Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. Menning DV Hugmyndir tveggja nóbelsverðlaunahafa Milton Friedman:: sjállheldu sérhagsmun- anna, Stofnun Jóns Þorlákssonar, Reykjavik 1985. James M. Buchanan: Hagfræði stjórn- málanna, Stofnun Jóns Þorlákssonar, Reykjavik 1986. Ritin tvö, sem hér verður fjallað stuttlega um. eru gefin út af Stofnun Jóns Þorlákssonar. Stofnunin kynn- ir sig sem „rannsóknarstofnun í stjórnmálum og atvinnumálum. er starfaðhefur frá ársbvrjun 1983. Hún er óháð öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum". Það er fagnaðarefni að fræðimenn úr ýms- um áttum skuli hafa tekið sig saman til að starfa í slíkri stofnun. Enn merkara ér þó að tekist hefur að fá hingað til lands virta fræðimenn er- lendis frá til kynningar á hugmvnd- um sem uppi eru erlendis um lausnir á ýmsum þjóðfélagslegum vanda- málum. Höfúndar fvrirlestranna í ritum um lausnir á ýmsum þjóðfé- lagsvandamálum. Höfundar fyrir- lestranna í ritum þessum hafa einmitt báðir hlotið nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til hagfræðinnar. Borgar sig ekki að vinna að almannahag Fyrra ritið inniheldur fý-rirlestur sem Milton Frjedman hélt hér á landi haustið 1984. Fyrirlesturinn ber vfirskriftina í sjálfheldu sér- hagsmuna og í honum ræðir Fried- man um það hvernig stjómmála- menn leiðist út í að þjóna sérhagsmunum af því að ekki borgar sig fyrir þá að vinna að almanna- hag. Friedman tekur fvrir íslenskt dæmi til að sýna fram á þetta. Hann spyr: „Hvers vegna búið þið við smjörfjall? Enginn vafi er á því að ódýrara væri fyrir almenning á ís- landi að láta framleiðslu á smjöri ráðast af raunverulegri eftirspum eftir þvi eins og hún mælist í mark- aðsverðinu." Friedman spyr síðan áfram: „Hvers vegna er þetta ekki gert? Svarið er, að smjörframleið- endur hafa mjög mikla hagsmuni af Milton Friedman á íslandi. X í J | -1 / mmmm því hvaða lög eru sett um smjörfram- leiðslu eða hvaða verð er lagt á vörur þeirra. Þeir eru fáir. en þetta skiptir hvern og einn þeirra miklu máli. En aðra landsmenn skiptir þetta ekki mjög miklu máli. Þeir þurfa ekki að snara út nema nokkrum krónum hver til viðbótar við það sem þeir gera þegar. Niðurstaðan er því sú að það borgar sig ekki fvrir þá að afla sér upplýsinga um afleiðingam- ar af þessum ríkisafskiptum. Þetta er það sem sumir almannavalsfræð- ingar hafa kallað „skynsamlega vanþekkingu". Kostnaðurinn fyrir hvern og einn af því að afla sér upp- lýsinga um afleiðingamar - og af því að skipuleggja baráttu gegn slík- um ríkisafskiptum - er meiri en ábatinn fyrir hvem og einn af því. Öðru máli gegnir fyrir smjörfram- leiðenduma. Það borgar sig fyrir þá að „róa í“ fulltrúum sínum á þingi til þess að koma þessum tilteknu rík- isafskiptum á.“ En hvað er hægt að gera til að þessir sérhagsmunir vaði ekki uppi? Friedman bendir á að stjómarskrár- Bókmeimtir Birgir Þór Runólfsson skorður væm heppilegasta lausnin, þ.e. að ríkisvaldið sé takmarkað með almennum stjórnarskrárreglum. í lok fyrirlestursins upplýsir Fried- man að hann sé í hópi þeirra manna í heimalandi sínu sem barist hafa fyrir stjórnarskrárákvæði um halla- laus fjárlög og að sú barátta muni sennilega ná árangri á næstunni, enda ekki vanþörf á. Næst í ritinu koma tveir kaflar með spumingum og svörum frá fund- um Friedmans hér á Iandi og er margt athyglisvert. Jónas H. Haralz ritar aðfaraorð en aftast í ritinu em þrjár greinar frá íslenskum fræði- mönnum, þeim Amóri Hannibals- syni, dósent í heimspeki, Helga Skúla Kjartanssyni, sagnfræðingi, og dr. Sigurði B. Stefánssyni, hag- fræðingi. Leikreglur skipta mestu máli I síðara ritinu, sem hér er til um- fjöllunar, kynnir Buchanan fyrir okkur Hagfræði stjómmálanna eins og fyrirlesturinn er titlaður en hann var fluttur hér haustið 1982. Að vísu er fróðlegt forspjall eftir dr. Hannes H. Gissurarson stjómmálafræðing í fyrri hluta ritsins þar sem Hannes kynnir feril Buchanans, rit hans og kenningar. Þessi kynning er góður inngangur fyrir alla sem vilja kynna sér hugsunarhátt og helstu rit innan þessarar greinar hagfræðinnar. Buchanan hefur fyrirlestur sinn á að kynna um hvað hagfræði stjóm- Fyrir þig?— Samvinnuskólinn á Bifröst skólaheimili ívö námsár undirbúningur undir störf og frama þjálfun í félagsstörfum og framkomu stúdentspróf góð atvinnutækifæri ágæt námsaðstaða og tölvubúnaður kröftugt félagslíf frekari menntunarleiðir lnntökuskilyrði: Umsóknirsendist: Samvinnuskólinn Tveggja ára framhaldsskólanámi lokið skólastjóri — á viðskiptasviði eða með viðskiptagreinum Bifröst — eða öðrum sambærilegum undirbúningi. 311 Borgarnesi Umsóknarfrestur: 10. mars til ÍO. júní Upplýsingar í skólanum: Símar 93-5000/5001 i— BSB LLLlf l[|! J_, l mála snýst og hvað ekki. Stjómmál em samkvæmt henni i rauninni ekk- ert annað en samsett viðskipti milli fleiri en tveggja einstaklinga sam- tímis. En er þá hagfræðin hér ekki aðeins að ryðjast inn á verksvið stjómmálafræðinnar? Nei, Buchan- an telur að stjórnmálafræðingurinn eigi að rannsaka „öll þau tengsl sem myndast á milli borgaranna án þess að þeir hafi um það beðið eða sam- ið“. Hagfræðingurinn horfir hins vegar á stjómmál frá sjónarmiði við- skipta. „Athygli okkar beinist þá að því hvemig menn semja sig hver að öðrum en ekki siðferðilegum dómum um niðurstöðuna," segir Bunchan- an. „Þá er fremur spurt, hvemig niðurstaðan er fengin en hver hún er. Ef þessi póll er tekinn í hæðina þá hljóta umbætur okkar frekar að miða að því að ryðja úr vegi hindr- unum fyrir eðlilegri þróun og samningaumleitunum manna en að því að hagga niðurstöðum slíkrar þróunar." Hér ei mergurinn málsins kominn. Hagfræði stjónmálanna bendir okk- ur á að reglumar, stjómarskrár, skapa leikinn. „Til þess að bæta stjómmálin er nauðsynlegt að bæta leikreglur þeirra en ekki reyna að kveðja einhverja afburðeimenn til stjómar í trausti þess að þeir noti vald sitt til að þjóna „almannahags- munum“.“ Sérhver leikur ræðst af leikreglunum og leikurinn batnar ekki nema leikreglumar batni. Samkeppni gjaldmiðla Buchanan rekur síðan nokkur dæmi frá heimalandi sínu þar sem m.a. hann sjálfur og Friedman hafa reynt að breyta stjómarskrám. Þess- ar breytingar em til dæmis bann við fjárlagahalla, hámark á skattheimtu ríkisvaldsins og reglur um aukinn meirihluta til að hækka skatta. Eitt dæmi tekur hann svo að lokum um skipulag peningamála og notar þar ísland. Hér á landi höfum við undan- farin 15 ár eða svo glímt við mikinn verðbólguvanda. Þennan vanda má rekja beint til óhóflegrar peninga- prentunar ríkisvaldsins (seðlabanka að undirlagi ríkisstjómar), þ.e. ríkið gefur út innstæðulausa tékka í stór- um stíl og þeir hrynja í verði með tímanum. Það heíúr einu gilt hvaða menn við kjósum til að stýra þjóðar- skútunni, alltaf heldur peninga- prentunin áfram. Buchanan bendir á að hér sé dæmi um rangar leikreglur þar sem núver- andi leikreglur veiti valdsmönnum bersýnilega ekki nokkurt aðhald. Ein möguleg breyting á reglunum væri að leyfa samkeppni gjaldmiðla, þ.e. að erlendir gjaldmiðlar, s.s. bandarískir dollarar, bresk pund, þýsk mörk o.s.frv., væm jafngild í innanlandsviðskiptum sem íslenska krónan. Fólk gæti með öðrum orðum valið í hvaða myntum það gerði fjár- skuldbindingar sínar. Þetta myndi veita það aðhald að annaðhvort myndu valdsmenn hætta óhóflegri peningaprentun eða þá að krónan myndi hríðfalla í verði og hverfa úr notkun. Hvort þessi lausn verður ofan á hér á landi er ekki gott að segja fyrir um en eitt er víst að hún er athyglisvert nýmæli. Það sem þessir tveir kunnu fræði- menn segja í ritum sínum er ekki hafið yfir ágreining og eflaust mun sumum þykja hér á ferðinni einhliða áróður fyrir markaðsviðskiptum og atvinnufrelsi. En sú skoðun þeirra Friedmans og Buchanans er samt gott veganesti eins og Jónas H. Har- alz segir í aðfaraorðum að riti Friedmans, að frelsið muni duga okkur best til lausnar flestum mál- um. Birgir Þór Runólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.