Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987.
41
Meiming
Ristur og ristar
Sýning Gunnsteins Gíslasonar að Kjarvalsstöðum
Gunnstcinn Gíslason er eini
myndlistarmaður á landinu sem að
staðaldri leggur fyrir sig þá
ævagömlu tækni, múrristu eða
sgraffito. I tengslum við sýningu sína
að Kjarvalsstöðum hefur Gunn-
steinn gefið út bækling með upplýs-
ingum um múrristu. Þar segir meðal
annars: Uppistaðan...er fínmulinn
hvítur marmari, kalk og sérstakir
steinlitir sem notaðir eru í steypu-
hræruna. Þannig eru mismunandi
lituð múrlög lögð hvert yfir annað,
allt eftir því hve margir litir eiga að
vera í myndinni. Síðasta lagið er
yfirleitt hvitt. Að þessu loknu er
vinnuteikning fest á múrinn og
framkölluð í blauta steypuna. Mynd-
in er síðan skorin til með beittum
hníf og litir og form skafin fram.
Þegar allur raki er horfinn úr steyp-
unni má verja hana með blöndu af
hreinu bývaxi og paraffinvaxi sem
brætt er inn í múrinn.“
Þótt sjálfur hafi ég sáralitla þekk-
ingu á innviðum múrristu þykist ég
geta greint á henni ýmsa annmarka
íyrir sjálfstæðan myndlistarmann.
Sem veggskreyting hlýtur hún að
þurfa að taka tillit til umhverfisins
að töluverðu leyti, auk þess sem lit-
rófið er takmarkað, a.m.k. ef miðað
er við málaralist og grafík.
Þar að auki hlýtur tæknin að hafa
óþarflega mikil áhrif á handbragð
listamannsins, kannski meiri en í
mörgum öðrum greinum myndlistar.
Miðsvæðis í listinni
Eg á við að listamaður, sem hneig-
ist til hvatlegrar, afstrakt-expres-
sjónískrar myndgerðar, ætti ekki
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
auðvelt með að tjá sig í múrristu.
Listamenn á gagnstæðum væng,
nákvæmir raunsæismenn, gætu
heldur ekki notað sér ristuna.
Það sem ég er að reyna að segja
er að hún er sennilega tilvalin fyrir
þá sem eru miðsvæðis í listinni, hafa
tileinkað sér hálf-afstrakt myndmál.
skýra formgerð og harða teikningu.
Það má telja Gunnsteini til tekna
að hann gerir hvort tveggja í senn,
að snúa þessum formrænu „tak-
mörkunum" múrristunnar sér í hag
með fjölbreyttu formspili og leýsa
hana úr viðjum veggjarins.
Það gerir hann með því að smíða
stálumgjarðir utan um stevpuna
þannig að múrristan verður eins og
hver önnur lágmynd í farangrinum.
Umgjarðir
Umgjarðimar gera Gunnsteini
einnig fært að brjóta upp hinn hefð-
bundna, ferhymda mvndflöt og
teygja óreglulega lagaða múrristuna
í allar áttir. Þar með er umgjörðin
Gunnsteinn Gíslason við uppsetningu á sýningu sinni.
orðin hluti af myndbyggingu hvers
verks og Gunnsteinn eykur hlut
hennar enn frekar með því að búa
til úr umgjörðunum sérstakar ein-
ingar. til að mynda ristar. sem ríma
við og styðja við múrristuna.
Með þessum aðferðum er Gunn-
steinn á góðri leið með að lýsa yfir
fullveldi múrristunnar.
Ég hef grun um að með þessum
nýmælum standi listamaðurinn á
tímamótum í list sinni. Það verður
fi'óðlegt að frlgjast með framvind-
unni.
A sýningu Gunnsteins að Kjarv-
alsstöðum er að finna röskan tug
verka. en henni lýkur sunnudaginn
31. maí. -ai
■«
—Æ",
CHEVROLET MONZA
er framhjóladrifinn og rúmgóður fjölskyldubíll, hannaður af
vesturþýsku hugviti og tækni, með mýkt og snerpu Chevroletsins.
Auk þess er hann sérlega styrktur, með hlífðarpönnu,
stærri hjólbarða og fjölmargt annað er hentar sérstaklega
íslenskum akstursaðstæðum.
Chevrolet Monza er ríkulega búinn aukahlutum,
en verðið er þó broslega lágt.
Verð frá kr. 453.000.
Góðir greiðsluskilmálar.
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300