Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. 37 Sumar- koman í Zúrich Sumardagurinn fyrsti var í Zúrich í fyrradag. Ungur drengur í þjóðbúningi tekur feiminn við fyrstu blómun- um sínum frá aðdáanda af hinu kyninu. Þar í landi er til siðs að karlmenn gangi hátíðarbúnir um götur þennan dag og taki á móti blómum frá sínum heittelsk- uðu og einnig kvenkyns ættingjum. Tilefnið er fögn- uðurinn yfir komandi sumri og veturinn mun kvaddur með lítilli eftirsjá. Símamynd Reuter Breski forsætisráðherrann, Margaret Thatcher, virðist á heimavelli undir stýri á splunkunýjum Naylor TF 1700 sportbíl - ekki siður en við stjórnartaumana á breska veldinu. Billinn er eftirlíking hins klassiska og margfræga MG sportbíls og framleiddur af Hudson Motor Company i Norður-Englandi. Járnfrúnni var boðið að reyna bilinn eftir að tilkynnt hafði verið um sölu eitt hundrað slikra eintaka á Japansmarkað. Simamynd Reuter Bubbi kóngur og Bubba Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Leikritið sem Davíð Oddsson borg- arstjóri vakti athvgli í sem leikari - Bubbi kóngur - verður frumsýnt hjá Leikfélagi Menntaskólans á Akur- eyri í kvöld klukkan hálfníu. Sýnt verður í Samkomuhúsinu gamla góða og taka tuttugu nemendur þátt í leiknum. Til stóð að frumsýna leik- ritið fyrir páska en ekkert varð af því vegna verkfalls kennara. Einar Jón Briem leikari stýrir Bubba kóngi sem er eftir Alfred Jarry. Þrjár sýn- ingar verða á Bubba, í kvöld og þriðja og fimmta mai. Hér eru þau hjón - það er að segja Þorgeir Tryggvason - Bubbi kóngur - og Drifa Þuriður Arnþórsdóttir - Bubba - sem standa i ströngu á Akureyri i kvöld. Magga undir stýri Sviðsljós Ólyginn sagði... Loretta Lynn er spiritisti mikill og varð svo lús- heppin að kaupa hús fullt drauga sem samastað fyrir sig og fjöl- skylduna. Þar ganga um Ijósum logum hermenn úr þrælastríðinu og fleiri bardagahetjur sem eru misánægðar með sambúðina við Lynnfjölskylduna. Einn draug- anna - Anderson að nafni - er svo óhress að hann svipti einn daginn upp borði í dagstofunni og skelltí þvi af sliku afli niður aftur að allir fjórir fæturnir kvistuðust af sem úrspreki væru. Reyndar hafa sam- skiptin yfirleitt hafist með því að fjölskyldan bregður sér í andaglas og er nú í athugun að leggja þá tómstundaiðju til hliðar að fullu og öllu. Charlie Watts hefur lýst þvi yfir við alla sem heyra vilja að mann að nafni Mick Jagger skuli hann aldrei yrða á framar. Er þetta til komið vegna orða starfsbróður hans og sam- rollings að Charlie og aðrir gamlisn .., félagar i Stones séu hin mesta hryggðarmynd - sem eftirlauna- þegar i útliti og allsendis ónot- hæfir sem hljómsveitargæjar. Þetta ætlar Charlie ekki að sætta sig við steinþegjandi og er nú stjórnarkreppa framundan á Sto- nesheimilinu. Priscilla Presley á í vök að verjast með nýfæddan son sinn og elskunnar Marcos Garibaldi. Aðdáendur hins fram- liðna Elvisar Presley leggja margir hatur á barnungann og telja tilvist hans svívirða minningu látins átrúnaðargoðs en aðrir vilja inn- lima krilið hið snarasta i Memp- hishópinn. Priscilla lætur fátt hafa eftir sér um málið - en eitt er þó á hreinu: Sá stutti á víst alveg örugglega ekki að heita Elvis að fornafni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.