Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Síða 32
44
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Britt Ekland
_ mætti með ektamanninum, hor-
aða Jimma, í fyrsta stóra vorpartí
glitborgarbúa vestra og vöktu þau
mikla athygli - að venju. Astin
blómstrar ennþá hjá parinu og
hefur samband þeirra slegið öll
met hjá þotuliðinu. Ekki voru
margir sem trúðu á langlífi ástar-
ævintýrsins I upphafi, þvi Britt er
bæði mun eldri en Slim Jim og
svo þótti rokkarinn heldur villtur
fyrir Ijóskuna. En Britt gafst ekki
upp á elskunni sinni heldur klippti
flugfjaðrirnar snarlega af kappan-
um sem nú situr heima í stofu öll
kvöld, sötrandi gosdrykki fyrir
framan imbakassann. Í fyrrnefndu
samkvæmi voru hjúin nægjusöm
með afbrigðum og létu sér nægja
einn sameiginlegan stól allt heila
kvöldið.
Brigitte
Nielsen Rambó
fór í þetta sama partí og Britt hin
sænskættaða - að sjálfsögðu með
sinn elskaða Rambó undir arminn.
Gestum varð starsýnt á hina stút-
mynntu og barmmiklu blondínu
enda segir sagan að þessir tveir
líkamspartar innihaldi meira af
gerviefnum en bráðhollt getur tal-
ist. Gitte sagði ekki orð allt kvöldið
- brosti bara með sínum sílíkon-
fylltu vörum til nærstaddra og
klappaði Rambó sínum á kollinn.
Sérfræðingar segja nefstækkun
og iljaminnkun næstu mál á dag-
skrá.
Joan Collins
þolir ekki sískrafandi karlmenn og
er komin í súperþjálfun þegar
þagga þarf niður í einum slíkum.
Bragðið er víst eitt hægri handar
vink - sem endar í þéttingsfastri
klemmu. Frá fyrrum eiginmanni -
Peter Holm - heyrist nú hvorki
stuna né hósti og mun það vera
ágætri þjálfun í hjónabandinu að
þakka. Nýlega fór kvensan út að
borða með ónefndum herramanni
sem ekki hafði komist í hendur
bombunnar áður. Hann var ræð-
inn mjög og ánægður með
borðdömuna þar til Joan ákvað
að skrúfa fyrir skrafskjóðuna -
með hefðbundinni aðferð. Kava-
lerinn snöggþagnaði en hefur
þegar þetta er ritað ekki ennþá
látið í Ijósi neinar óskir um áfram-
haldandi kynni þeirra tveggja.
Bestu veigamar
Hin árlega keppni barþjóna
um besta kokkteilinn var
haldin á Hótel Sögu fyrir
skömmu og hlutskarpastur
keppenda varð Ragnar Örn
Pétursson. Hörður Sigur-
jónsson lenti í öðru sæti en
Guðmundur Sigtryggsson í
því þriðja. Allmargt manna
var á staðnum þegar keppnin
fór fram og Ijósmyndari DV,
KAE, tók meðfylgjandi
myndir þegar hæst hóaði í
þessari kokkteilakeppni bar-
þjona það herrans ár áttatíu
og sjö. Vinningshafinn hefur
með afrekinu áunnið sér rétt
til þess að taka þátt í al-
þjóðlegri keppni barþjóna
um besta kokkteilinn og hef-
ur Islendingum vegnað vel í
þeirri samkeppni til þessa.
Dómnefndarmenn ræktu starf sitt af mikilli alvöru og stakri prýði. Matreiðslumeistarinn Sverrir Halldórsson
að störfum.
Band eða börkur? Hörður Sigurjónsson kann greinilega að kljúfa sítrónu- Riddari kokkteilareglunnar reyndist svo Ragnar Örn Pétursson. Hann
börkinn á hárréttan máta enda lenti hann í öðru sæti. hlaut fyrsta sætið og formaður barþjónaklúbbsins BCI - Hafsteinn Egils-
son - slær hressilega á öxlina á honum fyrir afrekið.
Stefán Magnússon frá umboðsversluninni G. Helgason og Melsted
hneigði sig djúpt fyrir Guðmundi Sigtryggssyni sem varð í þriðja sæti
keppninnar.
Lýsing að vild
Myndlistarmaðurinn Einar Hákonarson er með sýningu á eigin myndlist að Kjarvalsstöðum þessa dagana og Ijóst er að lýsingin er honum ekki
jafnljúf og hönnuði hússins. Einar leysir málið með þvi að treysta á kastara sem hann notar til þess að kasta réttu birtunni beint á verkin.
DV-mynd GVA