Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Page 30
42 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987. SM A SYNGILL VIKUNNAR COCK ROBIN - JUST AROUND THE CORNER (CBS) Þessi ágæta hljómsveit er nú orðin áð dúett, mestanpart vegna þess hversu langan tíma það tók að koma nýju plötunni í fullbúið ástand. Það virðist þó ekki hafa komið niður á gæðum tónlistar- innar; þetta er til að mynda hágæða popplag og ekki trúi ég öðru en að frægðin, sem þessi hljómsveit á skilið að hljóta, sé handan hornsins. AÐRIR GOÐIR SYNGLAR ABC- WHEN SMOKEY SINGS (PHONOGRAM) Hér er einstaklega skemmtileg- ur óður til soulrisans Smokey Robinson en hann hefur haft meiri áhif á nútímapopptónlist en flestir aðrir. Þetta lag er mjög skemmtilega samsett; annars vegar nútímapopp með soulívafi og sjálft viðlagið er svo með hinu dæmigerða Motownsándi sem einkenndi mörg lög með og eftir Smokey. Gamli maðurinn getur verið ánægður með þetta. THE GO-BETWEENS - CUT IT OUT (BEGGARS BANQUET) Rokk í gömlum stíl með nokkuð þunglamalegum takti en léttu millispili. Óvenjulegt lag en mjög áheyrilegt. DAVID & DAVID - AIN’T SO EASY (A&M) Melódískt millirokk frá Banda- ríkjunum, þetta er dúett, ekki ólíkur Hall og Oates þegar þeir voru og hétu. Lagið er nokkuð gott en þó vantar einhvern neista til að glæða það þeim loga sem þarf. CURIOSITY KILLED THE CAT - MISFIT (MERCURY) Athyglisverð hljómsveit en henni hættir til að ofhlaða lög sín og það er mjög áberandi í þessu lagi, hér ægir öllu saman, blást- urshljóðfærum, syntum, tromm- um og guðmávitahverju. Mér heyrist lagið vera ágætt en það er erfítt að gera sér grein fyrir því í gegnum allt teppið. SVERRIR STORMSKER STORMSKER (TONY) Sverrir er ótrúlega hraðvirkur við að hrista ný lög fram úr er- munum, kannski helst til hrað- virkur, þetta virkar ekki alveg nógu vandað á mann en þetta er létt og skemmtilegt eins og mað- urinn sagði. -SþS- Sounds Of Soweto - Hinir & þessir Seiðandi söngur og taktur Tónlist frá Afiíku hefur í gegnum tíðina komið nokkuð við sögu popp- tónlistarinnar. Oftast hefur þetta verið í því forminu að einhver popparinn hefur brugðið sér til Afríku og tekið upp plötu eða lög með affískum tón- listarmönnum. Það hefúr þó sjaldnast leitt til þess að athygli manna hafi beinst að þeirri popptónlist sem Aff- íkumenn eru sjálfir að framleiða heldur frekar orðið til að vekja at- hygli á þessum djarfa og hugumstóra poppara sem var svo vinsamlegur að láta ljós sitt skína á smælingjana í Afríku. Reyndar hafa komið fram á sjónar- sviðið affískar hljómsveitir en þær hafa undantekningalaust starfað á Vesturlöndum og má nefna Osibisa í þessu sambandi. Og í fyrra fór enn einn popparinn til Afríku til að gera þar plötu með innfæddum. Þetta var Paul Simon og fór hann alla leið til Suður-Affíku, þess voðalega lands, og tók þar upp metsöluplötuna Graceland. A þessari plötu fóru innfæddir hljóð- færaleikarar og söngvarar á kostum og hvort það er þessari einstöku plötu að þakka eða einhverju öðru hefur á undanfömum mánuðum beinst æ meiri athygli að því sem er að gerast í tónlistarlífinu í Afiíku og þá kannski sér í lagi í Suður-Affíku. Og nú eru það ekki bara affískir tónlistarmenn sem fluttir eru til Vest- urlanda sem fá athyglina heldur líka þeir sem heima sitja. Og þetta tvöfalda albúm inniheldur lög sem eingöngu em leikin af heima- mönnum og hér kennir ýmissa grasa. Tónlistin er að uppistöðu vestrænt popp en með sterkum affíkönskum áhrifúm bæði í söng og hljóðfæraleik. Fyrir mína parta finnst mér þetta stór- skemmtileg blanda og greinilegt að Affíkumenn bera nógu mikla virðingu fyrir sinni tónlistarlegur arfleifð til þess að varpa henni ekki fyrir róða þó svo vesturlenskt popp komi til sög- unnar. Textar Affíkumannanna em engin vesturlensk vella heldur fjalla þeir um ástand mála í Suður-Afríku, baráttu blökkumanna þar fyrir jafnrétti á við hvíta. En vel að merkja, þær hljóm- sveitir sem ffam koma á þessari plötu em alls ekki einvörðungu skipaðar svörtum mönnum. Hvítir koma þar líka við sögu. -SþS- Worid Pariy - Private Revolution Með heiminn á herðunum Úr hljómsveit í sveit. Öllum til mik- illar furðu yfirgaf Karl Wallinger skosku hljómsveitina Waterboys í fyrra og settist að á afviknum stað í sveitinni. Það varð kveikjan að World Party. í raun og vem stendur Karl að mestu einn bak við naftiið. Hann semur allt efnið á plötunni og stjómar upptökum. Sér til fulltingis hefur hann nokkra ffambærilega tónlistarmenn. Sinead O’Connor syngur til dæmis bakraddir í einu lagi. Hún söng einmitt lagið Heroine svo snoturlega á plötunni Captvie sem gítEu-leikari U2, Edge, stóð á bak við. En hvem fj. var Karl Wallinger eig- inlega að vilja upp í sveit? Hvað fær menn til að yfirgefa hljómsveit eins og Waterboys sem virðist eiga glæsta ffamtíð gulltryggða? Það er ekki gott að segja. I tilviki Karls virðist svarið liggja í því að hann hafi bókstaflega fengið nóg af öllu veraldarvafstrinu. Að nokkm má til sanns vegar færa að á World party plötunni leiti hann uppmna síns logandi ljósi. Og hann fer langt aftur. Karl hefúr gerst blóma- bam. Nútímablómabam. í textum hans skín í gegn náungakærleikur, trú á betri heim, gagnrýni á samfélagið og hvemig þetta var nú allt saman. Þannig er World Party nokkurs konar sammni nútímalegs popps og gamalla hugsjóna þar sem hinn mannlegi þátt- ur er settur í öndvegi. Allt er þetta gott og vel. Karl semur mjög frambærileg lög. Nægir þar að nefnaShip of foolz, prýðisrokklagþar sem höfundur neitar að sigla í strand með þeim sem stýra þjóðarskútunni. í Private Revoulution hvetur Kai-1 að auki fólk til að taka sér tak og líta gagnrýnni augum á sjálft sig og sam- félagið. Sömu einstaklingum er svo sendur tóninn í The ballad of The Little Man. Smáborgarinn á ekki upp á pallborðið hjá Karli frekar en öðrum blómabömum. Á heildina litið er Private Revoluti- on ágætasta plata sem sýnir að brott- för Karl Wallinger úr Waterboys var ekki alveg út í loftið. Piltinum verður hins vegar að skiljast að heimurinn er allténd eins og hann er. Hvergi er pláss fyrir bamslega trú á breytingar. Hugsjónir hippanna biðu skipsbrot, hvers vegna skyldi sama aðferð þá duga núna? -ÞJV Bryan Adams - Into the Fire Spennandi en tvíeggjaðar þreifingar Kanadamannsins Bryan Adams er undantekningin sem sannar regluna. Hann er nefnilega ekki snoppuffíður, meira að segja með bóluhúð, en samt hefur hann náð geysilegum vinsældum í Bandaríkjun- um. Ástæðan er einfaldlega sú að hann hefur til brunns að bera hæfileika góðs lagasmiðs og skemmtilega söng- rödd í ofanálag. Þetta tvennt ein- kenndi síðustu plötu hans, Reckless, enda lét frægðin ekki á sér standa. Adams hefur nú sent frá sér plötuna Into the Fire - grip sem byggir á sömu eiginleikum höfúndar en er ekki nánd- ar nærri eins grípandi og Reckless. Fyrir vikið hefúr hún ekki notið sam- bærilegra vinsælda. Into the Fire verkar meira „pródúseruð" en Reck- less en þó aldrei svo að hið sérstaka „gítarsánd" Adams og hrjúf rödd hans falli í skugga breyttra áherslna. Grípandi rokklögin, sem einkenndu Reckless, em á bak og burt á Into the Fire að mestu. Þess í stað beitir Adams meira lögum með millitempói sem svo rífa sig upp með tilþrifúm á köflum. Þrjú góð slík eru á Into the Fire, Vict- im of Love, Native Son og Rebel. Rokkið er þó ekki alveg á braut og í lögum á borð við Another Day og The Strong Survive er hressilega keyrt. Bæði lögin eru nokkuð ólík því sem Adams hefúr verið að gera þótt það síðamefnda virðist kannski að hluta byggt á gamla Stones-slagaranum All Over Now. Einhvem veginn hef ég á tilfinning- unni að Adams hafi ætlað að nota sér þá staðreynd að hann er orðinn fr ægur og vinsæll rokkari til þess að þreifa sig aðeins áff am - skipta kannski um stíl á Into the Fire. Platan ber þess merki að Kanadamaðurinn vill feta nýjar slóðir og því kemur næstsíðasta lag plötunnar, Hearts on Fire, nánast eins og skrattinn úr sauðarleggnum eftir það sem á undan er gengið. Það er engu líkara en Adams hafi sjálfur efast um að dæmið gengi upp og því ákveðið að skella einu dæmigerðu Reckless-lagi með. Sjálfur kann ég vel að meta tilraun- ir Adams til þess að breyta þeirri ímynd sem hann hafði skapað sér. Hvort þær em líklegar til þess að við- halda vinsældum hans er svo önnur saga. Into the Fire er metnaðarfyllri en Reckless en hún er þess eðlis að hún krefst meiri hlustunar en forver- inn. Hvort það verður henni fjötur um fót í baráttunni um vinsældir verður að koma í ljós en nái þessi plata um- talsverðum vinsældum er það aðeins staðfesting á því að Adams hefur náð frambúðarfótfestu í rokkheimum. Sigurður Sverrisson. SMÆLKI Sæf nú!... Gömlu félagarnir David Crosbyog Graham Nash gerðu sér litið fyrir um riaginn og giftu sig (það er að segja hvor sinni konunni) og slógu öllu upp í eina stóra veislu. Þarvar að vonum múgur og margmenní og varð uppi rnikil kátina meðal gestanna þegar brúðhjónin stukku i allri múnderingunni út í sundlaugina sem hver maðurhefurviðhússitt þarna vestra... Núferað styttast í hina árlegu Ro- skilde hátíð I Danmörku en hún hefst þann 3. júli næst- komandi og stendur í þrjá daga. Meðal þekktra er- lendra lístamanna, sem ætla að troða upp á hátiðinni, eru irski söngvarinn Van Morri- son, breski popparinn Iggy Pop og hljómsveitin Pretend- ers... Breska rikisútvarpið, BBC, bætti á dögunum enn einni skrautfjöðrinni i hatt þeírra laga sem hafa hlotið þann heiður að vera bönnuð. Nýjasta lagið, sem hlotið hefurbannstimpilinn, er hael en það heitir þvi fróma nafni I Want Your Sex og geta lesendur nú getið sér til um af hverju það var bannað. En þeir höfðingjarn- irhjáBBCeru ekkialvondir menn þvi þeir létu sér nægja að banna lagið að deginum til en ekki á nóttunni. Líkast til hafa þeir vissu fyrir þvi að sómakært fólk sofi um næturog þvíigóðu lagiað spila þennan hættulega söng fyrirþann syndum hlaðna lýð sem vakir á nóttunni... John Cougar Mellancamp, sem á dögunum var sagður ætla að fella niður miliinafnið Cougar, ku alls ekki ætla að gera neitt í þá veruna og nýja platan hans, sem kemur út i haust, mun koma út i nafni John's Cougar Mell- ancamp... Kántrikallarnir, Kenny Rogers og Ronnie Milsap, hafa stillt saman strengí sína og innan tiðar kemur út fyrsta lagið sem þeir syngja saman. Er það lag eftir Kim Carnes- Make No Mistake She's Mine... Nýstofnuð hljómplötufyrir- tæki vestanhafs, Cinema og Voyager Records, hafa i hyggju að reyna að endur- lífga gamlar hálfútdauðar rokkstjörnur. Meðal þessara forngripa eru Dave Mason, Justín Hayward, Patrick Moraz, Tony Kaye og Peter Bardens... veröi þeím og ykkurað góðu... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.