Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987.
9
Uflönd
Þriðji landgönguliðinn
handtekinn út af njdsnum
Annar bandarískur landgönguliði
hefur verið ákærður fyrir njósnir í
stöðu sinni sem öryggisvörður við
bándaríska sendiráðið í Moskvu og
sá þriðji var handtekinn í gær grun-
aður um að hafa látið tælast af
sovéskum konum til samstarfs við
njósnara KGB.
Hneykslismál þetta, sem kom upp
í vetur, virðist halda áfram að hlaða
utan á sig eins og snjóbolti. Hefur
verið ákveðið að kalla heim frá
Moskvu alla öryggisverðina, sem
eru úr landgönguliði Bandaríkja-
flota, úrvalssveitir, sem hafa verið
látnar annast öiyggisvörslu við
sendfráð Bandaríkjanna víða um
heim.
Eins hafa verið kvaddir heim
sendiherrar og aðrir langreyndir
starfsmenn utanríkisþjónustunnar
til þess að gefa skýrslur um atferli
öiyggisvarða. '
Máhð hófst með því :að liðþjálfi
úr öryggisvarðarliðinu í sendiráðinu
í Moskvu þótti uppvís að því að
hafa verið í tygjum við sovéskar
konur sem KGB hefði teflt fram til
þess að tæla hann og fleiri öiyggis-
verði. Riðilstjóri einn úr sama
öryggisverðinu var ákærður fyrir
svipaðar sakir í gær. Um leið var
síðan handtekinn yfirliðþjálfi sem
þjónaði við Moskvusendiráðið á ár-
unum 1985 og ’86 eða samtímis
hinum tveim.
Mennimir eru meðal annars grun-
aðir um að hafa hleypt útsendurum
KGB inn í sendiráðsbygginguna
þegar annað starfsfólk var fjarri að
loknum vinnudegi. Það er vitað að
þeir hafa þagað yfir tengslum sínum
eða samböndum við Sovétmenn.
Rannsóknar
krafist á dauða
vamaimála-
sérfræðinga
Þrír vamarmálasérfræðingar í
Bretlandi hafa á undanfómum átta
mánuðum dáið dularfullum dauð-
daga, að því er talsmaður stjómar-
andstöðvmnar sagði í gær. Krafðist
hann þess að að fram færi opinber
rannsókn.
í gær lést David Sands er eldur
kom upp í bíl hans eftir að hann
keyrði á vegg í Basingstoke. Sands
hafði verið starfsmaður hjá raf-
tæknifyrirtækinu Mareoni.
Lögregla rannsakar nú dauða
tveggja annarra staríkmanna fyrfr-
tækisins og fjórða mannsins hefur
verið saknað í tólf vikur.
Lögreglan fann tvö ílát með
gömtíu og sex lítrum af bensíni í
bíl Sands. I bensíntanknum vom
fjörutíu og fimm htrar.
Rannsóknaraðilar vinna nú út
frá þeirri kenningu að Sand hafi
fyrirfarið sér og segjast þeir ekki
ætía að hafa samband við þá er
rannsaka dauða hinna tveggja
starfsmanna fyrirtækisins.
Það var í ágúst sem annar þeirra
hoppaði niður af hengibrú í Bri-
stol. Tveimur mánuðum seinna
fennst hinn látinn í bíl Var hann
með reipi um liálsinn. Og í janúar
hvarf maður er vann að verkefiii
við Loughborough háskólann. Var
verkefnið fjármagnað af vamar-
málaráðuneytinu.
Það rigndi á páfa er hann kyssti jörð Urugay við komu sina þangað í gær.
Simamynd Reuter
Páfi
hvetur
kirkjuna
til átaka
í Chile
Páfi sagði í gær að herstjóm Pinoc-
hets væri einræðisstjóm. Sagði hann
að rómversk kaþólska kirkjan í Chile
ætti að fylgja fordæmi kirkjunnar á
Filippseyjum en hún tók virkan þátt
í að bola Ferdinand Marcos forsetafrá
í fyrra.
Ræddi páfi þessi mál við fréttamenn
í flugvél á leið frá Róm til Montevideo
i Uruguay. Er það fyrsti áfangastaður
hans í tveggja vikna ferð en hann mun
einnig heimsækja Chile og Argentínu.
Kirkjan í Chile hefur verið í farar-
broddi hvað mannréttindamál varðar
og hefur Pinochet sakað kirkjunnar
menn um að taka of mikinn þátt i
stjómmálum. Þykir víst að heimsókn
páfa muni styrkja kirkjuna og pólít-
íska andstæðinga stjómarinnar.
Páfi kvaddur á Rómarflugvelli áður
en hann hélt upp i tveggja vikna ferð
til Uruguay, Chiie og Argentinu.
Símamynd Reuter