Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987.
3
Skólastarf er nú komið i eðlilegt horf hjá framhaldsskólum landsins eins og
þessi mynd, sem tekin var í MR, sýnir. Nemendur veröa nú að taka sig á til
að vinna upp glataðan tima en meðal þeirra hugmynda sem ræddar eru nú er
að taka hluta af páskafríi þeirra undir kennslu.
DV-mynd BG
Framhaldsskólamir vinna upp verkfallið:
Kennt á frídögum
og um páskana
Eftir rúmlega tveggja vikna verkfall
framhaldsskólakennara, þar sem 11
kennsludagar töpuðust, eru forráða-
menn skólanna nú að velta fyrir sér
leiðum til að vinna tapið upp. DV
hafði tal af nokkrum þeirra og helstu
hugmyndir sem lagðar hafa verið fram
eru kennsla á frídögum, svo sem laug-
ardögum, og kennsla að einhverju
leyti í páskafríinu, þó ekki á ramm-
heilögustu dögunum þar.
Ömólfur Thorlacius, rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð, sagði
í samtali við DV að hugmyndir um
hvemig kennslutapinu yrði mætt yrðu
ræddar meðal kennara á fundum í
dag. Hins vegar væri ljóst að ekki
kæmi til lenging á önninni, nemendur
vildu það allra síst þar sem margir
þeirra hefðu þegar ráðstafað sér í
vinnu í vor.
„Mér líst betur á að nemendur fái
kennslu í páskafriinu og kennsla á
laugardögum kemur vel til greina. En
um þetta verður að semja við kennara
og fá leyfi hjá menntamálaráðuneyt-
inu.“ sagði Ömólfur. Hann bætti því
síðan við að í samræðum sínum við
aðra skólameistra hefðu svipuð sjón-
armið komið fram.
Guðmundur Sveinsson, skólameist-
ari Fjölbrautaskólans í Breiðholti,
sagði í samtali við DV að þeir hefðu
sloppið betur en aðrir þvi af þessum
11 dögum sem töpuðust hefðu 3 verið
svokallaðir sæluvikudagar og því að-
eins um 8 daga að ræða sem vinna
þyrfti upp. Hann reiknaði með að fjór-
ir af þessum dögum næðust í páska-
fríinu og hinn hlutinn með því að
seinka prófum, þó ekki þannig að önn-
in lengdist því eftir sem áður yrði
lokadagur skólans hinn 22. maí nk.
Guðmundur sagði einnig að þeir
mundu ekki taka upp kennslu á laug-
ardögum fram að prófum. Slíkt hefði
verið reynt eftir verkfallið 1985 en
gefist illa þar sem svo margir nemend-
anna væru í vinnu um helgar.
Gísli Ólafur Pétursson, aðstoðar-
skólameistari Menntaskólans í
Kópavogi, sagði í samtali við DV að
þeir væru að reyna að átta sig á
ástandinu eftir verkfallið. f dag yrði
fundur þar sem hugmyndir kennara
yrðu ræddar en helst taldi hann, eins
og aðrir, að kennsla á frídögum og um
páskana kæmi til greina.
-FRI
GEFÐU GÚÐA
GJÖF
FRÁ SEGLAGERÐINNI ÆGI
3 manna tjald.
Súluhæö 150 cm.
Breidd 150 cm.
Lengd 275 cm.
Verð kr. 6.995,-
Svefnpokar, margar gerðir.
4- 15° til + 15°.