Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Page 31
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987.
31
Hin hliðin
Leosson.
„Uppáhaldsdiykkur-
inn er auðvttað
kókómaltið“
- segir Bjöm Leósson, þjátfari drengjalandsliðsins í körfu
„Ég byrjaði að æfa köríubolta þeg-
ar ég var tíu ára gamall og hefnotið
hverrar stundar síðan sem í íþróttina
hefur farið. Ég byrjaði hins vegar
að þjálfa í árslok 1979 og hef ekki
síður haft gaman afþvi.sagði Bjöm
Leósson, aðalþjálfari drengjalands-
liðs íslands í körfuknattleik, en
Björn er aðeins 27 ára gamall og því
áreiðanlega með yngstu landsliðs-
þjálfurum sem starfað hafa í íþrótt-
unum. Bjöm er leikmaður með ÍR
sem vann 1. deildina ogþvímun lið-
ið leika á meðal þeirra bestu næsta
vetur. Bjöm er á fullu að undirbúa
drengjalandsliðið fyrir þátttöku í
Evrópukeppni drengjalandsliða og
liðið heldur utan á morgun. Svör
Björns fara hér á eftir:
Fullt nafn: Bjöm Leósson.
Aldur: 27 ára.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Maki: Körfubolti.
Böm: Engin, hvorki skilgetin né
óskilgetin,
Bifreið: Lada.
Starf: Verslunar- og skrifstofumaður.
Laun: Á uppleið.
Helsti veikleiki: Erfitt að vakna á
morgnana.
Helsti kostur: Kröfuharður.
Hefur þú einhvem tíma unnið í
happdrætti eða þvílíku? Ég vann 198
krónur í Lottóinu um daginn og
vinningnum eyddi ég í nýja Lottó-
miða að sjálfsögðu.
Uppáhaldsmatur: Rauðvínssteiktur
svínahamborgarhryggur.
Umsjón:
Stefán Kristjánsson
Uppáhaldsdrykkur: Kókómalt.
Uppáhaldsveitingastaður: Evrópa.
Uppáhaldstegund tónlistar: Allt
annað en hárkolluvæl.
Uppáhaldshljómsveit: Qeen.
Uppáhaldssöngvari: Freddie Merc-
ury.
Uppáhaldsblað: DV að sjálfsögðu.
Uppáhaldstímarit: íþróttablaðið.
Uppáhaldsíþróttamaður: Pétur Guð-
mundsson.
Uppáhaldsstjómmálamaður: Svavar
Gestsson.
Uppáhaldsleikari: Sigurður Sigur-
jónsson.
Uppáhaldsrithöfundur: Halldór
Laxness.
Besta bók sem þú hefur lesið: Bam
náttúrunnar eftir Halldór Laxness.
Hvort er í meira uppáhaldi hjá þér,
Sjónvarpið eða Stöð 2? Vel það besta
á báðum stöðunum og get ekki gert
upp á milli þeirra.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Bylgjan.
Ætlar þú að kjósa sama flokk í kom-
andi alþingiskosningum og þú kaust
síðast? Já.
Helstu áhugamál: Körfuboltinn er
númer eitt, því næst koma aðrar
íþróttir, kvikmyndir og tónlist.
Fallegasti kvenmaður sem þú hefur
séð? Hólmfríður Karlsdóttir.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Clint Eastwood.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu: Ég ætla að fara til Ítalíu,
Austurríkis og Sviss, skoða Alpana
og liggja með tæmar upp í loft á
sólarströndu.
Eitthvað sérstakt sem þú stefriir að
á þessu ári? Já, að drengjalandsliðið
í körfuknattleik standi sig vel á
Evrópumeistaramótinu. Það liggur
mikill undirbúningur í þessu móti
og vonandi tekst strákunum að
vinna einn leik.
-SK
Þroskaþjálfar - sérfóstrur
Svæðisstjórn Suðurlands um málefni fatlaðra óskar
eftir að ráða forstöðumann að nýju meðferðarheimili
fyrir fötluð börn í Vestmannaeyjum. Áætlað er að starf-
ið hefjist seinni hluta komandi sumars. Upplýsingar
gefnar á skrifstofu svæðisstjórnar Suðurlands, Eyrar-
vegi 37, Selfossi, sími 99-1839. Umsóknarfrestur er
til 25. apríl nk.
Svæðisstjórn Suðurlands um málefni fatlaðra.
Mosfellshreppur -
Fóstrur!
Fóstrur óskast til starfa á dagvistarheimili Mosfells-
hrepps. Um er að ræða tvær og hálfa stöðu á leikskól-
anum Hlaðhömrum og tvær og hálfa stöðu á
barnaheimilinu Hlíð. Stöðurnar eru lausar frá 1. júní
eða eftir nánara samkomulagi. Laun samkvæmt kjara-
samingum STAMOS. Upplýsingar gefa forstöðumenn
á leikskólanum Hlaðhömrum, sími 666351, og á
barnaheimilinu Hlíð, sími 667375.
ÚRVALS NOTAÐER
Árg. Km Verö
Opel Corsa LS 1986 6.000 310.000
Fiat Uno45 1984 42.000 210.000
Opel Kadett, 5d. 1985 18.000 390.000
Toyota Carina 1983 70.000 350.000
Opel Ascona GL 1982 57.000 290.000
Saab 99 GL 1982 72.000 300.000
Isuzu Gemini 1981 59.000 180.000
Ch. Cabri Classic 1978 83.000 350.000
Ch. Monsa SL/E, beinsk. 1986 14.000 450.000
Subaru Justy, 5d. 1985 29.000 300.000
Ch. Monsa SL/E, sjálfsk. 1986 9.000 500.000
Subaru 1800 st. 1984 41.000 450.000
Isuzu Trooperb. 1983 38.000 630.000
Opel Kadett luxus 1981 47.000 210.000
Saab 900,5 d. 1980 66.000 260.000
Volvo 244 GL 1979 103.000 270.000
BuickSkylark 1981 57.000 385.000
Citroen Axel 1986 10.000 235.000
Opið laugardag kl. 13-17.
Sími 39810 (bein lína).
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300