Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Vinsældir ríkisstjórnar
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar er í lok kjör-
tímabilsins vinsælasta ríkisstjórn, sem hér hefur setið
um áraraðir, samkvæmt skoðanakönnunum DV. Oft
fara ríkisstjórnir af stað með mikið almennt fylgi. Fólk
er fegið, að stjórn hefur verið mynduð og stjórnar-
kreppu lokið. Þannig naut ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsen óhemjumikilla vinsælda fyrstu vikur sínar. Hið
sama gerðist um ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar
og hélzt lengi. Sú stjórn naut fylgis þriggja fjórðu hluta
þeirra, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun DV í marz
1984. Stjórn Steingríms hefur haldið fylgi sínu bezt.
Stjórn Gunnars Thoroddsen tapaði mjög fylgi undir
lokin. Vinstri stjórnir þar á undan voru ekki vinsælar
né ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Stjórnarliðar mega
nú vel við una, að ríkisstjórn Steingríms nýtur fylgis
tveggja þriðju þeirra, sem afstöðu taka, nú þegar kjör-
tímabilinu er að ljúka. í könnunum DV hefur þessi
ríkisstjórn aðeins tvisvar verið í minnihluta. Það var
um og fyrst eftir kjaradeilurnar miklu í byrjun vetrar
1984.
En margt er skrýtið við afstöðu fólks um þessar
mundir. Sama fólkið var spurt í síðustu skoðanakönnun
DV, hvaða lista það mundi kjósa og hvort það væri
fylgjandi eða andvígt ríkisstjórninni. Hinn nýi Borgara-
flokkur þýddi, að stjórnarflokkarnir voru komnir í
mikinn minnihluta meðal landsmanna. Varla getur
talizt eðlilegt, að stuðningsmenn Borgaraflokksins séu
stjórnarsinnar nú, það er fylgi þeirri ríkisstjórn, sem
sparkaði þeim manni, sem þetta fólk flykkist um.
Samt gerist þetta. Það fólk, sem áður studdi stjórnar-
flokkana en styður nú Borgaraflokkinn, hefur greini-
lega ekki enn gert upp við sig, að það sé í andstöðu við
ríkisstjórnina. Til þess hefur þetta fólk einfaldlega ekki
haft tíma. Borgaraflokkurinn var stofnaður á nokkrum
dögum. Þetta fólk hafði lengi verið stuðningsfólk ríkis-
stjórnar Steingríms Hermannssonar. Það studdi stefnu
þessarar ríkisstjórnar. í skoðanakönnuninni gerði fólk-
ið það enn.
Því gerist það, að ríkisstjórn í miklum minnihluta
miðað við fylgi flokka, er sú vinsælasta meðal lands-
manna.
Skoðanakönnunin sýnir einnig, að hinum gömlu
stjórnarandstöðuflokkum hefur gjörsamlega mistekizt
áróðurinn gegn stjórninni. Sumir segja nú, að almenn-
ingi sé orðið sama um stjórnina. En það þýðir, að
almenningi er að minnsta kosti ekki illa við ríkisstjórn-
ina.
Ríkisstjórninni hafa orðið á mörg mistök. Hún hefur
að mestu svikizt um nauðsynlegar breytingar til batnað-
ar á kerfinu. Stjórnin hefur ekki verið verri en hinar
næstu á undan. Hafi hún verið betri, byggist það fyrst
og fremst á því, að stjórnin hefur setið í góðæri. Með
samvinnu við fulltrúa atvinnulífsins hefur ýmislegt
áunnizt. Sumpart hefur stjórnin verið neydd til góðra
verka vegna þrýstings frá aðilum vinnumarkaðarins.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar nú um fylgi rík-
isstjórnarinnar sýna ennfremur, svo að ekki verður um
villzt, hversu ringlaður stór hluti landsmanna er um
þessar mundir, þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar
ásamt öðrum niðurstöðum þessarar skoðanakönnunar.
Haukur Helgason.
Fjársveltistefnan
Kennarar með réttindi eftirfræðsluumdæmum 1985
96.2%
85.8%
Þegar þetta er skrifað hafa kenn-
arar verið í verkfalli í tvær vikur.
Verkfall þeirra hófst eins og kunn-
ugt er 16. mars en samningar höfðu
þá verið lausir frá 1. janúar. Allan
þann tíma var ekkert gert af hálfu
samninganefridar ríkisins til þess að
reyna að koma af stað samningum.
Mjög hógværum kröfúm kennara
átti ekki að ansa. Margsinnis hafði
því verið lýst yfir í skálaræðum ráð-
herrann? að nauðsyn bæri til að
bæta kjör stéttarinnar stórlega um-
fram aðra til þess að starfið yrði
eftirsóknarvert. Þegar svo kom að
samningum hafði ríkisstjómin ekki
minnsta áhuga á slíkri framkvæmd.
Kennarar skyldu barðir niður í lág-
launarammann og áfram skyldi
haldið þeirri opinbem stefriu ríkis-
valdsins að ráða til kennslustarfa
hvem sem væri.
Nafhgift sú sem menntamálaráð-
herra gaf skólafólki á Norðurlandi
eystra er í raun lýsandi dæmi um
viðhorf yfirvalda til þeirra sem em
að reyna að halda uppi skólastarfi á
íslandi í dag.
Yfirvinnuáþján
Krafa sú sem kennarar í Hinu ís-
lenska kennarafélagi settu fram um
lágmarkslaun er í raun hlægilega
lág. Menn skyldu því hafa haldið að
ekki þyrfti að stöðva alla framhalds-
skóla landsins vegna þessara krafna
en kennaramir hefðu fljótlega kippt
þessu í liðinn. Nei, ó nei, þeir sáu
ekki ástæðu til þess. Þeir hurfu glað-
ir af þinginu, ánægðir með að hafa
tvöfalt hærri laun en kennarar fram-
haldsskólanna. Þingmönnum stjóm-
arliðsins, sem mesta ábyrgð bera á
þessu, finnst ekkert keppikefli að
skólamir fái gott starfsfólk. Þeir vita
sem er að menn reyna að bæta sér
lágar dagvinnutekjur með óhóflegri
yfirvinnu og þá þarf færri kennara.
Þá varðar ekkert um nemenduma.
Þeir em ekkert að velta vöngum
yfir því hvemig vinnuskil verða hjá
þeim sem neyddir em til að kenna
50 til 60 stundir á viku. Bak við þess-
ar 50 til 60 kennslustundir er 70
klukkustunda vinna á viku ef þess-
um tímum er sinnt. Þetta er það sem
fólki er boðið upp á í dag og svo em
menn hissa á því að skólar á íslandi
skuli ekki standa bestu skólum ann-
arra þjóða á sporði. En með þessum
hætti má pína upp meðaltekjumar,
þessar frægu tölur Indriða. En það
þurfa allir að vinna yfirvinnu, segir
samninganefiid ríkisins. Er það nú
víst? Er það skynsamleg hagfræði
að lélegustu vinnuna eigi að borga
dýrast? Er ekki hugsanlegt að fleiri
kæmu til starfa ef dagvinnan væri
KjáUariiin
Kári Arnórsson
skólastjóri
vemlega hækkuð og þá þyrfti yfir-
vinnunnar ekki með í slíkum mæli
sem hún er hjá okkur?
Stöðugur kennaraskortur
Stefna ríkisins í launamálum opin-
berra starfsmanna er löngu spmng-
in. Það er með öllu óraunhæft að
reka ríkisstofnanir þannig að þær
skili árangri með slíkri launastefnu.
En það er ekki bara óraunhæft, það
er stórhættulegt. Kannski er það þó
allra verst hvað skólana snertir. Þar
er unnið með lifandi verur, fólk sem
síðar á að bera uppi íslenskt sam-
félag. Til uppeldis þess á að vanda
eins og kostur er. Fjársveltistefnan
í skólakerfinu getur ekki leitt til
annars en óbætanlegs skaða fyrir
þær kynslóðir sem em að alast upp.
Sú láglaunapólitík, sem rekin hefur
verið gagnvart kennurum, hefur leitt
til þess að menn hafa flúið starfið
hundmðum saman. Kennararskort-
urinn sýnir þetta svo ekki verður
um villst. Og það er ekki bara dreif-
býlið sem verður fyrir barðinu á
skortinum. Á síðastliðnu hausti
herjaði hann einnig á Reykjavík og
í allan vetur tókst aldrei að ráða þar
kennara eins og þurfti. Svona er
þetta nú þrátt fyrir allar tölumar
sem Indriði nefiidi. Það er raunar
líka skylt að nefiia aðra ástæðu fyr-
ir því hve erfitt er að fá kennara til
starfa. Hún er sú að kennsla er afar
erfitt og krefjandi starf. Það hins
vegar undirstrikar enn frekar nauð-
syn þess að kjörin séu svo góð að
hægt sé að velja fólk til starfa.
Ekkert mat á störfum - bara
„rammi“
Ríkisstjómin virðist standa í þeirri
meiningu að þegar hún hefúr samið
við ASI þá sé í raun samningagerð
í landinu lokið. Þá sé búið að skapa
þann „ramma“ sem allir aðrir samn-
ingar hljóti að fara eftir. Þetta þýðir
með öðrum orðum að aðrir launþeg-
ar, eins og t.d. opinberir starfsmenn,
hafi ekkert um þennan „ramma“ að
segja. Svo undarlega hefúr borið við
að þegar verið er að gera „þjóðar-
sátt“ þá em það Vinnuveitendasam-
bandið og Alþýðusambandið sem sjá
um slíkt en ríkið hefur engar skyldur
gagnvart sínum stærstu viðsemjend-
um þ.e. ríkisstarfsmönnum. Sú
furðulega krafa hefur oftar en einu
sinni séð dagsins ljós í samningum
ASÍ að ef opinberir starfsmenn semji
betur en ASÍ, þá séu þeirra samning-
ar ónýtir. ASÍ hefur þannig hótað
ríkinu, ef þeir dirfðust að semja bet-
ur við ríkisstarfsmenn. Þannig hefúr
nú ástandið verið milli launþega-
hópanna. Okkur er að sjálfsögðu í
minni framkoma ASl í verkfalli
BSRB 1984.1 þessari launadeilu nú,
þar sem kennarar em að reyna að
brjótast út úr herkví láglaunanna,
hefúr það vakið mikla athygli að
hvorki BSRB né heldur ASÍ hafa séð
ástæðu til að veita HÍK stuðning.
Það sama snýr einnig að fólkinu í
heilbrigðiskerftnu.
Kröfúr Hins íslenska kennarafé-
lags og verkfallið sem fylgt hefur í
kjölfarið er alvarlegasta tilraunin
sem gerð hefur verið til þess að draga
úr launamisréttinu og vinnuþrælk-
uninni. HÍK er að reyna að ná fram
samningum sem gefa mönnum vonir
um að geta lifað af átta stunda
vinnudegi, en þó að vísu mjög spart.
Það er krafan sem ríkið hefúr til
þessa hafnað og stærstu launþega-
samtökin lagt til hliðar.
Með þessum hætti em HÍK-menn,
dyggilega studdir af Kennarasam-
bandi íslands, að gera sitt ýtrasta til
þess að skólamir geti í næstu fram-
tíð sinnt starfi sínu en missi ekki það
þrautseiga fólk sem enn heldur þar
velli. Vonandi opnast augu ríkis-
valdsins fyrir þýðingu þess.
Kári Amórsson
„Fjársveltistefnan í skólakerfinu getur
ekki leitt til annars en óbætanlegs skaða
fyrir þær kjmslóðir sem eru að alast upp.“