Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. Spumingin Hvernig líst þér á Sjálfstæð- isflokk, Alþýðuflokk og Kvennalista í stjórn saman? Indriði Indriðason rithöfundur: Ekki vel, ég hef ekki trú á því að þessir flokk- ar geti starfað saman, það eru allt of ólík sjónarmið er gi-eina þá að. Ég mvndi vilja hafa Sjálfstæðis-, Fram- sóknar- og Alþýðuflokk saman. Gunnar Ævarsson tækniteiknari: Bara vel þó það séu vTnis lión í veginum hvað varðar samræmingu stefnu flok- kanna og þá sérstaklega varðandi utanríkisstefau Kvennalistans. Að öðru levti hef ég trú á því að þetta gangi upp. Guðmundur Gunnarsson, formaður Félags íslenskra rafvh'kja: Mjög vel, þetta er góð kokkteilbanda. Þó ég myndi kannski fremur kjósa að hafa Framsókn sem þriðja flokkinn í staðinn fyrir Kvennalistann. Ólöf Eliasdóttir húsmóðir: Ég held bara ágætlega, þetta er ekkert verra en hvað annað. Bergljót Rist nemi: Ég veit ekki, kannski ekki beinlínis þessa samsetn- ingu. En ég vil taka fram að ég er mjög hlynnt því að Kvennalistinn verði í næstu ríkisstjóm hverjir svo sem sam- starfsflokkamir verða. Gunnlaugur Dan Ólafsson skólastjóri: Mér líst bara vel á það. Þetta em flokk- ar sem einna helst gætu komið sér saman um heilsteypta stjóm á næsta kjörtímabili. Lesendur DV Afnotagjaldahækkun með valdboði „Það gengur ekki lengur að ríkið geti kúgað fólk til þess að greiða þjón- ustuna sem það vill ekki. Ríkið getur þá alveg eins látið útbúa lykilkerfi eins og Stöð 2...“ Jakob skrifar: Sá ráðherra sem hækkar afnota- gjöld Ríkisútvarpsins um 67% með einu pennastriki þarf ekki að hafa áhyggjur af auknu atkvæðafylgi í framtíðinni. Sennilega er það mikill meirihluti landsmanna sem er mótfallinn þess- ari ofsahækkun sem þýðir að hver áskrifandi útvarps- og sjónvarps hjá ríkinu þarf að greiða kr. 2.800 fyrir ársfjórðunginn þegar hækkunin hef- ur öll tekið gildi í ár. Þau rök að þessir tveir miðlar, hljóðvarp og sjónvarp, veiti „lífs- nauðsynlega þjónustu" er meirihátt- ar tímaskekkja hjá ráðherra. Það má svo sem segja að þetta eigi að hluta til við um hljóðvarpið en alls ekki um sjónvarp sem getur engu hlutverki gegnt nema að vera af- þrevingarmiðill sem ríkissjónvarpið er þó alls ekki. Og rökin fyrir því að um 13% hækkunarinnar fari til sjónvarpsins vegna dagskrár á fimmtuöögum eru einnig tilbúningur því ekki stendur til að hefja útsendingar fyrr en í haust en hækkunin kemur til fram- kvæmda strax. Og ekki er víst að nokkur fimmtudagsdagskrá verði yfirleitt því áður en slíkt kemur til framkvæmda á mikið vatn eftir að renna til sjávar í formi viðræðna og vinnudeilna við starfsfólk ef að lík- um lætur. Enda er ekkert nauðsynlegt að rík- issjónvarpið sé með dagskrá á fímmtudögum nú eftir að Stöð 2 kom til sögunnar. Þegar svo er komið að lagður er nýr viðbótarskattur á landsmenn í formi afnotagjalda sem engin þorf er fyrir nema til að halda úti staðn- aðri dagskrá ríkissjónvarpsins hlýtur að vera komið að þeim tíma- mótum að fólk um allt land krefjist þess að geta afþakkað þjónustu sjón- varps frá ríkinu ef það vill hana ekki. Það gengur ekki lengur að ríkið geti kúgað fólk til þess að greiða þjónustuna sem það vill ekki. Ríkið getur þá alveg eins látið útbúa lykil- kerfi eins og Stöð 2 og látið þá greiða sem óska eftir þessari lífsnauðsyn- legu þjónustu sem ríkissjónvarpið veitir. Ríkissjónvarpið á þá líka að láta landsmenn njóta þessarar þjónustu ókeypis svona tvo klukkutíma á dag svo það eigi þess kost að horfa á þessa „lífsnauðsyn!" Hvað með allan þann tíma sem ríkissjónvarpið send- ir ekki út? Er þá engin lífsnauðsyn á dagskrá? Auðvitað er sjónvarp ríkisins ekki þess umkomið að veita neins konar lífsnauðsynlega þjónustu. Það er einungis hljóðvarpið sem það getur með sinni 24 klst. vakt. Tökum saman höndum og krefj- umst þess að fá lykil á útsendingar ríkissjónvarpsins. Eni sólarlandaférðir eingöngu fyrir bamafólk? Kristín Guðmundsdóttir skrifar: Svo furðulegt sem það má vera þá virðast sólarlandaferðir fyrst og fremst vera stílaðar upp á fólk með 2 böm. Þetta sér maður í verðlagi sólar- landaferða sem tryggir hjónum með 2 böm lægsta verðið. Ég og maðurinn minn stöndum nú frammi fyrir þeim vanda að vera bam- laus og þurfum því að greiða mun hærra verð fyrir vikið. Ja, bamleysið getur lýst sér í ýmsu en að það skuli lýsa sér í verðlagi sólarlandaferða er lélegt og óheiðarlegt sölutrikk gagn- vart þeim sem barnlausir em. Ekki vantar auglýsingamar um hin geysihagstæðu kjör fyrir tvo einstakl- inga, lágmarkið er á bilinu 22-25 þús. fyrir 2 vikur en svo stendur neðan- máls með litlu prentuðu letri: Þetta verð gildir fyrir tvo einstaklinga með 2 böm. Á meðan bamlaus hjón þurfa að borga lágmark 36-34 þús fyrir sömu ferð. Þetta getur verið um 10 þús. kr. meira á einstakling sem verður að telj- ast gífurlegur verðmunur og getur ráðið úrslitum um hvort maður hefur efhi á ferðinni eða ekki. Mér finnst þetta mjög óheiðarlegt sölutrikk að hjón skuli verða að borga meira fyrir sína ferð vegna þess að þau séu bamlaus og legg til að þetta verði tekið til endurskoðunar. Okkur bamlausa fólkið langar jú kannski líka í sólarlandaferð og það á bestu kjörum! ' v'-:' „Ja, barnleysið getur lýst sér í ýmsu en aö það skuli lýsa sér i verðlagi sólarlandaferða (sem eru mun dýrari) er lélegt og óheiðarlegt sölutrikk gagnvart þeim sem bamlausir eru.“ Hjóli stolið í Árbænum Sigrún Axelsdóttir hringdi: Hjóli var stolið af blaðaburðar- strák DV á þriðjudaginn er hann var að bera út blaðið. Lagði hann hjólinu fyrir utan Coca -Cola verksmiðjuna í Árbæn- um til að fara með blaðið upp á kaffistofuna þar. Þetta var aðeins vikugamalt BMX hjól, Team Lux Us, gulllitað. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt um þennan atburð eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við lögregluna í Árbænum. Hverfumfrá láglaunstefnunni Jón Trausti Halldórsson hringdi: Eftir að hafa horft á þáttinn í sjónvarpinu um vímulausa æsku get ég ekki orða bundist og óneit- anlega vill maður kerrna láglauna- stefriunni um hvemig komið er fyrir ungmennunum. Vegna þess hve lág launin eru þurfa báðir foreldrar að vinna myrkranna á milli til að reyna að ná endum saman. Það gefst því einfaldlega lítill tími til að sinna því mikilvæga hlutverki sem upp- eldi er. Láglaunastéfha getur aldrei leitt neitt nema slæmt af sér, launafólk- ið or óánægt og getur ekki gegnt þeim frumskyldum sem ætlast er til að foreldrar gegni. Vegna þessara lágu launa verða báðir foreldrar að vinna meira en góðu hófi gegnir og auðvitað bitn- ar það fyrst og fremst á börnunum sem stundum leiðast út í þá vit- leysu að sniffa eða eitthvað álíka. Þegar fjölskyldan getur ekki veitt bömunum nægilegt aðhald má alltaf búast við að þau fari í ein- hverja vitleysu. Besta lausnin á velflestum vanda- málum þjóðfélagsins er því að snúa við blaðinu. Það hefur sýnt sig að dæmið gengur ekki upp höldum við öllu lengur í þessa láglauna- stefriu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.