Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 3. APRlL 1987.
Útlönd
Uppboð á skartgripum hertoga-
ynjunnar af Wlndsor var haldlö
I gær og fengust rúmar þrjátiu
milljónir dollara fyrlr gripina.
Simamynd Reuter
33 milljónir
dollara fyrir
Windsorskart-
gripina
Skartgripasafo hertogaynjunnar
af Windsor halaði inn hvorki
meira né minna en þrjátíu og hálfa
milljón dollara á uppboði sem
haldið var í Genf í gær. Fóru sum
djásnin á meira en tííalt hærra
verði en þau voru metin á.
Meðal kaupenda var Elisabeth
Taylor sem bauð í gimsteinana fiá
heimili sínu í Los Angeles. Hæsta
verð fékkst fyrir demantshring,
rúmlega þrjár milljónir dollara, og
var kaupandinn japanskur dem-
antasali.
Vandlega vaiðveitt leyndarmál
hertogans og hertogaynjunnar
kom í dagsins ljós á uppboði Sothe-
bys. Á flesta skartgripina voru
letraðar ástarjátningar.
Ágóði af uppboðinu fer til Paste-
ur stofiiunarinnar í París þar sem
honum verður varið til rannsókna
á eyðni og krabbameini. Hertoga-
ynjan arfleiddi stofhunina að
skartgripasafhi sínu áður en hún
lést í fyrra.
Sprengdu
atómbombu
Sovétmenn sprengdu í morgun
þriðju kjamorkusprengjuna frá
þvi í febrúarlok en þá lauk banni
þeirra við tilraunum með kjam-
orkusprengingar sem staðið hafði
í hálft ár.
Var tilraunin gerð í Kazakhstan
og að sögn sovésku fréttastofúnnar
Tass var sprengjan innan þeirra
marka sem Bandarikin og Sovét-
ríkin sömdu um 1974. Er þá miðað
við hundrað og fimmtíu kílótonn
sem samsvarar hundrað og fimm-
tíu þúsund tonnum af dínamíti.
Forsætísráð-
herrann ók
áfótgangandi
David Lange, forsætisráðherra
Nýja-Sjálands, sætir nú rannsókn
umferðarlögreglunnar í Welling-
ton eftir að bifreið, sem ráðherrann
ók, rakst á gangandi vegfaranda
seint í gærkvöldi. Vegfarandinn
hlaut meiðsli á höfði og feti en
var sagður við sæmilega líðan í
morgun.
Lange var einn á ferð þegar slyæ
ið, sem gerðist skammt frá þing-
húsinu, varð. Lögregluþjónn, sem
kom á slysstaðinn, sagði blaða-
mönnum eftir á að ráðherrann
hefói ekki verið búinn að bragða
áfengi.
Lange er þjálfaður ökumaður og
hefur tekið þátt í þilaíþróttum og
þá aðallega kappakstri.
Reagan beið ósigur
í bandaríska þinginu
Ólafur Amaxsan, DV, New Yoric
Reagan Bandaríkjaforseti beið mik-
inn ósigur í gær þegar öldungadeild
Bandaríkjaþings felldi úr gildi þá á-
kvörðun forsetans að beita neitunar-
valdi gegn vegaáætlun sem þingið
hafði áður samþykkt. Atkvæði féllu
67 gegn 33.
Þrátt fyrir gífurlega baráttu forset-
ans og fylgismanna hans tókst ekki
að fá neinn þeirra þrettán republik-
ana, sem greiddu atkvæði gegn forset-
anum á miðvikudag, til að breyta um
skoðun.
Reagan forseti fór í gærdag sjálfúr
í þinghúsið til að ræða við flokksmenn
sína og reyna að beina óþekkum repú-
blikönum á betri veg. Ferð hans var
án árangurs.
Það er mjög óveniulegt að forsetinn
heimsæki þinghúsið og gerist slíkt
yfirleitt ekki nema um sérlega mikil-
væg mál sé að ræða. Menn hér vestra
greindi í gær mjög á um hvort forset-
inn hefði með þessu gert mistök því
yfirleitt heimsækir forseti ekki þing-
húsið við kringumstæður sem þessar
nema hann hafi áður tryggt sér tilskil-
inn atkvæðaíjölda. Að sögn munu
flestir nánustu ráðgjafar forsetans, þar
á meðal Bob Dole, leiðtogi repúblik-
Reagan var hress þegar hann tók á móti Bandarikjameisturum i körfubolta
kvenna I gær þrátt fyrir ósigur sinn í þinginu.
ana í öldungadeildinni, og Howard
Baker, starfsmannastjóri Hvíta Húss-
ins, hafa ráðið forsetanum frá þessarri
heimsókn.
Það kom jafnframt mjög á óvart að
Edward Kennedy, öldungadeildar-
þingmaður frá Massachussetts, sem
varla getur talist í hópi aðdáenda Re-
agans, sagði eftir atkvæðagreiðsluna
að forsetinn hefði spilað þennan leik
mjög vel og að þrátt fyrir ósigur væri
hann á réttri leið og ætti góða mögu-
leika til að ná fyrri reisn.
Það sem ef til vill hefúr valdið því
að enginn þeirra þrettán repúblikana,
sem málið snerist um, var fús til að
skipta um skoðun var sú útreið sem
Terry Sanford, demókratinn sem á
miðvikudag greiddi atkvæði með for-
setanum en skipti síðan um skoðun,
hefur hlotið. Sanford náði því á mið-
vikudag að skipta þrisvar um skoðun.
Hann lýsti því síðan yfir að ef at-
kvæði hans hefði ekki reynst vera
úrslitaatkvæði þá hefði hann haldið
fast við sitt.
Óneitanlega eru þessi úrslit mikið
áfall fyrir Reagan en flestir eru þó á
því að forsetinn hafi aukið hróður sinn
í þessu máli með því að sýna að hann
standi og falli með sínum hugsjónum.
Slökkviliösmaöur aö störfum viö brak vélarinnar viö Skien
Stærsta flugslys
Noregs síðan 1982
Björg Eva Eriendsdótlir, DV, Osló:
Tíu manns létu lífið er lítil far-
þegaflugvél frá flugfélaginu Scanexair
fórst nálægt Skien í austanverðum
Noregi um klukkan hálfsex í gær-
kvöldi. Enginn komst lífs af úr flug-
slysinu sem er hið mesta í Noregi síðan
1982.
Vélin, sem var í leiguflugi, var að
koma frá Hannover í Þýskalandi á
leið til Osló. Hún átti að millilenda á
flugvellinum Geitarhrygg við Skien.
Skömmu áður en hún átti að lenda
varð sprenging í vélinni og fórst hún
samstundis. Vélin hrapaði við bænda-
býli, rétt utan við borgina Skien. Það
tók lögreglu og slökkvilið um stundar-
fjórðung að komast á slysstað og þá
voru aðeins brunarústir eftir af vél-
inni.
Var þegar ljóst að enginn hafói lifað
slysið af.
Allir þeir sem fórust með vélinni
voru norskir karlmenn á miðjum aldri.
Þeir voru starfsmenn olíufélaganna
Statoil og Norsk Hydro og höfðu verið
í Þýskalandi á vegum fyrirtækjanna.
Rannsókn vegna slyssins er hafin
en fátt er enn vitað um tildrög þess
annað en að sprenging varð í vélinni.
140 þúsund böm deyja
árlega í Angola og Mósambik
Dánartíðni ungra bama í Angola
og Mósambik er sú hæsta í heiminum.
Talið er að rúmlega þrjátíu prósent
þeirra bama sem fæðast í þessum lönd-
um nái ekki fimm ára aldri.
1986 var fjöldi þeirra bama, er ekki
náðu fimm ára aldri, orðinn hundrað
og fjömtíu þúsund á ári og reiknað
er með að sú tala verði hærri í ár.
í skýrslu Bamahjálpar Sameinuðu
þjóðanna er orsökin talin vera stríð
og óstöðugt efnahagslíf. Stjómir
beggja landanna heyja baráttu við
skæmliða sem njóta stuðnings stjóm-
arinnar í Suður-Afríku. Aðalher-
kænskubragð yfirvalda þar er að
ráðast á samgönguleiðir, raforkuver,
skóla og heilsugæslustöðvar til þess
að grafa undan efhahag í Angola og
Mósambik.
Einnig segir í skýrslunni að skæm-
liðar í Mósambik hafi eyðilagt fjömtíu
og tvö prósent allra heilsugæslustöðva
í landinu frá 1982 og þrjú hundmð
þúsund böm hljóti nú enga kennslu
þar sem skólar þeirra hafi verið eyði-
lagðir. Ekki hefur verið hægt að sinna
bólusetningu sem skyldi og starfs-
mönnum heilsugæslustöðvanna hefur
verið misþyrmt, rænt eða þeir jafnvel
drepnir.
Carlsson til Kína
Ingvar Carlsson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, kom til Peking í morgun.
Tilgangurinn með ferð hans, sem
standa mun yfir í viku, er að efla við-
skipti milli landanna.
Starfsmaður viðskiptaráðuneytisins
í Kína kveðst búast við miklum ár-
angri af heimsókn sænska forsætis-
ráðherrans en hingað til hafa
viðskiptin verið Svíum í hag.
Sænskir stjómmálamenn létu hafa
eftir sér að meðal þess sem rætt yrði
væm samningar um flug SAS.
Sextíu bjargað eftir
slys í kopamámu
Guðrún Hjartardóttir, DV, Ottawa:
Tæplega sextíu mönnum var bjarg-
að úr kopamámu í Murdocville,
smábæ um sjö hundruð kílómetra
austur af Quebecborg í Kanada í gær.
Einn námumaður lést í slysinu af
völdum reykeitrunar.
Eldur kom upp í kopamámunni á
þriðjudagskvöld er verið var að vinna
þar. Vom nokkrir starfsmenn þá um
einn kílómetra niðri í námunni en
aðrir höfðu komist í tvö neðanjarðar-
mötuneyti ofar í námunni. Mötuneyt-
in em með eldtraustum hurðum og
góðu loftræstikerfi svo námumennim-
ir vom ekki taldir í hættu þar. Þeim
sem vom neðst í námunni tókst að
komast upp í annað mötuneytið við
illan leik en einn þeirra lést af reyk-
eitrun eftir að þangað var komið.
Eftir tólf klukkustunda björgunar-
starf tókst að ná fimmtán mönnum,
sem vom í öðm mötuneytinu, en hinir
urðu að dúsa heilan sólarhring neðan-
jarðar áður en tókst að ná þeim upp.
Vom margir þeirra orðnir þrekaðir
þrátt fyrir nægan mat og sæmilegan
aðbúnað í prísundinni.
Ekki er vitað með vissu um upptök
eldsins en unnið er að rannsókn máls-
ins.
Námumanni bjargað eftir sólarhringsdvöl í mötuneyti kopamámu I Murdocville.