Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Page 20
20 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987.
Kj arabarátta okkar
er ekki siðlaus
- segir Kristján Thorlacius, formaður HÍK
Kristján Thorlacius hefur á ný
tekið sér stöðu við kennarapúl-
tið. Hann segist þó ekki enn vera
búinn að ná sér að fullu eftir síð-
ustu samningatörn enda haft fáa
daga til að ná aftur vinnulaginu
í kennslunni.
Samt er hann sestur á ný við
kennsluna og vinnur nú hörðum
höndum við að vinna það upp
með nemendum sínum sem tapað-
ist i verkfallinu sem hann hafði
forystu fyrir.
Kennarar hafa sætt gagnrýni
frá félögum sínum í öðrum starfs-
stéttum fyrir kröfuhörku og að
sæta færis á kosningavori til að
ná fram meiri kjarabótum en aðr-
ir launþegar hafa fengið.
Guðmundur J. Guðmundsson
hefur lýst efasemdum sínum um
,.siðfræðina“ að baki kröfum
kennara og sagt að þeir vilji við-
halda launabilinu sem átti að
minnka í jólaföstusamningunum
svokölluðu.
Ekkert siðleysi
„Því fer víðs fjarri að við kenn-
arar höfum gerst sekir um sið-
leysi í kjarabaráttu okkar,“
svarar Kristján þessum ásökun-
um. „Hitt er annað mál að við
byggjum kjarabaráttu okkar á
ákveðinni siðfræði sem ég
skammast mín ekkert fyrir. Okk-
ar siðfræði eða málstaður hefur
ekki aðeins notið stuðnings
kennara heldur einnig foreldra
ognemenda.
í stuttu máli erum við einfald-
lega að berjast fyrir bættum
skóla. Þar höfum við verið á tals-
verðu undanhaldi á síðustu árum
vegna þess að við höfum átt í
samkeppni við stofnanir utan rík-
isgeirans. Þetta kom skýrt fram
þegar við létum athuga hve stór
hluti kennara í raungreinum
hefði kennararéttindi. Niður-
staðan kom jafnvel okkur sjálfum
á óvart.
Við lögðum vissulega áherslu á
það að byrjendur fengju meira en
aðrir en það er ekki nóg því það
verður líka að tryggja að þeir sem
hafa reynslu rjúki ekki í burtu.
Það hefur verið sár reynsla á
undapförnum árum að margir
ágætir menn hafa yfírgefið okk-
ur.
Skil ekki Guðmund J.
Satt best að segja skil ég ekki
orð Guðmundar J. Guðmunds-
sonar. Hann talar um að við séum
að „klifra upp bakið á öryrkjum
og gamalmennum". Ég hreinlega
skil ekki þessi orð. Það litla sem
ég skildi þó var þegar hann tal-
aði um að lágmarkslaun væru
laun sem nægðu fyrir nauðþurft-
um. Það kann að vera að við
höfum notað vitlaus heiti þegar
við vorum að tala um lágmarks-
laun en þá hafa þeir líka gert það
hjá ASÍ því ég man ekki betur'
en að þeir töluðu um lágmarks-
laun ófaglærðra verkamanna og
lágmarkslaun iðnaðarmanna.
Ég get ekki séð að þeir hafi
verið að tala um neitt annað en
það sem við vorum að tala um.
Það var samið um að lágmarks-
laun iðnaðarmanna skyldu vera
30% hærri en lágmarkslaun ófag-
lærðra verkamanna.“
Nú sögðuð þið í lokin á þessum
samningum að þið stefnduð að
meiri hækkunum í næstu samn-
ingum. Óttist þið ekkert að mæta
andúð fyrir meiri kröfuhörku en
aðrir hópar sem jafnvel eru verr
settir en kennarar?
„Þessir samningar byggja á
bókun um að það skuli endur-
skoða launakerfi kennara. Það
þarf í sjálfu sér ekki að fela í sér
að laun kennara hækki einhver
ósköp þar með. Það er margt í
þessu kerfi sem við erum ekki
alls kostar ánægðir með. Svo
dæmi sé tekið þá höfum við mjög
barist fyrir endurmenntun kenn-
ara. Þar hefur ekki verið nógu
vel gert og er þetta þó sú stétt
sem þyrfti öðrum fremur á því að
halda.
Það er einnig staðreynd, sem
við kennarar gerum okkur grein
fyrir, að kennsluskyldan þarf að
vera mismunandi. Þar er ekki
sama hvað kennt er því vinnuá-
lagið er mjög mismunandi. Þessu
þarf að breyta og einnig ýmsu
öðru þótt það snerti ekki beinar
kauphækkanir.“
Ekki pólitískt verkfall
- Átti verkfall kennara að vera
kosningaverkfall?
„Nei, það var ekki ákveðið að
boða verkfall á þessum tíma
vegna þess að kosningar voru á
næsta leiti. Við gátum einfald-
lega ekki valið annan tíma.
Við fengum þessi nýju lög um
áramót. Þá var ákveðið að láta
reyna á það í mánuð hvort ríkis-
valdið vildi semja við launamála-
ráð BHM sem við erum aðilar að.
Þegar það kom í ljós að engir
samningar náðust var annað-
hvort fyrir okkur að hrökkva eða
stökkva. Við tókum þessa á-
kvörðun í janúarlok og eftir að
sú ákvörðun var tekin að fara
fram á heimild félagsmanna til
að boða verkfall var okkur ljóst
að undirbúningurinn tæki aldrei
minna en mánuð. Og þegar fé-
lagsmenn hafa samþykkt að boða
verkfall þurfa að líða minnst 15
sólarhringar þar til verkfall getur
hafist. Þessi kjaradeila hlaut því
að skella á svo skömmu fyrir
kosningar.
Ég vil einnig taka það fram að
ríkisvaldið vildi binda samninga
við tvö ár og það leist okkur illa
á, að vera komnir með verkfalls-
rétt en að þurfa að bíða í tvö ár
til að fá einhverja úrbót. Verk-
fallið var því ekki pólitískt og '
ekki flokkapólitískt og ekki
vegna þess að kosningar voru á
næsta leiti. Það vildi bara svo til
að verkfall okkar bar upp á sama
tima og kosningabaráttan var að
komast í algleyming.
Ég vísa út í hafsauga öllum
hugmyndum um að við höfum
gengið erinda andstæðinga ríkis-
stjórnarinnar og ætlað okkur að
koma höggi á stjómina skömmu
fyrir kosningarnar."
Hef aldrei ætlað mér for-
ystuhlutverk
- Nú hefur þú verið mjög áber-
andi í kjarabaráttu kennara
síðustu árin. Hvað varð þess
valdandi að þú lentir í eldlín-
unni?
„Það æxlaðist nú þannig að
fyrir sjö árum, þegar félag okkar
var stofnað, lenti ég í því að vera
varaformaður þess. Ég hafði aldr-
ei hugsað mér að taka þar forystu
en þegar sá sem fyrstur var form-
aður ákvað að hætta þá lögðu
hann og ýmsir aðrir í stjórninni
að mér að gefa kost á mér í form-
annssætið. Ég lét tilleiðast og
síðan hefur það farið svo að ég
hef gefið kost á mér þrisvar sinn-
um.
Nú er ég hins vegar ákveðinn
í að hætta og hef lýst því yfir að
ég gefi ekki kost á mér við næsta
formannskjör sem verður í vor.“
- Nú hefur þú ættarnafnið
Thorlacius eins og fleiri sem hafa
verið framarlega í kjarabaráttu
ríkisstarfsmannna. Gengur þessi
baráttugleði í ættir?
„Faðir minn, Sigurður Thorlac-
ius, var mikill baráttumaður fyrir
kennara og formaður samtaka
þeirra um tíma. Hann var einnig
fyrsti formaður BSRB og var það
í 20 ár eða þar til hann lést.
Kristján Thorlacius, sem nú er
formaður BSRB, er föðurbróðir
minn.
Ég get nú ekki svarað fyrir
ættina, hvers vegna þaðan hafa
komið menn sem hafa verið í for-
ystu fyrir opinbera starfsmenn.
Ég get bara svarað fyrir mig að
ég lenti í þessu óvart. Ég hafði
engan metnað í þessa átt. Það var
aldrei minn draumur að standa í
kjarabaráttu."
Ár í guðfræði
- En var kennslan draumastarf-
ið?
„Já, draumastarf og drauma-
starf ekki. Að loknu stúdents-
prófi var ég eitt ár í guðfræði,
fyrsta veturinn sem ég var í Há-
skólanum. Það var nú meira af
því að ég vissi ekki alveg hvað
ég átti að gera. Ég ætlaði mér þó
ekki að verða prestur. Það hafði
ég á hreinu.
Hins vegar voru þetta forvitni-
leg fræði og ég hafði gaman af
að vera í guðfræðinni þetta eina
ár. Þennan vetur, sem ég var
þar, kenndi ég með náminu og
ákvað þá að búa mig undir að
verða kennari og fór í BA-nám.
Ég hef verið meira og minna
við kennslu frá því að ég var í
guðfræðinni veturinn 1960 til
1961. Fyrst með námi og síðan
var ég kennari við Gagnfræða-
skóla Austurbæjar og síðast
yfirkennari þar. Haustið 1980
byrjaði ég að kenna hér við Árm-
úlaskólann og hef verið hér
síðan.
Ég lærði sögu við Háskólann
óg valdi hana vegna þess að mig
langaði til að læra sögu. Ég hef
engar nánari skýringar á því.
Með sögunni lærði ég dönsku og
valdi hana vegna þess að ég vissi
að það var auðveldara að fá
kennslu í tungumálum en sög-
unni.
Laun kennara hafa versn-
að
Á þessum árum var kennslan
betur launuð en nú. Ég hef í mínu
starfi getað fylgst með því hvem-
ig kjörin hafa versnað. Fyrir 1970
var þetta betur launað starf og
þó sérstaklega fyrst eftir 1963
þegar hinn frægi kjaradómur
kom þegar Gunnar Thoroddsen
var fjármálaráðherra. Þá fengu
allir ríkisstarfsmenn verulegar
kjarabætur.
Upp úr 1970 fór aftur að halla
undan fæti og hefur gert það
meira og minna síðan. Ástæðurn-
ar fyrir þessu eru m.a. að
kennurum hefur fjölgað mjög,
sérstaklega framhaldsskólakenn-
urum. Ég er reyndar viss um að
kjör þeirra hafa versnað meira
en kjör grunnskólakennaranna.
Framhaldsskólunum fjölgaði
mjög upp úr 1970 þegar fjöl-
brautaskolarnir komu til sög-
unnar. Þessi fjölgun hefur orðið
til þess að launin hafa lækkað.
Það er eins og minna komi til
skipta þegar fleiri eru um hituna.
Þá hefur feluleikurinn með
taxtana haft verulega slæm áhrif
á kjör ríkisstarfsmanna. Við njót-
um hvergi yfirborgana eða
launaskriðs sem ýmsir hópar á
hinum almenna vinnumarkaði
hafa notið, en þó ekki allir. Þegar
kjaradómur hefur ákveðið okkur
laun þá hefur hann fylgt taxta-
hækkunum en ekki raunveruleg-
um hækknum. Þetta hefur verið
bölvaldurinn til þessa.“
Áróðursbragð
-1 viðtölum sem þið samninga-
menn kennara áttuð við fjölmiðla
meðan verkfallið stóð þá stilltuð
þið samningamönnum ríkisins
upp sem eins konar dragbítum
sem hindruðu að kennarar næðu
rétti sínum. Erþetta úthugsað
áróðursbragð?
„Þetta er alltaf svona í kjara-
baráttu. Það getur þó vel verið
að óvenjumikið hafi borið á þessu
í okkar deilu. En staðan var líka
þannig að það gekk hvorki né rak
lengi vel. Þegar menn ríkisins
féllust á einhverjar hækkanir
tóku þeir þær aftur annars staðar
þannig að um raunverulegar
hækkanir var ekki að ræða fyrr
en verkfall var skollið á og áhrif
þess farin að koma í ljós.
Ég er ekki viss um að þessi
„Satt best að segja
skil ég ekki orð
Guðmundar J.
Guðmundssonar. “
*
„Eg vil ekki taka
undir þessar ljótu
sögur um Indriða."