Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
13
Neytendur
Fjóvfaldur mismunur:
Hátt innflutningsverð og tollar
gera reiknivélar dýrar
Reiknivél, sem kostar 75 dollara út
úr búð í Bandaríkjunum, kostar 136
dollara í t innflutningi til íslands.
Ástæða: Það má ekki flytja vasatölv-
una beint inn írá Bandaríkjunum
heldur verður innflutningur að fara
um umboðsaðila í Danmörku. Þegar
búið er að leggja á opinber gjöld og
verslunarálagningu kostar reiknivélin
fjórum sinnum meira í búð á Islandi
en í Bandaríkjunum og er tvisvar sinn-
um dýrari á Islandi en Danmörku.
Reiknivélin, sem hér um ræðir, er
af tegundinni HP-15C og framleidd af
Hewlett-Packard í Bandaríkjunum.
Þessi reiknivél er mikið notuð af verk-
fræðingum og tæknifræðingum og
þykir þarfaþing. Verkfræðingur sagði
í samtali við DV að HP-15C reiknivél-
ina mætti kaupa á 3.000 krónur í
Bandaríkjunum og í Danmörku kost-
aði gripurinn 6.700 íslenskar krónur.
Verkfræðingurinn lagði fram verð-
auglýsingar sem sönnuðu mál hans.
íviðræðum um lækkun
Verslunin Penninn flytur inn Hew-
lett-Packard reiknivélar og HP-15C
vasatölva kostar þar 11.765 krónur. í
samtali við DV sagði Þórhallur Þór-
hallsson, deildarstjóri i Pennanum, að
þetta háa vérð ætti sér tvær ástæður.
Annars vegar að Penninn mætti ekki
flytja reiknivélina beint inn frá
Bandaríkjunum heldur frá umboðsað-
ila í Danmörku sem hefði umboð fyrir
Hewlett-Packard á Norðurlöndum.
Innkaupsverðið frá Danmörku væri
136 dollarar. Hins vegar að vasatölvur
bæru 35 prósent toll og 24 prósenta
vörugjald og ofan á verslunarálagn1
inguna legðist 25 prósenta söluskatt-
ur. Álagning Pennans er 30 prósent.
-Við seljum sáralítið af svona reikni-
vélum vegna þess hve dýrar þær eru.
Undanfarið höfum við bæði átt í við-
ræðum við Hewlett-Packard og tolla-
yfirvöld um lækkum á innkaupsverði
og tollum. Enn hefur engin niðurstaða
fengist.
Þórhallur sagði það í allra hag að
útsöluverðið lækkaði. Þar sem margir
notuðu þessa tölvu en lítið er keypt
af henni á íslandi er ljóst að reiknivél-
inni er smyglað í stórum stil inn í
landið. Og smyglið er vandalaust þar
sem HP-15C er minni en meðalstór
vindlapakki. -pv
DREGIÐ
í KVÖLD
yo,,,-•
^'"///(inh.•'11,11111.'/// v ■ v 1
fc^-'////////i -llllil.'.'W/l ■ M
^^/.'Iillllliil "ní/iU'ztlS. ,,
^►.//////////' •/////,, i,in, r
wj^ji/lllllllu ,111(11 ‘III
/iiitn1^1' •/'/ i,r '///*
•nii11111 -1111'
Kosningahappdrættið
stendur straum af
kosningabaráttunni
Sjátfstæðismenn, greiðum heimsenda gíróseðla.
Skrifstofa happdrættisins í Valhöll er opin alla daga
kl. 09.00-22.00. Sfmi 82900
Drætti frestað til 29. apríl.
vinningar að verðmæti kr. 3.998.160
3 fólksbifreiðir
34 glæsilegir ferðavinningar
20 húsbúnaðarvinningar
SJALFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN