Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 36
'ffrr-i 48 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. Andlát Elín Eiríksdóttir Kúld Söebech er látin. Hún var fædd að Ökrum á Mýrum 26. október 1900. Foreldrar hennar voru Eiríkur Kúld Jónsson og Sigríður Jóhannsdóttir. Elín gift- ist Pétri Söebech en hann lést árið 1964. Þeim hjónum varð þriggja dætra auðið og eru tvær á lífi. Einn- ig ólu þau upp dótturdóttur sína. Utför hennar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Gunnar Þór Arnarson, Mávahlíð 23, Reykjavík, sem lést 28. mars, verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, 3. apríl, kl. 15. Tilkyimingar Magnús Ólafsson og Karl Möller skemmta í Þórskaparett um helgina Magnús Olafsson skemmtikraftur og leik- ari mun hlaupa í skarðið fyrir Ómar Ragnarsson í Þórskaparett í kvöld og á laugardagskvöld ásamt undirleikara sín- um. Karli Möller. Verða þeir með létta og ferska dagskrá að vanda. EIÐFAXr 3-87 Eiðfaxi, 3. tbl. 1987, er kominn út. Anders Hansen, ritstjóri Bóndans, svarar í þessu blaði skrifum Einars Gíslasonar um notkun stóðhestsins Hervars 963, Berglind Hilmarsdóttir búfræðikandidat skrifar um fóðrun hrossa og fóðurþarfir, Hannie Heiler, Símon Grétarsson, Albert Jónsson og Freyja Hilmarsdóttir eru sótt heim á Suðurlandinu, Ingimar Ingimars- son fjallar um hesthúsið á Hólum og birtir nokkrar myndir þaðan, Pétur Behrens skrifar um kaplamjólk sem heilsugjafa, Gísli B. Bjömsson skrifar um Reiðskóla Islands, fjallað er um blinda stúlku sem fer á hestbak, Sólveig Ásgeirsdóttir og Sigríður Baldursdóttir skrifa um ferðalag í Borgarfjörðinn og Benedikt Þorbjörns- son skrifar um tölt. Einnig er að finna í blaðinu margar smærri greinar um hesta- mennsku. Söngfélag Skaftfellinga verður með kökubasar í Blómavali við Sigtún sunnudaginn 5. apríl og hefst kl. 13. Á boðstólum verða góðar heimabakað- ar kökur. Kórinn ætlar að fara í söngferð í Vestur-Skaftafellssýslu í byrjun maí og ætlar að afla sér farareyris með þessu. Félag harmonikuunenda Skemmtifundur félagsins verður í Templ- arahöllinni við Skólavörðuholt sunnudag- inn 5. apríl og hefst kl. 15. Harmoniku- hljómsveit kemur fram og fleiri harmonikuleikarar. Félagskonur sjá um veitingar og stiginn verður dans í lokin. Allir ávallt velkomnir. Námskeið um hagnýt atriði kristinnar trúar. Samtökin Ungt fólk með hlutverk, sem eru boðunarhreyfmg innan Þjóðkirkju ís- lands, munu nk. laugardag, 4. apríl, halda stutt námskeið þar sem fjallað verður um hagnýt grundvallaratriði kristinnar trúar. Á þessu námskeiði verða eftirtalin efni tekin fyrir: 1. Hver er munurinn á krist- inni trú og öðrum trúarbrögðum? Guð kristinna manna. Þrenningarkenningin? 2. Biblían og hið kristna samfélag. 3. Sköp- un mannsins, syndafallið og hjálpræðis- sagan. 4. Persónuleg uppbygging, lestur biblíunnar og bæn. Að hlusta á rödd guðs. Kennarar verða Gunnar J. Gunnarsson, Friðrik Schram og Sr. Örn B. Jónsson. Námskeiðið verður haldið í fundarsal Þýsk-íslenska verslunarfélagsins hf., Lyngási 10, Reykjavík. Kennt verður frá kl. 13.15-17.15. Þátttökugjald er kr. 250 (kaffi og gos í kaffíhléi innifalið). Öllum, sem vilja auka skilning sinn á kristinni trú. er heimil þátttaka meðan húsrúm leyf- ir. Þátttakendur taki með sér biblíu og skriffæri. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 27460. I gærkvöldi DV Kolbrún Aðalsteinsdóttir danskennari Frábær dagskrá Mér finnast fréttimar alltaf æðis- lega góðar á Stöð 2, þær em á góðum tíma og kvöldið nýtist miklu betur. Það er alls ekki slæmur tími að hafa þær klukkan hálfátta eins og talað var um á tímabili. Opin lína hjá Jóni Óttari finnst mér koma að góðu gagni fyrir neyt- andann, ég get aldrei gleymt þættin- um Á opinni línu um nauðganir í heimahúsum, þetta er efhi sem mað- ur hafði aldrei hugsað um, algjört „must“. Þar sem ég er svo mikið fyrir dans finnst mér of lítið sýnt af dansi í sjón- varpinu. Bamaefhi er gott á Stöð 2 og Stöðin ætti að nýta sér það að taka upp danskeppnina sem verður 11. apríl hjá litlu bömunum og sýna hana í bamaefninu. Ég sá Ljósbrot Valgerðar Matthí- asdóttur sem er góður þáttur fyrir það að hann minnir mann á það sem er að gerast í menningarlífinu. Val- Kolbrún Aðalsteinsdóttir. gerður er hugmyndarík og hress, það skiptir nefhilega miklu máli hvemig fólk kemur fram í sjónvarpi. Morðgátan hefur oft verið betri en í gærkvöldi en leikur Angelu Lans- burry er alltaf mjög góður. Ég horfi alltaf á þáttinn Perfect Stranger sem kemur inn á mannlega þætti og þess- ir tveir gæjar finnast mér skemmti- lega léttruglaðir. Myndin Going South með Jack Nicholson var ágæt, hún sló á létta strengi og Jack Nic- holson er í miklu uppáhaldi hjá mér. Síðasta myndin, sem var klukk- an eitt, var frábær, ég hafði mikið gaman af henni. í heildina fannst mér dagskráin í gærkvöldi fá einkunnina níu. I sambandi við áhrif samkeppninn- ar þá finnst mér samkeppni vera nauðsynleg og hún er alltaf af hinu góða. Ég styð Stöð 2 heils hugar og óska henni góðs gengis í framtíðinni. Tvær nýjar bækur í mat- reiðsluklúbbi AB Bækurnar Ofnréttir og Kökur með kaff- inu eru nú komnar út hjá Matreiðslu- klúbbi Almenna bókafélagsins. f bókinni ofnréttir eiga allir réttirnir það sameigin- legt að þeim er stungið í ofninn. Að öðru leyti eru þeir mjög ólíkir því hráefnin eru frabrugðin: Fiskur, kjöt, grænmeti og ávextir. í Kökum með kaffmu er að finna uppskriftir af safaríkum kökum með ávöxtum og berjum, hnetum og möndlum i deiginu svo eitthvað sé nefnt. Báðar bækurnar eru ríkulega skreyttar með lit- myndum af gimilegum kökum og réttum. Með þessum tveimur nýju bókum fylgir til áskrifenda eintak af Hjálparkokknum sem er blað Matreiðsluklúbbsins með hag- nýtum húsráðum og uppskriftum. Mat- reiðsluklúbbur Almenna bókafélagsins varð strax við stofnun einn vinsælasti og stærsti bókaklúbbur á landinu. Svo er enn. Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýs- ingum geta hringt í síma 25125. Grafíkverk til sýnis í Krákunni Tage Ásen sýnir þessa dagana grafíkverk í Krákunni, Laugavegi 22. Tage er fæddur, í Svíðþjóð og er þekktur þar sem grafíker en vinnur einnig í olíu og öðrum efnum. Hann hefur haldið sýningar víða á Norð- urlöndunum. Ferðafélag íslands Tónlistarskólinn í Keflavík 30 ára Föstudagskvöldið 3. apríl nk. munu kenn- arar við Tónlistarskólann í Keflavík halda tónleika á sal skólans og hefjast þeir kl. 20.30. Tilefnið er 30 ára afmæli skólans á árinu og með þessu vilja kennararnir leggja sitt af mörkum til bátíðahaldanna. Allir kennarar skólans munu koma fram ýmist einir eða í samspili. Aðgangur er ókeypis og áætlað að tónleikarnir standi í u.þ.b. eina klst. Ýmislegt fleira er að gerast í Tónlistarskólanum þessa dagana. Núna stendur yfir svokölluð foreldravika. Skólanum hafa borist gjafir frá Útvegs- bankanum og Sparisjóðnum í Keflavík. Kökusala Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur köku- sölu laugardaginn 4. apríl kl. 15 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þess er vænst að félagskonur og aðrir velunnarar kirkjunn- ar gefi kökur. Tekið verður á móti kökunum milli kl. 13 og 14 á laugardag í safnaðarheimilinu. Kvenfélag Laugarnessóknar ákvað á síðasta fundi að í stað afmælis- fundar fiölmenntu félagskonur í kvöldverð á Hótel Sögu föstudaginn 3. apríl kl. 19. Nánari upplýsingar hjá Lilju s. 34228, Erlu s. 34139 eða Jónxnu s. 32902. Kvenfélag Lágafellsóknar heldur gestafund mánudaginn 6. apríl kl. 20. Gestir fundarins verða kvenfélagskon- ur úr Garðabæ. kl. 10 Fljótshlið - fossarnir í klakabönd- um. Ekið verður sem leið liggur um Suðurlandsveg og Fljótshlíð. Skoðunar- ferð um gil og fossa, aldrei fegurri en nú í klakaböndum. Verð kr. 700. 2. Kl. 13 Bláfjöll Skiðaganga. Góð æfmg fyrir páskaferðimar. Verð kr. 500. 3. kl. 13 Sandfell - Selfjall - Lækjarbotn- ar. Ekið um Bláfjallaveg eystri að Rauðuhnúkum, en þar er farið úr bílnum. Gengið er eftir Sandfellinu og komið niður hjá Selfjalli (269 m) og gengið á það og síðan niður í Lækjarbotna. Þetta er skemmtileg gönguferð, þar sem byrjað er á að ganga niður fjall (Sandfell) og síðan a annað. Þægileg ferð við allra hæfi. Verð 500 kr. Ath. breyttan brottfarartíma í skíðagönguna. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Næsta myndakvöld verður miðvikudaginn 8. april í Risinu, Hverfisgötu 105. Ferðir um páska 16.-20. april. 1. Landmannalaugar - skíðagönguferð (5 dagar). Gengið á skíðum frá Sigöldu (25 km) inn í Laugar. Séð verður um flutning á farangri. Gist í Sæluhúsi F.I. í Laugum. 2. Hlöðuvellir - skíðagönguferð (5 dag- ar). Gengið frá Gjábakka. Gist í sæluhúsi F.í. á Hlöðuvöllum, þátttakendur ekki fleiri en 14 manns. 3. Þórsmörk (5 dagar). Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir um mörkina. Frábær gistiaðstaða. 4. Snæfellsnes - Snæfellsjökull (4 dagar/ 16/19). Gist í Arnarfelli á Amarstapa. Gengið á Snæfellsjökul og aðrar skoðun- arferðir eftir aðstæðum. 5. Þórsmörk 18.-20. april (3 dagar). Brott- för í allar ferðimar er kl. 08. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Það er vissara að tryggja sér miða tímanlega. ÚTIVIST Útivivistarferðir Árshátíð Útivistar verður í Fóstbræðra- heimilinu laugardaginn 4. apríl kl. 19.30. Pantið og sækið miða fyrir hádegi á föstu- dag. Allir velkomnir. Fjölbreytt dagskrá. Sunnudagsferðir 5. april. kl. 10.30 Gullfoss í klakaböndum. Ferðin sem margir hafa beðið eftir. Einnig farið að Geysi, Brúarhlöðum, Haukadalskirkju, fossinum Faxa o.fl. Verð 1000 kr. Kl. 13 Þríhnjúkar - Kristjánsdalir. geng- ið af nýja BÍáfjallaveginum að Þríhnjúk- um og 120 m djúpur gígur skoðaður. Verð 600 kr. kl. 13 Bláfjöll - Grindarskörð. Skemmti- leg gönguferð við allra hæfi. Verð 600 kr. frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Aðalfundur Útivistar er á mánudagskvöldið 6. apríl að Hótel Esju, 2. hæð. Myndakvöld á fimmtudags- kvöldið 9. apríl kl. 20.30. Páskaferðir kynntar. 1. Snæfellsnes - Snæfellsjökull. 3 og 5 dagar. Gist á Lýsuhóli. 2. Esjufjöll í Vatnajökli, gönguskíðaferð 5 dagar. 3. Þórsmörk, 3 og 5 dagar. Gist í Básum. 4. Öræfi - Kálfafellsdalur - Skaftafell, ásamt snjóbílaferð á Vatnajökli. Gist í húsi. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1. Símar 14606 og 23732. Sjáumst. AfmæH 75 ára verður á morgun, 4. apríl, frú Lilja Guðrún Kristjánsdóttir frá Hrafnkelsstöðum, nú í dvalarheimil- inu í Borgarnesi. Eiginmaður hennar var Ingólfur Guðbrandsson. Hún ætlar að taka á móti gestum í Hreða- vatnsskála á afmælisdaginn milli kl. 14 og 17. 60 ára afinæli á í dag, 3. apríl, frú Hildur Einarsdóttir.Bolungarvík. Hún og maður hennar, Benedikt Bjarnason, eru erlendis um þessar mundir. Spilakvöld Húnvetningafélagið í Reykja- vík Félagsvist laugardaginn 4. apríl kl. 14 í félagsheimilinu Skeifunni 17. Allir vel- komnir. Tapað - Fundið Fressköttur týndur Rauðbrúnn og hvítur fressköttur tapaðist á þriðjudaginn sl. frá Lokastíg 6. Hann er eyrnamerktur R-6526. Þeir sem hafa orðið varir við hann eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 23091. Gleraugu töpuðust Gleraugu með brúnni snúru í rauðu hulstri töpuðust. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 14822. 75 ára verður á morgun, 4. apríl, Eggert E. Hjartarson, Holtagerði 20, Kópavogi. Hann ætlar að taka á móti gestum á heimili sínu á afmælis- daginn. 60 ára afmæli á í dag, 3. apríl, Else Mia Einarsdóttir Hennumhagen 31, Tranby í Noregi. Hún dvelst um þess- ar mundir að Hjarðarhaga 36, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.