Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Page 16
16
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987.
Einar Jónsson: Já, ef þörf er fyrir
hendi. Nenni þeir sem heima sitja
ekki að vinna störfin verður að flytja
inn fólk til þess að vinna að fram-
leiðslunni.
Helga Aðalsteinsdóttir:Nei, því er ég
ekki fylgjandi. Við getum sjálf unnið
okkar iðnaðarstörf.
Ólafur Betúelsson: Ég bara veit það
ekki. Er ekki viss um ágæti þess.
Jón Jóhannsson: Nei, það er nóg af
vinnuafli hér á landi.
Hveragerði:
Þakið á
tívolfinu
Förli skrifar:
Fyrir nokkru var skýrt frá því í DV
að þak tívolísins í Hveragerði stenst
ekki kröfur Brunamálastofnunar. Til
grundvallar er lagt álit sambærilegrar
brunamálastofnunar danskrar sem,
segir efnið í þakinu ekki uppíylla þær
kröfur sem gera þarf til mannvirkis
af þessu tagi.
Þetta þykir nú engum tíðindi sem
ekið hafru- til Hveragerðis síðan
mannvirkið reis af grunni. Þetta
óhugnanlega plasthvolf er í augum
venjulegra leikmanna eins og dauða-
gildra beint úr stórslysakvikmynd og
ekki skánar það þegar inn er komið.
Þama eru seld hituð matvæli, sem
hlýtur að vera vafasamt að leyfa á
svona stað, og innan dyra var reykj-
andi fólk hvert sem auga var litið.
Sjálfsagðar öryggisráðstafanir hljóta
að vera atriði eins og að harðbanna
reykingar undir plasthvolfrnu og í
talsverðri fjarlægð fyrir utan - að ekki
sé minnst á hitunartæki til matargerð-
ar. Þótt ekki sé eiginlegt eldhús á
staðnum, heldur einungis þessir venju-
legu sjoppuofnar, ætti að forðast allt
slíkt einmitt þama.
Þar sem fjöldi bama er þama saman
kominn flesta daga og þó mest um
helgar er aldrei of varlega farið. Rétt-
ast væri fyrir yfirvöld að athuga
aðstæður áður en alvarlegt slys hlýst
af sofandahættinum.
Hljómleik-
amir með
Europe
Rakel skrifar:
Ég vildi bara þakka þeim fyrir sem
stóðu að hljómleikunum með Europe.
Þetta vom bestu hljómleikar sem ég
hef farið á og ég held að margir séu
sammála mér. Því vona ég að hljóm-
sveitin Europe eigi eftir að koma aftur
til Islands.
Þau eru misfljót á leiðinni sendibréfin að vestan - en eitt komst á methraða milli Los Angeles og Mosfellssveitar-
innar.
Stirtft hugleiðing
Gunnar Sverrisson skrifar:
Míðað við fyrri tíma, fyrir um það
bil tveim til þrem mannsöldrum,
jafhvel eitthvað lengra aftur, eru
margvíslegir möguleikar á sviði
tækni, tjáningar og visinda ólíkt
meiri. Þeir auðvelda fólki að lifa líf-
inu betur og gera það í leiðinni að
hæfari þegnum í þjóðfélaginu tíl að
raæta tímans kröfúm.
Fjölmiðlar allir gera sitt til að
upplýsa hvem og einn, sem hefur
augu og eyru opin, um sitthvað sem
keraur að góðu gagni í þessari þró-
un, en einn þáttur hennar er sá sem
miðar að því að sérhver haldi vöku
sinni á hverjura tíma í þjóðfélaginu
svo viðkomandi geti tjáð sig sem
réttast og best í atarfi sem leik og
geti óhikað tekiat á við það síbreyti-
lega munstur er mótar heimsmynd-
ina í þessum efnum.
Til að skýra mál mitt frekar á ég
við að enda þótt tjáningarmáti hvers
og eins hljóti að vera síbreytilegur,
held ég að hversu flókið sem viðkom-
andi umhverfi, aðstæður og tækni-
samfélag kunní að verða í tímans rás
leiti tjáningarmunstrið ávallt að
upphafi sínu svo viðkomandi geti
ávallt liðið sem best, enda þótt í
ýmsum tilvikum þurfi hann á slíkri
aðstoð að halda.
Það sem áður þótti munaður, í
mísmunandi og breytilegri tjáning-
arþörf einstakra hópþegna, þykir í
dag óhjákvæmilega nauðaynlegur
heilbrigðisþáttur í þróuðum sara-
félögum. Þetta er vitað. Enda þótt
það sé ekki alltaf ljóst fyrirfinnast
einataklingar í samfélagi nútímans
sem hafa orðið útundan í eðlílegri
tjáningartækni og líður samkvæmt
því. Ég held að eitt af þvi góða við
breytileg viðhorf, nýstefnur í hugs-
unarhætti tæknisamfélags fi’aratíð-
ar, sé að uppgötva í tíma og ná til
þessara einstæðinga, gegnum fjöl-
miðla alla, eða á einhvem annan
hagkvæman máta, er þykir henta í
hveíju tilviki, svo þetta fólk haldi
vöku sinni eins og áður, verði að
nýju hoilbrigt i tjáningu sinni, í
umhverfinu.
Som ég gat um í upphafi þessa
greinarkorns míns eru margvíslegri
möguleikar á sviði tækni og tjáning-
ar eða tjáningartækni hvað snertir
samfélagið í dag heldui’ en áður fyrr,
sem gerir aérhvem er vill það við
hafa að betri þegn en áður, hæfari
til að mæta tímans kröfum hverju
sinni, og er það ekki ánægjulegt til
þess að hugsa að ef til vill geti svo
aftur þessir tjáningarhópar lagt sítt
af mörkum til að allir þegnar þessa
lands verði hamingjusamari en áður
og gangi betur um alla framtíð að
vinna að sínum hugðarefnura á ein-
faldan hátt, enda þótt tæknisam-
félagið verði eitthvað flóknara en
áður.
Spunungíri
Ertu fylgjandi innflutningi
á erlendu vinnuafli?
Lesendur
Valgerður Óladóttir: Þessari spurn-
ingu er ekki fljótsvarað. Við erum
kannski að kalla yfir okkur sömu
vandamálin og hin Norðurlöndin
hafa verið í - en einhverjir verða
náttúrlega að vinna þessa vinnu.
Rannveig Gylfadóttir: Nei - bæði og
- ekki of mikið og ekki of marga.
Eru hárgreiðslu-
stofur hættulegar?
Nasa skrifar:
Á þessum síðustu tímum um-
ræðu um mengunarvalda i umhverf-
inu finnst mér það skjóta nokkuð
skökku við að sjá starfsaðferðir hár-
greiðslufólksins okkar. Af myndum
þeim sem teknar eru á hárgreiðslu-
sýningum má glögglega sjá að þar
notar fagfólk vörur sem þekktar eru
að því að valda skemmdum á óson-
laginu.
Þetta finnst raér síður en svo í lagi.
Flestir vita núorðið að úðabrúsar
eru stórhættulegir hfnkinu og hlýt-
ur sérþjálfað hárgreiðslufólk, sem
alla daga vinnur með slíkar vörur,
að gera sér grein fyrir hvað þama
er á ferðinni. Með þvi að kaupa aldr-
ei inn vaming sem er slíkur skað-
valdur er hægt að þvinga framleið-
endur til þess að lagfæra vamingiixn
- og er það reyndar eina leiðin sem
fær er að lagaboðum slepptum.
Flestar gerðir hárúðunarefiia era
einnig finnanlegar í umbúðum sem
engum skaða geta valdið - eða í það
minnsta minni - og er mikilvægt að
hárgreiðslufólk snúi sér alfarið að
þeim í stað þeirra skaðlegu. Eftir
örfá ár veit svo engimi lengur hvort
hárið á Jóni eða Gunnu stóð öriítið
meira - eða minna - út í loftið en
æskilegt þótt samkvæmt ströngustu
fegrunarkröfum. Hins vegar mimu
afkomendur okkar hafa það á hreinu
hverjir það era er bera ábyrgðina á
grimmdarlegum krabbameinstilfell-
um og óbyggilegum svæðura í hinum
ýmsu heimshlutum. Það er alltaf til
bóta að byrgja brunninn áður en
bamið er fallið ofan í hann og ættum
við að hafa það hugfast í þessu efhi.
Það fer allnokkuö af háriakki og öðru keimliku þegar hárgreiðslan á að
rísa hressilega. Ekkl er þó ástæða til að fóma ósonlaginu fyrir fegurðarsky-
nið.
Stöð 2:
SvartilSvönu
Goði Sveinsson hringdi:
Ég vil gleðja Svönu sem skrifaði í
DV um daginn með þvi að Our House
og Morðgáta byrja í september með
vetrardagskránni. Stríðsmyndir og
léttar hrollvekjur era dýrar í fram-
leiðslu og fáar á markaðnum. Samt
sem áður verður slíkar myndir að
finna í vetrardagskrá. Annars þökkum
við hólið.
Pósturinn:
Methraði að vestan
Blíða segir:
Það er ekki oft sem þess góða er
getið í íjölmiðium og því er ef til
vill ekki úr vegi að segja frá metaf-
greiðslu frá hendi póstafgreiðslunn-
ar.
Á dögunum barst mér bréf í hend-
ur sem hafði verið póstlagt þann
sjötta júlí í Los Angeles. Ekki var
það lengi á leiðinni því þann tíunda
sama mánaðar fékk ég það í hendur
alla leið upp í Mosfellssveit og á
varla orð yfir þessa frábæra þjón-
ustu.
Yfirleitt hafa bréf að vestan borist
eftir dúk og disk - og oftar en ekki
að lokinni aukalykkju til írlands.
Engu er líkara en flokkunarmenn
hjá póstinum í Bandaríkjunum
þekki ekki mun á írlandi og íslandi.
En í þessu tilviki vora þeir með á
nótunum - svo mjög að ekki er ann-
að hægt en taka myndarlega ofan
fyrir póstþjónustunni.