Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 30
30
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
Fréttir
Hér sést Olafur K. Guðmundsson aðstoöaryfirlögregluþjónn á tali við Kjart-
an Jóhannsson þingmann er stöðin var opnuð. Á milli þeirra sést Bjarki
Eliasson, yfirlögregluþjónn úr Reykjavík. DV-myndir Brynjar Gauti
Ný lögreglustöð í Haffnarfirði:
Lögreglan í Hafnarfirði hefur nú
fengið nýtt húsnæði til afiiota, á Flata-
hrauni 11, og flutti lögreglan í stöðina
með alla sína starfsemi nú fyrir síð-
ustu helgi.
„Þetta er alveg gjörbreyting á
vinnuaðstöðu okkar, nær væri að
kalla það byltingu," sagði Ingólfur
Ingvarsson yfirlögregluþjónn í samtali
við DV er við ræddum við hann um
hvaða breytingar hin nýja aðstaða
hefði í för með sér.
„Við vorum áður í algerlega ófull-
nægjandi húsnæði, það var vart hægt
að bjóða fólki upp á það þannig að
þetta nýja hús er til mikilla bóta að
okkar mati.“
Húsið sem lögreglan fékk var áður
Blikksmiðja Hafnarfjarðar og þurfti
að endursmíða eða smíða upp á nýtt áður. Bæði almenna lögreglan og
allar innréttingar í því. Var það verk rannsóknarlögreglan verða til húsa á
hafið á árinu 1985 en kaupsamningur Flatahrauni 11 en nú eru 35 lögreglu-
hafði verið undirritaður tveimur árum þjónar starfandi í bænum. -FRI
Þannig litur nýja lögreglustöðin út.
„Gjörbreydr
aðstöðunni"
Neyðar-
hnapp
fyrir
aldraða
Siguijón Gunnaissan, DV, Borgamesú
6. aðalfundur Sambands borgf-
irskra kvenna var haldinn að
Varmalandi dagana 14. og 15.
mars sl.
Fundurinn hófst með helgi-
stund sem séra Agnes M. Sigurð-
ardóttir annaðist. Ragna
Bjömsdóttir söng einnig einsöng
við undirleik Gyðu Bergþórs-
dóttur.
Mættir vom fulltrúar frá öllum
félögum SBK ásamt gestum frá
KÍ og kvennadeild Borgfirðinga-
félagsins í Reykjavík.
Málefni SBK eru fjölþætt, má
þar neftia útgáfu bókarinnar
Gull í lófa framtíðar sem gefin
var út í tilefni af að 100 ár em
liðin frá fæðingu Svöfu Þorleifs-
dóttur. Svafa var stofnandi SBK
og fyrsti formaður sambandsins.
Ágóðanum af sölu bókarinnar
verður varið til styrktar útgáfu
á bókum um og eftir konur, ekki
síst borgfirskar konur.
Einnig var gefið út rit í tilefni
af 55 ára afrnæli SBK og hlaut
það góðar móttökur.
Undanfarin ár hefur samband-
ið beitt sér fyrir fjáröflun sem
mnnið hefur til Krabbameins-
félags íslands og í ár mun SBK
afhenda kr. 140.000,- Er söfnun-
arfénu ætlað að renna til kaupa
á brjóstmyndatæki (mam-
mographia) sem þjóna á lands-
byggðinni.
Öldrunarmál vom ofarlega á
baugi á fundinum og vom miklar
umræður um öryggis- og hjúk-
mnarmál aldraðra.
Samþykktar vom tillögur þess
efnis að heilbrigðisyfirvöld beittu
sér fyrir því að koma á fót hjúk-
mnardeild við Dvalarheimili
aldraðra í Borgamesi og einnig
að kanna möguleika á að koma
upp öryggisvakt fyrir aldraða í
Borgarfirði. Er þá hafður í huga
neyðarhnappur tengdur síma.
Tæknibúnaðurinn samanstend-
ur af þráðlausum neyðarséndi
sem fólk ber um háls eða úlnlið.
Töluverð gróska er í starfsemi
félaganna á sambandssvæðinu.
Aðildarfélög SBK em 17 alls með
900 félagskonum.
Formaður SBK er Gyða Berg-
þórsdóttir, Efri-Hreppi.