Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. Fréttir Hannes Hlffar, heimsmeistari unglinga í skák, kominn heim: 99Atfti ekki von á þessum árangri“ og grenjandi Ijón á bakinu. Því stóð hann sig með mikilli prýði. Ég gerði frá upphafi ráð fyrir að hann yrði í einhveiju af fimm efstu sætunum en sigurinn kom þægilega á óvart,“ sagði Guðmundur Siguijónsson stórmeistari í samtali við DV. Guðmundur sagði að aðbúnaður hefði verið mjög góður á mótinu og ekki undan neinu að kvarta i því sam- bandi. Hjá honum kom fram að þessi árangur gæfi Hannesi ekki áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en hins veg- ar hlyti hann að launum FIDE meist- aratitil sem ekki væri mjög hátt skrifuð tign meðal skákmanna. Aðspurður um möguleika Hannesar á að halda heimsmeistaratigninni að ári sagði Guðmundur að slíkt hefði enginn gert áður og í sjálfu sér engin ástæða til þess að rembast við það. Þessi titill nú væri staðreynd og stór- kostlegt að Islendingur væri í annað sinn handhafi hans. Skák eina tómstundagamanið Meðal þeirra sem tóku á móti Hann- esi var móðir hans, Sesselja Friðriks- dóttir. Hún sagði í samtali við DV að frammistaða sonarins hefði komið sér á óvart en hún væri mjög hreykin af honum. í máli hennar kom fram að skák væri eina tómstundagaman Hannesar og væri mikið teflt á heimil- inu enda kynnu báðir bræður hans mannganginn og vel það. Það er ekki á hveijum degi sem ís- lendingar eignast heimsmeistara en Hannes Hlífrr Stefánsson vann það afrek að verða heimsmeistari er hann varð efstur á heimsmeistaramóti ungl- inga, 16 ára og yngri. í skák í Inns- bruck í Austurríki. Hannes sigraði Frakkann De Graeve í síðustu skák sinni og hlaut þar með 9.5 vinninga af 11 mögulegum. Næstur honum kom Adams frá Englandi með 9 vinninga. ..Ég átti ekki von á þessum árangri enda margir erfiðir andstæðingar á mótinu," sagði Hannes Hlífar Stefáns- son í samtali við DV í Flugstöð Leifs Eiríkssonar skömmu eftir komuna til landsins i gær. í flugstöðinni biðu hans fjölskylda hans og forráðamenn Skáksambands íslands sem afhentu honum blóm og þökkuðu honum sigurinn. Aðspurður sagði hann að Adams hefði verið erfíðasti andstæðingur sinn á mótinu en hvað aðra skákmenn þar varðaði sagði hann að sér hefði komið á óvart hve rússneska keppandanum gekk brösuglega. „Hann er að vísu aðeins 12 ára gamall og þetta er í fyrsta skipti sem hann teflir utan Sov- étríkjanna." Aðspurður um hveijar hann teldi líkurnar á að halda titlinum að ári sagði Hannes að það yrði mjög erfitt og líklega nær ómögulegt, allavega vissi hann ekki um neinn skákmann sem hefði tekist slíkt. Undirbúningur Hannesar fyrir mó- Hlíf Bjarnadóttir, amma Hannesar, og Sesselja Friðriksdóttir, móðir hans, voru meðal þeirra sem tóku á móti honum. DV-myndir BG. tið stóð í nokkrar vikur og naut hann dyggrar aðstoðar Guðmundar Sigur- jónssonar stórmeistara sem var honum til halds og trausts í Austurríki. Sagði Hannes að sigur sinn væri honum ekki hvað síst að þakka. Mikil pressa „Hannes var undir mikilli pressu allt mótið, með andstæðinga sína eins Hannes fékk einnig blóm frá ungum félögum sínum i skák- hreyfingunni. Sesselja, móðir Hannesar, smellir á hann rembingskossi. Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari var Hannesi til halds og trausts á heimsmeistaramótinu. Ladan var allmikið skemmd eftir áreksturinn, eins og sjá má á myndinni. DV-mynd S. Harður árekstur Harður árekstur varð á gatnamót- um Vesturlandsvegar og Höfðabakka á laugardagskvöld. Lada bifreið, sem var á leið um Vesturlandsveg, keyrði á aftanívagn vörubifreiðar sem var á leið upp Höfðabakka. Ökumaður og farþegi Lödu bifreiðarinnar voru flutt- ir á slysadeild, en þeir munu ekki hafa hlotið alvarleg meiðsl. Deilt um afrétt í Mývatnssveit Jón G. HaukssoruDV; Akureyri: „Það er klárt mál, við náum ekki í féð þama inn eftir og ég efast ekk- ert um að þetta mál geti farið í hart,“ sagði Valgeir Illugason, bóndi í Reykjahlíð í Mývatnssveit, í gær. Upp er komin deila vegna þess að Reykjahlíðarbændur slepptu þrjátíu kindum vestur undir Jökulsá á Fjöll- um í svokölluð Mellönd. Reykjahlíð- arbændur eiga þennan afrétt. Valgeir sagði að þeir hefðu verið með fé þama í fjölda mörg ár. Þetta væm hlunnindi sem þeir yrðu að nýta og þetta væri í raun undirstaða þeirra búskapar að þeir gætu rekið fé þangað. - Er ekki nauðsynlegt að hvíla landið og rækta það upp? „Það má segja að landið hafi breyst á þessum slóðum í þau fimmtíu ár sem ég hef verið bóndi. Landið þama hefur sums staðar gróið en annars staðar hefur það blásið upp.“ Hafið þið gert eitthvað til að græða landið? „Nei, við höfum ekki gert neitt í því ennþá.“ Að sögn lögreglunnar á Húsavík í gær hefur ekki komið formleg kæra til embættisins um að taka þetta mál fyrir. „Við höldum að okkur hönd- um, ég tel að málið skýrist á morgun, mánudag," sagði Daníel Guðbjöms- son, lögregluvarðstjóri á Húsavík. „Það hefur enginn áhuga á nýju Auðkúlumáli," sagði Daníel og bætti við að sveitarstjóm Skútustaða- hrepps hefði samþykkt að ekki yrði rekið á afrétt austan við Námaskarð og alveg undir Jökulsá á Fjöllum. „Það hefur komið til tals að láta þá ná í féð en það yrði þá Landgræðsl- an og landbúnaðarráðuneytið sem fæm þess á leit við sýslumannsem- bættið héma,“ sagði Daníel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.