Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 29. APRlL 1987. .31 Sandkorn Kvikmyndir Stjörnubíó - Engin miskunn ★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit Nóg komið eða... Skoðanakannanir eru til margs nytsamlegar, sérstak- lega ef ætlunin er að hafa gagn af þeim. Það er líka hægt að nota þær öðruvísi og stund- um er hægt að fá þær í hausinn, aðallega þó óvilj- andi. Sérkennileg skoðanakönn- un var framkvæmd á kosn- inganóttina fyrir sjónvarps- stöðvamar. Upphaflega var það RÚV-sjónvarpið sem fékk Skáís í leikinn og átti að mæla notkun áhorfenda á dagskrám beggja stöðvanna. Framan af var greinilegt að ríkissjónvarpið naut meiri hylli en þegar komið var notkuð fram yfir miðnætti fór að draga saman. Þá sögðu rík- issjónvarpsmenn nóg komið og þökkuðu fyrir sig. Stöð 2 brá þá hins vegar við og fékk Skáís til þess að halda áfram það sem eftir lifði nætur. Og dagskrá stöðvarinnar naut sí- vaxandi hylli þar til svo fór að ríkissjónvarpið hætti út- sendingum klukkan 6 um morguninn, þótt margt væri þá enn óljóst. Eftir það þurfti auðvitað ekki að spyija neinn hvort hann horfði á ríkissjónvarpið eða Stöð 2, en stöðvarmenn héldu áfram þar til reglubund- ið bamaefni kom á skjáinn klukkan 9. íkörfu Þeir eru margir sem iðka íþróttir sínar í laumi og keppa aldrei opinberlega, eru í þessu svona rétt til þess að halda pumpunni gangandi. Þar á meðal er hópur sem mætir reglulega í körfubolta. 1 hópn- um eru ýmsir meira og minna kunnir menn og má þar rtefna einnig sérlega tregur á að láta knöttinn frá sér og geri það raunar alls ekki. Einu skiptin sem hann sleppi boltanum sjálfviljugur sé þegar hann „dripplar" eða skýtur á körf- una. Ekki veg- stikur... Nokkrir ungir menn rugluð- ust tímabundið (vonandi) í vetur norður í Skagafirði og réðust á vegstikur í tugatali og einnig vegslár sem merkja beygjur á vegum. Þetta er svo sem ekki alveg nýtt, að menn fremji óskiljanleg og tilgangs- láus skemmdarverk. Það er hins vegar öllu lakara þegar eyðileggingin bitnar á hlutum sem settir hafa verið upp til þess að treysta almennt ör- yggí- Vegagerðin ætlar ekki að láta kyrrt liggja að þessu sinni og hefur látið lögmann sinn kanna viðurlög við brotum af þessu tagi. Niðurstaða hans ■er sú að við þeim liggi viðurlög samkvæmt 168. grein hegning- arlaga - allt að 6 ára fangelsi eða varðhald. Og nú er að sjá hvað þessar 100 vegstikur og 3 vegslár kosta skemmdar- vargana í Skagafirði. Raunir Þeir sem eru í pólitík mega hafa ýmislegt misjafnt og láta sér hvergi bregða ef þeir ætla að hafa kjósendur sína góða. Á einum gleðskapnum fyrir kosningar, reyndar austur á Egilsstöðum, mætti formaður viðkomandi fiokks til þess að treysta stöðu viðkomandi frambjóðenda. Þegar hátíðin í Valaskjálf stóð sem hæst þurfti formaðurinn að rýma fyrir nýjum birgðum og brá sér á salemið. Þar var þá fyrir ungur kjósandi sem eins var ástatt fyrir, nema að hann þurfti greinilega að rýma enn meira, svo að ekkert lát var á. Þegar hann sér formann sinn kominn að næstu skál grípur piltinn mikill fognuður. Snýr hann sér beint að for- manninum, ávarpar hann innilega, en gleymir greini- lega um leið til hvers hann stóð þama. Stóðu nú tvær bunur á formanninn, hátt og lágt, sem var vonum seinni að víkja sér undan. Ekki þarf að orðlengja þetta frekar, nema hvað formaðurinn mátti hafa þetta án eftirmála því ekki mátti styggja atkvæðið. Kosningamar í hættu Sú þjóðsaga hefur gengið fjöllunum hærra síðustu miss- erin að eini maðurinn á íslandi sem gæti reiknað út úrslit þingkosninga eftir nýju kosningalögunum væri Þor- kell Helgason prófessor. Hann var aðalráðgjafi og aðstoðar- maður kosningalaganefndar og þrátt fyrir harða baráttu hans fyrir einfaldari kosn- ingalögum ákváðu þingmenn að nota flókið kerfi til þess, eins og Þorkell segir, að það sæist ekki eins augljóslega hve kerfið er í rauninni rang- látt. Nú, en önnur saga segir að Þorkell stundi með fleirum reglubundið leikfimi í íþrótta- húsi Háskólans. Á dögunum, rétt fyrir kosningar, var Þor- kell á leið á æfingu og þurfti að fara yfir Suðurgötuna. Hann var á seinustu stundu og í óðagotinu var hann næst- um orðinn fyrir bíl á hraðferð. Áhorfendur sem næstir stóðu mku til en í ljós kom að Þor- kell hafði sloppið lifandi og ósærður. „Þar fór betur,“ sagði einhver, „annars hefði orðið að fresta kosningunum." Umsjón: Herbert Guómundsson Bófahasar í New Orleans Guðmundur - tregur á knöttinn, en sumir eru ennþá tregari - á knöttinn. fyrrverandi háskólarektor og fyrrverandi þjóðhagsstjóra. Þetta eru þeir Guðmundur Magnússön prófessor og Jón Sigurðsson alþingismaður frá því á laugardaginn. Þaíer sagt um Guðmund að hann sé tregur til þess að láta knöttinn frá sér, nái hann höndum yfir hann, og geri það helst ekki. Um Jón er sagt að hann sé Engin miskunn (No Mercy). Leikstjóri: Richard Pearce. Aöalleikarar: Richard Gere og Kim Basinger. Ferill Richard Gere hefur vægast sagt verið misheppnaður hingað til þegar haft er í huga að hann er helsta kyntákn níunda áratugarins í Hollywood. Varla hefur nokkur mynd borgað sig sem hann hefur leikið í síðan An Officer And A Gentleman. Og eftir irammistöðu sína í King David, sem eru mestu mistök sem gerð hafa verið í Hollywood síðan í Heavens Gate, á hann svo sannarlega erfitt uppdrátt- ar. Ekki bætti fyrir honum pólitískur þriller, Power, þótt við stjómvölinn væri Sidney Lumet og sú mynd, sem hér er til umfjöllunar, Engin mis- kunn, bætir ekki stöðu hans. Þar leiða saman hesta sína Gere og Kim Basinger sem hefúr vakið athygli að undanfömu og þá ekki síst vegna kyntöfra sinna. Engin miskunn er rómantísk saka- málamynd. Richard Gere leikur Eddie Julette, lögregluþjón í Chicago, sem ásamt samstarifsmanni og vini er að rannsaka beiðni um atvinnumorðingja sem tengist að því er virðist ómerkilegu fíkniefnamáli sem þeir félagar hafa verið að ranns- aka. En þegar vinur og félagi Julette er myrtur, að því er virðist að ástæðulausu, kemst aðeins eitt að í huga Julette, hefnd. Beiðnin um at- vinnumorðingjann kom frá New Orleans svo Julette heldur þangað í miklum ham. Þar reynir hann að hafa uppi á Michel Duval (Kim Basinger), sem tengist morðinu. Hún er aftur á móti ástkona Losado undirheimafor- ingja sem ábyrgur er fyrir morðinu. Richard Gere og Kim Basinger á flótta í fenjum Louisiana. Þrátt fyrir andstöðu lögreglunnar í New Orleans er Julette ákveðinn í að hafa hendur á hári Losedo og hefst nú æsilegur leikur og flýtur blóðið í stríðum straumum... Það vantar ekki að söguþráðurinn er á köflum æsispennandi, en virkar um leið ósannfærandi og þrátt fyrir að nokkur grá hár hafi verið sett í Gere og hann klæðist snjáðum fötum er hann aldrei sannfærandi lögga með mikla reynslu að baki. Kim Basinger er eins og alltaf kynþokka- fúll og nýtur sín vel fyrir framan myndavélina. Hún hefur samt oftast áður leikið betur og að fólk trúi að sú þokkagyðja, er hún leikur, sé ólæs og óskrifandi er erfiður biti að kyngja. Enginn miskunn er í besta falli sæmileg afþreying, kokkteill þar sem ofbeldi er bíandað með passlega djarfri ástarsenu þar sem Gere og Basinger eru á heimavelli. Hilmar Karlsson GÓÐ FERMINGARGJÖF 2 manna svefnsófinn með sængurfatageymslu kr. 21.500.- stgr. Raðsett klætt með áklæði eða nýja undraefninu LEÐURLUX. Ótal uppröðunarmöguleikar. BÓLSTRUN Sveins Halldórssonar, Laufbrekku 26 (Dalbrekku megin) sími 641622, heima 656495. Loftastoðir BYGGIIMGA- MEISTARAR Eigum nú á lager loftastoðir á mjög hagstæðu verði, bæði málaðar og galvaniseraðar ★ Stærðir 1,90-3,40 m, 2,30-3,80 m og 2,50-4,40 m ★ Góðir greiðslu- skilmálar ★ Leigjum einnig út loftastoðir Fallar hf. Verkpallar - stigar Vesturvör 7 - 200 Kópavogur, simar 42322 - 641020.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.