Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 34
34
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
Andlát
Útför Ástu Þorbjörnsdóttur, Mím-
isvegi 2, sem lést ó Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund 8. apríl, hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Guðmundur Jóhannesson,
Blindraheimilinu Hamrahlíð 17,
andaðist í Landakotsspítala 27. apríl.
Guðmundur Hreinn Gíslason,
bóndi að Uxahrygg, lést í Borgarspít-
alanum 18. apríl. Útförin verður gerð
frá Oddakirkju á Rangárvöllum
laugardaginn 2. maí kl. 14.
Arndís Finnbogadóttir, Kvisthaga
10, Reykjavík, andaðist að heimili
sínu föstudaginn 24. apríl sl.
Guðný Stefanía Guðmundsdóttir,
Vífilsgötu 22, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 30. apríl kl. 13.30.
TJarðarför Sesselju Konráðsdóttur
frá Stykkishólmi fer fram frá Dóm-
kirkjunni fimmtudaginn 30. apríl kl.
13.30.
Sigríður G. Sigurðardóttir, Suður-
braut 10, Hafnarfirði, andaðist í St.
Jósefsspítala, Hafnarfirði, 20. þ.m.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Valgerður Hallgrímsdóttir Kröy-
er, Norðurbrún 1, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Áskirkju fimmtudag-
inn 30. apríl kl. 15.
ACRYL
PLASTGLER
Háborg sérhæfir sig í
sölu á ACRYL plastgleri.
•i Mikið úrval af glæru og lituðu
plastgleri, 2-20 mm þykkt.
ACRYL plastgler er hægt að
vinna og forma á allan máta.
Sérsmíðum eftir pöntunum.
Hagstætt verð. Getum eirrnig
útvegað ýmsar aðrar gerðir
af plasti í plötum.
Heildsala - smásala.
HáborgF
Skútuvogi 4 - Sími
82140
Útför Þórnýjar Þorsteinsdóttur,
Stigahlíð 34, Reykjavík, verður gerð
frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30.
apríl kl. 15.
Dýri Baldvinsson rennismiður,
Brúnastekk 9, Reykjavík, verður
jarðsunginn í dag, miðvikudaginn 29.
apríl, frá Fríkirkjunni í Reykjavík
kl. 13.30.
Jóhann Friðleifsson, fyrrverandi
vélstjóri frá Siglufirði, verður jarð-
sunginn frá Siglufjarðarkirkju
fimmtudaginn 30. apríl kl. 13.30.
Sigurður Guðmundsson, Stigahlíð
36, er látinn. Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 30.
apríl kl. 10.30.
Ólafur Kjartansson brunavörður,
Hraunbæ 47, sem andaðist 21. apríl,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni
í Reykjavík fimmtudaginn 30. apríl
kl. 13.30.
Jenný Stefánsdóttir lést 20. apríl
sl. Hún var fædd 7. janúar 1901, kjör-
dóttir Stefáns Jónssonar og Guð-
rúnar Einarsdóttur. Jenný giftist
Alfonsi Jónssyni. Hann lést árið
1952. Þeim hjónum varð tveggja
barna auðið. Útför Jennýjar verður
gerð frá Áskirkju í dag kl. 13.30.
Guðrún Oddsdóttir lést 15. apríl sl.
Hún var fædd 24. nóvember 1909,
dóttir Finnbogu Árnadóttur og Odds
Jónssonar. Guðrún giftist Ásberg
Jóhannssyni, hann lést árið 1955.
Útför Guðrúnar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
JMC
V-6 litdýptarmælir
- 6 tommu litaskermur
- 5 dýpisskalar, 0-500 m
- 5 litir
- hraða/dýpis/hitamælir
A A. A. -A. A. A. A.
Friðrik A. Jónsson h.f.
Sklpholti 7, Reykjavlk,
Simar 14135 — 14340.
I gærkvöldi
Sigrún Helgadottir Irffræðingur:
Nóg komið af kaldastríðs-teiknimyndum
Ég missti nú af fréttunum á báð-
um sjónvarpsrásunum sem ég þó
yfirleitt: horfi á.
Barnaefni sjónvarpsins fer alla-
jafna mjög í taugarnar á mér, í
fyrsta lagi vegna þess að textinn
er ekki lesinn með myndunum, ta-
lið er yfirleytt á ensku en þeir
krakkar sem horfa á barnaefnið
kunna annaðhvort ekki að lesa eða
geta ekki lesið nógu hratt til að
ná textanum. Þetta verður til þess
að þau sitja bara fyrir framan
skerminn og missa af mörgum
skástu myndunum. Mér finnst að
það ætti leggja meiri kostnað í
myndirnar og hafa þær þá frekar
færri en vandaðri þannig að börnin
geti notið þeirra eins og þeim ber.
Ég er einnig orðin leið á þessum
kaldastríðs-teiknimyndum eins og
Villa spætu og Tomma og Jenna
þar sem allt gengur út á einhverja
baráttu og ofbeldi. Börnin mín
spyrja mig oft af hverju enginn sé
góður í teiknimyndunum. Sem and-
svar við þessu eru t.d. tékknesku
myndirnar sem ég sakna. Mér
finnst slæmt að fjárskortur og van-
kunnátta skuli bitna á barnaefn-
inu.
Sonur minn, sextán ára, horfði á
sönglagakeppnina og fannst hon-
um ítalska lagið best.
Ég hlustaði á útvarpsþáttinn
Höfuðsetið höfuðskáld hjá Emil
Björnssyni sem fjallaði um Kiljan
og tók hann fyrir hvernig gagnrýni
Kiljan fékk fyrst í stað og hvernig
þróunin varð á viðurkenningu
hans sem skálds eftir að hann fékk
Nóbelsverðlaunin.
Ég gafst nú upp á að hlusta á
útvarpsleikritið sem var frekar
þungt og langdregið.
Þættirnir Vestræn veröld eru oft
skemmtilegir og þar er fróðleiks-
mola að finna .
Ég endaði á því að hlusta á Vöku-
lok, þar sem verið var að ræða um
varnarmál, og það var heldur nið-
urdrepandi að heyra hvað langt er
í land með að heimurinn afvopnist.
Yfirleitt fylgist ég vel með fjöl-
miðlum en það sem pirrar mig mest
er hvernig barnaefni sjónvarpsins
er háttað.
Ýmislegt
Hallgrímskirkja - starf aldr-
aðra
hefur opið hús í safnaðarsal kirkjunnar á
morgun og hefst það kl. 14.30. Dagskrá:
sr. Pétur Þ. Ingjaldsson segir frá, sýnd
verður kvikmynd frá Seyðisfirði í fsaíjarð-
ardjúpi. Kaffiveitingar. Þeir í sókninni
sem óska eftir að verða keyrðir eru vin-
samlegast beðnir að hringja í síma kirkj-
unnar, 10745, á milli kl. 10 og 12 í
fyrramálið og hafa samband við safnaðar-
systur.
Digranesprestakall
Vorfundur kirkjufélagsins verður í safn-
aðarheimilinu við Bjamhólastíg fimmtu-
daginn 30. apríl kl. 20.30. Auk fastra liða
verður á dagskránni stutt erindi, ljóðalest-
ur og myndasýning. Kaffiveitingar.
Fræðslufundur Landfræðifé-
lagsins
Fimmtudagskvöldið 30. apríl nk. verður
fræðslufundur á vegum Landfræðifélags-
ins í ODDA, húsi Háskóla fslands, stofu
101. Fundurinn hefst kl. 20.30. Ásta Ur-
bancic landfræðingur mun þar flytja
erindi um efni M.A.-ritgerðar sinnar: Á-
nægja íbúa í Árbæjar- og Breiðholtshverf-
um með umhverfi sitt. Ásta, sem unnið
hefur hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur,
lauk B.S. prófi frá Háskóla íslands árið
1984 og M.Á. prófi frá háskólanum í Mary-
land í Bandaríkjunum árið 1986. Félags-
menn em eindregið hvattir til að koma
og kynna sér áhugavert efni.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
Félagsvist verður spiluð í Kirkjubæ
fimmtudaginn 30. þ.m. kl. 20.30. Góð spila-
verðlaun og kaffiveitingar.
Skólaumræða KHÍ
Nk. fimmtudag, 30. apríl, verður 2. um-
ræðufundur um skólamál í Kennarahá-
skólanum og hefst hann kl. 15.15.
Frummælandi verður Stella Guðmunds-
dóttir skólastjóri og fjallar um starfs-
menntun kennara: „Kalla nýir þjóðfélags-
hættir á breytta skilgreiningu
kennarastarfsins?" Að fyrirlestrinum
loknum verða umræður og veitingar sem
kennaranemar sjá um. Fyrsti umræðu-
fundurinn var 2. apríl sl. og talaði Siguijón
Mýrdal kennslustjóri þá um leiðsögn og
stuðning við kennara sem eru að hefja
störf í íslenskum skólum. Ráðgert er að
framhald verði á þessari skólaumræðu
næsta haust.
Ársrit HSÞ
Út er kominn 21. árgangur af ársriti HSÞ.
Blaðið er helgað landsmóti UMFÍ sem
haldið verður á Húsavík dagana 10-12.
júlí nk. Auk þess er fjallað um starf HSÞ
á síðasta ári í blaðinu
Fyrirlestur hjá Geðhjálp
Geðhjálp heldur fyrirlestur fimmtudaginn
30. apríl 1987. Helgi Kristbjarnarson geð-
læknir flytur erindi um svefnleysi. Fyrir-
lesturinn hefst kl. 20.30 á geðdeild
Landspítalans, í kennslustofu á 3. hæð.
Fyrirspumir, umræður og kaffi verða eftir
fyrirlesturinn. Allir eru velkomnir. Að-
gangur er ókeypis.
Afrnæli
70 ára er í dag, 29. apríl, Regina
Thorarensen, fréttaritari DV á Sel-
fossi, til heimilis að Vallholti 20.
Regína hefur verið fréttaritari um
langt árabil, m.a. á Gjögri, Eskifirði
og nú síðast á Selfossi. Eiginmaður
Regínu er Karl Thorarensen. Regína
heldur fagnað með sínum boðsgest-
um í Inghóli í dag milli kl. 15 og 18.
Menning______________ dv
Grimmd og
Nemendaleikhusið sýnir í Lindarbæ:
Rúnar og Kyllikki
Höfundur: Jussi Kylatasku
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Leikstjórn: Stefán Baldursson
Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson
Lýsing: Ólafur Örn Thoroddsen
Tónlisfc Kaj Chydenius
Tónlistarstjórn og undirleikur: Valgeir
Skagfjörð.
Nemendaleikhúsið frumsýndi í gær
þriðja og síðasta verkefiii þessa leik-
árs í Lindarbæ. Þetta er um leið
lokaverkefhi útskriftarhópsins sem
fékk skírteini sín afhent við hátíð-
lega athöfn eftir frumsýninguna.
Leiklist
Auður Eydal
Alls eru það níu leiklistamemar
sem útskrifast að þessu sinni. Þeir
hafa á leikárinu sýnt Leikslok í
Smymu, sem Kristín Jóhannesdóttir
leikstýrði, og Þrettándakvöld, leik-
stjóri Þórhallur Sigurðsson.
Nú er röðin komin að finnska nú-
tímaverkinu Rúnar og Kyllikki eftir
Jussi Kylatasku. Hann er fæddur
1943 og því af yngri kynslóð leikrita-
höfunda þar í landi. Verkið byggir
hann á sakamálum sem munu hafa
átt sér stað í Finnlandi fyrir um það
bil 30 árum. Ekki kann ég frekari
skil á þeim málum en höfundur
spinnur út frá þessari kveikju heldur
ófagra lýsingu á mannlegum örlög-
um og miskunnarlausu samfélagi.
Leikritið dregur nafn af tveimur
persónum, unglingunum Rúnari og
Kyllikki sem búa í sveitaþorpi þar
sem skinhelgin ræður ríkjum. Bibl-
íunni er veifað með annarri hendi á
meðan leðurólinni er sveiflað með
hinni. Persónumar þrá betra líf en
slíkar vonir eru fyrirfram dauða-
dæmdar i hrottalegu samfélagi sem
þolir engum afbrigðilega hegðun.
Þau Rúnar og Kyllikki hljóta að
verða píslarvottar, hvort á sinn hátt.
Öll er sagan sögð af miklu misk-
unnarleysi. I þessari sýningu er
ekkert undan dregið og er hún mjög
gróf og harkaleg á köflum. Mörg
atriðin eru hrikaleg og oft sátu
áhorfendur sem steinrunnir undir
öllu saman.
Grimmdin og gimdin ráða ríkjum
í samskiptum manna í leiknum og
hinir veikari eiga sér þar enga von.
Meiri áhersla er lögð á að lýsa botn-
lausri hræsni samfélagsins og
rangsnúnum viðbrögðum einstakl-
inga við atburðum heldur en að
kafað sé djúpt í persónulýsingu. En
atburðarásin snýst að mestu um
Rúnar og hann er líka eina persónan
sem öðlast einhverja dýpt.
En hin hlutverkin gera engu að
síður öll miklar kröfur til leikend-
anna og að því leyti til er þetta
kjörið verkefni fyrir hópinn. Stefán
Baldursson er næmur og listrænn
leikstjóri sem nýtir til fulls getu leik-
endanna án þess þó að ofgera þeim.
Sviðsmynd Grétars Reynissonar er
sérstaklega vel hugsuð, skáhallandi
krosspallur, sem skiptir áhorfenda-
svæðinu í íjögur „hólf'. Innkomu-
leiðir em þrjár og þó að sviðsbúnað-
ur sé allur hinn einfaldasti gjömýtir
leikstjóri svæðið svo að ótrúleg fjöl-
breytni skapast. Með lýsingu Ólafs
Amar Thoroddsen verður umhverfið
oft harla dramatískt og í áhrifamikl-
um atriðum em eingöngu notuð
vasaljós til lýsingar.
Hönnun búninga er verk Grétars
Reynissonar, eins og sviðsmyndin.
Hann velur leikendum venjuleg
ígangsföt ffá sjötta áratugnum og
gefa þau sýningunni raunsæisblæ.
Atriði em stutt en fjölmörg þannig
að skiptingar em tíðar. Tónlist eftir
Kaj Chydenius og fleiri gegnir veig-
amiklu hlutverki, bæði sem tenging
milli atriða og eins nokkrir söngvar
í verkinu. Valgeir Skagfjörð, einn
leikendanna í hópnum, útsetti tón-
listina, æfði og annaðist undirleik
með prýði.
Þýðing Þórarins Eldjáms er að
vonum á ansi mergjuðu og grodda-
losti
legu máli þegar mest gengur á en á
milli em nokkrir hægari kaflar,
næstum ljóðrænir.
Eins og áður er sagt reynir mjög
á alla leikendur en auk þeirra níu
sem útskrifuðust í gær taka þátt í
sýningunni nokkrir gestaleikarar.
Halldór Bjömsson leikur hinn
marghrjáða Rúnar og nær heil-
steyptum tökum á hlutverkinu.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Kyl-
likki sem á í vök að verjast, ásótt í
sífellu af karlpeningi staðarins og
kúguð af foður sínum sem beitir of-
beldi og misþyrmingum til tyftunar.
Hún flýr á náðir trúarinnar og kýs
að ganga með Guði. Ólafía Hrönn
er nokkuð sannfærandi, einkum þeg-
ar á líður.
Ingrid Jónsdóttir leikur móður
Rúnars með töluverðum gusti og í
nokkrum atriðum er hún alfrosaleg.
Ámi Pétur Guðjónsson er hinn
harðneskjulegi faðir Kyllikki og
heldur vel túlkuninni út í gegnum
leikinn. Þórarinn Eyfjörð er smiður-
inn Heikki, í prýðilegu gervi,
Hjáfrnar Hjálmarsson er bílstjórinn
Peltonen og Stefán Sturla Sigmjóns-
son hinn breyski prestur Simo
Kapeelahti og skila allir þessum
hlutverkum vel. Valgeir Skagfjörð
teflir á tæpasta vað í hlutverki kaup-
mannsins og Þórdís Amljótsdóttir
leikur Eiju röggsamlega.
Góð og öguð framsögn allra þess-
ara nýbökuðu leikara vekur athygli.
Nokkrir gestaleikarar taka þátt í
sýningunni. Sigurveig Jónsdóttir
leikur ömmuna sem í sífellu tuldrar
illar forspár. Þórhallur Sigurðsson
er kennarinn og náði því að kæta
áhorfendur í einu atriði þar sem
hann bregður sér á fiðrildaveiðar.
Annars er ekki mikið um slík atriði
í þessu verki, Þau Bjöm Karlsson
og Margrét Ólafsdóttir em einnig
traust í sínum hlutverkum. Og tveir
nemendur úr öðrum bekk léku lög-
reglumenn.
Þessi hópur nýútskrifaðra leikara
tekst hér á við erfitt verkefhi sem
reynir nokkuð jafht á flesta þeirra.
Undir mjög góðri stjóm Stefáns
Baldurssonar verður þetta heilsteypt
sýning þó að varla geti verkið talist
aðlaðandi. Mér fannst vanta í leikri-
tið sjálft einhveija mannúð og meiri
samúð með persónum, sem hefði gert
það sannara.
Þetta er sannarlega ekki verk fyr-
ir viðkvæmar sálir og alls ekki við
bama hæfi, enda sýningin bönnuð
yngri bömum en 14 ára eins og kem-
ur fram í auglýsingum um sýningar.
Leikurunum níu, sem nú hafa lok-
ið fjögurra ára ströngu námi, er
óskað til hamingju með áfangann
og velfamaðar í íslensku leikhúslífi.
-AE
--Wi-. -y „.I