Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Qupperneq 36
 FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987. Verkfræð- ingar sömdu ínótt - verkfalli frestað Laust eftir miðnætti í nótt tókust samningar milli verkfræðinga og viðsemjenda þeirra en verkfræðing- ar hafa verið í verkfalli í viku en nú hefur þvi verið frestað. Egill Harðarson, formaður Stéttar- félags verkfræðinga, vildi ekki skýra frá efnisatriðum samninganna, enda verður ekki haldinn félagsfundur um þá fyrr en eftir helgina. Aðspurður hvort um góðan samning væri að ræða sagði Egill: „Eigum við ekki bara að segja að þetta sé samningur og báðir aðilar hafi teygt sig til hins ýtrasta." -S.dór Matvöruverslanir: Margar hafa opið á laugar- dögum Samkvæmt athugun DV munu a. m.k. fjörutíu matvöruverslanir í Reykjavík hafa opið á laugardögum í sumar þrátt fyrir tilmæli Kaup- mannasamtakanna um hið gagn- stæða. Flestar minni hverfaverslanir munu hafa opið en allmargar stórar hverfaverslanir eru einnig í þessum hópi. Þar má m.a. nefna Nóatún, Heijólf í Skipholti, Kjöthöllina á Háaleitisbraut, Kjötmiðstöðina í Laugalæk, Nýja-Garð á Leirubakka og Kjörbúð Hraunbæjar í Árbæjar- hverfi. Verslanimar verða opnar á nokk- uð mismunandi tímum. Flestar þeirra opna kl. 9 á laugardagsmorgn- um en aðrar ekki fyrr en kl 10. Þær loka svo á tímabilinu frá 12 á hádegi til kl. 4 síðdegis. KGK - sjá nánar bls. 12 LOKI Kannski Þorsteinn verði að byrja á því að mynda stjórn innan flokksíns? Hagfreeðingarnir Jón' Sigurðs- arða króna í tekjur á einu ári. skyn að Sjálfstæðisflokkurinn væri heiratuna miHi Sjálfstæðisflokks son, Alþýðuflokki, Geir H. Haarde, Alþýðuflokkur og Framsóknar- reiðubúinn að fara upp í einn millj- annars vegar og hinna flokkanna Sjálfstæðisflokki, og Bolli Héðins- flokkur telja náuðsynlegt til að arð króna og þá einkum með því hins vegar. son, Framsóknarflokki, settust grynnka á íjárhagshallanum og að fækka undanþágum frá sölu- „Það merkilegasta sem kemur út niður klukkan hálfellefu í raorgun draga úr þenslu að ríkissjóður nái skatti. úr þessu em sögulegar sættir til þess að fara ofan í valkosti sem inn minnst 1,5 og helst 2,5 milljörð- Aðrir skattar, sem helst er verið Framsóknarflokks og Alþýðu- stjómmálaflokkarnir eru að íhuga um króna og jafnvel þegar á þessu að skoða, eru eignaskattur, stór- flokks eftir 30 ára stríð sem í skattheimtu í viðræðum sínum ári. eignaskattur og skattur á krítar- sumpart hefiir verið byggt á mis- um royndun ríkisstjómar. Sjálfstæðismenn hafa tregast við kort. Bensínskattur er ekki skilningi,“ sagði ' þingmaður Hefur þremenningunum verið að stíga nokkurt skref. Þó virðist útilokaðurenflokkarnirhafaorðið Framsóknarflokksins í gærkvöldi. fengið það verkefhi að finna 2 raillj- sem Þorsteinn Pálsson hafi á eggja- sammála um að hækka ekki tolla Annar framsóknarraaður sagði: arða króna fyrir ríkissjóð. Þeir fundinum langa í gærdag með á bílum. „Það er alveg ljóst að það kemst munu skoða leiðir sem að hámarki Steingrími Hermannssyni og Jóni Enn er hugsanlegt að viðræður ekki hnífur á milli Framsóknar- gætu gefið ríkissjóði 3 til 4 millj- Baldvini Hannibalssyni gefið í slitni vegna ágreinings um skatt- flokkeogAlþýðuflokks" -KMU TF-SIR á slysstað. Eins og sjá má er flugvélin mikið skemmd. DV-mynd Kristján Einarsson, Selfossi Hvolsvöllur: Hlekktist á í lendingu Lítilli einkaflugvél af gerðinni PA 28-140 hlekktist á í lendingu á flug- velli við Hvolsvöll í gær. Vélin sem ber einkennisstafina TF-SIR var að koma inn til lending- ar þegar nefhjólið lenti í ójöfhu með þeim afleiðingum að það brotnaði Skýin komin aftur Þá er góða veðrið á brott í bili. Á morgun verður vestangola, skýjað og súldarvottur við norðvestur- ströndina en annars hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti verð- ur 7-9 stig við strendumar en 10-14 stig inn til landsins. undan. Við það skall vélin í flugvöll- inn og er mikið skemmd. Auk flugmannsins var einn farþegi í vélinni. Hann hentist fram og skaddaðist í andliti og var fluttur á Borgarspítalann. Flugmaðurinn slapp með skrámur. Á Hvolsvelli er grasflugvöllm-. Starfsmaður hjá Loftferðaeftirlitinu vildi ekki segja neitt um óhappið að svo komnu máli en málið er í frek- ari rannsókn hjá Loftferðaeftirlitinu. -sme „ErfHt að slátra Jóm“ Komi landbúnaðarráðuneytið í hlut Framsóknarflokksins stendur þing- flokkur hans frammi fyrir vali á milli Jóns Helgasonar og Guðmundar Bjarnasonar. „Ég er ekki viss um að Guðmundur verði ráðherra. Það er ekki búið að sætta liðið fyrir norðan," sagði einn þingmaður flokksins í gærkvöldi. „Ef landbúnaðurinn fellur flokknum i skaut er erfitt að slátra Jóni. Jón hefur vaxið og er allur annar síðan um miðjan vetur. Ég held að Alexander sé dæmdur," bætti hann við. -KMU Efasemdir um Þorstein Miklar efasemdir eru í Framsóknar- flokknum um að samþykkja Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Einn þingmaður Framsóknarflokks- ins sagði blaðamanni DV að viðræður um stjómarmyndun væm að sigla í strand vegna þess að Þorsteinn virtist ekki hafa vald til að gera nokkum skapaðan hlut. „Það er talið að Þorsteinn hafi ekki nema helming þingflokksins," sagði þingmaðurinn. -KMU Albert langafi Albert Guðmundsson, formaður þingflokks Borgaraflokksins, varð langafi í fyrradag. Um leið varð He- lena, dóttir Alberts, amma. Jóhanna Þóra, tvítug dóttir Helenu, fæddi 17 marka þungan og 55 sentí- metra langan son á fæðingardeild Landspítalans. „Borgaraflokkurinn stækkar frá degi til dags,“ sagði Albert af þessu tilefni í morgun. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.