Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Side 4
4
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987.
Fréttir
Vestmannaeyingar í árangurslausri innkaupaferð:
Loftpúðaskipið
var innrásarprammi
„Þegar við komum út varð okkur
ljóst að það eru aðrir möguleikar
betri. Svifriökkvinn, sem okkur var
sýndur, var óyfirbyggður prammi
ætlaður til þungaflutninga fyrir
bandaríska herinn," sagði Pálmi
Lórenzson, veitingamaður í Vest-
mannaeyjum. Hann er nýkominn
heim úr ferð til Bandaríkjanna við
þriðja mann þar sem ætlunin var að
leigja eða kaupa loftpúðaskip til far-
þegaflutninga milli lands og Eyja.
Samkvæmt heimildum DV var
svifnökkviim er Pálma og félögum
var boðinn í Bandaríkjunum hann-
aður sem innrásarprammi en ekki
til fólksflutninga. Varð því ekkert
af kaupunum.
„Nú höfum við augastað á enskum
loftpúðaferjum sem þegar eru í notk-
un víða í Evrópu. Slíkar ferjur kosta
um 100 milljónir króna og taka um
100 farþega. En þessi kaup öll verður
að athuga vandlega áður en í verður
ráðist," sagði Pálmi.
Hugmyndin er að láta loftpúða-
skipið sigla fiá Vestmannaeyjum
beint yfir á sandana í landi. Þá hefur
sú hugmynd einnig skotið upp koll-
inum að láta loftpúðaskipið halda
áfram upp Markarfljót að Markar-
fljótsbrú þar sem yrði endastöð.
í för með Pálma Lórenzsyni til
Bandaríkjanna voru Jón Eyjólfsson,
skipstjóri á Heijólfi, og Siguijón
Ásbjömsson, umboðsmaður svif-
nökkva.
-EIR
Anægðir Sómabátaeigendur, 3 þeirra í óðaönn að Ijúka við smiði báta sinna. Þeir eru f.v.: Stefán Helgason, Páll
Guðmundsson, Kristján Jónsson og þeim til hægri handar er Gunnar Þór Þórarnarson. Hann er Sómaeigandi sem
i landlegum gengur vel fram i þvi að aðstoða félaga sína í bátasmíðum enda hafsjór af fróðleik um báta og bún-
að þeirra. DV-mynd Ragnar Imsland
Júiia Imstand, DV, Höfri:
Óhætt er að segja að Sóma hraðfiski-
bátamir frá Bátasmiðju Guðmundar í
Hafharfirði séu mjög vinsælir hjá sjó-
mönnum hér á Höfii. Sumir kaupa
bátana án tækja og innréttinga og
vinna sjálfir að því að gera þá sjó-
klára. Þessa dagana eru 5 Sómabátar
í smíðum, 7 komnir á sjó og 2 væntan-
legir á næstunni. Heyrst hefur að
mönnum finnist orðið tímabært að
stofha „Sómamannafélag". í sumar
verða gerðir út á handfæri rúmlega
20 bátar, undir 10 tonnum. Tveir vöru-
bílstjórar hér hafa vent sínu kvæði í
kross, selt vömbíla sína og em komn-
ir í smábátaútgerðina. Útgerðarmenn
smábátanna bera sig illa yfir aðstöðu-
leysinu í höfninni og segja það fyrir
neðan allar hellur að ekkert skuli gert
til úrbóta og ekki sjáanlegt að það
muni verða á næstunni, nóg hefði þó
verið af fallegum fyrirheitum í kosn-
ingabaráttunni sl. vor.
Hallgrímur Guðmundsson sveitar-
stjóri var spurður hvað væri að frétta
af þessum óefiidu kosningaloforðum.
Sagði hann að á næstu dögum yrði
byijað á skipulagningu hafharsvæð-
isins og þar með aðstöðu fyrir smábát-
ana, en hvað mikið verður framkvæmt
í sumar ráðist af því fjármagni sem til
ráðstöfunar verður.
Snældu-Blesi er laus úr spelkunum
og klifrar nú upp tölvuspárstigann
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii'
Stóðhesturinn Snældu-Blesi frá Ár-
gerði í Eyjafirði, sem fótbrotnaði illa
haustið 1984, losnaði nýlega við spelk-
umar. Síðasta sumar hafðí hann þó í
nógu að snúast þrátt fyrir spelkumar.
Undir hann vom leiddar 47 hryssur.
Snældu-Blesi er einn af vinsælustu
stóðhestum landsins. Hann er aðeins
þrem stigum á eftir Náttfara 766 frá
Ytra-Dalsgerði í Eyjafirði í tölvuspá
kynbótahrossa.
„Snældu-Blesa líður mjög vel en
hann nær sér aldrei til fulls. Hann
haltrar ennþá lítillega," sagði Magni
Kjartansson, bóndi í Árgerði og eig-
andi Snældu-Blesa, við DV.
„Jú, það verður nóg að gera hjá
honum í sumar. Það em þegar komnar
30 pantanir fyrir utan meramar mín-
ar,“ sagði Magni.
Talið er með ólíkindum hversu vel
Snældu-Blesi hefur náð sér eftir fót-
brotið. Brotið er ekki að fullu gróið
„en nógu vel til þess að hægt sé að
leiða undir hann hryssur," sagði
Magni.
Búnaðarfélag íslands birtir tölvuspá
kynbótahrossa. Hæstu einkunn þeirra
er Náttfari 766 frá Ytra-Dalsgerði í
Eyjafirði með. Hann er með 133 stig.
Kjarval frá Sauðárkróki er með 132
stig og Snældu-Blesi er með 130 stig.
Snældu-Blesi ásamt húsbónda sínum, Magna Kjartanssyni. Hesturinn hefur
nú losnað við spelkumar og er bærilega sprækur þrátt fyrir aö brotið sé enn
ekki alveg gróið. DV-mynd JGH
Keflavík:
Aðkomufólk
láfið greiða
mun hæni
félagsgjöld
Aðkomufólk, sem vinnur á svæði
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavikur, er mjög óánægt með
að þuría að greiða helmingi hærra
gjald til félagsins en heimamenn
þurfa að greiða.
Karl Steinar Guðnason, formað-
ur félagsins, var spurður hveiju
þetta sætti og sagði hann að félags-
gjaldið væri 1% af föstum launum
manna. Þó væri sérstakt þak á
gjöldum þeim er heimamenn
greiddu en það væri aftur á móti
ekki hjá aðkomufólki og kallaðist
það vinnuréttargjald.
Aðkomufólk, sem ekki hefúr sætt
sig við þessa mismunun, hefur leit-
að eftir leiðréttingu en ekki fengið.
Munu sumir hafa á orði að leita
réttar síns í þessu máli eftir öðrum
leiðum.
-S.dór
Mótmæli vf ð Ármúlann:
Starfsleyfi
„Top ten“
verði ekki
framlengt
Eigendur fasteigna og fyrirtækja
við Áimúla, 48 talsins, hafa sent
borgarstjóranum bréf þar sem þess
er farið á leit að unglingaskemmti-
staðnum „Top ten“ við Ármúla 20
verði ekki veitt áframhaldandi
starfsleyfi, en það rennur út nú í
vor, samkvæmt upplýsingum sem
DV hefur aflað eér.
Mikið hefur verið um rúðubrot
og önnur skemmdarverk í Árraúla
undanfarið og er það rakið til
unglingaskemmtistaðarina Nefnt
er að aðstaða í kringum staðinn
sé ekki góð, þar sé malarplan og
nóg af lausu gijóti sem á síðan
greiða leið í gegnum nærliggjandi
glugga. Mörg fyrirtæki við Armúl-
ann telja sig hafa orðið fyrir tjóni
og nefiia má að eitt fyrirtæki hefúr
orðið fyiir 200 þúsunda króna tjóni
vegna akemmdarverka undan-
fama tvo mánuði. Þá eru trygging-
arfélög byijuð að segja upp
húseigenda- og rúðutiyggingum,
samkvæmt heimildum DV.
-ój
Sómabátamir efdrsóttir
ndumniuiBi.
Láviðmannskaða
vegnasam-
bandsleysis
Amþór PáJsacm, DV, Sau&itóh:
Á Raufárhöfii gekk yfir eitt það
versta veður sem menn muna síð-
astliðinn þriðjudag. Klukkan 15.40
brast á með stórhríð og 12 vindstig-
um að sögn veðurathugunar-
manns. Fólk var statt hingað og
þangað í þorpinu eins og gengur
og geristídaglegu lífi. Bátaeigend-
ur börðust við að halda bátum
sfnum ofansjávar en óbrotinn sjór
gekk yfir bátana og olli mikilli ís-
ingu á þeim og umhverfinu.
Klukkan 17.20 voru komin 13
vindstig og vafialaust meira í verstu
hryðjunum. Svo háttar til að báta-
lægið er opið fyrir vestanátt sem
yfirleitt er vindmesta áttin hér og
gerir þessa bátahöfii að liálfgerðri
dauðagildru og er enn einn minnis-
varðinn sem Vita- og hafhamála-
stjórnhefúrreistsér. Örbylgjukerfi
Pósts og sima bilaði fljótfega eftir
að vind tók að herða og var þorpið
nánast símasambandslaust en
hægt var að nota eina )ínu utan
örbyigjukerfis sem lítáð hafði að
segja undir þessum krmgumstæð-
um þegar reynt var að hringja og
leita að bömum sem ekki skiluðu
sér heim og fólki sem var að heim-
an þegar veðrið akall á. Bátaeig-
endur komust í síma skammt frá
bátahöfiúnni en náðu engu sam-
bandi en þá vantaði aðstoð og
þurr föt og lá við að mannskaði
yrði vegna sambandsleysisins.
Nokkrir bátar skemmdust og
einn sökk og manni dettur kannski
í hug að Almannavamir ættu að
vera i viðbragðsstöðu þegar svona
fárviðri skellur á en hér varð eng-
inn var við nein slík viðbrögð.
Borgaraflokkurinn:
JónOddsson
leiðir
framkvæmdaráð
Borgaraflokkurinn hefur kom-
ið á fót framkvæmdaráði til þess
að vinna að skipulagi flokksins,
stofnun kjördæmisráða og undir-
búningi landsfundar í vor.
Formaður ráðsins er Jón Odds-
son hæstaréttarlögmaður.
Með honum eru Lúðvig Hjálm-
týsson, fyrrverandi ferðamála-
stjóri, Magnús Benediktsson
endurskoðandi, sonur Benedikts
Bogasonar, verkfræðings og 4.
manns á framboðslista fiokksins
i Reykjavík, og Jóhann Alberts-
son lögfræðingur, sonur Alberts
Guðmundssonar. -HERB
Metvertíð
erlokið
Nú er loðnuvertíð lokið og hefiir
sjaldan eða aldrei verið tekið á
móti meira magni hér í Eyjum, eða
samtals tim 95.000 tonnum frá ára-
raótum og 120 130.000 tonnum á
allri vertíðinni. Frá árámótum hef-
ur Fiskimjölsverksmiðjan í
Vestmannaeyjum tekið á raóti
59.000 tonnum og er það met hjá
henni. Áður hafði verksmiðjan
tekið mest á móti 55.000 tonnum,
en það var árið 1977.
Fiskimjölsverksmiðja Einars
Sigurðarsonar hefúr tekið á móti
um 36.000 tonnum. Auk þessa er
búið að fiysta um það bil 4.500
tonn af loðnu og loðnubrognum á
vertíðinni, aem er það langmesta
frá upphafi. Er útflutningsverð-
mæti lauslega áætlað 500-600
milljónir.
Þeæ má geta í lokin að afla-
hæsta skipið á vertíðinni er
Sigurður RE. Fékk hann um 47.000
tonn.