Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Síða 8
8
• FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987.
Utlönd
Sfjómannynduii hafin á ftalíu
Baldur Rabertsaan, DV, Geitúa:
Sósíalistar ha& samþykkt að
vinna með kristilegum demókrötum
í fimm flokka stjóm en með nokkr-
tim skilyrðum þó.
Segja þeir að kristilegir demó-
kratar verði að samþykkja nýjar
hugmyndir til að endurbæta slæmt
ástand í landinu. Stefiia verði að því
að bæta efhahag landsins sem er að
hruni kominn svo og auka atvinnu-
tækifæri á Suður-Ítalíu. Mikilvæg-
ast þykir þeim að kristilegir
demókratar hætti yfirgangi og leggja
sósíalistar áherslu á að jafhvægi ríki
í stjómarsamstarfi.
Kommúnistar, sem verða í stjóm-
arandstöðu, em mjög neikvæðir í
garð nýrrar fimm flokka stjómar og
spá slQcri stjóm ekki langlifi. Segja
þeir hana eingöngu vera neyðarúr-
ræði kristilegra demókrata til að
vinna tíma. Hægt sé að finna betri
leið til að stjóma landinu.
Hundrað farast í hvirfilbyl
f'.***•?* yJtEfc. T'í - "Í-riU'
I
Meira en hundrað manns fórust eða er saknað eftir að fellibylurinn Theima
gekk yfir suðurhluta Suður-Kóreu í nótt, að því er ríkisútvarp landsins
skýrði frá í morgun.
Sagt var að staðfest væri að fjörutíu og tveir heföu látið lífið, þar á meðal
sjö manna fjölskylda sem varð undir vegg er hrundi undan átökum stormsins.
Sextíu og sex manns var saknað, margra þeirra á hafi úti, þar sem fiskibát-
ar sukku í miklu hafróti.
Hvirfilbylurinn Thelma olh mestum usla í suð-vesturhluta landsins, ná-
lægt hafharborginni Pusan, en þar býr hálf fjórða milljón manna.
Tuttugu og tveggja sjómanna frá Pusan er saknað.
Síðustu fregnir herma að Nakdong-fljót hafi flætt yfir bakka sína.
Útvarpið sagði í morgun að yfir tuttugu þúsund hektarar ræktaðs lands
væm undir vatni eftir Thelmu og vfða féllu aurskriður.
Tannvtðgerðlr á fíi
Fílar þurfa stundum þjónustu tannlækna, ekki síður en mannfólkið. Einn
af filum dýragarðsins í Kronberg í Vestur-Þýskalandi, braut aðra skögul-
tönn sína fyrir nokkm. Tannbrotinu fylgdi sársauki og að auki þurfti að
sótthreinsa sárið, svo fillinn var deyfður á meðan tannlæknirinn sinnti ajúkl-
ingnum. Fillinn mun svo fá gervitönn áður en langt um líður.
Fréttamenn í Suður-Kóreu í verkfalli
Um eitt hundrað fréttamenn sjónvarpsstöðvar í Suður-Kóreu em nú í
verkfalli sem þeir segja að muni standa þar til yfirmaður þeirra, sem skipað-
ur er af stjómvöldum, láti af störfum.
Fréttamennimir, sem starfa fyrir Munhwa sjónvarpsstöðina, segja að ríkis-
stjóm landsins hafi haft óhæfileg afskipti af fréttaflutningi stöðvarinnar og
krefjast þess að yfirmaður sá sem sér um ritskoðunina láti af störfum. Sá
hinn sami var áður talsmaður forseta landsins.
Síðastliðinn þriðjudag gáfu fréttamennimir yfirmanninum tveggja daga
frest til að segja af sér, en þar sem hann sinnti ekki kröfum þeirra hafa þeir
nú gripið til verkfalls um óákveðinn tíma.
Um hundrað og tuttugu stjómcndur dagskrárefiiis, annars en frétta, sögðu
f gær að þeir myndu ganga til liðs við verkfallsmenn í dag.
Olla dúkkur og Olla hamborgarar
Ólafúr Amaison, DV, New Yorfc
Ólafur Arnarson, DV, New York
Gærdagurinn byrjaði heldur
óbjörgulega fyrir Reagan forseta. John
Poindexter, fyrrum öryggisráðgjafi
forsetans, sagði þá að í desember 1985
hefði Reagan skrifað undir plagg sem
fjallaði um bein skipti á vopnum og
gíslum. Poindexter sagðist hafa eyði-
lagt skjalið 21. nóvember síðastliðinn
því hann óttaðist að það myndi skaða
forsetann.
Reagan hefur ítrekað sagt að vopna-
salan til Iran hafi ekki verið ætluð sem
lausnargjald fyrir gíslana í Líbanon
heldur hefði tilgangurinn verið sá að
koma á samskiptum við hófsöm öfl í
Iran. Þessi uppljóstrun Poindexters
kemur sér illa fyrir forsetann en í gær
sögðu talsmenn Hvíta hússins að for-
setinn myndi ekki eftir að hafa
undirritað neitt slíkt plagg.
Eftir því sem leið á daginn fór at-
burðarásin að snúast forsetanum í
hag. Poindexter lýsti því skýrt yfir að
hann hefði aldrei sagt forsetanum frá
því að hagnaður frá vopnasölunni til
Irans væri notaður til aðstoðar
kontraskæmliðunum í Nicaragua. Við
þessi orð Poindexters var þungu fargi
létt af starfsmönnum Hvíta hússins
og líklega flestum Bandaríkjamönn-
um. Reagan hafði þetta að segja: „Er
þetta eitthvað nýtt? Þetta er ég búinn
að vera að segja í sjö mánuði.“
Þar með var stóm spumingunni í
þessu máli svarað. Poindexter ^agði
að hann hefði að yfirlögðu ráði ekki
sagt forsetanum frá tilfærslu fiárins
vegna þess að það gæti skapað pólítísk
vandræði fyrir forsetann ef málið
kæmist upp. Poindexter sagðist hins
vegar hafa talið sig hafa vald til þess
að heimila aðgerðina án þess að ráð-
færa sig við forsetann og jafnframt að
Fyrir jólin koma á markaðinn Olla og Betsy dúkkur i Bandaríkjunum.
Simamynd Reuter
Mikið Olla North-æði hefúr gripið
um sig í Bandaríkjunum. Hugsa marg-
ir sér gott til glóðarinnar og ætla að
græða á vinsældum hans.
I New York hafa lengi verið vinsæl-
ar samlokur sem kallaðar eru „Hero“
sem á íslensku þýðir hetja. Nú eru
slíkar samlokur kallaðar „Ollie North
Hero“ og seljast eins og heitar lumm-
ur. Einnig em Olla North hamborgar-
amir vinsælir. Það er mælt með því
að menn kaupi einn, selji hann næsta
manni með hagnaði, kaupi annan og
gefi síðan kontraskæruliðunum hagn-
aðinn.
Einnig mega nú dúkkurnar Ken og
Barbie fara að vara sig. Fyrir næstu
jól munu koma á markaðinn í Banda-
ríkjunum Olla og Betsy dúkkur en
Betsy er eiginkona Norths. North-
dúkkan verður íklædd einkennisbún-
ingi ofursta.
Þungu fargi var létt af Reagan og starfsmönnum Hvita hússins i gær er John
Poindexter lýsti því yfir að forsetinn hafi ekki vitað um kontragreiðslurnar.
Simamynd Reuter
hann væri sannfærður um að forsetinn
hefði samþykkt tilfærslu íjárins ef
hann hefði verið beðinn um það.
Poindexter tók á sig fúlla ábyrgð og
sakir í þessu máli og sagðist hafa ve-
rið í nánu sambandi við Oliver North
um þetta mál. Robert McFarlane, fyr-
irrennari Poindexters, tók annan pól
í hæðina er hann bar vitni fyrr í vi-
kunni. Sagði hann að North hefði
stjórnað hlutunum án samráðs við sig.
Flestum þykir þessi skýring McFarla-
nes mjög ótrúleg.
Með vitnisburði Poindexters í gær
er ljóst að Reagan þarf ekki að hafa
áhyggjur af því að þingið ákæri hann
fyrir lögbrot og að hann þurfi að víkja
úr embætti. Nú getur hann snúið sér
að verkefnum sem bíða, svo sem af-
vopnunarsamkomulagi við Sovétríkin.
„Reagan undirritaði
skjal um skiptin“
Yfirgáfu brfreiðir sínar syndandi
Guðrún Hjartardóttir, DV, Ottawa:
Eftir hitabylgju er gengið hefúr yfir
Kanada síðastliðinn hálfan mánuð,
þar sem hvert hitametið á fætur öðru
hefur verið slegið, tók loks að kólna
og rigna nú í vikunni. Rigndi eins og
hellt væri úr fötu í nokkrar klukku-
stundir á þriðjudaginn.
Til stórvandræða kom í Montreal
síðla dagsins er rigningamar gengu
þar yfir. A rúmlega tveimur klukku-
stundum mældist rigningin 56 centi-
metrar. Frárennsliskerfi borgarinnar
gat með engu móti tekið á móti öllu
þessu vatni á svo skömmum tíma enda
fóru öll lægstu svæði borgarinnar á
kaf.
Verst komu flóðin niður á umferð-
Mikil flóð urðu í Montreal i Kanada
í fyrradag vegna rigninga og ollu
þau miklu tjóni og umferðartrutlun-
um. Þurftu margir bilstjórar að
yfirgefa bifreiðar sinar syndandi.
Simamynd Reuter
inni, neðanjarðarlestir stöðvuðust sem
og næstum öll umferð á hraðbrautun-
um. Strætisvagnaferðir lögðust að
mestu niður. Þannig háttar til í Mon-
treal að víða liggja vegir lágt og
talsvert er um undirgöng. Lentu bíl-
stjórar þar í hinum mestu vandræðum
og urðu margir að yfirgefa bíla sína
syndandi enda komst vatnshæðin upp
i allt að fjóra metra. Svo hörmulega
vildi til í einu slíku tilfelli að áttræður
maður drukknaði í bifreið sinni er
hann var að reyna að komast út.
Hálfgert neyðarástand ríkti í Mon-
treal langt fram á nótt því vatnselgn-
um fylgdi stormur og þrumuveður.
Fuku tré um koll og rafmagnslínur
slitnuðu. Að minnsta kosti tvö hundr-
uð og fimmtíu þúsund manns voru án
rafmagns.
Enginn hefúr enn áætlað það tjón
sem orðið hefur af völdum þessa vatns-
veðurs en öruggt er að það skiptir
tugum milljóna.