Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987.
9
Utlönd
John Howard, leiötoga stjórnarandstöðu íhaldsmanna i Astralíu, verður lít-
ið ágengt í kosningabaráttunni, þrátt fyrir stór loforð. Simamynd Reuter
Stjórnarandstöðunni
verður lítið ágengt
Stjómarandstöðunni í Ástralíu
verður ákaflega lítið ágengt í kosn-
ingabaráttunni fyrir kosningamar
sem fram eiga að fara í næsta mán-
uði, þrátt fyrir stórtæk kosningaloforð
um niðurskurð skattheimtu og ríkisút-
gjalda.
Skoðanakannanir sýna að Verka-
mannaflokkur landsins, undir forystu
Bob Hawkes forsætisráðherra, hefur
að minnsta kosti fimm prósentustiga
forskot á íhaldsmenn og frjálslynda
samanlagt Skoðanakannanimar
sýndu ennfremur að mikill meirihluti
ástralskra kjósenda telur hann best
færan um að stýra efhahagsmálum
landsins sem og iðnaðarmálúm,
skattamálum og almannatryggingum.
Aðspurðir kváðust kjósendur yfir-
leitt efa að íhaldsmenn gætu staðið
við loforð um minnkaða skattheimtu.
Meirihluti þeirra taldi áætlanir þess
efnis freistandi en ómögulegar í fram-
kvæmd.
Jóhannes Páll II páfi hitti Lech Walesa, leiðtoga Einingar í Póllandi, í Gdansk
j gær. -Simamynd Reuter
Páfi hitti Walesa
Jóhannes Páll II páfi hitti í gær
Lech Walesa, leiðtoga Einingar í Póll-
andi. Fundur þeirra átti sér stað í
Gdansk. Skömmu fyrir fundinn lýsti
páfi því yfir á bænasamkomu, að Pól-
verjar ættu að horfa með stolti til
Einingar en samtökin eru bönnuð í
landinu.
Talsmenn kaþólsku kirkjunnar
sögðu að páfi og Walesa hefðu ræðst
við i um þrjátíu mínútur í bústað bisk-
upsins í Gdansk. Eftir fundinn sagði
Walesa fréttamönnum að fundur sinn
með páfa hefði verið mjög hvetjandi
og að sér fyndist rafhlöður sínar hafa
verið hlaðnar á ný.
Á bænasamkomunm fyrir mót sitt
með Walesa, sagði páfi að orðið Eining
hefði verið notað í Póllandi í nýrri
merkingu og að veröldin myndi aldrei
gleyma því. Sagði hann að orðið væri
stolt pólsku þjóðarinnar.
Stúdentar í Seoul, höfuðborg S-Kóreu, reyna að komast hjá handtöku með þvi að klifra yfir múra kaþótsku dóm-
kirkjunnar í borginni. Simamynd Reuter
Lögreglan hótar að
ráðast á dómkirkjuna
Lögreglan í Seoul, höfuðborg Suð-
ur-Kóreu, hótaði í morgun að ráðast
inn í kaþólsku dómkirkjuna í borginni
þar sem hundruð stúdenta hafa komið
sér fyrir. Hafa stúdentamir haldið
kirkjunni frá þvi á miðvikudagskvöld
þegar þeir tóku þátt í mótmælum gegn
stjóm landsins. Lögreglan hefur kraf-
ist þess að þeir gefist upp og gangi úr
kirkjunni en þeim kröfum hefur ekki
verið sinnt.
Einn af ríkissaksóknurum S-Kóreu
sagði í gær að lögreglan hefði fyrir-
mæli um að handtaka alla stúdentana
í kirkjunni. Var jafhframt tilkynnt að
yfirvöldum kirkjunnar hefði verið
skýrt frá því að ráðist yrði inn í hana
til að framfylgja handtökuskipuninni,
ef þörf krefði. Hafa kirkjunnar menn
mótmælt þeirri ákvörðun.
Talið er að um fjögur hundrað stúd-
entar séu við kirkjuna, umkringdir
hundruðum óeirðalögreglumanna og
annarra sérþjálfaðra löggæslumanna.
KVARTMÍLA
Keppni veröur haldin laugardaginn 13. júni ef veður leyfir.
Keppendur mæti fyrir kl. 12.00. Keppni hefst kl. 14.00.
Ef rignír er keppni frestad til sunnudags eða næstu helgar.
Stjórnin.
Óttast
skemmdir
á styttum
Borgaryfirvöld í Feneyjum fyrir-
skipuðu í gær athugun á því hvort
skemmdir hefðu orðið á styttum og
minnisvörðum borgarinnar í tengsl-
um við fund leiðtoga sjö helstu
iðnríkja heims sem haldinn var þar
nú í vikunni. Óttast menn þar eink-
um að titringur frá þyrlum lögregl-
unnar hafi losað um marmara í einni
af höllum borgarinnar.
Óttast er að skemmdir hafi orðið á
minnisvörðum vegna hljóðtitrings
frá löggæsluþyrlum sem flugu lágt
yfir torg heilags Markúsar. Marm-
arabrot hafa hrunið úr veggjum
hallar við torgið og hafa þau verið
send til greiningar.
Hóíjegisæfingar í TBR-húsinu gætu leyst vandann?
_______Þrekæf ingar-hlaup-badminton.
Viltu losno viö nokkur aukokíló? ^
Er moginn ennþá of stór, þrótt fyrir veturinn?^
(Stjórnondi Hrólfur Jónsson landsliðsþjálfari *)
ÆTLAD HRAUSTUM KARLMÖNNUMl
'Tennis- og badmintonfélag Regkjavíkur^
^Gnoðarvogi 1 s. 82266_______________^
ÞRLKÆFINGAR OG BADMINTON!