Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftanrerð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Páfi og pólitík Chilebúar horfa vonaraugum á afleiðingar heimsókn- ar Jóhannesar Páls annars, páfa, til landsins nú. Reynslan hefur sýnt, að í ýmsum löndum hefur orðið hreyfmg í frjálsræðisátt eftir komu þessa páfa. Jóhann- es Páll lítur á það sem hlutverk sitt að reyna að efla mannréttindi. Hann kallar sig biskup Rómar og heims- ins. í kjölfar komu hans til Póllands 1979 efldist hin frjálsa verkalýðshreyfing þar í landi, þótt síðar tækist að kæfa hana. Páfinn flutti sinn boðskap á Filippseyjum og Haiti, þar sem einræðisherrarnir Marcos og Duvali- er sátu að völdum. Áhrif páfa hafa kannski valdið einhverju um fall þessara manna. Allavega komu kirkj- unnar menn við sögu og höfðu mikilvæg áhrif á þróunina, sem þar varð síðar. Því vænta menn góðs af heimsókn páfa til einræðis- ríkisins Chile. Hann sagði blaðamönnum á leið sinni til Suður-Ameríku, að Chilebúar ættu að berjast fyrir mannréttindum og frelsi. Páfi benti á, að einræðið í Chile væri tímabundið. Hlutskipti kaþólsku kirkjunnar í einræðisríkjum rómönsku Ameríku hefur verið að breytast. Þar hafa löngum víða setið stjórnir fasista. Kirkjan hafði lengi lítil afskipti af frelsisbaráttu. En nú hin síðari ár hefur borið meira á, að kirkjunnar menn hafi tekið virkan þátt í starfi gegn einræðinu, í smáu og stóru. Deila má um, hversu mjög kirkja skuli skipta sér af pólitík. En lýðræðissinnum á Vesturlöndum hlýtur að þykja eðli- legt, að hin öfluga kaþólska kirkja beiti afli sínu til að hnekkja stjórnum fasista. Enda virðist kirkjan hafa lært sína lexíu. Undir forystu núverandi páfa, ferðapáf- ans, hefur margt breytzt til hins betra. Einræðisstjórn fasista í Chile hefur verið með hinum verstu stjórnum. Augusto Pinochet hershöfðinngi beitir hefðbundnum aðferðum hinna grimmustu stjórna róm- önsku Ameríku. Engum kemur til hugar, áð stjórn hans njóti verulegs fylgis. Fasistar hrifsuðu völdin í Chile fyrir þrettán árum. Þá var löglega kjörinn forseti lands- ins, sósíalistinn Allende, myrtur. Síðan hafa landsmenn verið kúgaðir. Athyglisvert er, að bylting fasista í Chile naut stuðn- ings frá stórfyrirtækjum í Bandaríkjunum. Bandaríkja- stjórn var mjög andsnúin stjórn Allendes og beitti efnahagslegum þrýstingi gegn henni. Ýmsir í Wash- ington fögnuðu, þegar fasistar tóku völdin. Reagan- stjórnin er nú í ýmsu höll undir stjórnir fasista í rómönsku Ameríku. Því veldur hræðslan við kommún- isma. En stjórninni í Washington hefur ofboðið ýmislegt af óhæfuverkum Pinochets. Hún hefur reynt að fá hann til að milda stefnu sína. Þó yrði lítið úr Pinochet án þess stuðnings, sem hann fær í Washington. Jóhannes Páll gerir þann greinarmun á einræðis- stjórnum fasista og kommúnista, að stjórnir fasista séu tímabundnar. Undir þeim eygi almenningur frjálsræði einhvern tíma í framtíðinni. Sú von sé ekki augljós í einræðisríkjum kommúnista. Þetta er rétt. Nýr forseti í Bandaríkjunum gæti til dæmis mörgu breytt, og stjórn- ir fasista féllu, þegar Washington kippti að sér hendinni. Páfinn getur einnig verið einhver öflugasti pólitíkus heims, ef hann vill, sakir hinnar sterku trúar í kaþólsk- um löndum. Litlu einræðisherrarnir mega fara að vara sig. Því vekja ferðir páfans til einræðisríkjanna heimsat- hygli og miklar vonir. Haukur Helgason. 80 milljarðar í verðbólgugróða Eitt af því sem greinir á milli fast- eignakaupa hér á landi og erlendis er hversu hárrar útborgunar hér er krafist. Til jafhaðar greiða hús- næðiskaupendur á höfuðborgar- svæðinu 75% af kaupverði íbúðar í útborgun. Þessi kjör verður að telja afbrigðileg þegar fasteignaviðskipti eru annars vegar. Til þess að út- borgun geti orðið eins há og raun ber vitni þurfa að koma til sérstakar aðstæður. Menn virðast hafa gleymt því að þessi gríðarlega háa útborgun hefur ekki tíðkast hér á landi nema í tæp- an áratug. Fram á miðjan áttunda áratuginn hafði hún verið um 50% af söluverði íbúðar. Fasteignakaup í Danmörku Notað íbúðarhúsnæði, sem boðið er til sölu í Danmörku, er í raun að meirihluta eign þeirra lánastoínana sem hafa lánað til kaupanna. Selj- andi þar í landi á 45% skuldlaus af söluverði dæmigerðrar íbúðar. 55% eru aftur á móti eftirstöðvar áhvíl- andi fasteignaveðlána. í Danmörku íylgja þau oftast íbúðinni eins og venjan er hér á landi. Seljandi getur ekki krafist þess að fá meira en eignarhlut sinn í út- borgun. Af þeim sökum gæti út- borgunarhlutfall í fasteignaviðskipt- um í Danmörku ekki orðið hærra en 45%. 1 reynd er það enn lægra. Til jafnaðar er útborgun í íbúðar- húsnæði í Danmörku nálægt 10% af söluverði. Oft er hún lægri. Þetta jafiigildir því að dæmigerður seljandi láni 35% af söluverði íbúðar við sölu ef kaupandi óskar. Það er meira en 75% af eignarhlut hans í húsnæðinu. Fyrir þessum hluta er gefið út skuldabréf sem seljandinn getur selt á verðbréfamarkaði ef hann óskar. Húsnæðiskaup á íslandi Hér á höfuðborgarsvæðinu hvíla við sölu á íbúðum lán sem nema að meðaltali 15% af söluverði þeirra. Eignarhluti seljanda er samkvæmt því til jafhaðar 85% af söluverði. Þeir gætu í raun krafist þess alls sem útborgunar ef þeir vildu ganga eins langt og unnt er. Útborgunarhlut- fallið er þó „ekki nema“ 75%. Seljendur íbúðarhúsnæðis hér á landi fá samkvæmt því tæplega 90% af eignarhluta sínum greidd í reiðufé. Samkvæmt þessu er ljóst að selj- endur fasteigna hér á landi krefjast þess að kaupendur greiði sjö sinnum hærri fjárhæð í reiðufé en gerist á maðal annarra vestrænna þjóða. Á meðan hinn dæmigerði danski selj- andi fær tæplega fjórðung af eign sinni greiddan í reiðufé gerir selj- andi hér kröfu um að fá 90% af sinni eign. * KjaHaiinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur, fyrrverandi deildarstjóri hjá Fasteignamati ríkisins okkar og lýst er hér á undan. Þegar menn hafa uppi kröfúr um 75% útborgun í fasteignaviðskiptum jafngildir það því að þeir vilji geta breytt verðbólguhagnaði undanfar- inna áratuga sem fólginn er í fast- eignum í reiðufé á örskömmum tíma. Féð eiga þeir kaupendur að reiða fram sem eru að festa sér sína fyrstu eign. Þeir sem hafa notið óðaverð- bólgunnar taka við fénu til ráðstöf- unar í eigin þágu. Fram að þessu hafa aðgerðir manna í húsnæðismálum miðast við að útvega það mikið af opinberu lánsfé að unnt sé að viðhalda núver- andi greiðslukjörum. Þeir hafa jafiivel sett fram hugmyndir um að komið verði á því fyrirkomulagi að við sölu húsnæðis fái seljandi alla eign sína greidda í reiðufé. Til þess „Ætla má að húseigendur hér á landi eigi 80 milljörðum króna hærri skuldlausa húsnæðiseign en eðlilegt mætti telja miðað við íbúðareigendur í helstu grannlöndum okkar.“ I hverju felst munurinn? Af þeim hlutfóllum, sem hér hafa verið nefhd, má ráða að húsnæðis- eigendur hér á landi eigi hátt í helmingi meiri skuldlausa eign í íbúðum sínum en gerist í Danmörku. Danir eru hvað þetta atriði varðar ekki ósvipaðir öðrum vestrænum þjóðum. Húsnæðiseign þeirra má af þeim sökum taka sem dæmi um það hvemig fólk eignast húsnæði í þjóð- félögum sem ekki em þjökuð af neikvæðum raunvöxtum og óða- verðbólgu. Ætla má að húseigendur hér á landi eigi 80 milljörðum króna hærri skuldlausa húsnæðiseign en eðlilegt mætti telja miðað við íbúðareigend- ur í helstu grannlöndum okkar. Mismuninn má væntanlega rekja til þeirra sérstöku aðstæðna sem ein- kennt hafa húsnæðismarkaðinn hér á landi undanfama áratugi. Óðaverðbólga og neikvæðir raun- vextir hafa fært húseigendum meiri- hluta þessarar fjárhæðar. Hún jafngildir milljón krónum á hverja fjölskyldu í landinu. Kynslóðabil í húsnæðismál- um Flestir, sem eiga húsnæði sitt skuldlaust í dag, hafa notið þess mikla verðbólgugróða sem hér hefúr verið lýst. Unga fólkið nýtur ekki sömu fyrirgreiðslu í formi niður- greiddra vaxta. Það á ekki kost á hliðstæðri milligjöf. Unga fólkið mun eignast húsnæði sitt á svipaðan hátt og gerst hefur í grannlöndum að rökstyðja þessa stefiiu hefúr verið vísað til erlendra fordæma. Þessar hugmyndir bera með sér að höfúndar þeirra hafa ekki þekk- ingu á sérstöðu íslenska hiisnæðis- markaðarins. Þvert á móti verður að gera þær kröfur að seljendur íbúðarhúsnæðis taki meiri þátt í fjármögnun markaðarins en gerist nú. Það verður ekki gert á annan hátt en þann að lækka útborgun í fasteignaviðskiptum. Lækkum útborgun Með lækkun útborgunar í fast- eignaviðskiptum má auka hlut seljenda í fjármögnun markaðarins. Miðað við óbreytt greiðslukjör er hann það fjárfrekur að allar tilraun- ir til að leysa lánamálin með því einu að auka opinbert lánsfé eru dæmdar til að mistakast. Aðilar, sem kannað hafa sérstöðu íslenska fasteignamarkaðarins, hafa lagt mikla áherslu á þetta atriði. Islensku efnahagslífi má líkja við fyrirtæki með lélega lausafjárstöðu. Skortur á reiðufé blasir hvarvetna við. Eignir okkar eru þó miklar en þær eru bundnar í fasteignum. Fyrirtæki, sem þannig er ástatt fyrir, leysir vanda sinn með því að taka lán gegn veði í eignum sínum. Á svipaðan hátt getum við breytt fastafjármunum okkar í lausafé með því að gefa út verðbréf með veði í skuldlausu íbúðarhúsnæði. Það ger- um við með því að lækka útborgun í fasteignaviðskiptum. Stefán Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.