Ég vil hins vegar
halda því fram mér til málsbóta að
ég hef unnið að málum hennar allan
tímann og haft umsjón með rekstri
hennar.“
- Nú er það heldur fátítt að menn
sjái fyrir sér unglinga við að leika
klassíska tónlist. Er það ekki undan-
tekning ef unglingar hafa áhuga á
klassískri tónlist?
„Nei, þetta er alger vitleysa. í tón-
listarskólum landsins eru um 8
þúsund nemendur, auk þeirra sem
æfa með lúðrasveitum og kórum.
Þetta er því ekkert annað en mis-
skilningur. Hann kann kannski að
stafa af því að popptónlistin er meira
áberandi í fjölmiðlum og hún glymur
á götum úti. Hvað mundi fólk segja
ef það heyrði bara Bach og Hándel
eða Beethoven þegar það gengur um
Austurstrætið eða Laugaveginn?
Það er svo mikið af þessu sem kallað
er „musak“ og við tökum sem sjálf-
sögðum hlut.
Hópurinn er stór
Mér virðist það vera mjög stór
hópur ungs fólks sem leggur stund á
klassíska tónlist. Sá hópur er miklu
stærri en sá sem tekur þátt í að fram-
leiða popptónlist."
- Er hlutverk Sinfóníuhljómsveit-
ar æskunnar þá fyrst og fremst að
vera eins konar uppeldisstofnun fyrir
þá sem eru í henni?
„Já, hún hefur það hlutverk og
einnig að gefa þessum unglingum
— Rut Magnússon
Rut Magnússon. Mér hættir við að vasast í of mörgu.
tækifæri sem þeir fá ekki annars
staðar. Ein ástæðan fyrir að hljóm-
sveitin var stofnuð er að enginn einn
tónlistarskóli í landinu er nógu stór
til að geta rekið unglingahljómsveit
af þessari stærð. Tónlistarskólinn í
Reykjavík kemst ef til vill næst því
en samt vantar þar nemendur á viss
hljóðfæri. Eini möguleikinn er því
að hljómsveitin sé úr öllum tónlistar-
skólunum. f hljómsveitinni fá
nemendur líka undirbúning fyrir
nám í öðrum löndum.
Það gildir það sama um þessa starf-
semi og t.d. íþróttir að krakkar, sem
eru þama með, eru ekki í óreglu og
því ekki til vandræða fyrir þjóðfélag-
ið. Tónlistaruppeldi hefur einnig þá
þýðingu."
- Nú ert þú talsvert áberandi í tón-
listarlífinu sem söngvari og vegna
starfsins fyrir Tónlistarfélagið, Sin-
fóníuhljómsveit æskunnar, Tónverk
og svo mætti áfram telja...
„Já, ég sé um tónleikahald á vegum
Tónlistarfélagsins en ég er hætt að
syngja. Hins vegar kenni ég söng í
Tónlistarskólanum, bæði þeim sem
eru að læra söng eingöngu og einnig
þeim sem eru í almennu tónlistar-
námi.
Skipulagsmálin
Líf söngvarans er takmarkað. Það
kemur að því að röddin fer að láta
undan og tími er kominn til að
hætta. Þetta varð líka til þess að við
Kristín Sveinbjarnardóttir stofhuð-
um Tónverk. Við höfðum unnið
saman áður og önnuðumst m.a. söng-
hátíðina 1983 á vegum Tónlistarfé-
lagsins. Við vorum meira og minna
farnar að vasast í skipulagningu á
tónleikahaldi. í framhaldi af því
fengum við áhuga á að hjálpa tónlist-
armönnum við að skipuleggja tón-
leika. Tónverk vinnur með Tónlist-
arfélaginu við þessa skipulagningu.
Við gefum mánaðarlega út skrá um
tónleika á höfuðborgarsvæðinu og
sendum það til fjölmiðla og þeirra
sem annast tónleika. Þetta skipulag
nær bæði til íslenskra tónlistar-
manna og þeirra gesta sem hingað
koma. Við höfum einnig verið að
reyna að skipuleggja samvinnu milli
íslenskra tónlistarmanna og starfs-
bræðra þeirra á Norðurlöndunum.
Við erum t.d. að vinna að bæklingi
um Kristin Sigmundsson og Jónas
Ingimundarson til kynningar á þeim
á Norðurlöndunum og víðar.
Tækifæri íslenskra tónlistarmanna
eru takmörkuð og verða það alltaf.
Það getur aldrei orðið alveg sam-
bærilegt við það sem gerist hjá
stórþjóðunum vegna þess að mark-
aðurinn hér er miklu minni.
íslenskir tónlistarmenn verða að
komast út, bæði til að kynna íslenska
tónlist og sjálfa sig. Við megum hins
vegar ekki hafa minnimáttarkennd
vegna þess að við erum fámennari
þjóð.“
Nútímatónlist
- Nú hefur þú lengst af verið þekkt
hér á landi fyrir að syngja nútíma-