Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. 13 Ný viðhorf í menntamálum og heilbrigðisþjónustu Markmið byggðastefnu unga fólksins er að unga fólkið hafi raun- hæf tækifæri til þess að setjast að á landsbyggðinni og búa sér þar heim- ili og framtíð. Opinber þjómjsta er mikilvæg fyrir hvert heimili og því verður að reka hana þannig og byggja hana þannig upp að skatt- peningamir nýtist sem þest. Opinber þjónusta á að geta nýst öllum íbúum landsins án þess að skattar hækki. Ungt fólk, sem sest að á landsbyggð- inni, þarf t.d. að geta treyst því að hafa aðgang að fyrsta flokks heil- brigðisþjónustu og skólakerfi. I byggðasteíhu unga fólksins eru settar fram tillögur um umbætur og markmið í skólamálum og heilbrigð- isþjónustu. Áhersla er lögð á að ná meiri árangri í skólastarfinu og skipuleggja framhaldsmenntunina út frá því meginsjónarmiði að fóma ekki gæðunum fyrir útþensluna. í heilbrigðismálunum er lögð meginá- hersla á að öldrunarþjónustan byggist upp úti um land. Nýtum fyrstu skólaárin betur Góðir skólar em ein af undirstöð- um framfara í landinu. Menntun er lykillinn að tækifærum unga fólks- ins og því er mikilvægt að reka skólana og byggja þá upp með þeim hætti að þeir nýtist unga fólkinu sem best hvar sem það elst upp. Brýnasta verkeíhi í skólamálum núna er að nýta fyrstu skólaárin betur þannig að hægt sé að útskrifa stúdenta a.m.k. einu ári fyrr en nú er gert. íslensk ungmenni verða stúdentar einu til þremur árum eldri en tíðkast í nálægum löndum. Hér má vel ná góðum árangri vegna þess að fyrstu skólaárin em svo illa nýtt. Bömin læra lítið annað en lestur, skrift og reikning fyrstu árin og skóladagurinn er of stuttur. Með því að útskrifa stúdenta a.m.k. einu ári Byggðastefna unga fólksins fyrr sparast mikið fé, bæði hjá hinu opinbera en ekki síður hjá unga fólk- inu sem er að brjótast í gegnum skóla. Margir foreldrar lenda í vandræð- um þegar bömin byrja í skóla vegna þess að skóladagurinn er styttri en gæslutíminn var áður og eins vegna þess að skóladagurinn fellur iðulega illa saman við venjulegan vinnudag og þau tækifæri sem bjóðast í hluta- störfum. Hefur jafhvel verið bmgðist við þessu með því að taka upp gæslu í skólum fyrir þömin eftir að kennslu lýkur. Hér er verið að fara inn á alranga braut. Byggðastefna unga fólksins leggur áherslu á að hlutverk skólanna á að vera kennsla en ekki gæsla. Það á að nota féð, sem renn- ur til skólarekstursins, til þess að auka kennsluna en ekki að taka upp gæslu. Þá þarf að auka sjálfstæði skól- anna. í því skyni er rétt að hið opinbera greiði fyrir skólakostnað með föstu framlagi á hvem nem- anda, sem þarf að vera breytilegt eftir aðstæðum á hveiju svæði. Síðan eiga forráðamenn skólanna, hvort sem það em skólastjórar, kennarar, foreldrar, sveitarstjómarmenn eða önnur samtök, að hafa sem frjálsast- ar hendur um sjálfan reksturinn. Með því em miklar líkur á því að árangur í skólastarfinu stóraukist og að hægt sé að ná því marki að útskrifa stúdentana fyrr en nú er gert. Gæði og sérhæfing I fyrirrúmi Við uppbyggingu framhaldsskól- anna verður að leggja höfuðáherslu á þátt sérhæfingar og gæða. Það má ekki taka fyrir of margt í einu og gera allt af vanefnum. Höfuðat- riði fyrir ungt fólk á landsbyggðinni er að fá fyrsta flokks menntun. Það Kjallariim Viljálmur Egilsson formaður Satnbands ungra sjálfstæðismanna er í sjálfu sér ekkert aðalatriði að fá alla sína menntun í heimabyggð. Aðalatriðið fyrir unga fólkið á landsbyggðinni er að geta átt raun- hæfan kost á því að snúa til baka eftir að hafa náð sér í fyrsta flokks menntun. Hluti af menntun hvers ungmennis er einmitt að komast að heiman, kynnast lífinu annars stað- ar í landinu eða í útlöndum. Með því að fara víða öðlast unga fólkið dýrmæta reynslu og þekkingu og verður vfðsýnna og umburðarlynd- ara. Því á að byggja framhaldsmenntun á landsbyggðinni fyrst og fremst upp á sérhæfingu og gæðum. Slík stefha leiðir til þess að algengt verður-að ungt fóik af höfuðborgarsvæðinu leitar sér að góðri menntun í fram- haldsskólum á landsbyggðinni þannig að straumurinn verður ekki í eina átt. Hér skiptfr ekki endilega máli að sérhæfðir framhaldsskólar séu á sem fjölmennustum stöðum. í útlöndum eru hin frægustu mennta- setur oft á fámennum stöðum þar sem allt lífið snýst í raun í kringum slíkar stofiidnir. Unga fólkinu á landsbyggðinni er ekki gerður greiði með annars flokks menntun. Byggðastefna unga fólks- ins leggur áherslu á að sjálf mennt- unin sé aðalatriði og að tækifærin til þess að koma til baka eftir nám séu til staðar. Þá fær landsbyggðin að njóta krafta vel menntaðs ungs fólks. Öldrunarþjónustuna út á land Aðgangur að góðri heilbrigðis- þjónustu er mikilvægur fyrir fólk sem býr á landsbyggðinni. Vegna bættra samgangna er orðið auðveld- ara en áður að tryggja að allir iandsmenn fái þá bestu þjónustu sem völ er á þegar alvarleg veikindi eða slys ber að höndum. Það sem skiptir mestu máli í upp- byggingu heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni er að öldrunarþjón- ustan, ásamt almennri heilsugæslu og bráðaþjónustu, verði akkeri hermar. Nú eru um 17.000 íslending- ar 70 ára og eldri og á næstu 15 árum munu bætast um 6.000 manns í þenn- an aldurshóp. Stóra verkefni heil- brigðisþjónustunnar á næstu árum verður að veita þessu fólki myndar- lega þjónustu. Þetta er fólk sem hefur lagt mikið af mörkum til þess að gera ísland að góðu landi og á skilið að vel sé um það hugsað þegar aldurinn færist yfir. Það á ekki að vera stefnan að drífa gamla fólkið inn á stofiianir þegar eitthvað bjátar á. Fólk á að geta dvalist eins lengi heima og það kýs og heilsan leyfir. En til þess að eldra fólk geti verið sjálfs sín herrar eins lengi og mögulegt er þarf að gera átak til þess að koma upp litlum íbúðum fyrir aldraða í tengslum við heilsugæslustöðvar og sjúkrahús á landsbyggðinni. Þessar íbúðir gætu þess vegna og e.t.v. helst verið eign- aríbúðir sem fólk ætti sjálft og seldi þegar það gæti ekki verið i þeim lengur. Ennfremur eru ótal möguleikar fyrir uppbyggingu í alls kyns sér- hæfðum heilbrigðisstofnunum úti á landsbyggðinni sem þurfa ekkert endilega að vera í eigu ríkisins. Nútímaþjóðfélagi fylgir eftirspum eftir alls kyns þjónustu, s.s. í heilsu- rækt, megrun, endurhæfingu og hverju sem nöfrium tjáir að nefna. Slíkar stofhanir er einmitt ofl æski- legra að hafa í fámenni. Stefna tækifæranna Byggðastefria unga fólksins er al- hliða uppbyggingarstefna fyrir landsbyggðina. Hún er ekki óskalisti um framlög á fjárlögum. Það sem hér hefur verið nefrit um opinbera þjónustu á landsbvggðinni er frekar til þess fallið að spara í ríkisbú- skapnum en að kosta meiri skatt- heimtu. Það er svo margt sem hægt er að gera á landsbyggðinni ef fólk leyfir sér að opna augun fyrir tækifærun- um sem þar eru. Byggðastefna unga fólksins er stefna sem bendir á tæki- færin og leiðir til þess að nota þau. Byggðastefna unga fólksins er stefria almennrar skynsemi og framfara en ekki barlóms og styrkja. Þess vegna fjallar bvggðastefna unga fólksins um almenna efriahags- stjóm, framfarir í atvinnumálum, hagnýtingu lífeyrissjóðanna og upp- byggingu opinberrar þjónustu. Byggðastefna unga fólksins er fram- tíðin fyrir unga fólkið á landsbvggð- inni. Vilhjálmur Egilsson. Af Albertsmáli og fjölmiðlum Fá mál hafa vakið meiri athygli á síðustu mánuðum en framboð Al- berts Guðmundssonar og stuðnings- manna hans. Aðdragandi framboðs- ins hefúr og verið ákaflega sögulegur og fjölmiðlafjöldinn, sem þjóðin býr nú við, hefur flutt okkur fréttir af málinu frá einni mínútunni til annarrar. Menn hafa útvarpað og sjónvarpað sömu viðtölunum við sömu mennina í síbylju og hver spekingurinn á fætur öðrum hefur verið leiddur fram til að segja álit sitt á atburðunum öllum. „FVétta- skýrendur" hafa lýst atburðunum eins og spennandi kappleik í ein- hverri íþróttinni. Þorsteinn og Albert Um tíma virtist Þorsteinn vera að reka Albert úr ráðherraembætti vegna meintra skattsvika en svo kom í ljós að hann var aldrei rekinn heldur kaus að „segja af sér“. Siðan virtist Sjálfstæðisflokkurinn vera að setja Albert út af Reykjavíkurlistan- um vegna sömu skattsvika, þar sem honum var ekki treystandi fyrir ráð- herrastólnum, en svo kom í ljós að það var líka misskilningur, Sjálf- stæðisflokkurinn vildi að Albert sæti sem fastast á listanum. Skatt- svikin þvældust bara fyrir setunni í ráðherrastól en ekki á listanum. Sið- ferðisvitundin í Sjálfstæðisflokknum virtist því ekki einhlít, það sem leyfðist á einum stað var óleyfilegt á öðrum. Áframhaldandi spenna Síðan sagði Þorsteinn, að Albert yrði aldrei aftur ráðherra og þá kast- aði fyrst tólfunum. Albert ákvað að fara í sérframboð og fékk sér til full- KjaUajinn Óttar Guðmundsson yfirlæknir tingis gamla og nýja stuðningsmenn. Þorsteinn virtist koma af fjöllum og gat ekki skilið hvað manninum gengi til að fara af listanum. Dóttir Alberts kom héim frá Ameríku og talaði af alvöruþunga í fjölmiðlum um meðferðina á föður sínum. Al- bert missti stjóm á sér á Borginni og sló til ljósmyndara en sonur Al- berts kom aðvífandi og huggaði ljósmyndarann sem ekki ætlar að kæra Albert og Albert virðir dreng- lyndi hans fyrir það. Dóttirin lýsti því þá yfir að Einar ljósmyndari og Albert væru vinir og kjaftshöggið væri bara á milli þeirra og kæmi því þjóðinni ekki við. Týnda myndin Þessi atburðarás hefúr verið ákaf- lega hröð og fréttir morgunsins vom orðnar gamlar að kveldi. Fjöhniðlar tíunduðu svo hveija hreyfingu höf- uðpersónanna i leikritinu og margendurtóku öll viðtölin sem við þær vom höfð og birtu ótal myndir af ábúðarmiklum stjómmálaleið- togum í smekklegum fötum. Að vísu misstu blaðaljósmyndaramir af vagninum þegar loksins eitthvað sögulegt gerðist og því er engin mynd til af áflogum Alberts og ljós- myndarans. Gúrkutið Vinir mínir í blaðamannastétt kvarta oft hástöfum undan hinni svokölluðu gúrkutíð en það er það kallað þegar tíðindalítið er í fréttum. Þá bera þeir sig aumlega og hafa viðtöl hverjir við aðra um landsins gagn og nauðsynjar. Þá verða engar fréttir að stórfréttum og menn eigra um spenntir en aðgerðalitlir og bölva fréttaleysinu hástöfum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað mundi gerast ef fréttaflóðið yrði svo mikið að enginn réði við neitt og við af gúrkutíðinni tæki ríkuleg kartöflu- uppskera af alls konar fréttum. Hvert yrði fréttamatið? Hvaða frétt- ir hefðu forgang fram yfir aðrar? Yrði einhver munur á fjölmiðlunum, hvað um sjónvarp og hljóðvarp, hvað um blöðin? Fréttamat Ég þarf ekki að hugsa um þetta lengur, nú veit ég vegna þess að nóg hefúr verið af fréttunum þessa síð- ustu daga; Albertsmálin, verkfall kennara, yfirvofandi lokun Landsp- ítala vegna hópuppsagna o.fl. En þegar upp er staðið eru það fram- boðsmál heildsala úr Reykjavík, sem er tortryggilegur í eigin flokki vegna meintra skattsvika, sem yfirskyggja allt annað. Verkfóll kennara og vandræðaástand hjá framhalds- skólanemum skipta litlu máli við hliðina á framboðsmálum Alberts, neyðarástand sjúklinga á spítulum landsins vegna uppsagna og verk- falla á spítulunum skiptir engu máli í samanburði við tönnina frægu sem slegin var út blaðaljósmyndaranum. Siðferðilegar spurningar Á hinn bóginn virðist enginn hafa neinn áhuga á að ræða aðalatriði þessa máls, af hveiju Albert var lát- inn víkja. Er það eðlilegt að ráðherra landsins sé viðriðinn skattsvikamál? Er það eðlilegt að sami maðurinn sé í stjóm stórs fyrirtækis og jafriffamt í bankaráði helsta viðskiptabanka þess? Er það aðlilegt að ráðherra þiggi stórgjafir frá fyrirtækjum? Víð- ast hvar erlendis hefðu þessar ávirðingar fyrir löngu útilokað þennan mann frá þátttöku í stjóm- málum én íslendingar hafa sérstöðu um margt. Fjölmiðlamir leggja þar sitt af mörkum með því að drepa málum á dreif og draga athygli fólks frá meginatriðum málanna en ein- blína þess í stað á ýmis aukaatriði og hliðaratvik sem litlu máli skipta. Þannig einbeittu spyrlar sjónvarps- ins sér að því hvemig höfuðpersón- unum liði en spurðu ekki um aðalatriðin: Hvers konar siðgæði á að ríkja í íslenskum stjómmálum? Em skattsvik afsakanleg? Er lík- amsárás afsakanleg og eðlileg vegna þess að maður er þreyttur og illa upp lagður? Em öll kurl komin til grafar í skattamálum Alberts og fyrirtækis hans? Hvemig er siðgæðið í Sjálf- stæðisflokknum hugsað? Aframhaldandi pælingar Nú þegar framboð Alberts og hans manna er komið ffarn er von að þess- um málum linni, en þó hræðist ég að svo sé ekki. Nú eiga allir fjölmiðl- ar landsins eftir að spekúlera tímunum saman um ffamboð Al- berts, áhrif þess á aðra flokka, hverju megi spá um úrslit. hvaða flokkar tapa og hveijir ekki. Verður Albert áhrifalaus á þingi eða kemur hann til með að leiða stóran þingflokk? Svörin við öllum þessum spuming- um munum við fá á kjördegi og allar getspár um þessi mál eru viðlíka raunsæjar og spár um veðurfar á sumri komanda. Vonandi geta fjöl- miðlar nú farið að snúa sér að því sem virkilega er að í íslensku þjóð- félagi þessa stundina, verkföllum og vaxandi verðbólgu þrátt fyrir allt góðærið fræga. Og ef ræða á Alberts- málin áffam verður að ræða þessar siðferðilegu spumingar málsins. Hvaða kröfur viljum við gera til stjómmálamanna, hvaða kröfur vilj- um við gera til siðferðisins í landinu? Lokaorð Vonandi fara fjölmiðlar að axla þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Annars verður andleg gúrkutíð viðvarandi á íslenskum fjölmiðlum, sama hversu mikið er að gerast, vegna þess að blaðamennimir sjá ekki aðalatriði málanna fyrir alls kyns tilfinninga- legum smáatriðum sem þvælast fyrir sjónum manna. Nú þegar fyrsta þætti Albertsmálsins er lokið má segja að íslenskir fjölmiðlar hafi sýnt að þegar miklir atburðir gerast verða menn jafnráðalausir og þegar litlir atburðir gerast. Óttar Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.