Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Qupperneq 34
34
Bridge
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987.
Atvinna
Laus er til umsóknar staða bæjarritara hjá Ólafsfjarðar-
kaupstað.
Nánari upplýsingar gefa form. bæjarráðs, Óskar Þór
Sigurbjörnsson, í síma 62134, og bæjarstjóri, í síma
62214.
Frestur til að skila inn umsóknum á bæjarskrifstofuna
í Ólafsfirði rennur út 15/4 1987.
rm
Utboö
Vegagerð ríkisins óskareftirtilboðum í eftirtalin verk:
1. Styrking og malarslitlög í Vestur-Húnavatnssýslu
1987.
Lengd vegarkafla 11,5 km, magn 20.000 rúmmetr-
ar. Verki skal lokið fyrir 30. september 1987.
2. Styrking Svartárdalsvegar í Austur-Húnavatnssýslu
1987.
Lengd vegarkafla 14,3 km, magn 15.000 rúmmetr-
ar. Verki skal lokið fyrir 15. september 1987.
3. Styrking Siglufjaröarvegar í Skagafirði 1987.
Lengd vegarkafla 16,4 km, magn 35.000 rúmmetr-
ar. Verki skal lokið 31. júlí 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
Sauðárkróki og í Reykjavik (aðalgjaldkera) frá og
með 6. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyr-
ir kl. 14.00 þann 27. apríl 1987.
Vegamálastjóri
Opiðhús
í KOSNINGAMIDSTÖÐINNI
á morgun sunnudag
kl. 16.00 - 18.00.
ÁSMUNDUR STEFÁNSSON
forseti ASÍ
situr fyrir svörum um atburði líðandi
stundar í þjóðmálum í Kosningamiðstöð-
inni, Hverfisgötu 105, 4. hæð.
Kór Tónlistarskóla Rangæinga syngur
nokkur lög undir stjórn Sigríðar Sigurðar-
t dóttur.
Barnahornið opið.
Kaffi og meðlæti.
Húsið opnað kl. 14.00.
ALLIR VELK0MNIR
Sala miða
í kosningahappdrættinu
stendur yfir.
Alþýðubandalagið
í Reykjavík í Reykjavík
Asmundur og Kaii
í úrsltt á EM
Evrópumeistaramót í tvímennings-
keppni var spilað um sl. helgi í
París. Sjö íslensk pör voru meðal
þátttakenda og náði eitt jjeirra að
komast í úrslitakeppnina, Asmundur
Pálsson og Karl Sigurhjartarson.
Sextíu og fjögur pör spiluðu um
Evrópumeistaratitilinn og urðu
Frakkamir, Le Royer og Meyer,
Evrópumeistarar. Landar þeirra,
Cronier og Lebel, fengu silfrið en
ítalskt par bronsið. Ásmundur og
Karl hittu hins vegar ofjarla sína
og höfnuðu þeir í 48. sæti.
Á meðan spiluðu þeir sem ekki
náðu í úrslitin „sárabótatvímenn-
ing“ og náðu Valgarð Blöndal og
Ragnar Magnússon 53. sæti. Hin ís-
lensku pörin höfhuðu hins vegar
neðar eða um miðjan flokk. Það
voru Guðlaugur R. Jóhannsson og
Örn Amþórsson, Hermannn og Ólaf-
ur Lárussynir, Þórarinn Sigþórsson
og Þorlákur Jónsson, Páll Valdim-
arsson og Magnús Ölafsson, Jakob
Kristinsson og Júlíus Sigurjónsson.
Það er stundum kvartað undan því
að tölvugefin spil séu óstýrlát og
skiptingar öfgafullar. Hér er sýnis-
hom frá Evrópumótinu og Karl
Sigurhjartarson þurfti að glíma við
eftirfarandi „slöngu":
2
ÁKD10854
ÁKD93
Karl sat í suður með þessi spil og
heyrði makker sinn segja pass og
austur opna á einu hjarta. Hvað
mynduð þið segja á spilin?
Ymsar sagnir koma til greina. Til
greina kemur að segja aðeins tvo
tígla í fyrstu umferð og til eru þeir
sem myndu segja pass. Aðrir myndu
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Karl Sigurhjartarson (annar frá vinstri) og Ásmundur Pálsson (lengst til
hægri).
benda á láglitina með tveimur
gröndum eða jafnvel fimm gröndum.
Síðan kemur allt eins vel til greina
að segja fimm eða sex tígla.
Nú, en Karl valdi að segja sex tígla
og hélt að hann hefði dottið í lukku-
pottinn þegar vestur doblaði. Norður
sagði pass, en nú sagði austur óvænt
sex spaða!
Það er nú ljóst að austur á a.m.k.
11-12 spil í hálitunum, en hvað
mynduð þið segja í sporum Karls?
Sennilega-er varkárast að dobla og
það gerði Karl. Það gaf 100 upp í
pottþétta slemmu því allt spilið var
svona:
Vwtur
♦ K97
^ DG74
0 G932
* 107
Nor&ur
♦ Á53
02 1065
0 76
4 G8654
Austur
«♦ DG10864
V ÁK9832
❖
*2
Softur
♦ 2
QP
A ÁKDÍ0854
^ ÁKD93
í rauninni er þetta besti kosturinn
fyrir Karl, því ef hann segir sjö lauf
þá hlýtur vestur að finna tígulútspil-
ið, alla vega ef austur fær að dobla.
Hins vegar kemur líka til greina hjá
vestri að segja sjö hjörtu og þá er
Karl kominn með 300 sem er ólíkt
betri tala.
Það kom líka í ljós að 100 var
mjög slæm skor, margir fengu að
spila sex tígla doblaða og aðrir fengu
300 í sjö hjörtum eða spöðum dobluð-
um.
Pontiac Trans Am árg. 1978,
ameriskur alvörusportbill, ek-
inn 55 þús. mil. Verð kr.
550.000,-.
Peugeot 205 GTI árg. 1984,
þrælsprækur sportbill, ekinn 52
þús. km. Verð kr. 470.000.-.
MMC Lancer árg. 1987, gulllit-
ur, nýr bill, ekinn 100 þús. km.
Verð kr. 430.000,-.
Mazda 626 árg. 1984, 2ja dyra,
silfurgrár m. öllu, ekinn 27.
þús. km. Verð kr. 470.000,-.
Ford Sierra ST árg. 1984, rauð-
ur, ekinn 43 þús. km. Verð kr.
430.000,-.
Range Rover árg. 1983, hvitur,
4ra dyra, ekinn 90 þús. km.
Sjálfskiptur. Verð kr. 950.000,-.
Mazda 929 HT árg. 1984, 2ja
dyra, hvitur, m. öllu., ekinn 39
þús. km. Verð kr. 530.000,-.
M. Benz 280 S árg. 1979, ekinn
112 þús. km, Ijásgrár, áberandi
gott eintak. Verð kr. 650.000,-,
góður staðgreiðsluafsl.
M. Benz 280 SLC, grár, ekinn
150.000 km, sími, sóllúga. Verð
kr. 770.000,-.
Citroen Visa GTI árg. 1986,
grár/svartur, kraftmikill fransk-
ur sportbill. ekinn 14 þús. km.
Verð kr. 480.000,-.
Toyota Tercel 4x4 árg. 1983,
ekinn 43 þús. km, tvilitur, mjög
fallegur. Verð 420.000,-.
AMC Cherokee Laredo árg.
1985, svartur, hlaðinn auka-
hlutum, ekinn 30 þús. mil. Verð
kr. 1.050.000,-.