Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Síða 18
18
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987.
Merming_______________________________
Svarta skýið og módernisminn
Samsýning níumenninga að Kjarvalsstöðum
Birgir Andrésson, Jón Óskar og Hulda Hákon ásamt verki Jóns, „I tego arc-
ana dei“. DV mynd S
Svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Módemisminn, sú fjölþætta hreyfing,
sem gerði nútímamanninum kleift að
tjá sig um nútímann, hefur nú verið
tekin til gagngerrar endurskoðunar
og úrskurðaður úreltur, gott ef ekki
meingallaður frá upphafi.
Hannes Lámsson er þessarar skoð-
unar og viðrar hana í formála að
samsýningu níu listamanna (Ivars
Valgarðssonar, Erlu Þórarinsdóttur,
Jóns Óskars, Halldórs Ásgeirssonar,
Kees Visser, Sverris Ólafssonar,
Huldu Hákon, Hannesar Lárussonar
og Birgis Andréssonar) að Kjarvals-
stöðum. Formálinn nefhist „Svarta
skýið“ og er samfellt Jeremíasarbréf
um arfleifð módernismans, íslenska
menningu, menningarumfjöllun, ofur-
vald fjölmiðlanna o.fl.
Nú er Hannesi ekki gefið að rök-
ræða á ským og læsilegu máli, fer auk
þess ffjálslega með hugtök og stað-
reyndir. Þó er ómaksins vert að reyna
að draga saman ályktanir hans í hnot-
skum þar sem hann er einn af örfáum
ungum listamönnum sem hefur döng-
un í sér til að ræða myndlistarmál á
skynsemisgrundvelli.
Módemisminn veitti listamanninum
bessaleyfi til þess að skapa upp úr sér
sjálfum, segir Hannes, en kom honum
um leið í sjálfheldu. Af óútskýrðum
ástæðum tapaði listamaðurinn sjónum
af sjállúm sér í „innhverfú mgli“.
Ómyndvísir íslendingar
Víkur nú sögunni að íslendingum.
Þeir em aldir upp við að lesa bækur
en „myndlestur" er þeim sem lokuð
bók. Þessi vöntun á því sem Hannes
nefnir „myndvisi" stafar meðal annars
af vöntun á þroskuðum „stofnunum'1
á íslandi (miðað við hverja?).
Hér er mér ekki ljóst hvað Hannes
á við með „þroskaðar stofnanir" en
skortur á þeim hefur að hans mati
stuðlað að ofurvaldi fjölmiðla með sín-
ar „ófræðilegu, ólistrænu og ábyrgðar-
lausu" umfjallanir.
Síaukin stýring fjölmiðla er partur
af því „svarta skýi" sem Hannes telur
glepja fyrir listamönnum.
Uppgangur fjölmiðla knýr listamenn
svo, með einhverjum þeim hætti sem
hvorki er skýrður né rökstuddur, til
að verða „meðvitaðir", það er „þjóð-
félagslegir í listsköpun og listalífi (sic)
sínu“(innskot mitt).
Samtímis þessu standa íslenskir
listamenn andspænis uppgangi
„hnoðsins" (kitsch) sem eitrar út frá
sér með ýmsum hætti. Hnoðið grund-
vallast á „storknuðum viðhorfúm og
hugsanatengslum" og upphafning
„þekkingarleysis".
Hnoðmenning gerir „mannlegt líf að
martröð þar sem þekking, verksvit og
innsýn verða...lestir“.
Hvað skal gera? spyr Hannes að lok-
um, eins og Vladimir Ilysch forðum
daga.
Margur hefur reynt að segja minna
á tæpum þremur blaðsíðum í sýningar-
skrá. Og þótt vilji sé fyrir hendi er
erfitt að rökræða um hugmyndir sem
settar eru fram með þessum stuttara-
lega hætti.
Nóg um hnoð
Ég veit í raun og veru ekkert um
það hvað Hannes á við með „módem-
isma“, „myndlestri", „myndvísi" og
fleiri hugtökum. Skilgreining hans á
hnoði (kitsch) er aukinheldur laus í
reipunum. Var ekki nóg um hnoð á
19. öldinni þegar ekki var til að dreifa
„stórtækri upplýsingamiðlun" og
„dreifikerfum"?
Reynum samt að nálgast kjama
málsins með einhverjum hætti. íslensk
list er stödd í úlfakreppu (eða í „svörtu
skýi“), segir Hannes, því módemism-
inn brást og fjölmiðlamir og hnoðið
hafa grafið undan myndvísi meðal
þjóðarinnar.
Sá módemismi, sem ég þekki, hefur
frá upphafi borið í sér neikvæðar
aukaverkanir með því að hampa list-
inni sem afþreyingu, upplyftingu, ofan
og utan við daglegt líf.
Hins vegar höfðu þessar aukaverk-
anir aðeins áhrif á þá listamenn sem
litu á módemismann sem „hreyfingu"
eða „akademíú'. Þeir sem skynjuðu
módemismann sem kraumandi suðu-
pott ólíkra en samtengdra viðhorfa,
eins konar segulsvið, uppskám, og
uppskera enn, ríkulega.
Því er nær að tala um „blinda lista-
menn“ en „módemíska blindu".
Úlfakreppa?
Og nota bene, sú hugmyndafræði,
sem liggur að baki verkum Hannesar
sjálfs, svo og samverkamanna hans
að Kjarvalsstöðum, er að langmestu
leyti af módemísku sauðahúsi.
Hvað svo um úlfakreppuna? Á Is-
landi er vissulega fullt af vondum
listamönnum. En em þeir fleiri hér en
annars staðar? Því svarar Hannes
ekki. Hér er líka fjöldi listamanna sem
em áfram um að verða virkir í ís-
lensku menningarlífi. Takist þeim það
ekki er það tæplega fyrir tilverknað
fjölmiðla. Á árunum 1930-1950, þegar
íslensk nútímalist varð að vemleika,
vom fjölmiðlar annað tveggja, víðs
fjarri eða béinlínis til trafala.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Fjölmiðlar, svo og opinber söfh og
aðrir listmiðlar, geta vissulega gert
myndlistinni lífið léttara en þeir ganga
ekki af henni dauðri.
Hannes heldur fram gömlu, róm-
antísku goðsögninni um hinn alfrjálsa
listamann sem segir: „Vald listsköpun-
arinnar er í mér sjálfum, frjálsum og
óháðum listskapandanum."
Á móti langar mig að vitna í Claude
Levi-Strauss: „Með því að gerast ein-
fari er listamaðurinn að blekkja sjálf-
an sig því þau forréttindi, sem hann
veitir sjálfum sér með þeirri ákvörðun,
em á sandi reist. Þegar hann telur sig
vera að tjá sig frjálst og óhindrað og
skapa nýtt, frumlegt verk er hann í
rauninni að svara bæði fortíð og nú-
tíð, fyrri tíma listamönnum sem og
eftirmönnum sínum. Hvort sem maður
er þess meðvitandi eða ekki er maður
aldrei einn á sköpunarbrautinni."
Nett myndlist
Níumenningarnir á sýningunni em
fremur ósamstæður hópur enda sjálf-
sagt ekki til annars ætlast.
I heildina séð er þama til sýnis frem-
ur óáreitin, jafhvel nett myndlist, sem
ekki býður byrginn viðteknum leik-
reglum módemískrar myndlistar. I
öðm samhengi væri stætt á að kalla
sum þessara verka dekoratíf.
Hér sker þó eitt verk sig úr, þ.e.a.s.
hinn mikli fleki Jóns Óskars, „I tego
arcana dei“, þar sem ýmsum brögðum
nýmálverks, t.d. uppstækkun, skeyt-
ingu og myndskurði, er beitt á áhrif-
amikinn hátt.
f verkinu em þrír þættir, grimmileg-
ur öm, andlit með brostin augu og
fomt hakakrossmynstur, sem verða
að myndlíkingu um sálarfræði valds-
ins, kannski einkum og sér í lagi um
misbeitingu þess, þ.e. fasismann.
Á sýningu níumenninganna em
samtals 27 verk en hún verður opin
til 19. júlí. -ai
Hresst blað vikulega
Myrkrið kveikir Ijós
Sverrir Stormsker í Vikuviðtali
Breytt
sjálfsímyndun
Um dáleiðslu, sjálfsefjun og
beitingu ímyndunaraflsins
Hunda-
rómantík í
Vesturbænum
7 spegilmyndir
Um nýstrárlega sýningu
Messíönu Tómasdóttur í
Hlaðvarpanum
Plakat af A- H A fylgir