Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
Fréttir
Vopnafjörður:
Reykur huldi
hálfan bæinn
Mikill sinubruni varð við Vopna-
fjarðarbæ síðdegis í fyrradag, svo
mikill að ekki réðst við hann fyrr en
slökkviliðið hafði verið kallað tiL Að
sögn lögreglunnar á Vopnafirði var
reykurinn af sinubálinu svo mikill um
tíma að hann huldi hálfan bæinn.
Sinueldurinn kom upp skömmu fyrir
kl. 5 um daginn rétt fyrir ofan Lóna-
braut í bænum. íbúamir í nálægum
götum höfðu nokkrar áhyggjur af hon-
um vegna hins mikla reyks sem lagði
yfir hús þeirra en aldrei var talin
hætta á ferðum og tveir kofar sem
voru á svæðinu er eldurinn kom upp
sluppu óskemmdir.
Eftir að siökkviliðið hafði verið kall-
að út gekk greiðlega að slökkva eldinn
og var þvi lokið um kvöldmatarleytið.
________________________-FRI
Vestmannaeyjar:
Mikil leit
Mikil leit var gerð að rúmlega fimm-
tugri konu í Vestmannaeyjum í gær
en hún hvarf frá heimili sínu um kl. 3
í fyrrinótt. Báðar björgunarsveitimar
í Vestmannaeyjum vom kallaðar út
til leitarinnar í hádeginu í gær og var
byrjað á því að ganga fjömr en síðan
var leitinni beint inn á eyjuna og hún
fínkembd. Síðdegis í gær var konan
ekki fundin.
Konan á heima i miðbænum í Vest-
mannaeyjum. Hún er fremur hávaxin.
ljóshærð og var klædd ljósum ryk-
frakka. Þeir sem geta gefið upplýsing-
ar um ferðir konunnar snúi sér til
lögreglunnar í Eyjum. -FRI
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlánóverðtryggð
Sparisjóðsbækur 10-11 Lb
óbund. Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 10-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-19 Vb
12 mán. uppsögn 13-23 Sp.vél.
18mán. uppsögn 21-24,5 Bb
Ávísanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar 4-7 Sp
Innlán verotryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb. Lb.Sb. Úb.Vb
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,5-4 Ab.Úb
10-22
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 5,25-5,75 Ab
Sterlingspund 8,5-10,25 Ab
Vestur-þýsk mörk 2.5-4 Ab
Danskar krónur 9-10,25 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 19-21 Lb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 22-23 eða kge
Almenn skuldabréf(2) 21-22 Lb.Sb. Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningarívfirdr.) Útlán verðtryggð 20-22 Lb
Skuldabréf
Að2.5árum 6-7 Lb
Til lengri tima 6,5-7 Bb.Lb. Sb.Úb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 16,25-21 Ib
SDR 7.75-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb
Bandaríkjadalir 7,5-8.75 Sp
Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5.5-6,5 Bb.Lb. Úb.Vb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 30
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala april 1643 stig
Byggingavísitala 305 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. april
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 110 kr.
Eimskip 242 kr.
Flugleiðir 168 kr.
Hampiðjan 162kr.
Iðnaðarþankinn 112 kr.
Verslunarþankinn 113 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21%ársvöxtum. (2)
Vaxtaálag áskuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema í Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaöinn
birtast f DV A fimmtudögum.
DV
Sjö tröppur upp að altari Hallgrímskirkju: Ófært fyrir fatlaða. DV-mynd S
Hjólastólar komast ekki að altari Hallgrimskirkju:
Fatlaðir ættu að þiggja
aðstoð í húsi guðs
- segir formaður byggingamefridar
„Á gamalli teikningu Guðjóns
Samúelssonar af Hallgrímskirkju er
ekki gert ráð fyrir gengi fyrir fatlaða
að altari kirkjunnar. Húsameistari
ríkisins hefur hins vegar gert tillögu
að breytingu til úrbóta en bygging-
arnefnd kirkjunnar er andvíg þeim
framkvæmdum," sagði Trausti Sig-
urlaugsson, formaður Sjálfsbjargar,
í samtali við DV.
Sjálfebjörg, félagsskapur fatlaðra í
Reykjavík og nágrenni, hefur að
undanfömu staðið í bréfaskriftum
við byggingamefnd Hallgrímskirkju
vegna kórs kirkjunnar. Hann er
þannig byggður að með öllu er úti-
lokað fyrir fatlaða að komast upp
að altarinu og geta þeir því ekki
tekið þátt í skímum, brúðkaupum
eða öðrum athöfhum þar uppi.
„Það er ekki rétt að fatlaðir geti
ekki gengið til altaris í Hallgríms-
kirkju. Við slíkar athafhir fer prest-
urinn niður tröppumar og útdeilir
sakramentinu úr neðstu tröppu. Hitt
er hins vegar rétt að við teljum að
tillögur embættis húsameistara um
að kórinn verði byggður fram og 12
metra löng braut sett fram í kirkju-
skipið séu eyðileggjandi fyrir útlit
kirkjunnar. Það myndi að auki rýra
sætagildi í kirkjunni og við skulum
muna að í upphafi var okkur falið
að byggja kirkju sem tæki 1200
manns í sæti,“ sagði Hermann Þor-
steinsson, formaður byggingar-
nefndar Hallgrímskirkju, aðspurður
um deilumar við Sjálfsbjörgu.
Hermann sagði að viðræður væm
í gangi við forráðamenn Sjálfsbjarg-
ar og væri stefrit að því að deiluaðil-
ar hittust í Hallgrímskirkju í næsta
mánuði og skoðuðu málið í samein-
ingu á staðnum.
„Við skiljum vel tilfinningar
Sjálfsbjargarmanna en það er ekkert
smámál að breyta kómum í kirkj-
unni. Við erum þehrar skoðunar að
hægt sé að komast af með styttri
braut en 12 metra að því gefhu að
fatlaðir fengju þá aðstoð við að kom-
ast upp hana. Mér finnst fatlaðir of
óbilgjamir í þeirri kröfú sinni að
komast allt sjálfir. Fatlaðir ættu að
þiggja aðstoð í húsi guðs,“ sagði
Hermann Þorsteinsson.
Þá má geta þess að vélsmiðjan
Héðinn hefur gert byggingamefrid
Hallgrímskirkju tilboð um smíði
hjólalyftu sem flytja myndi fatlaða
upp að altarinu. Það tilboð er í skoð-
Þýskalandsmarkaðurinn:
Aðeins að
rétta við
Svo virðist sem fiskmarkaðurinn í
Þýskalandi sé aðeins að rétta við eftir
verðhmnið sem varð á dögunum þegar
góður fiskur lenti í gúanói. í gær seldi
Vigri RE 276,5 tonn fyrir 10,7 milljón-
ir og fékk 38,70 krónur í meðalverð
fyrir kílóið. Það er þó langt frá því
að teljast viðunandi en eins og Vil-
hjálmur Vilhjálmsson hjá Landssam-
bandi útvegsmanna sagði: „Fiskurinn
er þó farinn að seljast.“
Vilhjálmur sagði verðfallið á dögun-
um vera afleiðingu offramboðs. Alltof
mikill fiskur barst frá íslandi á mark-
aðinn. Hann sagði að Landssamband
útvegsmanna hefði gefið út aðvömn
en það hefði verið eins og fiskseljend-
ur hefðu ekki trúað henni. Alla vega
hefðu þeir ekki trúað þvi að verðið
gæti fallið jafnmikið og raun varð á.
Fleiri fisksölur verða ekki í þessari
viku en í þeirri næstu er gert ráð fyr-
ir að tvö skip selji í Þýskalandi.
-S.dór
14 ára piltur
í árekstri
Jón G. Haukssan, DV, Akuxeyri:
14 ára piltur á Akureyri lenti í hörð-
um árekstri þegar hann ók Volks-
wagenbíl beint framan á Daihatsubíl.
Pilturinn var í „æfingakeyrslu", einn
síns liðs á fáfómum akvegi sunnan
golívallarins að Jaðri.
Bfll piltsins var númerslaus.
Vaktabreytingar
hjá lögreglunm
í upphafi næsta mánaðar munu
verða breytingar á vöktum lögreglu-
manna í Reykjavík en þetta er hluti
þess sem hinir norsku sérfræðingar
lögðu til er þeir vom fengnir til að
gera úttekt á skipulagi lögreglunnar
hér í fyrra.
Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn
sagði í samtali við DV að hið norska
skipulag hefði aldrei verið samþykkt
sem slíkt enda fyrst og fremst litið á
það sem leiðbeinandi.
Vaktabreytingin sem gildi tekur
þann 3. maí n.k. felst í því að í stað
núverandi kerfis koma 12 tíma vakt-
ir. í núverandi kerfi eru vaktirnar á
bilinu 6,5 til 10 tímar. Þetta nýja
fyrirkomulag verður til reynslu
næstu þrjá mánuði en síðan tekur
við annað þriggja mánaða tímabil
með gamla keríínu.
Síðustu þrjá mánuði ársins verður
svo gamla kerfið með þeirri breyt-
ingu að í stað þess að standa vaktir
2 daga í röð verða mennirnir látnir
standa þær 6 daga i röð.
í lok þessara reynslutímabila verð-
ur síðan væntanlega tekin ákvörðun
um hvernig framtíðarskipulagið á
vöktunum verður enda verður þá séð
hvaða fyrirkomulag hentar best. Hið
norska skipulag er litið nokkru
hornauga af lögreglumönnum, hluti
úr því var reyndur í Árbæjarstöðinni
og gafst ekki vel, menn þar töldu það
slæmt. -FRI
un.
-EIR
Eurovision:
Kokkteilboð
stórveislur
ar: „Nei, það er alltof hægt, það nær upp á 50 ára afmæli söngvakeppn-
ekki langt.“ innar.
Alla dagana fram að keppniskvöld-
Er íslensku keppendurnir koma inu eru veislur og kokkteilar. Má
hingað tekur Ólöf Einarsdóttir, eig- þar nefna veislu þar sem forsætisráð-
inkona Arnórs Guðjohnsen, á móti herra Belgíu er veislustjóri, gala-
þeim auk fulltrúa frá RTBF eða dansleik í kastalanum van Genval
frönskumælandi sjónvarpsstöðinni og skoðunarferð í neðanjaröarbraut-
hér. ina í Brussel í fylgd tveggj a ráðherra.
Strax fyrsta kvöldið verður kokk- Sjálft keppniskvöldið verða Paola
teilboð á næturklúbbnum Mirano prinsessa og Albert prins í heiðurs-
og daginn eftir hádegisverður á stúku ásamt fjölmörgum öryggis-
kappreiðabrautinni Bosvoorde. Um vörðum en öryggisgæslan er mjög
kvöldiö er svo kokkteill og haldið ströng.
Og
Kristján Bembuig, DV, Belgfu:
Kokkteilboð og stórveislur bíða ís-
lensku keppendanna er þeir koma
hingað til Brussel á mánudaginn,
fimm dögum fyrir sjálft keppnis-
kvöldið í Eurovision keppninni.
Nú þegar haía 11 af þeim 22 lögum,
sem keppa um titilinn, verið kynnt
hér í Belgíu. Viðbrögðin við íslenska
laginu hafa verið misjöfn. Einn við-
mælenda blaðsins sagði: „Þetta er
gott lag og gullfalleg stúlka sem
syngur það.“ Annar sagði hins veg-
Sjö fermlngarbamanna I Vestmannaeyjum.
DV-mynd: Omar
Af 95 fermingartoömum í Eyjum:
Aðeins þrjú
fædd á staðnum
Alls voru fermd 95 böm í Vest-
mannaeyjum á þessu ári sem er ekki
í frásögur færandi nema vegna þeirrar
staðreyndar að aðeins þrjú þeirra eru
fædd á staðnum en hin „í útlegð" eins
og eyjarskeggjar kalla það.
Þetta kemur til vegna eldgossins í
Heimaey í janúar árið 1973. Þá voru
fluttir til lands 5000 íbúar Vestmanna-
eyja og fæddist megnið af fermingar-
bömunum meðan fólkið dvaldi í
„útlegðinni."
Þau þijú böm sem fæddust í Eyjum
á þessum tima og fermd em nú heita
Hermann Ingi Hermannsson, Vest-
mannabraut 26, en hann er fæddur 15.
janúar 1973 og tvíburamir Hlynur og
Hjalti Jóhannessynir, Bröttugötu 9,
en þeir em fæddir í september árið
eftir. -FRI