Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. Neytendur Fræðslurit um mataræöi og heilbrigði aldraðra er nýkomið út. Ritlingur um mat og holl- ustu aldraðra „Hægðatregða, æðahnútar og gyllinæð eiga ofl rót sína að rekja til slæmra fæðuvenja árum saman, of lítillar vökvaneyslu og skorts á líkamsþjálfun." Þessa tilvitnun má finna í nýút- komnum ritlingi Kvenfélagasam- bands íslands. Ritlingurinn heitir Aldurinn færist yfir og er gefinn út í fræðsluritaröð Kvenfélagasam- bandsins. Þar má finna umljöllun og tillögur um helstu málsverði dagsins, kaup og geymslu matvæla, ofeldi og vaneldi, auk uppskrifta að heppilegu fæði fyrir gamalt fólk. Ritið er 20 blaðsíður að stærð og þýtt og staðfært úr dönsku af Vig- dísi Jónsdóttur og Sigríði Kristjáns- dóttur. Það kostar 100 krónur og fæst keypt á skrifstofu Kvenfélaga- sambandsins að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 3. hæð. Skrifstofan er opin 14-16 alla virka daga. Við birtum hér eina uppskrift úr Aldurinn færíst yfir: Rúggrautur (handa einum) 3 dl mjólk 1 1/4 dl rúgmjöl svolítið salt Hrærið rúgmjölið út í svolítilli mjólk, bætið síðan í því sem eftir er af mjólkinni, hitið og sjóðið í 5 mín. en hrærið í við og við. Saltið þegar grauturinn er soðinn. Gott er að hafa saftblöndu út á eða ávaxta- mauk með. Einnig má sjóða rúg- graut í vatni, setja rúsínur í hann og hafa sykur og mjólk út á. -pv Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmauuahö&i: Séð frá sjónarhóli Bandaríkja- manna er Kaupmannahöfn nú sjötta dýrasta ferðamannaborg í heimi. Er það sérstaklega fallandi gengi doll- arans auk aukinnar verðbólgu og hærra verðs á hótelgistingu sem sett hafa Kaupmannahöfn í hóp dýrustu borga heims. Er það blaðið Business Traveller sem hefúr gert verðkönnun í helstu ferðamannaborgum heimsins. Tekið er mið af meðaltalskostnaði fyrir einn í sólarhring. Innifalið í þeim kostnaði er einstaklingsherþergi með baði á fyrsta flokks hóteli, þjórfé, máltíðir og smáupphæð til skemmtana. I Kaupmannahöfn nemur kostnað- ur þessi 214 dölum eða 8.246 íslensk- um krónum. Dýrara er gamanið fyrir par en herbergi fyrir tvo með baði og morg- unverði kostar frá 6-10 þúsund íslenskra króna. Dýrustu borgimar í könnuninni voru Tókýó með rúmar ellefu þús- und krónur og New York með kr. 10.800, þá miðað við einstakling. Þar á eftir komu Stokkhólmur með kr. 8.600, Genf 8.500, París kr. 8.450 og svo Kaupmannahöfh með kr.8.246. Munurinn á evrópsku borgunum er ekki mikill, sjöunda borgin er Zurich með kr. 8.170, Osló kr. 8.140, Frankfurt kr. 7.980, Amsterdam kr.7.950 og Vín kr. 7.870. Danir kenna, auk stöðu dollarans, söluskattinum um stöðu Kaup- mannahafnar. Söluskatturinn nemur 22% en er helmingi lægri í Stokkhólmi sem er í þriðja sæti og dýrust evrópskra borga. í ferðamannaáróðri Kaupmanna- hafhar er ekki hægt að nota verðlag- ið eins og áður. Hóteleigendur hafa löngum kvartað yfir söluskatti á hótelþjónustu og telja hann standa ferðamannaiðnaðinum í heild fyrir þrifum að miklu leyti. Nýleg verðkönnun á herbergi fyrir tvo í eina nótt á þekktum hótelum í Kaupmannahöfn leiddi eftirfarandi í ljós. Hótel Sheraton 8.000-9.600 kr., með baði og morgunverði Hótel Scandinavia 5.460 kr., með baði en án morgunverðar Hótel d’Angleterre 8.330 kr., með baði en án morgunverðar Hótel Alexandra 3.300-5.630 kr., með baði og morgunverði Hótel Imperial 6.150 kr., með baði og morgunverði Hótel Admiral 4.680 kr., með baði en án morgunverðar Framkvæmdastjóri í Bellacenter, sem er í tengslum við sýningar og ráðstefnur ár hvert, sinnir fjölda fyr- irspuma um hótelherbergi og segist aldrei heyra kvartanir vegna verðs- ins, eina vandamálið sé að fá næg hótelherbergi. Hótel í Kaupmannahöfn þykja dýr. Þessir ferðalangar hafa þó fundið ráð við þeim vanda. IKshættuleg bíldekk afturkölluð Haukur L. Hauksson, DV, Khöfru Margir bílstjórar, sem í vetur hafa keypt ný Goodyear Vector dekk, eiga á hættu að dekkin verði áttköntuð við hraðakstur og því geti þeir misst stjóm á bílnum. Framleiðendur Goodyear hafa uppgötvað galla í dekkjum, fram- leiddum í 44. og 45. viku á síðasta ári, og hafa þau verið seld fyrr í vetur. Næstum öll dekkin hafa verið innkölluð í gegnum skrár um við- skiptavini en ekki er útilokað að mörg dekk séu enn í umferð. Því aðvarar Goodyear sem gefhr ný dekk að kostnaðarlausu í staðinn fyrir þau gölluðu. Hin hættulegu dekk heita Vector og 8tærðin er 155x13. Eru dekkin stimpluð á hliðinni með stöfunum ND og átta stafa númeri sem endar annaðhvort á 446 eða 456 sem er framleiðsluvika og -ár. Dekk þessi eru ekki á nýjum bíl- um en era af mjög algengri stærð og passa á bæði japanska og evr- ópska bíla. Rannsóknir hafa sýnt að galli dekkjanna kemur fram við hraðakstur, þegar of lítið loft er í þeim eða þegar bílhnn er of hlað- inn. Hafa eigendur slíkra dekkja í Danmörku verið beðnir um að hafa samband við söluaðila Good- year hið snarasta. Neytendasíðan hafði samband við umboðsaðila Goodyear á ís- landi en það er Hekla h/f. Þar var okkur sagt að fyrirtækið hefði ekki flutt inn Vector hjólbarða. Ekki gat fyrirtækið þó útilokað að ein- hver annar heffii flutt inn dekk af þessari gerð á eigin vegum. Það er því brýnt að allir þeir sem hafa keypt Goodyear dekk nýlega af öðram aðilum en Heklu h/f athugi hvortdekkin séu þessarar gerðar. Mjólkummbúðir ífiystinn Mjólkurfemur era tilvaldar til þess að nota undir matvæli sem geyma á í frystikistunni. Þvoið femumar vel að innan áður en þær era notaðar á nýjan leik. Þegar fiystu matvælin era tekin úr femunum er hægur vandi að skera þær utan af matnum, því ekki þarf að halda upp á femumar lengur. Það fellur nóg af þeim til daglega. Það er t.d. tilvalið að frysta heimatil- búinn ís í mjólkurfemum. Þær má einnig nota til þess að koma til blóm- laukum, að ekki sé talað um að koma kartöflum áfram fyrsta legginn á rækt- unarferlinu í mjólkurfemum. Skópoki verður að vettiingapoka Skópoki getur þjónað prýðilega sem vettlingageymsla. Hengið skó- poka upp nálægt fatahenginu, þá er auðvelt að fá krakkana til þess að troða vettlingunum sínum í vasana á skópokanum, sem þá er í rauninni ekki lengur skópoki heldur vettlinga- poki. Mjölbjöllur hræðast tyggjó Ef þú hefur orðið var við mjölbjöll- ur í hveitinu þínu skaltu láta óinn- pakkaða spearmint tyggjóplötu í hveitibaukinn. Mjölbjöllumar geta ekki þrifist þar sem þessi lykt er, en lyktin hefur engin áhrif á hveitið. Edik mýkir plastið Bamasmekkir úr plasti og bleiu- plastbuxur haldast mjúk og þjál með því að bæta einum bolla af ediki út í skolvatnið. Sama á auðvitað við um sturtugardínu og borðdúka úr plasti. Það er líka mjög gott að bregða plast- inu inn í þurrkarann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.