Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
33
Erlendir fréttaritarar
Blóðbaðs
að vænta á
Sri Lanka
Jón Ominr HaUdórsson, DV, Londan;
Skæruliðar tamíla á Sri Lanka
myrtu nær þrjú hundruð manns í
síðastliðinni viku í þremur atlögum
að almenningi. Litlu mun hafa mun-
að að óeirðir brytust út en þeim
heíðu íylgt alda morða á tamílum.
Ríkisstjómin afstýrði þessu með
útgöngubanni, sem nú hefur verið
aflýst, og fullyrðingum um að her-
menn hennar hefðu vegið hundrað
skæmliða í norðurhluta landsins og
þannig heíht fyrir hefhdarverkin.
Flestir telja þessa tölu hins vegar
stórlega ýkta og einungis til þess
ætlaða að friða almenning sem
heimtar blóðhefhd.
Stjómin er undir ört vaxandi
þrýstingi frá skipulögðum hópum í
landinu sem vilja að lagt verði til
atlögu gegn skæruliðum sem stjóma
borginni Jaffna og nokkrum svæð-
um í norðurhluta landsins. Stjómar-
herinn hefur verið illa vopnum
búinn fram að þessu, fámennur og
lítt þjálfaður en þetta hefur nú breyst
þánnig að í fyrsta sinn frá því að
skærur hófust í landinu fyrir fjómm
árum er stjómarherinn i stöðu til
þess að hefja verulega sókn gegn
skæruliðum.
Það kann hins vegar að skipta enn
meira máli fyrir þróun mála á Sri
Lanka að Rajiv Gandhi og stór hluti
almennings á Indlandi hafa misst
þolinmæði og samúð með tamílskum
skæmliðum eftir hefhdarverk þeirra
sem verða sífellt hrottafengnari.
Tamílar á Sri Lanka em aðeins
um tvær og hálf milljón manna en
handan sundsins, sem skilur eyjuna
frá Indlandi, búa fimmtíu og fimm
milljónir tamíla. Á meðal þeirra em
nær tvö hundmð þúsund flóttamenn
frá Sri Lanka og úr þeirra hópi em
skæmliðar þjálfaðir, búnir vopnum
og sendir síðan til Sri Lanka.
Indverska stjómin er þess senni-
lega umkomin að eyðileggja skæm-
her tamíla með því að loka búðum
þeirra og aðdráttarleiðum á Indlandi
en þetta hefur verið pólítískt óhugs-
andi fyrir stjómina vegna fjölmennis
og styrks tamíla á Suður-Indlandi.
Indverjar hafa enn samúð með mál-
Fyrir utan sjúkrahúsið i Colombo á Sri Lanka hefur verið komið upp listum með nötnum þeirra er særðust og létu
lífið í atlögum skæruliða tamíla í siðustu viku. Símamynd Reuter
stað tamíla á Sri Lanka en þetta
þjóðarbrot hefur mátt sæta vondri
meðferð af hendi meirihlutans á eyj-
unni eins og víðast gerist við svipað-
ar aðstæður.
Á Sri Lanka er hins vegar ýmissa
veðra von í stjómmálum því ólga
hefur farið vaxandi í landinu og
þolinmæðin minnkað eftir hermdar-
verk síðustu viku. Forseti landsins
er nú áttræður að aldri og eykur það
ekki á stöðugleika stjómarinnar.
Líklegt má því telja að stjómar-
hemum verði beitt meira gegn
skæmliðum en áður og hugsanlegt
er að lagt verði til mikillar atlögu
gegn vígum nema þá að Indveijar
blandi sér í málið af auknum þunga.
Túlípanaakrar
Hollands í blóma
Margir
Kanadamenn
Sgiún Haiöaidóttir, DV, Miinchen;
Nú er sá tími ársins er túlípana-
akrar Hollendinga draga til sín hópa
ferðalanga víðs vegar úr heiminum
og nágrannaþjóðimar fylla lang-
ferðabifreiðar sínar og aka garð-
yrkjuáhugamönnum í hópum yfir
landamærin.
1 helsta blómlaukaræktarhéraði
Hollands, sem liggur meðfram
ströndinni milli borganna Haarlem
og Haag, er Keukenhof, frægasti
garður Hollendinga. Garðurinn er
tuttugu og átta hektarar að stærð
með milljónum laukblóma og fimm
þúsund fermetrum af gróðurhúsum.
„Með nútímatækni í blómlauka-
framleiðslu er hægt að láta túlípana
blómstra á hvaða árstíma sem er,“
segir Jaap Nijssen, sölustjóri sam-
bands hollenskra blómlaukafram-
leiðanda í blaðaviðtali nú fyrir
skömmu. Segir hann útflutning
blómlauka færa þjóðarbúinu tæpan
milljarð gyllina árlega og að mögu-
leikar til blómlaukaræktunar séu
enn ekki fullreyndir og fullnýttir.
Árlega koma um níu hundruð þús-
und gestir í Keukenhof sem er
einungis opinn á vorin frá marslok-
um til maíloka og geta gestir fengið
keyptar allar þær tegundir blóm-
lauka sem eru til sýnis í garðinum.
Samtals sextán þúsund hektarar
lands fara undir blómlaukaræktun í
Hollandi og stækkar það landrými
stöðugt. Blómlaukasala Hollendinga
hefur aukist úr fjögur hundruð og
fimm milljónum lauka frá árinu 1966
í tólf hundruð og þrjátíu milljónir
blómlauka árið 1986. Áukningin hef-
ur verið mest síðastliðin tíu ár því
árið 1976 voru seldar fimm hundruð
sextíu og fimm milljónir blómlauka.
Síðastliðið ár voru fluttar út níu
hundruð og áttatíu milljónir lauka
en salan í landinu var tvö hundruð
og fimmtíu milljónir.
Með nútímatækni blómlaukafram-
leiðslu hefur starfsfólki verið fækkað
um sjötíu og fimm prósent með hjálp
tölvuvæðingar og er framleiðslan
þar af leiðandi arðvænlegri en áður.
Garðyrkjuáhugafólk, sem sækir
landið heim um þessar mundir, nýtur
góðs af útflutningsstefnu Hollend-
inga. Meðfram öllum vegum fást
festar og kransar úr blómlaukahöfð-
um fyrir smáaura og fimmtíu af-
skomir túlípanar kosta sem svarar
hundrað til tvö' hundruð íslenskum
krónum.
Samtals fara sextán þúsund hektarar lands undir blómlaukaræktun í Holj-
andi.
í frægasta garði Hollands, Keukenhof, eru milljónir laukblóma og geta
gestir keypt allar þær tegundir sem þar eru til sýnis.
ósáttir við
hert lög
um reykingar
Guörún Hjaiterdáoir, DV, OtBwa;
Heilbrigðisráðherra Kanada, Jack
Epp, hefur kynnt ný og hert lög um
reykingavamir í landinu. Með lög-
um þessum verður lagt bann við
öllum reykingum í opinberum bygg-
ingum og þar sem opinber þjónusta
fer fram. Gildir bannið jafht um
starfsmenn sem viðskiptavini
I lögunum er einnig gert ráð fyrir
sérsfökum námskeiðum fyrir opin-
bera um starfemenn þar sem þeim
vorður leiðbeint hvemig hætta á
reykingum. Verða námskciðin
starfsmönnunum aðkostnaðarlausu.
Bann við auglýsingum á tóbaki
verður hert til muna en fyrir fimmt-
án árum vom slíkar auglýsingar
bannaðar í sjónvarpi og útvarpi.
Með nýju lögunum verða þær einnig
bannaðar í blöðum og tímaritum og
annars staðar á opinbemm vett-
vangi.
Ýmsir reykingavama- og heilsu-
verndarhópar em himinlifandi yfir
þessum nýju lögum en þykir þó að
það heföi mátt ganga lengra. Segja
þeir þetta fyrsta stóra skrefið í bar-
áttunni gegn slæmum ávana sem í
hverjum mánuði leggur tvö þúsund
og fimm hundmð Kanadamenn að
velli og kostar ríkið óhemjufjármuni
á hveijum degi.
Sumir reykingamenn em sáttir við
lögin og segja að þau eigi eft.fr að
þrýsta á þá til að hætta reykingum.
En margir em líka ósáttir viö svo
hert lög. Má þá telja þá bændur er
hingað til hafa byggt afkomu sína á
ræktun tóbaks. Hagur þeirra hefúr
farið hríðversnandi síðustu árin og
ekki veiður þetta til að bæta hann.
Þar sem ekki er fyrirsjáanlegt að
hróður tóbaksins aukist næstu árin
hefúr fylkisstjómin í Ontario því
ákveðið að veija þrjátíu milljónum
Kanadadollara eða níu hundmð
milljónum íslenskra króna til styrkt-
ar tóbaksbændum í fylkinu svo þeir
geti hafið nýjar búgreinar.
Auglýsingabannið hefúr farið
mjög fyrir brjóstið á eigendum síga-
rettu- og vindlafyrirtækja og finnst
þeim að með banninu sé vegið að
tjáninga- og málfrelsi.
Aðstandendur íþróttafélaga og
ýmissa hópa í listgreinum em ugg-
andi um hag sinn því tóbaksauglýs-
ingar hafa fært þeim dágóðan
skilding til að halda starfeemi þeirra
gangandi i gegnum árin.
Margir reykingamenn, er starfa
hjá hinum opinbera, em óaáttir við
hin hertu lög og sérstaklega þá
stefhu að hafa opinberar byggingar
algerlega reyklausar og hvergi svæði
til að fá sér reyk innandyra. Þykir
sumum svo hart að sér vegið að þeir
neyðist til að láta af starfi sínu og
leita að nýju í einkageiranum þar
sem enn verður löglegt að reykja.