Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Þreifingar Eðlilega hafa hugsandi menn nokkrar áhyggjur af kosningaúrslitunum. Vissulega geta margir fagnað sigr- um, og aðrir grátið ósigra. En hvað sem mönnum finnst um einstaka flokka ætti tilhugsunin um myndun ríkis- stjórnar í þessum glundroða að valda kvíða. Fráfarandi ríkisstjórn sat í góðæri. Hún gerði margar skyssur, en stefna hennar stöðvaði góðærið ekki. Nú gæti svo far- ið, að þeir fengju völd, sem vildu ævintýri. Við getum eyðilagt góðærið á skammri stundu, fáum við slæma ríkisstjórn. Þreifingar flokkanna eru eðlilega hafnar. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur virðast renna hýru auga til Kvennalistans. Það er kannski sá kostur, sem verður skoðaður fyrstur af einhverri alvöru. Margt þarf að gerast, til þess að slík stjórn verði mynduð. En sjálfsagt er að athuga kostinn. Síðan er jafnlíklegt, að ýmsir aðrir kostir verði skoðaðir. Fáir munu búast við myndun nýrrar stjórnar á næstu dögum. Sjónleikinn verður að leika til enda. í viðræðum um myndun stjórn- ar stefna broddar flokkanna að því að búa í haginn fyrir flokka sína í framtíðinni. Síðar verði unnt að segja, að ýmsir tilteknir kostir hafi verið reyndir en hinir flokkarnir hafi brugðizt. Þessu er stílað til kjós- enda. Kvennalistinn vann mikinn kosningasigur. Hann fékk til sín óánægjufylgi og fólk, sem er uppgefið á Alþýðubandalaginu, sem von er. Kvennalistakonur hafa lítið komizt að kjötkötlum þjóðfélagsins til þessa. Stjórn þeirra með Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki ætti að verða ný útgáfa á viðreisnarstjórn, ef vel væri. Viðreisn- arstjórnin gafst forðum vel. Verði slík ríkisstjórn verulega frábrugðin viðreisnarstjórn, er mest hættan, að hún verði eyðslusöm um of og góðærið glatist. Vissu- lega ættu þær konur, sem mest tala um kosti hinnar hagsýnu húsmóður, að geta átt þátt í stjórn, sem heldur stöðugleika og jafnvægi í efnahagsmálum. Ef vel tækist til, gæti slík stjórn bætt úr ýmsum fyrri misfellum. Flokkar, sem hafa verið í stjórnarandstöðu, ættu að geta haft nokkuð til málanna að leggja og bent á það, sem farið hefur úrskeiðis að undanförnu. Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefði getað orðið þokkaleg stjórn og ekki verri en fráfar- andi stjórn, hefðu þeir flokkar fengið meirihluta. Líklega yrði erfitt að taka Borgaraflokkinn inn í slíkt stjórnarmynstur vegna. deilna hinna gömlu samherja úr Sjálfstæðisflokknum. Gömlu flokkana mun fýsa að halda Albert Guðmundssyni utan stjórnar og hindra fyrirgreiðslu hans. Með því halda þeir, að Borgaraflokk- urinn muni hrapa. Að þessu athuguðu er ekki óeðlilegt, að fyrst sé skoðað, hvers konar hópur Samtök um kvennalista er. Þau eru vissulega nokkuð óræð stærð, meðal annars vegna þess að kvennalistakonur hafa haft lítil áhrif til þessa. Yrði slík stjórn mynduð, verða flokkarnir að slá af. Kvennalistakonur verða til dæmis að sætta sig við NATO og varnarliðið líkt og Alþýðu- bandalagið gerði í stjórnarsetu. En fyrst og fremst verða kvennalistakonur, þjóðfélagsins vegna, að una því, að ríkisstjóm verði aðhaldssöm. Þetta má segja um þreifingar síðustu daga. Jafnlík- legt er, að ekkert verði úr þeim. Síðan verði gerðar margar tilraunir, vikum saman. En vonandi hindrar glundroðinn ekki, að við fáum stjórn, sem ekki sólund- ar því, sem unnizt hefur. Haukur Helgason. Birtið upplýsingar um stöðu hús- næðislánakeifisins Það er nauðsynlegt að Húsnæðis- stofnun ríkisins birti nú þegar upplýsingar sem sýna stöðu hins nýja húsnæðislánakerfis. Lofsöng- ur stjórnmálamanna um nýja kerfið hefur lokið hlutverki sínu. Tímabært er að birta réttar upplýs- ingar um fjölda umsókna. Einnig hversu mikið lánsfé þurfi að veita þeim sem sótt hafa til aprílloka. Þá þurfa menn að sjá hversu mörg- um umsækjendum hefur verið synjað um lán sökum of lágra tekna og hversu mörgum sem eiga full- nægjandi eignir fyrir hafi verið lofað lánum. Ráðherra húsnæðismála lofaði þvi í vetur að allar upplýsingar sem máli skiptu yrðu birtar strax og þær lægju fyrir. Nú er tímabært að ganga eftir efndum á þessu lo- forði. Með því besta sem þekkist? Undanfarnar vikur hafa menn viðhaft hástemmd lýsingarorð um nýja húsnæðislánakerfið. Tvær fullyrðingar vöktu einkum athygli undirritaðs. Því var haldið fram að eftirspurn eftir lánum hefði náð jafnvægi og væri nú í samræmi við upphaflegar forsendur þeirra sem hönnuðu kerfið. Þá auglýstu menn að lánakerfið jafnaðist á við það besta sem gerist erlendis. Báðar þessar fullyrðingar voru settar fram í hita kosningabarátt- unnar. Þær eiga ekki við rök að styðjast. Til dæmis um hversu síð- arnefnda fullyrðingin er vafasöm má taka til viðmiðunar húsnæðisl- án í einu af afturhaldssömustu kommúnistaríkjunum í Austur- Evrópu. Þar í landi fengu menn til skamms tíma nýbyggingarlán fyrir öllum byggingarkostnaðinum. Lá- nið var vaxtalaust með 50 ára lánstíma. Fjöldi umsókna Af þeim upplýsingum sem Hús- næðisstofnun hefur birt um fjölda umsækjenda hefur mátt skilja að 5300 umsóknir hafi borist. Eftir því sem undirritaður kemst næst er þetta ekki rétt. Talið er að nú hafi 6500 til 7000 umsóknir borist. Stofnunin hefur þó ekki gefið þess- ar tölur upp formlega enn. Sennilega hefur verið stjórn- málalegur þrýstingur á stofnunina að senda ekki út „slæmar" upplýs- ingar rétt fyrir kosningar. Þá hafa menn ef til vill vonast eftir því að umsóknum fækkaði á vormánuðum svo unnt væri að birta í sumar upplýsingar sem litu betur út. Ef eins margar umsóknir hafa þegar borist og að framan er talið hefur innstæðulaus ávísun að upp- hæð 5 til 6 miljarðar króna verið framseld til þeirra sem taka við kerfinu í nýrri ríkisstjórn. Þá er ótalið að til næstu áramóta má vænta þess að ekki færri en 2000 umsóknir berist til viðbótar. Þær munu kosta 3 miljarða króna og bætast við þá fjárhæð sem áður var nefnd. Hversu mörgum hafnað? Enn hafa ekki verið birtar upp- lýsingar um það hversu mörgum umsóknum hafi verið hafnað sök- um þess að umsækjendur höfðu of lágar tekjur. í kosningabaráttunni nefndu menn að 10% umsókna hefði verið hafnað af þessum sök- um. Ef þessar upplýsingar eru réttar hafa nú þegar áform 600 fjöl- skyldna um að kaupa sér eigið húsnæði verið að engu gerð. Hér er um fjölmennan hóp að ræða. Nauðsynlegt er að fá uppgefið hvaða ástæður voru að baki því að fólkið fékk synjun. Sérstaklega þarf að upplýsa þátt vaxta og skammtímalána. Það fólk sem hér „Ráherra húsnæðismála lofaði því i vetur að allar upplýsingar sem máli skiptu yrðu birtar strax og þær lægju fyrir. Nú er tímabært að ganga eftir efndum á þessu loforði." fjármagni lífeyrissjóðanna til höf- uðborgarsvæðisins vegna tilkomu kerfisins væri fróðlegt að Hús- næðisstofnun birti upplýsingar um það í hvaða landshlutum íbúðirnar sem lánað er til séu staðsettar. Heimilisföng umsækjenda segja ekki alla söguna hvað þetta varð- ar. Margir sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins sækja um lán til kaupa á Reykjavíkursvæð- inu. Fyrirliggjandi upplýsingar um flutning fólks til höfuðborgarsvæð- isins af landsbyggðinni benda til þess að það kosti árlega um 1,5 miljarða króna að byggja húsnæði fyrir það á Reykajvíkursvæðinu. Kannanir benda til þess að nálægt 20% af öllum íbúðum, sem seldar eru á höfuðborgarsvæðinu, fari til Kjállariim Stefán Ingólfsson verkfræðingur „Talið er nú hafi 6500 til 7000 umsóknir borist. Stofnunin hefur þó ekki gefið þessar tölur upp formlega enn.“ um ræðir má reikna með að sæki inn í félagslega húsnæðiskerfið eða leiti eftir leiguíbúðum. Hversu margir eiga full- nægjandi íbúð fyrir? Ákveðinn hópur manna öðlaðist lánsrétt í nýja kerfinu sem flestir eru á einu máli um að þurfi ekki á niðurgreiddum lánum að halda. Það eru þeir sem eiga fullnægjandi íbúð fyrir. Menn hafa leitt að því líkum að 15% umsækjenda kunni að tilheyra þessum hópi. Hús- næðisstofnun hefur engar vísbend- ingar gefið um stærð hans. Ekki er ósennilegt að tæplega 1000 um- sækjendur tilheyri þessum hópi. Lánsloforð þeirra gætu numið meira en 1000 miljón krónum. Það er nauðsynlegt að stofnunin birti upplýsingar um þennan hóp umsækjenda. Hversu margir hafa hlotið lánsloforð og hversu há eru lánin til þeirra? Tilflutningur fjármagns í framhaldi af þeim umræðum sem spunnist hafa um flutning á fólks sem á heima úti á landi. Margir af kaupendunum flytjast þó ekki sjálfir til borgarinnar þrátt fyrir kaupin. Þessi hópur kaupir sennilega 650 íbúðir á ári. Lán til hans gætu numið 700 til 1000 miljón krónum á ári. Birtið upplýsingarnar! Þær upplýsingar sem nefndar hafa verið í þessari grein eru ein- ungis dæmi um þá vitneskju um árangurinn af nýja húsnæðislána- kerfinu sem ætti að vera öllum opin nú þegar kerfið hefur verið starfrækt í 8 mánuði. Það er eðlileg krafa nú þegar stjómarmyndunar- viðræður fara fram að þessar upplýsingar og fleiri liggi á borð- inu. Það er augljóst að óuppfyllt lánsloforð upp á 5 til 9 miljarða króna, sem búið er að velta yfir á komandi ríkisstjórn, binda hendur ráðamanna. Það er bráðnauðsyn- legt að þeir geti gengið að þessum upplýsingum strax en þurfi ekki að komast að sannleikanum síðar þegar það er ef til vill orðið of seint. Stefán Ingólfsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.