Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Side 2
64 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27. Starfsfólk vantar á vakt- hlutavinna. Upplýsingar gefur forstöðumaður alla virka daga frá kl. 10.00 til 14.00. Sími 685377. SKAGAMENN ATHUGIÐ Húsnæði óskast Þroskaþjálfa, sem er að flytja á Akranes, vantar 3ja-4ra herb. íbúð á leigu strax. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Uppl. veitir Eyjólfur í síma 93-7780 á daginn og 93-7708 á kvöldin. Mosfellshreppur - Fóstrur! Fóstrur óskast til starfa á dagvistarheimili Mosfells- hrepps. Um er að ræða tvær og hálfa stöðu á leikskól- anum Fllaðhömrum og tvær og hálfa stöðu á barnaheimilinu Hlíð. Stöðurnar eru lausar frá 1. júní eða eftir nánara samkomulagi. Laun samkvæmt kjara- samningum STAMOS. Upplýsingar gefa forstöðu- menn á leikskólanum Hlaðhömrum, sími 666351, og á barnaheimilinu Hlíð, sími 667375. STYRKIR ÚR MENNINGAR- 0G FRAMFARASJÓÐI LUDVIGS ST0RR Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr fyrir árið 1987. Sjóður- inn var formlega stofnaður árið 1979 en tilgangur hans er, eins og stendur í skipulagsskrá: „Að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnámssvo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum". Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu Háskólans og ber að skila umsóknum fyrir 1. júní nk. Breid síðan Mannréttindaverðlaun til dæmds Mannréttindasamtök á Spáni hafa veitt indíánahöfðingjanum Leonard Peltier viðurkenningu fyrir „að verja lýðræðið, frið, og mannréttindi“. Peltier afplánar nú lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið tvo af mönnum morðinga bandarísku alríkislögreglunnar. Það var Marquett Peltier, 13 ára sonur höfðingjans, sem veitti viður- kenningunni viðtöku í Madrid á Spáni. Óperusjúkir Bretar Þjóðaróperan enska hefur upplýst að aðsókn að sýningum hennar hafi aldrei verið meiri en á þessu leikári. Um 300 þúsund manns hafa sótt óperuna og sætanýting hefur verið 87% Mestrar hylli naut nútímaóperan Akhnaten eftir Philip Glass. Allir miðar, sem í boði voru, seldust. Fast þar ó eftir fylgdi Aida eftir Verdi. Á þær sýningar seldust um 99% mið- anna. Á þrjár aðrar óperur var nýtingin yfir 90%. Kennedy í það heilaga Christopher Kennedy mun senn hvað líður ganga að eiga Sheilu Brenner. Christopher er 23 ára gam- all, sonur Roberts heitins Kennedy. Þetta er fyrsta Kennedybrúðkaupið á þessu ári. Það er Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður sem heldur veisl- una fyrir bróðurson sinn og hefur hann látið út ganga opinbera til- kynningu þess efnis. Erfðaskrá listamanns. Erfðaskrá breska myndhöggvar- ans Henrys Moore hefur nú verið opnuð. í henni lagði listamaðurinn svo fyrir að engar nýjar afsteypur yrðu gerðar af verkum hans og þau verk sem hann hafði ekki að fullu lokið við skyldu standa óbreytt. Moore lést í ágúst á síðasta ári. Eignir hans eru metnar á um 80 millj- ónir króna. Eru þá ekki talin með verkin sem geymd eru í Borgarlista- safninu í Leeds þar sem Moore ól mestan sinn aldur. Terry Friedman, safnvörður í Leeds, segir að Moore hafi verið mjög annt um að fá sjálfur að fylgj- ast með þegar afsteypur voru gerðar af verkum hans og því hafi hann verið mjög mótfallinn því að nokkuð yrði átt við verkin eftir hans dag. KOSNINGASJÓÐUR B0RGARAFL0KKSINS Hægt er að senda framlög á tékkareikning nr. 1234 ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS LAUGAVEGUR 105 - 105 REYKJAVÍK BOKGAKA^^ FLOKKURJNNK^W -nokkarmeð/natíð SUHai 7. UM. 1M Iteykjavlk. SlnH B1-M M 2S Nnr. IttMIK Myndhöggvarinn Henry Moore. Rock Hudson skömmu fyrir andlátið. Ótti við eyðniveiru í húsi Rocks Hudson Eftir lát Rocks Hudson var talið að fast að 300 milljónir króna fengjust fyrir hús hans í Beverly Hills. Nú er hins vegar komið á daginn að þetta er verulega ofmetið. Fasteigna- salar á svæðinu telja gott að selja húsið fyrir 100 milljónir. Einn fasteignasalinn sagði að fólk væri hrætt við að fara inn í húsið af ótta við að smitast af eyðni. Hud- son lést sem kunnugt er úr þeim voðalega sjúkdómi. Húsið hefur verið til sölu undan- farna sex mánuði en ekkert gengið þrátt fyrir mjög hagstætt verð. Húsið er mjög glæsilegt í suðurevrópskum stíl og ætti að öllu eðlilegu að vera löngu selt. Bob Geldof með tónleika í Noregi. Bob Geldof í Sandafirði Rokkgoðið og bjargvætturinn Bod Geldof hefur fallist á að fara um Noreg með tónleikahaldi í vor. Fyrstu tónleikarnir verða í ráðhús- inu í Sandafirði í lok maí. Það er Ungmennafélag Sanda- fjarðar sem hefur veg og vanda af tónleikahaldinu. Félag þetta hefur á undanförnum árum víða verið rómað fyrir afrek sín við að laða frægar poppstjörnur til landsins. Þar má til telja kempur á borð við Dire Straits, Manfred Mann og Nasaret, að ógleymdum okkar mönnum í Mezzo- forte. Róðhúsið í Sandafirði tekur 600 manns í sæti og seldust miðarnir á tónleika Geldofs upp samdægurs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.