Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Page 18
18
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987.
íþróttir
Efstu
menn
í golfinu
Glenn Hoddle er á
förum til Paris SG
Eftir Faxakeppnina í Eyjum sem
fram fór nú fýrir skemmstu, er
staða efstu manna nú þessi í stiga-
keppninni í golfi:
1. Ulfar Jónsson, GK..........73
2. Sigurjón Amarsson, GR......63
3. Gylfi Kristinsson, GS......52
4. Sveinn Sigurbergsson, GK...50
5. Sigurður Sigurðsson, GS....50
6. Einar L. Þórisson, GR......44
7. Hjalti Pálmason, GV........41
8. T ryggvi Traustason, GK....38
9. Björgvin Þorsteinsson, GR..34
10. Jón H. Karisson, GR.......33
Enski landsliðsmaðurinn Glenn
Hoddle sem alla sína tíð hefur leikið
í treyju Tottenham Hotspur, er nú á
förum frá því félagi til franska liðsins
Paris Saint-Germain.
Þykir sjálfsagt mörgum sjónarsvipt-
ir að því er þessi konungur hverfur
úr ríki sínu, ensku knattspyrnunni.
Gerard Houllier, framkvæmdastjóri
Parísarliðsins, sagði í spjalli við blaða-
menn í gær að félagsskiptin væm
nánast í höfii.
„Samningar verða undirritaðir inn-
an tveggja daga,“ sagði stjórinn.
„Tottenham krefst milljón punda fyrir
Hoddle (60 millj. króna) en tilboð okk-
ar er fjarri þvi. Við munum borga
enska liðinu fjárupphæð sem markast
af 450 þúsund pundum annars vegar
(27 millj. króna) og 1 milljón punda
hins vegar,- hún verður á því bilinu."
Hoddle verður ekki fyrsti Totten-
hamleikmaðurinn til að spila með
Parísardýrlingunum. Argentínumað-
urinn Oswaldo Ardiles var í hebúðum
þeirra leikárið 1982 eftir útistöður við
allt breskt í kjölfar Falklandseyjadeil-
unnar.
Parísarliðið heíúr nú þegar þrjá er-
lenda leikmenn á sínum snærum en
hefur aðeins heimild til að nota tvo
slíka í opinberri keppni, samkvæmt
franskri knattspymulöggjöf. Auk
Hoddle verða þeir Gabriel Calderon,
frá Argentínu og Safet Susic, frá Júgó-
slavíu í herbúðum PSG. Sá fyrmefiidi
er framherji en sá síðameíhdi miðju-
maður.
Það er þó víst að Hoddle mun hvorki
verma bekkinn né sitja hjá þegar leik-
ið verður. Hann er meðal skæðustu
miðjumanna heims enda aðeins 29 ára
gamall. -JÖG
Aiftaki
Völlers
fundinn
Werder Bremen hefur nú fúndið
arftaka Rudi Völler sem nýlega var
seldur til AC Roma.
Leikmaðurinn sem um ræðir er
21 árs gamall, frá Blau-Weiss Berl-
in, Karl-Heinz Rieble að nafni.
Að sögn forráðamanna Blau-
Weiss mun Rieble skrifa undir
samning við Werder í dag, föstu-
dag. Söluverðið er 1.6 milljón mörk
eða 35 milljónir króna.
-JÖG
Kvenna-
boltinn
Tveir leikir fóru fram í l.deild
kvenna í gærkvöldi. KA og ÍA
gerðu jafhtefli 1-1 á Akureyri. Irsa
Helgadóttir skorði mark KA en
Guðrún Gísladóttir mark ÍA.
Þá sigruðu KR-stúlkumar Þór
0-1 og var það Helena Ólafsdóttir
sem skoraði mark þeirra.
• Pétur Ormslev þrumar hér knettinum upp i þaknetið í leik Víðis og Fram
DV-mynd GUN
Engin enduitekning
- í Garðinum. 1-1 jafntefli hjá Víði og Fram en Framarar sigruðu í fyrra 04
Magnús Gislason, DV, Suöumesjum:
Bæði Fram og Víðir náðu að krækja
sér í eitt stig í leik liðanna í Garðinum
í gærkvöldi. Þegar upp er staðið verða
það að teljast sanngjöm úrslit. Leikur
liðanna var þolanlegur á að horfa,
sérstaklega þegar á leið. Leikurinn var
fremur daufur framan af og var greini-
legt af leik Framara að þeir ætluðu
að leika af skynsemi. Þeir unnu 0-4 í
fyrra en tókst ekki að endurtaka leik-
inn nú.
Leikurinn byrjaði með hálfgerðum
hægagangi. Víðismenn lögðu mikla
áherslu á vömina eins og oft áður og
var víglína þeirra aftarlega. Sókn
þeirra var því heldur fámenn. Framar-
ar vom hættulegri án þess þó að skapa
sér hættuleg færi. Á 8. mínútu kom
þó ágætt færi hjá þeim þegar Pétur
Arnþórsson átti skot af stuttu færi.
Gísli Heiðarsson varði vel. Stuttu síð-
ar átti Pétur Ormslev aukaspyrnu sem
virtist ætla að fara inn óáreitt en bolt-
inn skoppaði þó framhjá.
Friðrik Friðriksson þurfti að taka á
honum stóra sínum þegar Daníel Ein-
arsson átti skot úr aukaspyrnu af 30
metra færi. Boltinn, vel studdur af
vindinum, stefndi undir þverslána en
Friðriki tókst að slá knöttinn yfir.
Framarar byrjuðu seinni hálfleik af
miklum krafti en Víðismenn voru dug-
legir við að veiða þá í rangstöðu. Það
dugði þó ekki til á 55. mínútu þegar
Ormarr Örlygsson gaf á Arnljót Da-
víðson sem sendi inn á markteig þar
sem Pétur nokkur Ormslev var fyrir.
Hann var ekkert að tvínóna við hlut-
ina og sendi boltann upp undir þverslá.
Snyrtilega gert og Fram komið 1-0 yfir.
í stað þess að leggja árar í bát, færð-
ust Víðismenn allir í aukana. 10.
mínútum síðar gerðist það að Viðar
Þorkelsson braut á Guðjóni Guð-
mundssyni skammt frá vítateig Fram.
Guðjón tók sjálfur spymuna, sendi
fyrir markið þar sem Vilhjálmur Ein-
arsson var fyrir og náði hann að leggja
fyrir sig knöttinn og skora af 7-8 metra
færi. Staðan þvi 1-1.
Eftir þetta voru Víðismenn betri og
unnu þeir flest návígi. Eigi að síður
fengu Framarar gullið tækifæri til að
hirða öll stigin þegar Arnljótur komst
einn innfyrir. Daníel Einarssyni tókst
þó að hreinsa á línu þegar knötturinn
var á leiðinni í netið.
Gísli Eyjólfsson var mest spilandi í
Víðisliðinu en bræðumir Vilhjálmur
og Daníel voru eins og samvaxinn
klettur í vöminni. Þá var Sævar Leifs-
son ágætur og þegar á leið komst
Svanur Þorsteinsson vel inn í leikinn.
Hjá Frömurum voru þeir Amljótur
og Pétur Amþórsson bestir. Þá átti
Pétur Ormslev góða spretti - alltaf
hættulegur. Þá var Jón Sveinsson
Víðismönnum erfiður og Viðar Þor-
kelsson átti „sterkan“ vamarleik.
Maður leiksins: Vilhjálmur Einars-
son. Gul spjöld: Grétar Einarsson.
Dómari var Friðgeir Hallgrímsson og
dæmdi hann vel. Áhorfendur: 460.
-SMJ
Grindvíkingar
lögðu Víkverja
Grindvíkingar sigmðu Víkverja á
gervigrasvellinum í Laugardal í gær-
kvöldi, með tveimur mörkum gegn
einu. Leikurinn var liður í Mjólkur-
bikarkeppni KSf. Jafnræði var með
liðunum lengst af en úrslit réðust á
síðustu mínútum leiksins.
Þá skoraði Hjálmar Hallgrímsson
sigurmarkið eftir að staðan hafði
verið jöfh, 1-1, um hríð.
Fyrra mark Grindvíkinga gerði
Rúnar Sigurjónsson en eina mark
Víkverja í leiknum gerði Svavar
Hilmarsson. -JÖG
DV
Marka
- Pétur P<
Urslitin
Fjórðu umferð lauk í gærkvöldi og urðu
úrslit þessi í umferðinni:
KR Völsungur......................2-0
Pétur Pétursson......................2
Víðir-Fram........................1-1
Vilhjálmur Einarsson.............. 1
PéturOrmslev.................... 1
Valur Þór..........................2 0
Sigurjón Kristjánsson...............1
Njáll Eiðsson................. 1
KA-FH.............................2-1
GautiLaxdal.........................1
Tryggvi Gunnarsson..................1
Ólafur Kristjánsson.................1
ÍA ÍBK.............................4-2
Aðalsteinn Víglundsson...............2
Valgeir. llarðason..................1
Heimir Guðmundsson..................1
Óli ÞórMagnússon....................1
Kreyr Svcrrisson....................1
Staðan
1. Valur 4 310112 10
2. KR 4 3 1 0 7 1 10
3. ÍA 4 3 0 1 8 6 9
4.KA 4 2 0 2 3 3 6
5. ÍBK 4 2 0 2 9-13 6
6. Fram 4 1 2 I 6 6 5
7, Víðir 4 0 3 1 2 3 3
8. Völsungur 4 1 0 3 4-8 3
9. Þór 4 2 0 2 3-6 3
10. FH „4 0 3 3 1 6 1
Markahæstir:
Hörður Benónýsson, Völsungi..........3
Pétur Ormslev, F ram.................3
Heimir Guðmundsson, ÍA...............3
Sigurjón Kristjánsson, Val...........3
Óli ÞórMagnússon, ÍBK................3
Valur Valsson, Val...................2
Magni Pétursson, Val.................2
Pétur Pétursson, KR..................2
Bjöm Rafnsson, KR....................2
GunnarSkúlason, KR...................2
Aðalstcinn Víglundsson, f A..........2
Valgeir Barðason, ÍA.................2