Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 3. APRlL 1987.
Utlönd
Alexander Haig forsetaefni
Gagnrýninn fylgis-
maður Reagans fórseta
Yfirmaður herafla Atlantshafs
bandalagsins.
Alexander Haig, sem gegndi emb-
ætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna
á fyrstu árum stjómartíðar Reagans
forseta, hóf í gær formlega þátttöku
sína í keppninni um útnefningu sem
forsetaefhi Repúblikanaflokksins á
komandi ári.
Möguleikar Haig til að hljóta út-
nefhingu em taldir fremur litlir.
Skoðanakannanir hafa gefið vísbend-
ingu um að aðeins fimm af hundraði
repúblikana styðji framboð hans. Hef-
ur Haig því minnst fylgi allra þeirra
sem lýst hafa áhuga á útnefningu en
George Bush varaforseti nýtur enn
sem komið er áberandi mests fylgis í
flokknum.
Hermál og pólitík
Alexander Haig er sextíu og tveggja
ára gamall. Hann vakti fyrst athygli
á sér á dögum Víetnamstríðsins þegar
hann var einn af aðstoðarmönnum
Westmoreland hershöfðingja.
Haig hafði fyrst opinber afskipti af
stjómmálum árið 1969 þegar hann var
skipaður aðstoðarmaður Henry Kiss-
inger í öryggisráði Bandaríkjastjóm-
ar. Þar átti Haig hlut að því
erindrekastarfi sem Kissinger rak fyrir
Richard Nixon, þáverandi Banda-
ríkjaforseta, og varð frægur af.
Haig reis svo sjálfur upp á stjömu-
himin bandarískra stjómmála árið
1973 þegar Watergatehneykslið hafði
neytt marga af helstu ráðgjöfum Nix-
ons forseta til að hverfa frá störfum.
Haig var einn fárra ráðgjafa forset-
ans sem ekki urðu fyrir álitshnekki
vegna Watergatemálsins. í glundroða
þeim sem fylgdi í kjölfar þessa þekkt-
asta hneykslis bandarískra stjómmála
tók Haig við embætti starfsmanna-
stjóra Hvíta hússins og þótti honum
fara sá starfi vel úr hendi. Hann var
síðan i hópi þeirra sem fengu talið
Nixon forseta á að segja af sér til þess
að komast hjá formlegri ákæm um
embættisafglöp og endanlega brott>
vikningu úr forsetaembættinu.
Gagnrýninn á Reagan
Haig var yfirmaður NATO-heija ár-
in 1974 til 1979. Hann sneri að því
loknu aftur til Bandaríkjanna og
gegndi embætti utanríkisráðherra í
stjóm Ronalds Reagan fyrstu átján
mánuði forsetans í Hvíta húsinu.
Forsetanum og utanríkisráðherran-
um samdi frá upphafi misjafnlega og
eftir hálft annað ár sagði Haig af sér
embætti. Hann bar því þá við að meg-
inþættir utanríkisstefhu Bandaríkj-
anna hefðu breyst verulega frá því sem
ákveðið var við upphaf stjómartíðar.
Þótt Haig segi Reagan hafa endur-
reist stolt bandarísku þjóðarinnar og
telji sig dyggan stuðningsmann forset-
Páfinn hefur heimsótt
þriðjung allra landa heims
„Ferðapáfinn" hefur Jóhannes
Páll □. (pólski páfinn) stundum verið
kallaður, enda hefur páfatíð hans
skorið sig mjög frá páfadómi fyrir-
rennara hans, sem hafa jafnvel verið
kallaðir „fangar Páfagarðs“ fyrir þá
sök að þaðan hreyfðu þeir sig sjaldan
nema til sumarhallar páfa við rætur
Dólemítanna.
Tólf sinnum umhverfis jörðina
Áður en Jóhannes Páll II. kom til
Suður-Ameríku núna í vikunni hafði
hann þegar heimsótt rúmlega þriðj-
ung allra landa heims. Að þessari
ferðalotu lokinni mun hann hafa
lagt undir fót á þessum ferðalögum
alls um hálfa milljón kílómetra. Er
þá samt ekki fyrir endann séð, því
að til tals hefur komið að hann heim-
sæki Norðurlönd og þá líka hugsan-
lega Island.
Þegar „ferðapáfinn“ kemur til
Vatíkansins (Páfagarðs) úr þessari
heimsókninni til Suður-Ameríku
hefur hann alls farið 33 ferðir út fyr-
ir Ítalíu og heimsótt 67 af alls
rúmlega 170 sjálfstæðum ríkjum
heims. Vegalengdin samtals svarar
til þess að hann hafi farið tólf sinnum
umhverfis jörðina.
Páfi dró sig inn fyrir múra
Páfagarðs 1870
Alþjóðleg ítök páfastóls hafa tekið
róttækum breytingum frá því 1870
þegar Píus IX. páfi dró sig inn fyrir
múra Páfagarðs í mótmælaskyni við
Vegna ferðalaga páfans hefur verið smiðaður sérstakur brynvarinn vagn með skotheldum glerjum, því að
tilræðið á Péturstorgi sannaði að öryggisráðstafana er þörf.
ríkisupptöku páfajarða við samein-
ingu Ítalíu. Fjórir páfar fylgdu á eftir
honum sem „fangar Páfagarðs" fram
til ársins 1929 þegar kaþólska kirkj-
an fékk bætur fyrir landaupptökum-
ar og Páfagarður var gerður að
sjálfstæðu ríki.
Árið 1964 varð Páll VI. fyrstur
páfa til þess að fara út fyrir land-
steina Ítalíu síðan Napóleon neyddi
Píus VH. í útlegð 1812. Páll páfi fór
alls níu utanferðir, sem hver varð
að meðaltali þrír dagar.
Telur „vísitasíurnar“ prest-
lega skyldu sína
Fyrir viku, þegar páfinn var að
ávarpa pílagríma á Péturstorginu,
prestverk.
Páfinn notar þessar heimsóknir til
þess að ná persónulega eyrum um-
boðsmanna kirkju sinnar, kynna sér
sérþarfir kirkju viðkomandi lands,
leiðrétta það sem honum finnst vera
villa frá sannri trú og réttri guðs-
dýrkun og til þess að hvetja til
einingar.
Ópólitískar ferðir eða hvað?
I Páfagarði þvertaka menn fyrir
að ferðalög páfans séu pólitísk. En
hitt hefur þó reynslan sýnt að þeir
viðburðir hafa orðið í þeim löndum,
sem páfinn hefur heimsótt, að rekja
má orsakimar beint til orða sem
hans heilagleiki hefur látið falla um
réttlæti, mannréttindi og ýmis mál
pólitísks eðlis.
Þannig líta margir svo á að heim-
sókn páfans til fæðingarlands síns,
Póllands, árið 1979 hafi orðið til þess
að stappa svo stálinu í landa hans
að miklu hafi valdið um uppgang
hinna óháðu verkalýðssamtaka
„Einingar" ári síðar. - Einnig rifjast
í sömu mund upp að páfinn las sömu-
leiðis yfir Ferdinand Marcos, forseta
Fihppseyja, svo og Jean Claude
Duvaher, forseta Haiti, um mann-
réttindi og lýðræði þegar hann
heimsótti þessi tvö lönd á ámnum
1981 og 1983. Báðir þessir einvaldar
flúðu lönd sín á síðasta ári. Kirkju-
leiðtogar þessara tveggja kaþólsku
landa léku stór hlutverk í viðburð-
unum sem veltu þeim af stóli.
Menn hafa veitt því eftirtekt að
svo vill til að sams konar aðstæður
ríkja í Chile, sem páfinn heimsækir
þessa dagana. Þar hefur verið her-
foringjastjóm í þrettán ár, lýðræðis-
reglur hafa verið virtar mjög
sparlega og mannréttindi jafrivel
minna og ólga kraumar í lands-
mönnum vegna óánægjunnar með
stjómarhætti.
Jóhannes Póll II. hefur ekki veriö þaulsætinn á páfastóli sinum heldur
lagt lönd undir fót. Þessir mynd er tekin af honum f aöalstöðvum
Menntastofnunar Sameinuöu þjóöanna (UNESCO).
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
gaf hann til kynna svarið við spum-
ingunni, sem stundum kemur upp
við þessi ferðalög hans: „Hvers
vegna ferðast hann svona mikið?“ -
„Ég er biskup Rómar og heimsins,“
sagði hann. Starfsmenn í Páfagarði
segja að Jóhannes Páll II. líti á sjálf-
an sig sem æðsta yfirmann heims-
kirkjunnar og telji sig skyldugan til
að heimsækja umdæmi kirkju
sinnar, eins og biskup sem vísiterar
biskupsumdæmi sitt eða sóknar-
prestur visiterar sóknarböm sín.
Hann sé einfaldlega að vinna það
sem honum finnst vera sitt sjálfsagða
Þaö hefur ekki verið Iftill hluti af ritstörfum núverandi páfa að skrifa í
gestabókina.