Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. 17 Lesendur „Mér fannst stöðin hafa vinninginn hvað varðar kosningasjónvarpið." „Kosningasjónvarpið betra á stöðinni" Sigrún Einarsdóttir hringdi: Maður er vart búinn að ná sér eftir spennandi og skemmtilega kosninga- nótt. Samkeppni stöðvanna hefur varla farið fram hjá nokkrum manni en á heildina litið fannst mér Stöð 2 hafa vinninginn. Tölvugröfin voru betur aðgreind með litum á stöð 2 svo það varð greini- legra yfirlestrar. Aftur á móti fannst mér betra hjá sjónvarpinu að það var með samanburð frá niðurstöðum úr siðustu kosningum en þá fær maður óneitanlega betra samhengi um það hverjir séu sigurvegarar kosning- anna. Það kom sér vel að hafa 2 stöðvar enda var maður alltaf að skipta um rás og bera þær saman. Ég vil alls ekki hallmæla ríkissjónvarpinu þvi þeir stóðu sig virkilega vel þar, Stöð 2 stóð sig bara betur. Mér fúndust skemmtiatriðin hjá Stöð 2 mun betri en það er nauðsyn- legt að slá á létta strengi til að lífga upp á kosningabaráttuna. Ég er kannski of ung til að fi'la þessar gömlu lummur með Hljómum og þar fram eftir götunum. Dýraeigendum mismunað Hundaeigandi skrifar: Mér finnst ósanngjamt að hunda- eigendur þurfi að borga sérstakan hundaskatt til þess að fá að halda hund. En eins og hundaeigendur vita verðum við að borga 5000 kr. á ári. Hundamir em að mínu mati afskap- lega skemmtileg dýr sem verðugt er að eiga og því finnst mér þessi hunda- skattur ákaflega einkennilegur. Hvers vegna þessi höft? Ég veit ekki til þess að kattaeigendur eða hestaeigendur verði að borga nokkum skatt fyrir að eiga þessi dýr sín. Hvemig er það, er verið að mismuna dýraeigendum eftir því hvaða dýr þeir eiga? Af hverju gildir ekki það sama um hundaeigend- ur og aðra dýraeigendur? SPORTKÖFUNAR- NÁMSKEIÐ Ert þú með sportköfunarútbúnað en ekki sportköfun- arskírteini? Þá er tækifæri fyrir þig að fara á námskeið sem byrjar 3. maí og fá alþjóðlegt sportköfunarskír- teini frá PADI. Nánari uppl. veitir Sigurður Ámunda- son í síma 92-3359. Frá Ljósmæðraskóla íslands Kennsla hefst í Ljósmæðraskóla Islands mánudaginn 1. september 1987. Inntökuskilyrði eru próf í hjúkr- unarfræði. Umsóknir sendist skólastjóra Ljósmæðraskóla Islands, Kvennadeild Landspítalans, fyrir 1. júní nk„ ásamt. prófskírteinum og heilbrigðisvottorði. Umsóknareyðublöð fást í skólanum. Nánari upplýs- ingar eru veittar í skólanum á mánudögum frá kl. 9.00-16.00 og miðvikudögum frá kl. 13.00-16.00. Reykjavík, 27.04.1987. Skólastjóri. Borgartúni 25, sími 17770. Benz 207 ’84, 74 þ. km. V. 790 þ. Lada Sport 14 þ. km. V. 300 þ. Toyota Tercel ’83, 49 þ. km. V. 410 Mazda 626 1600 ’82, 66 þ. km. V. 295 þ. BÍLASALAN HLÍÐ Escort 1600 LX ’85, 38 þ. km. V. 420 þ. Toyota Tercel 4x4 ’86, 13 þ. km. V. 550 þ. Toyota Corolla Lift back ’85, 26 þ. km. V. 440 þ. Ch. Blazer s 10 ’84, 78 þ. km. V. 950 þ. Mazda 626 1600 ’83, 62 þ. km. V. 330 þ. Golf GTI ’83, 98 þ. km. V. 450 þ. BMW 318i '83, 59 þ. km. V. 485 þ. Volvo 244 GL ’80, 112 þ. km. V. 280 þ. M. Benz 380 SE ’81, 93 þ. km. V. 1.250 þ. Mazda 929 ’80, 97 þ. km. V. 190 þ. Cerokee 6 cyl. 75, toppbíll. V. 270 þ. Land Rover disil 74, toppbíll. V. 200 þ. Höfum kaupanda að Range Rover árg. '85, beinsk. Vantar góða bíla á staðinn. HELGARBLAÐ PVrMORGÚw Valgeir Guðjónsson er vormaður íslands. Það kemur í hlut gamla hippans og háðfuglsins að verja heiður Íslands rétt við búðarvegginn hjá NATO í Brussel áður en margir dagar liða. Játningar Valgeirs er að finna í DV á morgun. Málmfríður Sigurðardóttir segist engan metnað hafa fyrir eigin hönd. Hún hefur þeim mun meiri metnað fyrir hönd kynsystra sinna. Þvi hafa mál skipast svo að hún hverfur nú úr starfi aðstoðarmatráðskonu til að taka sæti á þingi. Málmfriður sagði DV sitt- hvað af sjálfri sér og kvennapólitikinni. „Við sigruðum," segja þeir fréttastjórar, Ingvi Hrafn og Páll Magnússon, og eru enn sammála. Báðir vitna þeir i lærðar skoðanakannanir máli sínu til stuðnings. Uppgjör þeirra er á siðum DV á morgun. í DV á morgun má einnig fræðast um hvað er að gerast um helgina í menningu, listum og fjölmiðlun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.