Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 11
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987.
11
DV
Utlönd
Málamiðlunar-
tillaga um
ólympíuleikana
Alþjóða ólympíunefndin hefur lagt
fram nýja málamiðlunartillögu í deil-
unum milli Norður- og Suður-Kóreu,
þar sem fjölgað er nokkuð þeim grein-
um sem Norður-Kóreu standa til boða
á leikunum í Seoul 1988. Tillögur þess-
ar ganga þó Hvergi nærri jafnlangt og
N-Kóreumenn hafa gert kröfur um og
talið er ólíklegt að deiluaðilar gangi
að þeim.
Allt frá því að ákveðið var að ólymp-
íuleikamir 1988 yrðu haldnir í Seoul,
höfuðborg Suður-Kóreu, hafa Norð-
ur-Kóreumenn gert kröfur um að fá
að halda hluta leikanna, keppni í að
minnsta kosti átta greinum, þar á
meðal knattspymu, borðtennis og bog-
fimi. Hafa þeir hótað að beita sér fyrir
því að kommúnistaríki taki ekki þátt
í leikunum verði ekki gengið að þess-
um kröfum þeirra.
Undanfama tvo daga hafa fulltrúar
alþjóða ólympíunefndarinnar átt fundi
með aðilum frá báðum Kóreuríkjun-
um. A gmndvelli þeirra viðræðna hafa
nefndarmenn nú lagt fram nýjar mála-
miðlunartillögur, þar sem N-Kóreu er
boðið að halda borðtenniskeppni leik-
anna að fullu sem og bogfimi, blak
kvenna, hundrað kílómetra hjólreiða-
keppni og eina umferð undanúrslita í
knattspymu.
Talsmenn Suður-Kóreu segjast ætla
að íhuga tillögur þessar en segja jafn-
framt að þolinmæði þeirra gagnvart
N-Kóreumönnum sé nú á þrotum.
Telja þeir sig hafa gengið lengra í sam-
komulagsumleitunum sínum í máli
þessu en fordæmi séu fyrir því ólymp-
íuleikamir eigi að fara fram í Seoul
og ekki tíðkist að færa einstakar
greinar milli landa.
Juan Antonio Samaranch, forseti
alþjóða ólympíunefhdarinnar, sagði i
gær að bæði Kóreuríkin yrðu að
bregðast opinberlega við þessum mála-
miðlunartillögum fyrir 17. september
A ÍSLANDI I 20 AR
Við lofum því
sem skiptir mestu
máli:
GÓÐRI
ÞJÓNUSTU
Verð og tæknileg
útfærsla við allra
hæfi
Borgartúni 20
Sími 2-67-88
næstkomandi og væri þetta lokatil-
raun nefndarinnar til að miðla málum.
Suður-Kóreumenn telja hættuna á
því að kommúnistaríki hundsi ólymp-
íuleikana í Seoul hverfandi litla,
jafnvel þótt Norður-Kórea fengi ekki
að halda neinn hluta þeirra. Mörg
kommúnistaríki hafa þegar tilkynnt
að þau muni mæta til leikanna.
Chun Doo Hwan, forseti Suöur-Kóreu, á fyrsta fundi rikisstjórnar landsins eftir að skipt var um átta ráðherra hennar.
Simamynd Reuter
Hvítlaukspylsan laðar fram brosið
Sláturfélagiö vill minna grillunnendur á þá
staðreynd aö þeir sem reynt hafa grillaöa
Hvrtlaukspylsu, (nýju pylsuna frá SS meö
milda og Ijúfa kryddbragðinu), gefa henni
brosandi sín bestu meðmæli.
SS