Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. APRlL 1987. Utlönd Eining á utlegðar- þingi Palestínuaraba Yasser Arafat, leiðtoga Þjóðfrels- ishreyfingar Palestínuaraba (PLO), tókst að halda einingu meðal þing- heims á fundi Þjóðarráðsins í síðustu viku í Alsírborg og þótti það eitt út af fyrir sig mikil tiðindi og meira kraftaverk en nokkur hefði getað trúað fyrir útlegðarþingið. Arafat náði málamiðlun við þá herskáustu Að visu voru ekki allir jafnsann- færðir um að sú eining hefði rist eins djúpt og látið var af. En hún hélst samt út þingið. Og þótt Arafat hafi neyðst til þess að láta hitt og þetta undan harðlínumönnum er það flestra mat að hann hafi samt tryggt sér nægilegt svigrúm til samnin- gaumleitana í ýmsum mikilvægum málaflokkum. Herskáustu skæruliðahópar PLO, sem flestir hafa þá sínar bækistöðvar i Sýrlandi og eru meira undir áhrif- um Damaskus-stjómarinnar en Arafats, knúðu fram eftirgjöf við stefnumálum þeirra í skiptum fyrir að snúa aftur til meginhópsins. En málamiðlanir, sem náðust um friðar- ráðstefnuhugmyndina (fyrir Aust- urlönd nær) um hið viðkvæma mál varðandi tengsl Egypta og ísraela og um breytingar innan samtaka A fundi þjóðarráðs Palestinuaraba, sem haldið var í síðustu viku í Alsírborg. Arafat, leiðtogi þjóðfrelsishreyfingar Palestínuaraba (PLO), og fleiri greiða atkvæði með inntöku kommúnistaflokks Palestínuaraba i þjóðarráðið en það var samþykkt með miklum meirihluta. -Símamynd Reuter PLO, létu þó Arafat ef'tir nær óbundnar hendur. Dæmdur hryðjuverkamaður í framkvæmdanefnd PNC Sú mynd sem dregin hefúr verið upp af Arafat sem öfgalausum frið- semdarmanni skekktist nokkuð þegar hryðjuverkaforinginn Abu Abbas var endurkjörinn í fimmtán manna framkvæmdanefnd þjóðar- ráðsins. Eins og lesendur muna af fyrri fréttum var Abbas dæmdur af ítölskum dómstól (í fjarveru hans sjálfs) fyrir skipulagningu ránsins á skemmtiferðaskipinu Achille Lauro 1985. En aðalhiyðjuverkahópurinn, flokkur Abu Nidal, sem að vísu hafði tekið þátt í undirbúningsviðræðun- um fyrir fund þjóðarráðsins (PNC), var útilokaður frá því að sitja fúnd- inn þegar til kom. Hvetja til skæruhernaðar á hernámssvæðunum En þjóðarráðið, sem þykir vera eins konar útlegðarþing fyrir hina landlausu Palestínuaraba, lauk sex daga þinghaldi sínu í Alsír á ályktun þar sem hvatt var til herts skæru- hemaðar gegn Israelsmönnum á hemámssvæðunum (vesturbakkan- um og Ga2a-svæðinu). Allir fimm fylkingararmar PLO hafa nú þjapp- ast í einn hnapp undir Arafat eftir margra ára leyndar og ljósar deilur. En allir vom einum rómi andvígir árásum gegn ísraelum utan hem- umdu svæðanna. Þetta átjánda þing PNC (setið af 440 þingfulltrúum) lætur eftir sig ósvaraðar spumingar sem framtíðin ein getur leyst úr, svo sem hvemig tengsl PLO við einstök arabaríki þróast héðan af. Þó þarf sennilega ekki lengi að bíða viðbragða stjóm- arinnar í Damaskus við þeim sigri Arafats að vinna sýrlensku PLO- hópana til fylgis við sig. Tíð formannsskipti hjá sænsku stjómmálaflokkunum Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi Það er greinilega ákaflega ótryggt starf að vera formaður sænsks stjómmálaflokks. Á undanfömum árum hefúr hver formaðurinn á fæt- ur öðrum orðið að víkja úr embætti. Ola Ullsten, formanni þjóðar- flokksins, var fyrst sparkað og Bengt Westerberg, sem tók við af honum, tókst að koma flokknum á sigur- braut að nýju og virðist að minnsta kosti enn sem komið er fastur í sessi. Thorbjöm Fálldin var sparkað úr formannsembætti miðflokksins og Karin Söder, sem tók við af honum, þoldi ekki álagið, veiktist og gafst upp. Núverandi formanni flokksins, Olaf Johansson, hefur ekki tekist að bæta afleita stöðu flokksins og verð- ur trúlega ekki langlífur í embætti. Þrjátíu ár í formennsku? Ulf Adelsohn sagði af sér sem for- maður íhaldsflokksins er raddir um afsögn hans gerðust háværar. Carl Bildt, núverandi formaður flokksins, er aðeins 37 ára gamall og ýmsir hafa spáð honum að minnsta kosti Lars Werner hefur verið formaður vinstri flokksins, kommúnistanna, síðan 1975. Flokkur hans hefur átt í vök að verjast að undanförnu og hafa nú komið fram kröfur um að Werner segi af sér. þijátíu ára setu í formannsembætti en reynslan sýnir að slíkir spádómar em meira en lítið hæpnir. Olof Palme féll fyrir morðingja- hendi eins og allir muna og eftirmað- ur hans, Ingvar Carlsson, hefur nýverið gengið í gegnum sína mestu erfiðleika í forsætisráðherraembætt- inu í sambandi við ólöglega vopna- sölu sænska vopnasölufyrirtækisins Bofors. En ekkert bendir þó til ann- ars en að Carlsson njóti enn óskipts trausts jafnaðarmannaflokksins. Kröfur um afsögn Werners Lars Wemer, formaður vinstri flokksins, kommúnistanna, vpk, er sá sænsku flokksformannanna sem hefur setið langlengst á formanns- stþli eða frá 1975. Að undanfömu hefur flokkur hans hins vegar átt í vök að verjast. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn hefur innan við (jögur prósent fylgi sem er það fylgi sem þarf til að komast inn í þingið. Og þá er ekki að sökum að spyija, kröfur hafa komið fram meðal flokksmanna um að Wemer segi af sér. Carl Bildt er formaður sænska ihaldsflokksins. Hann er aðeins 37 ára gamall og hafa ýmsir spáð hon- um þrjátíu ára setu í formannsem- bætti. Reynslan sýnir þó að slíkir spádómar eru hæpnir. Flokkurinn hefur gert umhverfis- vemdarmál að einu helsta baráttu- máli sínu en fleiri flokkar hafa róið á þau mið undanfarin ár, einkum miðflokkurinn og umhverfisvemd- arflokkurinn sem lifir best þessara flokka. Skiptar skoðanir um samstarf Það hefur líka sýnt sig í skoðana- könnunum að það er einmitt umhverfisvemdarflokkurinn sem hefúr aukið fylgi sitt á kostnað bæði miðflokksins og vpk. Umhverfis- vemdarmenn hafa engan flokks- formann sem hægt væri að velta af valdastóli ef á móti blési. Vafalaust hefur það háð kommún- istum að þurfa æ ofan í æ að styðja frumvörp minnihlutastjómar jafn- aðarmanna. Um það samstarf hafa verið mjög skiptar skoðanir innan vpk og hefur óánægjan magnast. Framtíð flokksformannsins Lars Wemer verður því vafalaust eitt af aðalumræðuefnunum á flokksþingi vpk í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.