Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. 23 Dægradvöl WESM Viðgerða- og varahlutaþjonusta P ' . _ I — Raltækja-og heimi Faanlegir imHEKÍAl fylgihlutir: Lk ■ ^ I Laugavegi 170-172 Simi I Spil á Spil á hendi eru án efa vinsælust allra spila og fjölhæfust. „Alls kyns spil af ýmsu tagi hafa verið búin til á ýmsum öldum bæði í Asíu og á Vesturlöndum og alls kyns leikir hafa verið fundnir upp sem tengdir eru þeim. Hin hefðbundna spila- samstæða með 52 spilum er býsna mögnuð og sveigjanleg táknasam- stæða og hentar vel til margs konar leikja sem eru í senn háðir heppni og dugnaði í mismunandi hlutföll- um. I bridge og póker skiptir dugnaður spilamannsins t.d. mestu en í ýmsum öðrum spilum er vinn- ingur einungis undir heppni kominn. Eitt af því sem laðar menn að spilunum er eflaust það að snert- ingarkenndinni er fullnægt: Það er notalegt að fá spil í hendur og margir spilamenn eru sannir snill- ingar að stokka og gefa spil. Spil höfða líka til sjónskynjunarinnar og eru tíðum vel úr garði gerð. Engir minni háttar nytjahlutir úr daglegu lífi hafa notið slíkrar um- hyggju og alúðar sem spilin af hendi málara og graflistarmanna. Loks má geta þess að spilunum fylgja tiltekin dulúð og töfrablær sem vísindi og rökvísi hafa ekki unnið bug á.“ (Úr Spil og leikir.) hendi Umsjón: Dröfn Hreiðarsdóttir GrO Go er heiti á einu allra elsta spili veraldar þó það eigi sér heldur skamma sögu að baki á Vesturl- öndum. „Go er einfaldara og rökréttara en skák. Báðar grein- arnar eru baráttuleikir. Skák minnir á orrustur riddaraskeiðsins en þótt go sé komið til ára sinna svipar því fremur til nútímahern- aðar,“ segir í bókinni Spil og leikir um víða veröld. Hér á landi stunda fáir go sem flokkast undir íþrótt eins og skák- in. Þó er hreyfing á málum því þeir Sigurður Haraldsson og Krist- inn Torfason eru báðir nýkomnir úr Norðurlandamóti í go í Dan- mörku. Þeim gekk hara nokkuð vel á mótinu miðað við það að þetta var í fyrsta sinn sem go-spilarar frá íslandi mættu á mót og sagði Sig- urður að fólk hefði orðið gapandi hissa á að einhver skyldi hafa kom- ið frá íslandi. Þeir fengu sérstök verðlaun fyrir framtakssemina. Þeir sögðu spilið vera um 4.500 ára gamalt. Þess er fyrst getið í kínverskum bókum enda voru go- meistarar mikils metnir í Kína til forna. Hinum fornu Samurajum í Japan bar lengi vel skylda til að læra go til að þjálfa hernaðartækni sína. Landvinningaspil Go byggist einmitt á hernaðar- tækni, það er landvinningaspil og hver leikur er til þess gerður að vinna svæði. Spilið notast við tré- plötu með 19x19 reitum og 181 svarta steina, 180 hvíta steina og tvo leikmenn. Stundum er skák- klukka notuð til að fylgjast með tímamismun. Leikreglur eru ein- faldar og árangur næst fljótlega enda hjálpar forgjöfin byrjendum á sama hátt og forgjöfin í golfi gerir. Go er þó eitt af þeim spilum sem hægt er að ná mikilli færni í því það krefst mikillar útsjónarsemi, rökhugsunar og innsæis. Spilið kennir mönnum einnig þá hugsun að vanmeta ekki andstæð- inginn, ætla sér ekki of mikið, nota innsæi til að sjá fyrir hluti og síð- ast en ekki síst að vinna á sínu eigin ágæti. Fyrirhugað félag i go Þeir Sigurður og Kristinn hafa Eitt af fyrstu spilunum sem börn komast í kynni við eru ólsen, svarti pétur, langavitleysa og önnur álíka auðlærð spil. Síðan læra margir kana, vist, kapal, rommí og önnur þekkt spil. Bridge er enn eitt spilið en það telst þó flóknara en hin enda er keppt í því á bridsmótum. Félagsvistin er mikið stunduð af eldri borgurum sem finna í henni skemmtilega dægradvöl. Aðal go-spilarar Islands, Sigurður Haraldsson og Kristinn Torfason, nýkomnir af go-móti i Danmörku þar sem þeim var veitt sérstök viðurkenning fyrir það framtak að vera fyrstir íslendinga, svo vitað sé til, að keppa fyrir íslands hönd í go. DV-mynd KAE mikinn hug á að stofna félag go- spilara á íslandi og fá til liðs við sig þá sem þegar kunna spilið ásamt því að kynna spilið fyrir öðrum. Þeir sögðu að í Japan þekkti almenningur álíka mikið til go eins og Islendingar til skákar- innar. í Japan eru t.d. um 5.000 atvinnumenn í go. Styrkleiki leikmanna er í fyrstu mældur í ákveðið mörgum „kyu“ (framb. kíjú) og þegar færnin vex geta menn nælt sér í ákveðinn fjölda „dan“ eins( og tíðkast í kar- ate. Þeir félagarnir voru sammála um að „go er dægradvöl sem okkur þykir virkilega einhvers verð því maður þarf svo sannarlega að nota hausinn." =KENWOOD= ÞAÐ VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMIUSTÆKIN KENWOOD CHEF hefur sannað ágæti sitt í gegnum árin Það er alltaf gaman að grípa i spil og eldri borgarar hafa verið iðnir við að stunda félagsvistina. Verð kr. 12.960,- með skál, þeytara, hnoöara, hrærara, loki og mæliskeiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.