Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1987, Side 34
34 LAUGARDAGUR 14. MARS 1987. Skák DV Einvígi Karpovs og Sokolovs í Linares: Biskups- fórnirnar bitu ekki á Karpov Anatoly Karpov jók forskot sitt í einvíginu við Andrei Sokolov í Lin- ares er hann knúði fram sigur í sjöttu einvígisskákinni eftir níutíu leiki. Skákin var sú innihaldsríkasta i einvígi þeirra félaga til þessa með fórnum og flugeldasýningu og síðar áhugaverðu endatafli. Sokolov átti heiðurinn af flækjum miðtaflsins er hann kastaði tveim biskupum í op- inn dauðann án mikillar umhugsun- ar. Karpov revmdist hins vegar vandanum vaxinn og tókst með hár- fínum varnarleikjum að bægja hættu frá. Eftir sat Sokolov með vonda stöðu - hrók gegn tveim léttum mönnum Karpovs í endatafli - en honum tókst að þæfa taflið og eftir u.þ.b. 75 leiki voru „séifræðingar“ farnir að spá jafntefli. Sokolov var aftur á móti orðinn óþolinmóður eft- ir svo langa og hetjulega vöm og gat ekki stillt sig um að sækja með f-peði sínu. Það hefði hann betur látið ógert þvi að Karpov tókst að notfæra sér nýja veikleika í stöðu hans og er skákin átti að fara í bið eftir níutíu leiki gafst Sokolov upp. Sjöunda skák einvígisins var ósköp dauf í samanburði við þá sjöttu. Eins og fv-rr tefldi Karpov Caro-Kann vöm gegn kóngspeðs- byrjun Sokolovs og með nokkuð snoturri tilfærslu tókst honum að einfalda taflið. I framhaldi skákar- innar mátti Sokolov gæta að sér svo hann yrði ekki undir í baráttunni en hann náði að halda jafhvæginu. Samið var um jafntefli eftir 41 leik. Að loknum sjö skákum hefur Karpov unnið tvær en fimm hefúr lokið með jafntefli. Staðan 414—2 Þi Karpov í vil. Þeir tefla 14 skákir, þannig að Karpov nægja þrír vinn- ingar til viðbótar til þess að ná andspæninu gegn Kasparov. Eftir gangi einvígisins að dæma ætti hon- um ekki að verða skotaskuld úr þvi. Eins og dæmin sanna er Sokolov háll sem áll í flækjum miðtaflsins en er mönnum fækkar á borði stenst hann ekki Karpov snúning. Ekki má þó vanmeta Sokolov, því að víst er að hann gefst ekki upp þótt á móti blási. Hann var jú tveim vinn- ingum undir í einvíginu gegn Jusupov en sneri á hann á elleftu stundu. Sokolov fékk áttundu skákinni, sem tefla átti á fimmtudag, frestað fram á sunnudag. Hvor hefur rétt á að fresta tveimur skákum. Vafalaust notar hann frídaginn til þess að dusta rykið af nýjum vopnum, því að drottningarindverska vömin, sem hann hefur teflt til þessa með svörtu, hefur ekki reynst honum vel og hann hefur heldur ekki fengið miklu áork- að með hvítu gegn Caro-Kann vöm Karpovs. Lítum á sjöttu og sjöundu skákir einvígisins. Sjötta einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Andrei Sokolov Drottningarindversk vöm. 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Rc3 d5 8. cxd5 Rxd5 9. Bg2 0-0 10. Rxd5 exd5 11. 0-0 Rd7 12. Hcl He8 13. Hel c5 Það er makalaust að þeir félagar skuli ávallt tefla sömu byrjanimar í þessu einvígi og ekki þær fjömgustu sem skákborðið býður upp á. í 4. skákinni lék Sokolov 13. -Bd6 í stöð- unm en textaleikurinn sást í 2. skákinni og reyndar einnig í fyrsta einvígi Karpovs og Kasparovs. Nið- urstaðan er og verður ávallt sú sama: Hvítur á ívið betra og þægilegra tafl en svartur getur gert sér vonir um að ná jafntefli með því að tefla nákvæmt. 14. Be3 Bb7 15. Bh3 cxd4 16. Bxd4 RfB 17. Hc2 Bb4 18. Hfl Ba6 19. Rh4 Nýr leikur og hvorki betri né verri en 19. Bb2, sem Karpov lék í 2. skák- inni. Þá vildi hann skorða d-peðið með riddaranum en nú ætlar hann honum annað hlutverk. 19. -Bf8 20. Rf5 Re4 21. Re3 Dd6 22. Dcl Had8 23. Hdl Karpov beinir spjótum sínum að stöku peði svarts á d-línunni. 23. -Dh6 24. Bg2 Rg5 25. Db2 Auðvitað var d-peðið ekki hollt átu þó ekki væri nema vegna 25. Bxd5 Bxe2 26. Hxe2 Hxd5 o.s.frv. Karpov valdar e-peð sitt betur. 25. -Rh3+ 26. Kfl Rg5 27. Kgl Rh3+ 28. Kfl Rg5 29. h4 Re4 30. Rg4 De6 31. Bh3 Hótunin er 32. Rf6+ og vinna drottninguna og eftir t.d. 31. -Kh8 kæmi 32. Kg2 og aftur hótar hann riddarahoppi. Sokolov hugsaði sig um stutta stund og hristi magnaða fléttu fram úr erminni. 8 7 ó 5 4 3 2 1 31. -Ba3!!? 32. Dxa3 Bxe2+ 33. Hxe2 Rxg3 + Þriðja mannsfómin í þrem leikj- um! Þennan mann má Karpov ekki þiggja - eftir 34. fxg3?? Dxe2+ 35. Kgl Dxdl + 36. Kg2 Dxd4 em báðir hvítu hrókamir fallnir í valinn og svartreitabiskupinn að auki. 34. Kg2! Dxe2 35. Dcl! Rh5 36. Kh2! Þrír snjallir vamarleikir og sókn svarts er að renna út í sandinn. Karpov hefur tekist að sýna fram á vankanta fómanna. Nú hefur hann tvo létta menn gegn hrók og tveim peðum og í þessari stöðu em Iéttu mennimir sterkari. 36. -Hd6 37. Dd2 Dfi 38. Re5 Df4+ 39. Dxf4 Rxf4 40. Bd7 Hd8 41. Bb5 Re6 Biðleikur Sokolovs. 42. Bb2 a6 43. Bfl Tilgangslaust var 43. Bxa6 vegna 43. -Ha8 og nær peðinu aftur. 43. -Hc8 44. Hd2 d4 45. Bg2 Rf4 46. Bfi d3 47. Rc4 Hh6 48. Kg3 Re2+ 49. Bxe2 dxe2 50. Hxe2 b5 51. Re3 He6 52. Hd2 h5 53. Kf4 Hc7 54. Hd5 ffi 55. Ba3(?) Anatoly Karpov hefur tveggja vinninga forskot í einvíginu við Sokolov. Skák Jón L. Árnason Hvers vegna ekki 55. Hxh5? Það er eins og yfirburðir Karpovs fjari smám saman út eftir þennan leik. 55. -g6 56. Bc5 Kf7 57. b4 Ke8 58. Hdl Hd7 59. Hal Hd2 60. Kfi Kf7 61. a4 Öll peðauppskipti færa svartan nær jafnteflinu en aðrir leikir liggja ekki á lausu. 61. -bxa4 62. Hxa4 g5 63. Ha3 Kg6 64. Kg2 gxh4 ' Margir vildu gagnrýna þennan leik því að svartur slítur peðastöðu sína sundur. Ekki er að sjá að hvítur eigi auðvelt með að brjótast í gegn ef svartur heldur peðakeðjunni óslit- inni. 65. Rfl Hc2 66. Rh2 Hc4 67. Rfi Kf7 68. Kh2 Hf4 69. Kg2 Hee4 70.Rd2 He6 71. Rfl Hg4+ 72. Kh3 Hf4 73. Ha2 Hfi + 74. Kg2 Hd3 75. Re3 Kg6 76. Hal Svartur ætti að halda jafntefli á þessa stöðu ef hann teflir áffarn af skynsemi. En nú er eins og Sokolov bresti þolinmæði og hann eyðileggur stöðu sína í nokkrum leikjum. 76. -f5?! 77. Kh2 f4?? 78. Hgl+ Kf7 79. Rg2 Framrás f-peðsins var stórlega vanhugsuð. Sokolov tapar nú peði og enn heldur hann áfram að tefla veikt. Nú er 79.-HÍ6 best. 79. -Hc6? 80. Rxf4 Hfi 81. Rh3! Hótar riddaraglennu á g5. Svarta staðan er töpuð. 81. Kf6 82. Hel Hf5 83. He4 a5 84. Be3 axb4 85. Hxb4 Ha6 86. Hxh4 Haa5 87. He4 Hfb5 88. Kg3 Ha8 89. Kh4 Hg8 Hér fór skákin í bið í annað sinn en Sokolov gafst upp án þess að tefla áfram. Fyrr eða síðar fellur h-peðið einnig og hvítur vinnur auðveldlega með tvo létta menn og peð gegn hrók.i. Þama fór Sokolov illa að ráði sínu eftir frumlega fléttu og fræki- lega vöm lengst af í endataflinu. Sjöunda einvígisskákin Hvítt: Andrei Sokolov Svart: Anatoly Karpov Caro-Kann vörn. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Bc4 Eftir 5. Rf3 RgfB 6. RxfB RxfB 7. Re5 jafnaði Karpov taflið auðveld- lega með 7. -Be6 í þriðju skákinni og með 7. -Rd7 í fimmtu skákinni. Það skyldi þó aldrei vera að Caro- Kann vöm Karpovs sé skotheld? 5. -RgfB 6. Rg5 e6 7. De2 Rb6 8. Bd3 h6 9. R5fi c5 10. dxc5 Bxc5 Hinn möguleikinn er 10. -Rbd7, sem leiðir iðulega til flóknara tafls, nema leiknum fylgi jafiiteflisboð. 11. Re5 Rbd7 12. Rgfi Dc7!? Venjulegra er að hróka strax, því að stundum er drottningunni ætlað- ur staður á e7. Eftir 12. -0-0 hefur Karpov e.t.v. óttast 13. Bd2 ásamt langri hrókun, sem er skarpasta framhald hvíts. Með textaleiknum leggur hann gildru. Ef nú 13. Bd2?, þá 13. - Rxe5 14. Rxe5 Bxf2+! 15. Kxf2 Dxe5! 16. Dxe5 Rg4+ og vinnur drottninguna aftur með peð í kaup- bæti 13.0-0 0-014. Bd2 Bd6!? 15. Rxd7 Bxd7 16. Hael Hfd8 17. Re5 17. -Bb5! Skemmtilegur leikur sem jafnar taflið léttilega. 18. Bxb5 Bxe5 19. Dxe5 Dxe5 20. Hxe5 Hxd2 21. Bd3 Hc8 Hrókurinn er lokaður inni í her- búðum hvíts en hvítur hefur engin tök á að veiða hann. Næsti leikur er nánast þvingaður því að svartur hótar að ná undirtökunum með Rd7-c5. 22. Heel b5 23. a3 Rd5 24. Hdl Hxdl 25. Hxdl a5 26. g3 b4 27. axb4 Rxb4 28. c3 Rxd3 29. Hxd3 Hb8 Staðan er jafntefli en þeir þráast við enn um stund. 30. Hd2 a4 31. Kfl Hb3 32. Ke2 a3 33. bxa3 Hxa3 34. Kd3 Kf8 35. Kc4 Ha8 36. Kb3 Hb8+ 37. Kc2 Hc8 38. Hd7 Ke8 39. Hb7 Hc5 40. Hb8+ Ke7 41. Hb7+ Ke8 - Og samið um jafhtefli. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.