Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Side 30
42
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987.
Andlát
Franz Benediktsson lést 16. maí sl.
Hann var fæddur á Dönustöðum,
Laxárdal, Dalasýslu, 1S. febrúar
1896. Foreldrar hans voru hjónin
Sigríður Helgadóttir og Benedikt
Halldórsson. Franz stundaði lengst
af sjómennsku. Hann var tvígiftur.
Fyrri kona hans var Guðrún Matthí-
asdóttir en hún lést eftir 18 ára
sambúð. Síðari kona hans var Ellen
Hallgrímsson. hún lést síðastliðið
haust. Franz eignaðist einn son. Út-
för hans verður gerð frá Fossvogs-
kapellu í dag kl. 13.30.
Jóhanna G. Guðlaugsdóttir lést
16. mai sl. Hún var fædd 19. ágúst
1924 á Ánabrekku í Mýrarsýslu,
dóttir Elínar Margrétar Jónsdóttur
og Guðlaugs Jónssonar. Jóhanna var
tvígift. Fyrri maður hennar var Geir
R. Gíslason og eignuðust þau 4 börn.
Eftirlifandi eiginmaður Jóhönnu er
Friðgeir Axfjörð. Útför hennar verð-
ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl.
15.
Kristbjörg Torfadóttir, Rauðarár-
stíg 7, lést í Borgarspítalanum 22.
maí.
Guðrún Jóhannsdóttir, Stóru-
Tungu, Dalasýslu, lést í sjúkrahúsi
Akraness fimmtudaginn 21. maí.
Róbert G. Jensen, Háengi 15, Sel-
fossi, andaðist í Landspítalanum
aðfaranótt 21. maí.
Halldóra Halldórsdóttir frá Sóleyj-
artungu andaðist í sjúkrahúsi
Akraness 21. maí.
Sólveig Jónsdóttir, Grettisgötu 6,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Selfosskirkju í dag, 25. maí, kl. 13.30.
Þórður Sturlaugsson er látinn.
Útför Sigurbergs E. Guðjónsson-
ar, Hátúni 12, fer fram frá Fossvogs-
kapellu þriðjudaginn 26. maí kl. 15.
Þórarinn Jónsson, Gnoðarvogi 28,
verður jarðsunginn frá kirkju Óháða
safnaðarins miðvikudaginn 27. maí
kl. 13.30.
Sigurður Jónsson frá Efra-Lóni á
Langanesi, síðar búsettur á Lokastíg
4, Reykjavík, lést í Landakotsspítala
aðfaranótt 15. maí sl. Jarðarförin fer
fram frá Hallgrímskirkju 26. maí nk.
kl. 15.
Karl Sigurður Sigfússon kaup-
maður, Höfn, Hornafirði, verður
jarðsunginn frá Hafnarkirkju i dag,
25. maí, kl. 14.
Útför Fjólu Jónsdóttur, Fannborg
1, sem lést þann 16. maí sl. í Landspít-
alanum, verður gerð frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 13.30.
Kristján Jóhann Kristjánsson,
Miðvangi 41, Hafnarfirði, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
í dag, mánudaginn 25. mai, kl. 13.30.
Sigurður Skúlason magister,
Hrannarstíg 3, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26.
maí kl. 15.
Súsanna María Grímsdóttir, Há-
vallagötu 35, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 26. maí kl. 13.30.
Tilkyimingar
Tvö ný prestaköll
í Reykjavíkurprófastdæmi
Nú eftir helgina verða stofnuð tvö ný
prestaköll í Reykjavíkurprófastdæmi. en
samkvæmt lögum er gert ráð fyrir því að
sem næst 4000 sóknarbörn séu í umsjón
hvers sóknarprests. Er annars vegar um
það að ræða að Digranessöfnuði verður
skipt en nú við síðustu gerð þjóðskrár. 1.
desember sl. voru 9530 í þeim söfnuði.
fbúar hverfisins alls voru 10451 og í Fella-
og Hólaprestakalli voru á sama tíma 9734
í þjóðkirkjunni af 10861 íbúum alls.
Skipting Digranessafnaðar var ákveðin
á fundi safnaðaráðs Reykjavíkurprófast-
dæmis 1. mars sl. og einnig hefur verið
endurrædd og ítrekuð samþykkt safnaða-
ráðsins frá árinu 1975 um tvo söfnuði í því
hverfi sem upphaflega nefndist Breiðholt
þrjú. þ.e.a.s. Fellasöfnuð og Hólabrekku-
söfnuð.
Á yfirstandandi fjárlögum er gert ráð
fyrir einu nýju prestsembætti í Reykjavík-
urprófastdæmi en með samkomulagi
kirkjuyfirvalda við fjármála- og kirkju-
málaráðuneyti var ákveðið að bíða miðs
árs með veitingu í bæði þessi prestaköll í
stað þess að veita annað núna en hitt á
næsta ári.
Dómprófasturinn. séra Ólafur Skúlason.
mun því efna til funda með sóknarfólki
hinna nýju safnaða sem hér segir: 1 Digra-
nesskóla fyrir hið nýja Hjallaprestakall,
en mörk þess og Digranesprestakalls eru
um Skálaheiði, á mánudagskvöld kl. 20:30
og í Fella- og Hólakirkju þriðjudagsdvöld
á sama tíma fyrir Hólabrekkuprestakall.
Á þessum fundum verður rætt um safnað-
arstarfið og framtíðina og sóknarnefndir
kosnar. Að lokinni kosningu sóknar-
nefnda fá þær nokkurn frest til þess að
ákveða hvort þær hagnýta sér það sem
nýju lögin um prestkosningar bjóða upp
á. að prestur sé kallaður. Sé það ekki gert
mun biskup auglýsa hin nýju prestaköll
til umsóknar. Þar til nýr prestur verður
skipaður munu þeir séra Þorbergur Kristj-
ánsson og séra Hreinn Hjartarson annast
þjónustuna svo sem verið hefur, hvor í
sínu prestakalli og með aukaþjónustu í
þeim nýju.
Náttúruskoðunarferð til Vest-
mannaeyja
Áhugahópur um byggingu náttúrufræði-
húss fer náttúruskoðunarferð til Vest-
mannaeyja helgina 29.-31. maí. Aðaltil-
gangur ferðarinnar er að skoða
sædýrasafnið þar og jafnframt að fara
náttúruskoðunarferð um eyjarnar og um-
hverfis þær. Leiðsögumenn verða Olafur
Hreinn Sigurjónsson jarðfræðingur,
Kristinn M. Öskarsson líffræðingur, Frið-
rik Jesson safnvörður og íl. Einnig verður
leiðsögn á leiðinni til Vestmannaeyja. f
skoðunarferðum verður kynnt jarðfræði
Eyjanna, lífríki, byggðasaga og fleira. Lit-
ið verður á hraunhitaveituna undir leið-
sögn kunnugra manna. Sædýrasafnið
verður sérstaklega skoðað. Þá eru ráð-
gerðar bátsferðir umhverfis Eyjarnar og
fuglabjörg skoðuð frá sjó. Farið verður
með Herjólfi frá Þorlákshöfn kl. 21 á föstu-
dagskvöld 29. maí (rútuferð frá Umferðar-
miðstöðinni kl. 19.30). Hægt verður að
velja um brottför frá Vestmannaeyjum kl.
10 og kl. 18 á sunnudag. Þátttakendum
gefst kostur á ódýrri gistingu í nýja Far-
fuglaheimilinu, Faxastíg 38. Þeir sem hafa
áhuga á þessari ferð hafi samband í síma
29475 frá kl. 10-13 og 17-18 í dag mánudag
og þriðjudag og láti skrá sig.
ÞAKKARÁVARP
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, fósturföður, tengda-
föður, afa og langafa,
ÓLA S. HALLGRÍMSSONAR,
Stórholti 24.
Guörún Ólafsdóttir,
Ólafur Lárusson,
Hulda Lárusdóttir, Stefán Jónasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
í gærkvöldi i
Eygló Bjarnadóttir danskennari:
„Vor í íslenskri fjölmiðlun“
Hún er erfið samkeppnin sem hin-
ir ýmsu fjölmiðlar landsins eiga í
þessa síðustu sólardaga. Blíðviðris-
dagar eins og þeir sem við höfum
orðið aðnjótandi hljóta að draga
verulega úr áhuga fólks á sjónvarpi
og útvarpi. Það er enginn ósnortinn
af lífinu og landinu meðan svona
viðrar. Börn og fullorðnir eru úti
fram á rauðanótt við garðvinnu og
leiki og þeir sem eru svo heppnir að
vera annaðhvort á grásleppu eða í
sauðburði hafa þar fullkomna
ástæðu til þess að vaka þessar fall-
egu vomætur.
Á dagskrá útvarpsins vom þó
nokkrir liðir sem náðu eyrum mínum
þrátt fynr blíðuna. Þar á meðal var
bamastundin á Rás 2. Það er alltaf
jafngaman að fylgjast með börnum
hlusta á bamaefni í útvarpi.
Á dagskrá Rásar 2 á sunnudags-
kvöldum er þáttur sem ég hlusta oft
á, það er þátturinn Dansgólfið.
Þama er á ferðinni athyglisverð
Eyglo Bjarnadóttir
nýbreytni. Þessir þættir em til þess
ætlaðir að gefa fólki tækifæri á að
hlusta á góða danstónlist og em all-
ar kynningar í höndum fagfólks.
Þátturinn er einnig vettvangur fyrir
alls kyns upplýsingar úr danslífinu
hér á landi og er að mínu mati tíma-
bær þjónusta og skemmtun fyrir
allan þann fjölda Islendinga um allt
land sem hefur dans að áhugamáli.
Reyndar finnst mér sjónvarpi og út-
varpi hafa farið fram að undanfömu
hvað varðar þjónustu við fólk með
mismunandi áhugamál. Það er ekki
langt síðan knattspyrna og bolta-
íþróttir vom eina íþróttaefnið sem
sjónvarpið bauð upp á. En á dagskrá
sjónvarpsins i gærkvöldi var einmitt
gott dæmi um þessa nýbreytni, þátt-
ur um bridge. Þó ég spili ekki bridge
sjálf horfði ég af athygli á þáttinn
og varð margs vísari, sérstaklega
fannst mér athyglisvert hve stór
hópur fólks hefur bridge sem áhuga-
mál.
Að endingu vil ég lýsa ánægju
minni með það vor sem nú ríkir í
íslenskri fjölmiðlun. Ástæða er til
að óska þess að sem mest af þeim
nýgræðingi sem hefur skotið upp
kollinum á þeim vettvangi nái að
þroskast og dafna.
„Skátarnir á aukajasskvöldi
í Heita pottinum“
Vegna fjölda áskorana hefur hljómsveitin
„Skátarnir” ákveðið að láta undan þrýsti-
hópum og halda „vormót“ sitt í Duushúsi
í dag, mánudag 25. maí, kl. 21.30. Á þessu
aukajasskvöldi Heita-pottsins munu gítar-
leikarinn Friðrik Karlsson ljósálfur.
bassaleikarinn Birgir Bragason ylfingur
og trommuleikarinn Pétur Grétarsson
skáti eingöngu leika eigið efni og m.a.
kynna „Tannverk" hljómsveitarinnar
Breyting á togveiðibannsvæði
austur af Hvalbak
Ráðuneytið hefur gefið út reglugerð um
breytingu á togveiðibannsvæði því austur
af Hvalbak sem sett var í mars sl.
Samkvæmt þessari reglugerð opnast
eystri hluti hólfsins 19. maí og markast
bannsvæðið eftir það af eftirgreindum
punktum:
1. 64“46.o9.7 N - 12°43'39.9 V
2. 64°45’06.4 N - 12°15’01.7 V
3. 64°22’45.2 N - 12°39’14.9 V
4i 64°21’04.1 N - 12°49’19.4 V
5. 64°35’17.6 N 12°55’49.0 V
Ferðir á vegum starfs aldr-
aðra Hallgrímskirkju
Farin verður 4 daga ferð í Húnavatnssýslu
dagana 13.-16. júlí. Lagt verður af stað
mánudaginn 13. júlí kl. 9.30 frá Hallgríms-
kirkju. Gist verður á Húnavöllum allar
næturnar. Áætlað verð fyrir ferðina er kr.
10.000 fyrir þá sem gista í tveggja manna
herbergjum en kr. 11.200 fyrir þá sem velja
eins manns. Fararstjóri verður Dómhildur
Jónsdóttir en leiðsögumaður sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson, fyrrverandi prófastur Húna-
vatnsprófastsdæmis. Ferð til Danmerkur
á vegum „Ældre pá höjskole" verður dag-
ana 5.-21. ágúst. 20 manns 60 ára og eldri
verða í hópnum. Vegna forfalla eru 3 sæti
laus. Fararstjóri verður sr. Lárus Hall-
dórsson. Þeir sem áhuga hafa á þessum
ferðum eru vinsamlegast beðnir að hafa
samband við Dómhildi Jónsdóttur sem
fyrst, í síma 39965. Allir lífeyrisþegar geta
tekið þátt í þessum ferðum.
Sumaráætlun SVR
tekur gildi mánudaginn 1. júní nk. með
breyttum tímaáætlunum á leiðum 02-12.
Ný leiðabók er til sölu á Lækjartorgi,
Hlemmi og Grensási. Farþegar eru hvattir
til að kynna sér sumaráætlunina í tæka
tíð.
Háskólafyrirlestur
Dr. Joan Maling, prófessor í málvísindum
við Brandeisháskóla í BandarÍKjunum,
flytur opinberan fyrirlestur í boði heim-
spekideildar Háskóla íslands þriðjudaginn
26. maí 1987 kl. 17.15 í stofu 423 í Áma-
garði. Fyrirlesturinn nefnist „Existential
Sentences in Swedish and Icelandish: the
role of argument-structure", og verður
fluttur á ensku. Joan Maling hefur fengist
við rannsóknir á íslenskri málfræði og
skrifað greinar um þær í innlend og erlend
tímarit. Núna á vormisseri var hún Ful-
bright-sendikennari í málvísindum í
heimspekideild. Fyrirlesturinn er öllum
opinn.
Bahá’íar kynna viðhorf
sín til friðarmála
Bahá’í samfélagið í Kópavogi gengst fyrir
kynningarviku dagana 25.-30. maí á við-
horfum Bahá’í trúarinnar til friðarmála.
Þessi kynning er upphafið að sams konar
starfsemi í sumar vítt og breitt um landið,
sem landskennslunefnd Bahá’ía stendur
að í samvinnu við andleg svæðisráð Bahá’-
ía á Islandi, sem nú eru 12 talsins.
Fimmtudaginn 28. og föstudaginn 29. maí
gefst almenningi kostur á að kynnast inni-
haldi þessa ávarps því að þá verður opið
hús í Hamraborg 5 (sal Framsóknarílokks-
ins) frá kl. 20.30-23. Á meðan á kynningar-
vikunni stendur verður sýning á Bahá’í
bókum í Bókasafni Kópavogs. Bahá’íar
verða þar viðstaddir frá kl. 17-20.30 til að
svara fyrirspurnum um afstöðu þeirra til
friðarmála og aíhenda þeim sem þess óska
ávarpið að gjöf. Þeir sem komast ekki á
þessar kynningar geta fengið upplýsingar
um Bahá’í trúna með því að skrifa til
Andlegs svæðisráðs Bahá’ía í Kópavogi.
Pósthólf 467 eða hringja í síma 45462. Á
þjóðarskrifstofu Bahá’ía, Óðinsgötu 20 I
Reykjavík, er einnig hægt að fá upplýsing-
ar og er opið þar á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 17-20 og er síminn (91)
26679.
Fimleikamál í brennidepli
Fimleikasamband Islands boðar til ráð-
stefnu sunnudaginn 31. maí nk. Ráðstefn-
an verður haldin í húsi Iþróttasambands
íslands í Laugardal og hefst kl. 10 árdeg-
is. Ráðstefnan fjallar um fimleika í nútíð
og framtíð. Öllum fimleikafélögum lands-
ins hefur verið boðið að senda fulltrúa á
ráðstefnu þessa. Ennfremur er ráðstefnan
opin öllu áhugafólki um fimleika. Þátt-
taka skal tilkynnast til Margrétar
Bjamadóttur, sími 43323, eða Dagnýjar
Ólafsdóttur, sími 673307.
Sæbjörgu fagnað með gjöfum
í Vestmannaeyjum
Sæbjörg, slysavarnaskóli sjómanna, hefur
verið með námskeið í öryggismálum fyrir
sjómenn í Vestmannaeyjum. Við skólaslit
Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum,
sem fóru fram í Básum laugardaginn 16.
þ.m., var Sæbjörg og áhöfn hennar boðin
sérstaklega velkomin og fagnað þeim
áfanga sem náðst hefur. Við þetta tæki-
færi var Árni Johnsen, fyrrverandi,
alþingismaður, sæmdur gullmerki SVFl í
þakklætisskyni fyrir stóran þátt hans í því
að skipið var afhent félaginu til þessa
starfs á sínum tíma, svo og fyrir margvís-
leg störf hans í þágu öryggismála og
fræðslumála sjómanna. Eftir skólaslitin
fóru gestir um borð í Sæbjörgu og var
skipið opið almenningi til skoðunar. Við
það tækifæri afhenti Sveinn Tómasson
gjafabréf f.h. Kiwanisklúbbsins Helgafells
fyrir tveimur Sigmundar-gálgum og einnig
gjafabréf f.h. vélsmiðjunnar Þórs fyrir ein-
um Sigmundar-gálga og uppsetningu
gálganna þriggja á skipinu. Þá afhenti
Jóhann Friðfinnsson peningagjöf að fjár-
hæð 275.000 tii slysavarnaskólans frá
Bátaábyrgðarfélagi Vestmannaeyja., Sjó-
mannadagsráði, Sjómannafélaginu Jötni,
Tryggingamiðstöðinni hf.. Utvegsbænda-
félagi Vestmannaeyja, Vélstjórafélagi
Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæ.
Sömuleiðis afhenti Sigurður Einarsson
forstjóri kr. 50.000 frá fyrirtæki sínu og
Rósa Magnúsdóttir, f.h. Slysavarnadeild-
arinnar Eykyndils, kr. 300.000 til skipsins.
Að lokum fékk skipið að gjöf upphleypt
kort af Vestmannaeyjum frá Björgunarfé-
lagi Vestmannaeyja. Haraldur Henrysson,
forseti SVFÍ, og Þorvaldur Axelsson, skip-
stjóri og deildarstjóri SVFl, tóku við og
þökkuðu fyrir hinar rausnarlegu gjafir.
Gefið og þegið
Komið er út hjá Iðunni afmælisrit til heið-
urs dr. Brodda Jóhannessyni en hann varð
sjötugur á síðasta ári. Ber ritið heitið
„Gefið og þegið“ og inniheldur fjölda
greina um kennslu- og uppeldismál eftir
ýmsa fræðimenn. Dr. Broddi Jóhannesson
var skólastjóri Kennaraskólans árunum
1962-1971 og síðan rektor Kennarahá-
skóla íslands fram til ársins 1975. Á því
13 ára tímabili, sem hann sat við stjórn-
völ, áttu sér stað miklar og gagngerar
breytingar á íslenskri kennaramenntun
sem hann átti drjúgan þátt í að móta og
er þeirri þróun m.a. gerð skil í bókinni.
Jafnframt er þar að finna ítarlega skrá
um prentuð rit dr. Brodda, en auk annarra
starfa hefur hann skrifað nokkrar bækur
og fjölda greina í blöð og tímarit. Ritnefnd
bókarinnar skipuðu Þuríður J. Kristjáns-
dóttir, Kristín Indriðadóttir, Loftur
Guttormsson, Sigurjón Björnsson og
Svanhildur Kaaber. Prentsmiðjan Oddi
prentaði.
Nám í mannlegri tækni
Peter Kemp, lektor við Kaupmannahafn-
arháskóla, heldur opinberan fyrirlestur á
vegum verkfræðideildar og raunvísinda-
deildar háskólans þriðjudaginn 26. maí.
Fyrirlesturinn nefnist Nám í mannlegri
tækni, en fyrirhugað er að setja á laggirn-
ar námsbraut í þeirri grein við Kaup-
mannahafnarháskóla. Peter Kemp er
þekktur danskur fræðimaður og heim-
spekingur. Hann hefur birt fjölda greina
og bóka. Fyrirlesturinn verður fluttur í
Odda, stofu 101, kl. 17.15 og verður á
dönsku.
Afmæli
70 ára afmæli á í dag, mánudaginn
25. maí, Þórður Arason, Ljósheim-
um 2, Reykjavík. Hann er erlendis.