Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Side 13
Metsölu- bækur á ensku vikulega í flugi. titlar af tímaritum frá USA. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. Neytendur DV DV Edik í feitina Bætið matskeið af ediki út í feitina þegar þið ætlið að djúpsteikja. Mat- urinn dregur þá ekki eins mikla fitu í sig og verður ekki eins „feitt“ á bragðið. Stingið í kartöflurnar Til þess að koma í veg fyrir að bökuðu kartöflurnir verði linar og leiðinlegar er gott að stinga í þær með prjóni um leið og þær koma úr ofninum. Heillaráð Hálft epli í kökudósina Ef þú lætur sundurskorið epli í dósina með jólakökunni helst kakan fersk nokkrum dögum lengur en ann- ars. Smyrjið hlaupformið Það er auðveldara að ná hlaupi úr forminu ef formið er smurt með feiti áður en hlaupið er sett í. Best að nota feiti úr úðabrúsa. Á þetta við bæði um grænmetishlaup og ábætis- hlaup. Vikublað fjölskyldunnar ¥ 1 hverri viku UNGBÖRN: Ungbarn é að llggja I efrl hluta barna- vagns aOa atarkbyggOu burOarrúml I atturseetlnu meO höfuOIO Inn aO mlOJu bilalns. Tll eru elnnlg sérstaklr bilatólar lyrlr ungbörn. Stóllnn, burOarrúmlö aöa vagnlnn á að feata meö tllheyrandl baltum. ÞaraO aukl er rótt aö skoröa buröarrúmlö eöa vagn- Inn meö elnhverju mjúku t.d. svamp- kubbl, teppum eöa svefnpoka. 9 MÁNAOA TIL 5 ÁRA: Þegar bam getur setlö elll og óstutt er baö öruggast I barnabllstól. FRÁ S-10ÁRA: Á bessum aldrl getur barnlö notaö barnabllbeltl og bilpúöa. Þegar barnlO altur 6 bllpúöa getur baö notaö venjuleg bllbeltl I afturaætl. Evrópskur flatskjár Finnskt fyrirtæki hefur nú sent frá sér fyrsta evrópska flatskjáinn til mót- töku sjónvarpsefnis. Flatskjárinn er framtíðin í skjátækni og er reiknað með að um 1990 verði flestir sjón- varps- og tölvuskjáir í þessari mynd. Finnski skjárinn er aðeins tveggja sentímetra djúpur og hentar því vel á vegg. Tæknin sem gerir þetta kleift er vökvakristallatækni en hún hefur lengi verið notuð í ýmsa smáskjái, s.s. í tölvuúrum og vasatölvum. Það hefur'lengi verið draumur sjón- varpsframleiðenda að geta nýtt þessa tækni í stærri skjái en vandamálið hefúr alltaf verið að dýrt er að fram- leiða stóra vökvaskjái og erfitt að gera þá sýnilega. Því hefur sú leið verið farin að lýsa upp skjáinn með rafljómun (electrol- umiscence) og hafa ýmsir tölvufram- leiðendur sett slíka skjái á ferðatölvur. Nú eru hins vegar sjónvarpsfram- leiðendur famir að átta sig á þessum möguleika og veita mikið fé til rann- sókna á vökvaskjám. Finnski skjárinn er þó ekki kominn á almennan markað því enn eru mörg ljón á veginum. Helstu vandamálin eru verð og litur en erfitt hefúr reynst að lækka framleiðslukostnað. Hvað litinn varðar eru ýmis vandkvæði á því að fá hann nógu bjartan og skýr- an. Það hyllir því undir byltingu í gerð sjónvarpsskjáa en eins og áður segir er reiknað með því að þessi tegund skjáa verði allsráðandi á markaðnum innan nokkurra ára. -PLP Tilraunaskjár finnska fyrirtækisins Lohja AB Böm Okkur hefúr borist greinargerð frá Umferðarráði um öryggi bama í bif- reiðum. Þar segir að ráðinu hafi borist fjölmargar ábendingar um að setið sé undir smábömum í framsætum bif- reiða. Ráðið vill vara við því að böm sitji laus í bílum og aðallega í framsæt- um. Um 50 böm slasast að jafnaði ár hvert sem farþegar í bílum. Ekkert þessara barna var í bílstól eða bíl- í bíl belti. Því vill Umferðarráð vekja athygli á öryggisbúnaði fyrir böm í bifreiðum. Neytendasiðan tekur undir þessa áskomn Umferðarráðs. Nú þegar að- alsumarleyfistíminn fer í hönd verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir öku- mönnum að sýna gætni og gæta fyllsta öryggis er þeir fara út á mölina með fjölskylduna. -PLP UMFERÐAR RÁÐ io.,6s-io.ooo-sp’{sw

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.