Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987.
45
Menning
Klarínettan
Hljómplata með leik Einars Jóhannessonar
og Philips Jenkins.
Útgefandi: Merlin Records.
Upptaka. og útgáfustjóm: Trygg(vi) Tryggva-
son.
Tæknimaóur: Marian Freeman.
MRF 86086.
Schubert and Schumann". Hitler karl-
inn sló að vísu Þýskalandi og Austur-
ríki saman í eitt en annars þykir það
ekki bera vott um þekkingu að rugla
þessum tveimur þjóðum saman. Þessu
tekur hinn glöggi, tónelski, tilvonandi
kaupandi eftir, en við skulum bara
vona að honum auðnist að líta fram
hjá því, þvi að íeikurinn á þessari plötu
er af þeim flokki sem bestu útgáfixfyr-
irtæki sækjast eftir.
-EM
Einar Jóhannesson flytur hróóur íslensks hljóófæraleiks víða um lönd.
Það þykir jafnan tíðindum sæta ef
íslenskir einleikarar eru beðnir að
leika með hljómsveitum erlendis. Þó
slíkt gerist af og til, reyndar oftar en
getið er sérstaklega, er því sjaldnast
hampað hátt eða hossað. Það þykir
miklu vænna að skreyta síður og skjái
með umflöllun um falleg fés og renni-
lega kroppa. En að íslenskum tónlist-
armanni bjóðist að leika á plötu hjá
erlendu fyrirtæki er enn sjaldgæfara
en einleiksboðin. Það voru því mikil
tíðindi þegar fréttist að Einari Jó-
hannessyni hefði boðist að leika inn á
einleiksplötu hjá Merlin Records í
London. Að verðleikum segjum við
sem þekkjum til Einars og hljótum að
undrast að ekki skuli hampað meir í
Tónlist
Eyjólfur Melsted
fjölmiðlum. Reyndar er þar harla
misjafiit hvemig að hefur verið staðið
og sést kannski best hvemig menning-
arpólitík er rekin í hinum ýmsu
fjölmiðlum af dæmum sem þessu.
Sýnishorn íslenskra klarínettu-
bókmennta
Ekki gleymist að gera íslenskri tón-
list hátt rmdir höfði. Á annarri hliðinni
er eingöngu íslensk tónlist. Þar er hin
klassíska sónata Jóns Þórarinssonar
sem lengi vel taldist einu klarínettu-
bókmenntir okkar af alvarlegra tagi.
Svo eru Rek, sem Þorkell Sigurbjöms-
son samdi fyrir þá félaga og þeir
fru-mfluttu á tónleikum í Gerðubergi,
og einnig fjórar bráðskemmtilegar
þjóðlagaútsetningar, einnig eftir Þor-
kel.
Hærra er vart hægt að stefna
Um leik Einars og Philips Jenkins
á plötunni þarf í sjálfu sér ekki mörg
orð að hafa. Þeir hafa leikið saman á
tónleikum, bæði hér og víðar, flest það
sem á henni er. Árangur samvinnu
þeirra er harla góður. Þeir hafa öðlast
í henni næmt eyra fyrir fínustu blæ-
brigðum í leik hvor annars. Maður fær
það yfirleitt aldrei á tilfinninguna að
píanóið, til dæmis, elti klarínettuna
heldur að þar fylgist tveir sammála
jafningjar að í hárfínt mótaðri túlkun.
Hærra er vart hægt að stefna í sam-
leik. Leikur þeirra félaganna er það
sem helst er til að hrósa á plötunni
og raunar það eina sem gegnumsneitt
er hróss vert.
Ærið misjöfn vinna
Tæknihliðin er ekki neitt til að
hrópa húrra fyrir. Þeim úrvalsleik sem
útgáfufyrirtækinu er fenginn í hendur
sæmir betri vinna. Til að mynda
hljómar fyrsta verkið heldur hrátt og
groddalega og í mótsögn við þá mýkt
sem þó tekst að fanga í seinni verkun-
um tveimur á fyrri hliðinni. Svo
misjafim vinnu skilar ekki útgáfufyr-
irtæki með virðingu fyrir sjálfu sér og
því sem það er að gefa út. Fyrir utan
klaufalegar prentvillur á umslagi er
þar heldur bamalega slysaleg skyssa
í texta. Þar stendur um Norbert Au-
gust, Joseph Burgmúller „. . could
have produced works that equalled
those of his fellow German composers,
-
HAPPDRÆTTl
Slysavamafaags Islands