Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987. Menning 39 Friedrich Von Hayek John Burton, ritstj.: Hayek’s 'Serldom' Revislted, The Institute of Economlc Affairs, London 1984.' Rit það sem hér er til umijöllunar er safn ritgerða og er gefið út í til- efni þess að fjörtíu ár eru liðin frá útkomu þekktasta rits Friedrichs von Hayeks, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Rit Hayeks, Leiðin til ánauðar (The Road to Serfdom), kom einmitt út árið 1944 og olli þá miki- um ritdeilum, bæði hérlendis sem erlendis. 1 ritið skrifa sex fræðimenn sem allir eru yngri en bók Hayeks, dr. Hannes H. Gissurarson, dr. John Gray, Norman Barry, Jeremy She- armur, John Burton og dr. Karen Vaughn. En um hvað fjallar bók Hayeks og hvers vegna olli hún deil- um? Spádómur eða viðvörun „Leiðin til ánauðar var og er enn, mjög misskilin bók“ segir dr. Hannes H. Gissurarson, stjórnmálafræðing- ur, í ritgerð sinni í bókinni. „Hún var ekki spásaga heldur viðvörun" heldur hann áfram og segir Hayek hafa verið að vara borgara Vestur- landa við að „ef þið bætið ekki grunvallarreglur ykkar þá farið þið til helvítis". Hayek endurtúlkaði evrópska samtímasögu og rökstuddi að uppgangur nasismans væri ekki andsvar við samhyggjunni heldur framhald hennar. Hann varaði við að ótakmarkað vald sé hættulegt og verði óumflýjanlega misnotað fyrr eða síðar. Hann hélt því fram að ' enginn millivegur væri milli sam- keppni og áætlunarbúskapar, að hugmyndin um samhyggju-lýðræði væri ósamkvæm sjálfri sér og að „blandað hagkerfi" væri ekkert nema nafn yfir umbreytinguna úr markaðsskipulagi yfir í samhyggju. Hannes lýsir síðan hvernig mót- tökur bókin fékk í Bretlandi og í Bandaríkjunum en þar í landi fékkst hún loks útgefin hjá háskólanum í Chicago eftir að þrjú stærri útgáfú- fyrirtæki höfðu hafnaö henni vegna skoðana höfundar. Það er einnig athyglisvert og lýsir vel tíðarandan- um, hvað Keynes lávarður hafði um bókina að segja. 1 bréfi til Hayeks árið 1944 segir Keynes: „Að mínum dómi er þetta mikið og merkilegt verk. Við höfum öll fyllstu ástæðu til að þakka þér fyrir að segja það svo vel sem þurfti að segja. Þú munt ekki vænta þess af mér, að ég sam- þykki allt það sem þú segir þar um efnahagsmál. En siðferðilega og heimspekilega get ég tekið undir næstum því allt með þér og meira en það, ég tek undir það heils hugar og af öllu hjarta“. En svo hélt Key- nes áfram „Okkur er óhætt við hóflegan áætlunarbúskap, ef þeir sem hann annast, hafa rétta hjarta- lagið og rétta hugsunarháttinn. . . Ráðast má í hættuleg verk, þar sem menn hafa réttar skoðanir og tilfinn- ingar, þótt það væri vísasta leiðin til helvítis, þar sem menn hefðu rangar skoðanir og tilfinningar". En þetta er einmitt hugsunin sem Hay- ek er að vara við; að öllu sé óhætt meðan „góðu" mennimir stjórna. Stjórnmálakerfið veltur á reglunum en ekki á mönnunum og reglurnar verða að miðast við það versta, þó svo við vonumst til hins besta. Hag- fræði Stjórnmálanna, með James Buchanan í fararbroddi, hefur ein- mitt beint augum okkar að þessu; við verðum að takmarka vald stjóm- málamannanna með stjómarskrár- skorðum og setja þannig varnagla á að „vondir“ menn geti misnotað ótakmarkað vald. Friedrich Von Hayek. Áætiunarbúskapur leiðir til alræðis Hannes gagnrýnir því næst kenn- ingar um „milliveginn", um blandað hagkerfi og reynir að leiðrétta þann misskilning sem uppi er um frjálsa samkeppni og eðli hennar. Hann bendir á að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að frjáls sam- keppni leiði til einokunar. Þvert á móti. Það sé ríkisvaldið sem skapi einokunarskilyrði, annaðhvort í formi ríkisfyrirtækja eða með einka- leyfum. Hann reynir að sýna fram á að fijáls samkeppni sé ekki leikur þar sem einn vinni á kostnað ann- ars, heldur sé hún þróun þar sem árvakir menn séu sifellt að uppgötva ný tækifæri til að þjóna öðrum bet- ur. Með öðrum orðum, athugulir einstaklingar finna sífellt fleiri óupp- fylltar þarfir samborgara sinna og með hagnað í sjónmáli keppast þeir við að uppfylla þessar þarfir. Sá er best kemur til móts við óskir sam- Bókmenntir Birgir Þór Runólfsson borgara sinna nýtur mestrar umbunar erfiðis síns. Áætlunarbú- skapur, aftur á móti, bregst hér algjörlega. Ríkisvaldið, eða nefnd á þess vegum, veit ekki og finnur ekki þarfir borgaranna. Valdsmenn yrðu þess vegna að ákveða hverjar væru þarfir og óskir þegnanna og þröngva svo niðurstöðu sinni upp á þá. Áætl- unarbúskapur leiðir þvi óumflýjan- lega til alræðis. Undir lok ritgerðar sinnar spyr Hannes hvort Hayek hafi haft rangt fyrir sér, hvort viðvörun hans hafi verið óþörf. Hann bendir á að ríkis- umsvif hafi aukist hvarvetna á Vesturlöndum en frelsið virðist ekki hafa minnkað fyrir það. Hannes svarar þessu þó neitandi og nefnir til nokkrai- ástæður. Fyrst þeirra er auðvitað sú að eftir seinni heimstyrj- öldina reyndu menn takmarkaðan áætlunarbúskap en það gafst illa eins og við mátti búast. Önnur ástæða er að í sumum löndum, eins og Vestur-Þýskalandi undir Erhard, reyndu menn markaðsbúskap og gekk það svo vel að í sögubókum er talað um „undur", samanber „Vestur-þýska efhahagsundrið". Að- alástæðan er þó sú, að áliti Hannes- ar, að menn finna ekki endilega fyrir frelsismissinum þó að hann sé raun- verulegur. Dæmi um þennan mismun eru, eins og Hannes bendir á, hin lokuðu landamæri nú á tím- um. Áður fyrr og aht fram á þessa öld, þurftu menn ekki vegabréf, hvað þá vegabréfsáritanir, eða leyfi hjá stjómarherrunum til að ferðast eða setjast að í öðrum löndum. Nú kipp- ir sér enginn upp við það þó hann þurfi að bíða í fleiri mánuði eftir leyfum, eða fái ekki einu sinni leyfi til að flytja eigur sínar á milli landa. Skipulagt eða skipulegt Norman Barry gagnrýnir Hayek fyrir að leggja of mikla áherslu á áhrif hugmynda í þjóðfélaginu og telur að sérhagsmunahópar séu niiklu áhrifameiri á þjóðfélagsgerð- ina. Samkeppni þessara þrýstihópa leiðir til „stöðugs jafnvægis" áður en ríkisvaldið er orðið algjört, að sérhagsmunimir muni passa sig á að kyrkja ekki einkageirann alveg. Eða eins og John Burton orðar það í gagnrýni sinni á Barry: „Hann heldur því fram að það borgi sig ekki að drepa (einkageira) gæsina sem verpir gullna egginu (fyrir ríkis- valdið)". Báðir, Burton og John Grav, gagnrýna kenningu Banys og telja hana mjög hæpna. Jeremy Shearmur ræðir í ritgerð sinni áhrif ýmissa hugsuða, eins og Karl Marx og Marx Weber, á fræði- mennsku seinni tíma. Einnig ræðir hann hvaða erindi Hayek á inn í þessa umræðu og ber saman verk hans við Marx og Weber. Karen Vaughn fjallar um „þróunarkenn- ingu“ Hayeks, sem er í stuttu máli á þá leið að nútíma hefðir, siðir og stofhanir, til dæmis séreignaréttur- inn, hafi orðið ofaná í þróuninni. Ekki vegna þess að einhver hafi ákveðið það eða skipulagt það. held- ur vegna þess að fólk hafi aðhvllst þessa siði og stofnanir fremur en aðra. Út úr þessari þróun verðui- til skipulegt þjóðfélag, sem þó er ekki skipulagt af neiniun ákveðnum. Vaughn er í flestu sammála kenn- ingunni, en gagnrýnir þó hve „opin" hún er. I stuttum ritdómi sem þessum er ekki hægt að gera ítarlega úttekt á bókinni og hef ég því af ásettu ráði fjallað mest um ritgerð Hannesar, sem er lesendum þessa blaðs góð- kunnur. En þegar á heildina er litið þá er hér um mjög merka bók að ræða, þó ýmislegt i henni sé ekki yfir ágreining hafið. Mestu skiptir þó að hún heldur uppi umræðunni um hættuna af ótakmörkuðu valdi og er þess vegna þörf lesning fyrir alla þá er ekki vilja halda lengra á leiðinni til ánauðar. Birgir Þór Runólfsson Fóstrur - Fóstrur Dagvistir Akureyrar auglýsa eftir fóstrum á Síöusel, Árholt, Flúðir, Lundarsel, Brekkukot, Pálmholt og Iða- völl í heilar og hálfar stöður. Upplýsingar á viðkomandi dagvist. Félagsmálastofnun Akureyrar Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Verkmenntaskóla Austurlands eru lausar kennarastöður I Islensku, dönsku og rafiðnagreinum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavlk, fyrir 20. júni naestkomandi. Að Fósturskóla íslands vantar stundakennara I þróunarsálarfræði, heilsu- og sjúkdómafræði og vistfræði. Umsóknir skal senda fyrir 20. júnl til skólastjóra sem veitir nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið BÍLEIGENDUR BODDÍHLUTIR! Ódýr trefjaplastbretti, brettakantar o.fl. á flestar gerðir bíla, ásetning fæst á staðn- um, svo sem á Bronco, Galant, Lancer, Daihatsu, Subaru, Willys, Volvo, Polonez, Concord, Escort, Range Rover, Isuzu Trooper, Mazda, Toyota, Scania, Dodge og m.fl. Einnig brettakantar og skyggni á Blazer, Dodge Van, Patrol, Bronco, Lada Sport, Rocky, Pajero, Hi-Lux, Ch. Van og margt fleira. BÍLPLAST HRtOIIFOAI Vagnhöfða 19, simi 688233. Póstsendum. Ódýrir sturtubotnar. Tökum aö okkur trefjaplastvinnu. Veljiö islenskt. RÍKISSFÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Aðstoðarmaðuróskasttil sumarafleysinga á rannsókn- ardeild í meinefnafræði. Nemi í einhverri grein heil- brigðisþjónustu kemur vel til greina. Upplýsingar veitir yfirmeinatæknir, sími 29000-424. Aðstoðarmaður óskast til sendistarfa innan Landspít- alalóðarinnar fyrir Blóðbankann nú þegar í um 60% starf. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri, sími 29000-565. Starfsmenn óskast til ræstinga á dagheimilið Sólhlíð nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðumaður, sími 22725. Starfsmaður óskast til afleysinga í matsal starfsfólks á Kleppsspítala. Upplýsingar veitir matráðskona í býtibúri á Kleppsspít- ala, sími 38160. Reykjavík, 12. júní 1987. STARFSMAÐUR ÓSKAST KNATTÞRAUTIR Knattspyrnusamband islands og DV óska eftir að ráða knattspyrnuþjálfara/íþróttakennara til að annast fram- kvæmd knattþrauta sumarið 1987. Allar upplýsingar veitir skrifstofa KSl. Sími 84444.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.