Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Page 9
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987.
9
DV
Segjast hafa fellt
nær þrjú þúsund
kontraskæruliða
Talsmenn herja sandinista í Nic-
aragua segja að stjómarhermenn hafi
fellt 2.790 skæruliða úr röðum kontra-
hreyfingarinnar frá síðustu áramót-
um.
Humberto Ortega, vamarmálaráð-
herra Nicaragua, sagði í gær að
mannfall í röðum sandinista færi
minnkandi samanborið við manntjón
kontramanna, einkum vegna bóta í
herrekstri og hertækni.
I gær skýrðu kontraskæruliðar, sem
njóta fulltingis Bandaríkjamanna, frá
því að á þessu ári hefðu þeir fellt um
þrjú þúsund stjómarhermenn.
Vamarmálaráðherrann sagði í gær
að kontrahreyfingunni gengi nú erfið-
lega að finna liðsmenn í stað þeirra
sem falla og særast. Sagði hann hreyf-
inguna nú verða að nota kúgun,
ógnanir og stórar peningaupphæðir til
þess að fá menn til liðs við sig.
Ortega sagði einnig að undanfamar
vikur hefðu stjómarhermenn tekið til
fanga skæruliða úr röðum kontra sem
hefðu reynst aðeins tólf og þrettán ára
gamlir.
Ortega sakaði í morgun Bandaríkja-
menn um að reka afskiptastyrjöld
gegn stjómvöldum Nicaragua. Hann
bætti við að þar sem næsta stig hem-
Kontraskæruliði kemur fyrir jarðsprengju i Nicaragua. Kontrahreyfingin neitaði
lengi vel öllum fréttum af því að hún notaði jarðsprengjur í baráttu sinni gegn
stjómarher Nicaragua. Simamynd Reuter
aðar Bandan'kjamanna gegn landinu
væri innrás héldi stjómarherinn áfram
að búa sig undir komu bandarískra
hermanna.
Ortega tilkynnti við sama tækifæri
um stöðuhækkanir í hemum, þeirra á
meðal að Rosa Paosos, sem er systir
talsmanns kontraskæruliða í Miami,
hefði nú fengið majorstign í stjómar-
hemum.
Múslimar fa takmark-
aða sjálfsstjórn
Ríkisstjóm Filippseyja hefur boðið
múhameðstrúarmönnum á suðurhluta
eyjanna takmarkaða sjálfsstjóm.
Segja stjómvöld að þetta sé síðasta
tilraun þeirra til þess að ná friðsam-
legu samkomulagi við aðskilnaðar-
sinna úr röðum múhameðstrúar-
manna.
Leiðtogar múhameðstrúarmanna
hafa nú tillögur forsetans til athugun-
ar, en samkvæmt þeim fengju tíu
hémð sjálfsstjóm innan tveggja vikna.
Corazon Aquino, forseti Filippseyja,
undirritaði í gær tilskipun um að um
einni milljón manna í fjallahémðum á
norðuhluta eyjanna verði veitt tak-
mörkuð sjálfstjórn þegar í stað.
Nýskipan þeirra mála hefur verið til
umræðu mánuðum saman og talið er
að forsetinn hafi ákveðið að ganga frá
þeim nú, til þess að málið dagaði ekki
uppi í þingi landsins, sem kemur sam-
an 27. júlí.
Múhameðstrúarmenn segja nú að
með tilboði sínu setji ríkisstjórn lands-
ins þeim stólinn fyrir dymar. Verði
þeir annað hvort að taka því eins og
það stendur, eða taka afleiðingum
frekari átaka og deilna. Um fimm
milljónir múhameðstrúarmanna búa á
Filippseyjum, flestir þeirra á suður-
hluta eyjanna. Þeir vom fjölmennasti
trúarhópurinn þar, en nú hafa fimmt-
án milljónir kristinna manna tekið sér
búsetu á svæðum þeirra.
Talið er að tillögur stjórnarinnar
feli i sér nær algera sjálfsstjórn mikils
hluta eyjunnar Mindanao, sem er
næststærst Filippseyja.
Corazon Aquino, forseti Fiiippseyja,
undirritar tilskipunina um takmarkaða
sjálfsstjórn fyrir múhameðstrúarmenn
á suðurhluta eyjanna.
Simamynd Reuter
Horfðu á eftir vinum í æðandi fljótið
Óttast er að þrjátíu og átta manns
hafi farist í flóðunum sem gengu yfir
tjaldstæði í frönsku ölpunum nálægt
landamærum Sviss á þriðjudaginn.
Fundist hafa tuttugu lík en átján
manns er saknað.
Þyrla var notuð til þess að bjarga
fólki úr fljótinu. Simamynd Reuter
Þeir sem komust lífs af horfðu hjálp-
arvana á vini og skyldmenni sviptast
burt er áin Bome breyttist í flóð eftir
steypiregn. Einn hinna eftirlifandi seg-
ist hafa séð fólk hrópandi á hjálp í
húsvögnum á fleygiferð niður eftir
ánni.
I fyrstu var ekki hægt að koma því
til aðstoðar þar sem það barst með
leðju. Seinna var svo hægt að vaða út
í ána og björguðust þá sumir með því
að halda sér í reipi er strengt var yfir
ána. Um fjörtíu manns var síðan bjm'g-
að með þyrlu.
Eftirlifendur leita að eigum sinum á tjaldstæðinu í frönsku ölpunum þar sem
óttast er að þrjátíu og átta manns hafi farist i flóðum. Simamynd Reuter
Útlönd
Tengir sprengingamar stefnu slnni
Mohammad Zia-ul-haq, foraeti Pakistan, sagði í gær að sú alda sprengitil-
ræða, sem gengið hefúr yfir land hans undanfama mánuði, tengist stefiiu
hans gagnvart Afganistan og skæruhemaði þeim sem staðið hefur þar um
níu ára skeið.
Zia sagði fréttamönnum í gær, á ftindi sem haldinn var vegna sprenging-
anna sem urðu sjötíu og þrem að bana í höfuðborg landsins í fyrradag, að
markmið þeirra sem standa að baki sprengjutilræðunum væri að skapa
upplausnarástand í Pakistan.
Sagði hann þetta stafa af stefiiu Pakistan gagnvart Afganistan en gaf
ekki frekari skýringar á því.
Zia sagði i gær að stjórnvöld í Pakistan myndu nú skera upp herör gegn
hermdarverkamönnum í landinu og sagðist fidlviss um að þeir sem að tilræð-
unum standa næðust fljótlega.
Hvetur til friöarráðstefnu í Mið-Ameríku
Utanríkisráðuneyti Hondúras endurtók í gær hvatningar sínar til þess að
efnt yrði til nýrrar ráðstefnu um að koma á friði í Mið-Ameríku og bauðst
til þess að halda ráðstefiiuna í strandborg einni í landinu.
Sagðist utanríkisráðuneytið hafa sent bréf til aðalritara Sameinuðu Þjóð-
anna og samtaka Ameríkuríkja þar sem boð um ráðstefhu í Tela í Hondúras
er ítrekað.
Sjö farast í sprengingu í Líbanon
Sjö manns fórust og á áttunda tug raanna særðust í tveim sprengingum
í líbönsku bæjunum Tripoli og Baalbeck í gær. Meðal hinna særðu eru sex
sýrlenskir hermenn en Sýrlendingar hafa með höndum vfirstjóm beggja
bæjanna.
1 Tripoli vom fjórar konur meðal hinna fóllnu og þeir sem særðust vom
flest konur í verslunarerindum. Þar sprakk bifreið í loft upp við tveggja
hæða verslanasamsteypu í einum af dýrari hlutum borgarinnar.
í Ballbeck lét ein kona lífið og sjö manns meiddust þegar leigubifreið
sprakk í loft upp við kvikmyndahús.
Um tuttugu verslanir lögðust í rúst í sprengingunni í Tripoli, að sögn
lögreglunnar.
Hollendingar selja kvikmyndahúsakeðju
Hollenskt fyTÍrtæki seldi í gær kvikmyndahúsakeðju. sem fyrirtækið hefur
rekið i Suður-Afriku, og bætist því í hóp þcirra erlendu fyrirtækja sem á
undanfomum mánuðum hafa hætt starfsemi sinni í landinu.
Hollenska fyrirtækið átti þrjátíu og eitt kvikmyndahús í S-Afríku, flest í
Jóhannesarborg. Þau vom i gær seld fyTÍrtækinu Century Entertainment
sem fyrr á þessu ári var stofnað til að taka yfir bandarískt fyrirtæki í landinu.
Undanfarin tvö ár hafa fjölmörg erlend fyTÍrtæki hætt starfeemi sinni í
S-Afríku, flest vegna slæmrar afkomu en nokkur jafnframt vegna þrýstings
frá andstæðingum kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjómvalda í S-Afríku.
Hækkað olíuverö vegna spennu á Persaflóa
Áhyggjur vegna deilna Bandaríkjanna og íran á Persaflóa og ótti um að
til átaka kunni að draga milli ríkjanna olli þvx í gær að verð á hráolíu
hækkaði verulega og fór upp fyrir tuttugu og tvo doUara á tunnuna í fyrsta
sinn siðan í janúar 1986.
Allt virðist nú benda til þess að olíuverð fari aftur upp í tuttugu og fimm
dollara á tunnuna áður en langt um líður.