Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. 47 í tilefni kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga Af hveiju fórst þú í hjúkrun? Hvað ætli ég hafi oft verið spurð þessarar spumingar? Jú, ótal sinnum og hvert ætli svar mitt sé? Ég fór í hjúkruna- mám af því að ég hafði áhuga á að vinna með fólki og veita þeim hjálp sem eiga við vandamál eða veikindi að stríða svo langt sem þekking í gegnum nám mitt nær. Áhugi minn á starfinu nær svo langt að í þau 4 ár, sem ég hef stundað nám í hjúkr- un, hef ég ekki getað hugsað mér að starfa við annað, enda hefði ég ekki enst í þessi 4 ár annars. Gífurlegt álag fylgir hjúkrunar- starfinu og í því felst m.a. vakta- vinna, mikil ábyrgð, mikið b. 60-70 hjúkrunarfræðingar úr Háskóla íslands og svipað margir 3. árs nemar starfa sem aðstoðar- menn hjúkrunarfræðinga í sumar. Er þá vandamálið ekki leyst? Nei, þetta fólk hefur litla starfsreynslu og mun því ekki nýtast sem fullir starfskraftar strax. Enginn mun ráða sig til starfa á ríkisspítulunum úr þessum hópi nema með þeim fyrir- vara að góðir samningar náist. Á þennan hátt munu hjúkrunarfræði- nemar í Háskóla Islands veita til- vonandi starfsbræðrum sínum stuðning og að sjálfsögðu með eigin hag einnig fyrir brjósti í komandi framtíð. „Mig furðar ekki þótt hjúkrunarfræðingar berji í borðið og segi hingað og ekki lengra, nú göngum við út. Vita ráðamenn þjóðar- innar ekki til hvers heilbrigðiskerfið er?“ ...hjúkrunarfræðinemar í Háskóla íslands veita tilvonandi starfsbræðrum sinum stuöning og að sjáHsögðu með eigin hag einnig fyrir brjósti i komandi framtíð." Ráðamenn góðir, ekki er seinna vænna en að fara að huga að þessum málum. Með því geta hjúkrunar- fræðingar hafið störf að nýju, nýir hjúkrunarfræðingar munu bætast í hópinn í auknum mæli, vinnuálag á þá sem fyrir eru mun minnka, betri starfskraftar munu fást, starfsán- ægja mun aukast, sjúkir munu fá betri þjónustu og aukinn bata. Er ekki til þess vinnandi? Fríða Pálmadóttir KiaUariim Fríða Pálmadóttir 4. árs nemi í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands vinnuálag vegna lélegrar mönnunar og svo mætti lengi telja. Af þessu má sjá að áhugi er ekki nægur til lengdar, það þarf meira til. En hvað með launin? Byrjunarlaun eftir 4 ára háskólanám eru um 33.500 kr. og að meðaltali um 37.000 kr. á mánuði í dagvinnu árið 1986 hjá öllum hjúk- runarfræðingum sem unnu á ríkissp- ítulunum á meðan meðallaun í landinu eru 67.000 kr. Nú fer maður að hugsa sinn gang; er áhuginn og starfsánægjan 33.500 kr. virði eða á maður að leita sér að öðru starfi sem er betur launað og geta séð sjálfum sér og fjölskyldu sinni farborða? Vita ráðamenn þjóðarinnar ekki til hvers heilbrigðiskerfið er? Nú hafa ráðamenn þjóðarinnar haft 6 mánuði til þess að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga en ekkert aðhafst. Mig furðar ekki þótt hjúkr- unarfræðingai- berii í borðið og segi hingað og ekki lengra, nú göngum við út. Vita ráðamenn þjóðarinnar ekki til hvers heilbrigðiskerfið er? Það hlýtur að vera til þess að veita landsmönnum þá þjónustu sem þá vantar á sviði heilbrigðismála. Nú hafa hundruð manna verið send heim af ríkisspítulunum þótt þeir séu ekki færir um að vera heima og eng- inn til að sinna þeim. Vita ráðamenn þjóðarinnar ekki heldur til hvers sjúkrahúsin eru? Þau hljóta að hafa verið stofnuð til þess að einstaklingar,sem þar leggj- ast inn, fái hjúkrunarþjónustu og aðra þjónustu í sambandi við veik- indi sín. Annars gætu þeir bara farið beint heim eftir aðgerð eða rann- sóknir og þá væri ekki þörf fyrir sjúkrahúsin. Allt útlit fer að benda til þess að svona muni þetta verða í framtíðinni ef ráðamenn þjóðarinn- ar fara ekki að hugsa sinn gang. Nýtast ekki sem fullur starfs- kraftur 1. apríl gengu margar stéttir innan ríkisspítalanna úr störfum og mun starfeemi þeirra lamast. Hvað á þá að gera? Ráða nýtt starfefólk? Það virðist eina ráðið en hvaðan á það að koma? Nú í sumar útskrifast u.þ. Þjóðin verður að losna úr sairaiingamálunum - segir Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrek- enda, sem er í Vikuviðtalinu þessa vikuna, Um formanninn og samn- ingamanninn Víglund segir einn náinn samstarfemaður hans: „Hann er ótrúlega hngmjndarikui, dng- legur og hefur greinilega mjög gaman af samningum. Hann er manna frjóastur við að fitja upp á nýjum hugmyndum. Sumir kalla þetta reyndar yfirgang og telja að iðnrekendur hafi of mikil áhrif á gang samningamálanna. Þetta er ekki rétt. Víglundur er bara svo stór persónuleiki og hefur skoðanir á svo mörgu." Og nokkrar af skoðun- um Víglundar Þorsteinssonar eru viðraðar í Vikuviðtalinu. Nafn Vikunnar: Einar Jón Briem, einn af aðaJleikumnum í Kabarett Vor fyrir þúsund árum Saga eftir Önnu Maríu Þórisdóttur Nýja flugstöðin - Leifur Eiríksson Listverður aðnálgast ánfordóma Rættvið Fenningar Halldór B. Runólfsson Rætt við sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur og Fanneyju Rúnarsdóttur femúngarbam listfræðing um nútímalist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.