Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987. 15 Hagsmunamál aldraðra í dag Sá hópur sem fyllir hina öldruðu sveit fer stækkandi ár frá ári hér á landi sem annars staðar. Hlutfalls- lega IJölgar öldruðum mest hér á höfuðborgarsvæðinu vegna þeirrar margvíslegu þjónustu sem þar er fyrir hendi. Enginn kröfugerðarhópur Um óskir og þarfir þeirra er þó minna rætt og ritað i fjölmiðlum en annarra þjóðfélagshópa. Orsakir þess eru þó ekki þær að tilefni þess ?é minna eða að þar sé ekki margur vandinn óleystur. Hér er ekki um neinn skipulagðan hagsmunahóp að ræða sem beitt getur verkfallsvopni eða öðrum ámóta leiðum í barát- tunni fyrir bættum kjörum og betra mannlífi. KjaUariim Gunnar G. Schram alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn „Eftirlaun og örorkulaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun samkvæmt kjara- samningi Verkamannasambands íslands. Nú munu þau laun vera 27 þús. krónur á mánuði.“ Þess ætti heldur ekki að gerast þörf. Víst er um það að innan allra stjómmálaflokka landsins er fullur vilji á því að vinna að hagsmunamál- um aldraðra, þótt stundum vilji þau gleymast í hita baráttunnar. Vinnumiðlun aldraðra í þessu sambandi er það þess virði að minnst sé á eitt það félag sem eldri borgarar í Reykjavík og ná- grenni hafa með sér og unnið hefur mikið og gott starf allt frá því það var stofnað fyrir nokkrum misserum. Félagsmenn eru um 5.000 af öllu höfuðborgarsvæðinu, en formaður er Snorri Jónsson og vara formaður Barði Friðriksson. Markmið félagsins, og annarra hliðstæðra samtaka, er að gæta hagsmuna eldra fólks, meðal annars með því að skapa efnahagslegt ör- yggi og gott umhverfi hjá öldruðum. Þar er eitt meginmálið að vinna að úrbótum í húsnæðismálum, koma upp vinnumiðlun fyrir eldra fólk og leitast við að hafa áhrif á lagasetn- ingu og ákvarðanir sem varða hagsmuni eldra fólks. Fjögur baráttumál Það er full ástæða til þess að minna á nokkur þau grundvallarat- riði sem varða hagsmuni aldraðs fólks og mörg samtök sem aldraðir hafa með sér hafa sett á oddinn og framkvæma þarf af hálfu Alþingis og ríkisstjómar. Hér skulu þessi sérstaklega nefnd. 1. Eftirlaun og örorkulaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningi Verkamannasambands Islands. Nú munu þau laun vera 27 þús. krónur á mánuði. 2. Eftirlaunaþegar og öryrkjar greiði ekki ■ fasteignagjöld af íbúðum sem þeir búa fejálfir í. 3. Tekjutrygging skerðist ekki ef heildartekjur eftirlaunaþega og öryrkja fara ekki yfir skattleys- ismörkin. Samkvæmt hinu nýja staðgreiðslukerfi mimu skatt- leysismörk einstaklings verða 33 þús. kr. 4. Tekjuskattslögunum verði breytt þannig að eftirlauna- og örorkulaunþegar njóti sér- stakra skattfríðinda ef heildar- tekjur fara ekki yfir meðallaun á skattárinu. Hér er um málefhi að ræða sem mikil nauðsyn er á að allir flokkar sameinist um að fái framgang þegar nýkjörið Alþingi kemur til starfa á komandi hausti. Hér er vissulega um pólitískt mál að ræða en ekki flokkspólitískt. Þess vegna ætti að vera skilningur fyrir þeim og stuðn- ingur í öllum flokkum. Húsnæðismálin áfram í brennipunkti Á undanfömum árum hefur mikið átak verið gert í byggingu íbúða fyr- ir aldraða. Þar hafa margir lagst á eitt, ríki, sveitarfélög og samtök aldraðra hér á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Þrátt fyrir það er þörfin enn mikil á þessu sviði. Með lögunum um nýja húsnæðisl- ánakerfið, sem gildi tóku 2. septemb- er síðastliðinn, er aukinn lánsréttur til þeirra sem byggja íbúðir fyrir öryrkja og aldraða. Á þann hátt hefur verið skapaður betri grun- dvöllur fyrir framkvæmdir á því sviði en áður var. Gunnar G. Schram Greinarhöfundur skipar fimmta sæti á lista Sjálfstæðisfiokksins í Reykja- nesi. B ifM „Á undanförnum árum hefur mikið átak verið gert í byggingu ibúða fyrir aldraða. Þar hafa margir lagst á eitt, ríki, sveitarféiög og samtök aldraðra hér á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu." Ókostir séreignar á íslandi Eignarhald húsnæðis, þ.e. hvort rekin er einhliða „sjálfseignar- stefiia" eða hvort félagsleg jafhrétt- isstefna með áherslu á leigmbúðir og samvinnurekstur er ríkjandi, skiptir meira máli en margir gera sér grein fyrir. Hugmyndafræðilegt for- ræði íhalds- og markaðshyggju- manna hefur því miður verið það sterkt hérlendis að félagshyggjufólk hefur oftar en ekki veigrað sér við að gagnrýna séreignarhyggjuna. Grein þessi er viðleitni til þess að sigla á móti þeim straumi. Stór ókostur íslenska séreignar- kerfisins er áhættan sem í því er fólgin að leggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar að veði á fasteigna- markaði, sem allt bendir til að verði ótryggari með hveiju ári sem líður. Ljóst er að aðeins nokkur hluti íbúða hér á landi mun geta staðið undir hinum háu lánum „nýja lána- kerfisins". T.d. koma íbúðir á lands- byggðinni yfirleitt alls ekki til með að standa undir þeim. Einnig hlýtur áherslan á sjálfsbjargarhæfnina við öflun húsnæðis í reynd ætíð að koma niður á þeim sem minnst mega sín. Af þeim sökum eru húsnæðiskjör aldraðra og öryrkja hér á landi langt á eftir „kratalöndunum vondu“ í kringum okkur. Hefðbundin sókn íslendinga í eigið húsnæði er hins vegar skiljanleg í ljósi þess að á fyrri hluta aldarinnar varð þorri íbúa í þéttbýli að hírast í leiguhjöllum og kjallaraskonsum í eigu fárra eignamanna (oft flokks- bundinna í Ihaldsflokknum, síðar Sjálfstæðisflokknum). Eigið hús- næði verkafólks jafngilti á þessum tíma frelsi undan þungri áþján fégr- áðugra húseigenda og sífelldum flutningum haust og vor. Að láta verðbólguna byggja yfir sig í dag höfum við, sem betur fer, KjaUariim Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur einhverjar aukasetningar um þörf á leigmbúðum fyrir fátæka og smáa. Einkaeign á húsnæði er, eins og all- ir vita, heilagasta kýrin í hugmynda- fræðiflósi Sjálfstæðisflokksins. I reynd hafa þó íslenskir stjóm- málamenn gegnum tíðina gert bæði fátt og smátt til að auðvelda mönn- um að gerast þinglýstir eigendur steypunnar í kringum sig. Lánakerfi húsnæðismála hefur alla tíð verið alltof pasturslítið til þess að styðja að gagni við bakið á aukinni steypu- eign landsmanna. íslendingar hafa því lengst af sjálfir verið smiðir sinnar húsnæðisgæfu. Einn „vin litla mannsins" verður þó að nefna til sögunnar. Sá vinur í raun er blessaður verðbólgudraug- „Stór ókostur íslenska séreignakerfisins er áhættan, sem í því er fólgin, að leggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar að veði á fasteignamarkaði, sem allt bendir til að verði ótryggari með hverju ári sem líður.“ fyrir löngu lagt að baki það hús- næðisástand sem ríkti á árunum 1920-1950. í dag búa 90% þjóðarinn- ar í eigin húsnæði. Þó svo að sú tala kynni að lækka í 80% eða jafii- vel 70% þá haggast ekki öruggur meirihluti séreignarinnar. Flestir, ef ekki allir, fslenskir stjómmálaflokkar keppast í orði við að styðja séreignarstefhuna sem meginlausn húsnæðisvanda þjóðar- innar. Vinstri flokkamir játast að meira eða minna leyti undir séreign- artrúna, þó svo að yfirleitt fylgi þvi urinn sem steig sín fyrstu skref hérlendis í síðasta stríði og hefur vaxið mjög og dafhað síðan og er reyndar þessa stundina að hefja enn eina leiftursóknina gegn peninga- málastjórum þjóðarinnar. Með árunum varð vöxtur hans æ trölls- legri samtímis því að straumþungi sóknar þjóðarinnar í eigið húsnæði jókst ár frá ári. Samtímis varð hús- næðið einnig stærra og stærra með vaxandi verðbólguhraða og sístækk- andi hagfæti hinnar ungu og ný- frjálsu þjóðar. Einsýnin er ekki góö Mjög stór - sumir segja of stór - hluti þjóðarauðsins liggur af þessum sökum í húsnæðisstofni lands- manna. Það er mikil einsýni að halda að einstaklingsbundin eign sé eina aðferðin, sem til greina komi. við að veita sem flestum hlutdeild í þessum mikla auði. Almennar leigu- íbúðir, svo og blandað eignarform. þar sem eignarhald fasteignanna er að meginhluta bundið sameiginlegri eign þeirra er i húsnæðinu búa. hafa víða reynst vel. Kreppuhugsjónin um ágæti einka- eignarinnar hefur mjög misst gildi sitt í því þjóðfélagsástandi er nú rík- ir á Islandi. Við erum á hraðri leið inn í upplýsingaþjóðfélag þar sem hreyfanleiki fólks og eykst í sífellu. Ungu fólki hentar ekki lengur að eyða bestu árum sín- um í að koma sér upp hinu margum- rædda „þaki yfir höfuðið", sem oftar en ekki verður sá „hurðarás um öxl“ er leggur fjárhag fjölskyldunnar í rúst til margra ára. Þvi unga fólki fer því stöðugt fjölgandi er æskir nýrra valkosta sem hafa í sér fólgna minni áhættu en einstefha séreign- arinnar hefur haft i för með sér, með áþreifanlegum og oft átakanlegum afleiðingum á undanfömum 3-4 árum. Því ekki læra af nágrönnun- um? Nágrannar okkar á Norðurlönd- um stríddu á sínum tíma við svipuð kreppuvandamál og Islendingar í húsnæðismálum. Á Norðurlöndum voru það hins vegar sósíaldemó- kratar sem á þessum tíma tóku við stjómartaumunum. Þar hefur æ síð- an verið lögð mikil áhersla á-félags- legar lausnir í húsnæðismálum án þess þó að hefta frelsi þeirra sem fremur kjósa að eiga húsnæðið al- gerlega sjálfir. í heild hefur hús- næðisstefna norræna sósíaldemó- krata reynst verkafólki. og raunar öllum þorra fólks. miklum mun far- sælli heldur en sú sérhvggju-stefnu- levsa sem Sjálfstæðisflokkurinn í krafti stærðar sinnar og andvara- leysis félagshvggjuflokkanna ’nefur getað þröngvað upp á íslendinga. í umræðum hérlendis er öll tilvís- un til óumdeilanlega góðs árangurs félagsmálahreyfinga á Norðurlönd- um við að jafna og bæta almenn lifskjör vfirleitt afgreidd sem hið versta „Skandinavíudekur" og jafn- vel sem samúð með Haraldi lúfu. þeim upphafsmanni ríkisafskipta á Norðurlöndum sem forfeður okkar neituðu að undirgangast. Sömu mönnurn óar á hinn bóginn ekki hið minnsta við að hnýta okkar litlu þjóðarfleytu aftan í hið „westur- heimska" flugmóðurskip þar sem - að því er best verður séð - elliær skipstjórinn hefur misst bæði minni og mál. Lifeyrissjóðir launþega gætu, ef rétt væri á haldið, verið fjárhagsleg- ur bakhjarl öryggis, valfrelsis og jafnréttis í húsnæðismálum. Öfug- snúningur hlutanna hér á landi er hins vegar slíkur, þessir sjóðir fólks- ins hafa - með samþykki og jafnvel virkum stuðningi forystusveitar launþega - verið þjóðnýttir í þágu sem blómlegastra fasteignaviðskipta á suðvesturhominu um leið og um- bótum í þágu félagslegra íbúðabygg- inga og bættrar stöðu landsbyggðar- innar hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Stefiiubreyting í þessum málum virðist því miður ekki í sjónmáli þar sem líkumar á framlengingu núver- andi stjómarmynsturs aukast nú dag frá degi. Jón Rúnar Sveinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.