Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Síða 13
f 13 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. Neytendur Fitusýrur: Ur hverju? Til hvers? Fitusýrur eru gerðar úr frumefnun- um kolefni, vatnsefni og súrefni. Fitusýrur eru keðjur gerðar úr þessum frumefnum og eru keðjurnar mismun- andi langar. Fer lengd þeirra eftir fjölda kolefna. Fitusýrur í mjólkurvörum eru að megninu til með 6-8 kolefni en í kjöti og fiski eru fitusýrurnar með 14 kol- efni eða lengri. Mettaðar og ómettaðar fitusýrur Fitusýra kallast mettuð vegna þess að hún inniheldur öll þau vatnsefni sem hægt er að .tengja við kolefnin. Ómettaðar fitusýrur kallast þær fitu- sýrur sem hafa misst 2, 4, 6 eða 8 vatnsefni. Kallast fitusýra einómettuð ef hún hefur tapað 2 vatnsefnum en fjölómettuð ef hún hefur tapað fleiri en tveimur. Mismunur á þessum fitusýrum hefúr vakið áhuga fólks vegna þess að fólki með of háa blóðfitu eða fólki, sem hefur fengið hjarta- og æðasjúkdóma, er ráðlagt að draga úr neyslu á mett- aðri fitu en auka neyslu á ómettaðri fitu og þá sérstaklega fjölómettaðri fitu. (T.d. sleppa smjöri og nota mjúkt smjörlíki eða jurtaolíu í staðinn.) Myndl Myndin sýnir 3 gerðir fitusýra. Tak- ið eftir því að mismunur fitusýranna liggur í fjölda tvítengja í fitusýrunum. Allar fitusýrumar innihalda 18 kol- efni. A. Þessi fitusýra er mettuð. Á þessa fitusýru vantar engin vatnsefni. Fitusýran heitir sterínsýra. Ekkert Gunnar Kristinsson matvælafræðingur - MATUROG HOLLUSTA- H H H H H H H H H H H H H H H H H 0 H-C- l -c- c- 1 -c- i -c- 1 •c- -c- -c— -c- C- -c- -C- -c— -c- C — c- 1 -c- II C-O-H H H H H H H H H H H H H H H H H H H 1 H H 1 H H H H H 1 f H H H H H H H 0 ii -C-O-H H-C- -c- -C- -c- -c- -C- -c- -c- -C = c- -c- -C- —c- -C- -c- -c- —c- H H H H H H H i H H H H H H H H H H H I H l H H H l H r H H H H H H H 0 H-C- -c- 1 -c- -c- -c- -c = C- -c- -c = c- -c- -c- -c- -c- 1 -c- 1 -c- -c- II -C-O-H H H H H H H H H H H H H H H H H H tvítengi er til staðar. B. Þessi fitusýra er einómettuð. Af þessari fitusýru er búið að fjar- lægja tvö vatnsefni og komið er eitt tvítengi. Fitusýran heitir olíu- sýra og finnst meðal annars í ólífuolíu. C. Þessi fitusýra er gölómettuð. Af þessari fitusýru er búið að fjar- lægja 4 vatnsefni og komin eru tvö tvítengi. Fitusýran heitir línólsýra og finnst í mörgum fitutegundum, bæði í jurta- og dýraríkinu. Mest finnst þó af henni í jurtaolíu eins og t.d. sólblómaolíu, maísolíu og matarolíu. Hún kallast lífsnauð- synleg fitusýra. Allt feitmeti og oliur innihalda blöndu affitusýrum, þ.e. mettaðar fitu- sýrur, einómettaðar fitusýrur og fjölómettaðar fitusýrur. Hlutfall hverrar fitusýru fer eftir fæðutegund- um. Mest er af ómettuðum fitusýrum í jurtaolíum en minnst í þeytikremi Lífsnauðsynlegar fitusýrur Lífsnauðsynlegar fitusýrur eru þær fitusýrur sem líkaminn myndar ekki sjálfúr. Hann verður því að fá fitusýr- umar úr matnum. Línolsýran er lífsnauðsynleg fitusýra. Nokkur sjúk- dómseinkenni hafa verið rakin til skorts á línólsýru en þau eru aðallega roði í húð og erting í húðinni (Dermat- itis). Það kemur fram vegna bó'- j eða sýkingar í húð. Vanti ungabörn linól- sýrur kemur fram vaxtartruflun. Sé línólsýra sett í fæðið hverfa þessi ein- kenni. Flest daglegt fæði. bijóstamjólk og fæði fyrir ungabörn inniheldur línól- sýru. Þeir hópar sem hugsanlega geta þjáðst af línólsýruskorti eru ungaböm sem neyta eingöngu mjólkurdufts sem ekki inniheldur línólsýruna og fólk sem hefur lengi verið með næringu í æð sem ekki inniheldur línólsýru. Ég vil taka það fram að roði í húð þarf ekki endilega að vera af völdum línólsýruskorts. Roði getur komið fram vegna skorts á öðrum efnum sem nauðsynleg eru fyrir húðina og fæst ekki úr því skorið nema með rann- sókn. Aðrar lífsnauðsynlegar fitusýrur eru línólensýra og arakidonsýra. Báðar þessar fitusýmr eru framleiddar úr lín- ólsýru í líkamanum. Prostaglandín Lífsnauðsynlegu fitusýrurnar mynda efni, prostaglandín, sem líkjast hormónum. Þessi efni hafa mjög mis- munandi virkni í líkamanum. Þekkt eru um 100 prostaglandín í líkam- anum. Eitt prostaglandín víkkai' og dregur saman blóðæðar. Annað prostaglandín hefur áhrif á flutning taugaboða. Sérstakt prostaglandín brevtir svörun líkamsvefja við horm- ónum i líkamanum og enn eitt er í brjóstamjólkinni og verndar ungaböm fyrir mvndum sára í meltingargangin- um. Gunnar Kristinsson matvælafræðingur Fæst í heíls- og hálfs íítra umbúðum. Nú fást þessar einstöku eldhúsrúllur á tilboðsverði. Hafðu ætíð það besta á borðum. ss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.